Morgunblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 30. apríl 1936*
J&uifis&apM# Kaupí gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- syni, Lækjartorgi.
Nótnabækur, gamlar og nýj- ar, innlendar og útlendar, ósk- ast keyptar. Upplýsingar í síma 9153.
Trúlofuna.rhringar hjá Sigur- \ór, Hafnarstræti 4.
Falleg stofuhúsgögn, piano, dömuhjól o. fl. til sölu strax, vegna burtflutnings til útlanda. Nielsen, Mjóstræti 3. Stærsta úrval rammalista. — Innrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laugaveg 27.
_raupi gamlan kopar. Vald.
tegundum, altaf til sölu. Marg-
ar góðar. Heima kl. 5—7 síðd.
Sími 3805. Zophonias.
O auðfjáreigendur hjer í bæn-
i um sem láta það viðgangast,
I að fje, þe'irra gangi frjálst ferða
í .
sinna um götur bæjarins á næt-
i urnar nú í gróandanum smjúgi
! eða stökkvi inn í garða, rífi þar
; alt og tæti, æt,tu að reyna að setja
■ sig í spor garðeigenda, sem sjá
; spellvirkin að morgni.
Þar standa nagaðir og ónýtir
Kápu- og dragtaefni, sumar
jumpers, blússuefni, sumar-
hanskar, kjólaefni.hvítt og mis-
litt flúnnel, barnakápur og
barnaföt.Versl. Guðrúnar Þórð-
ardóttur, Vesturgötu 28.
Til fermingargjafa. Hringar,
men o. f 1., með íslenskum stein-
um. Smíði eftir J. Dahlmanns-
son gullsmið. Fást hjá Jóh. Ár-
mann, Bankastræti 14.
Rabarbarahnausar ágætir,
! K*upi gull og silfur hæsta stúfar trjáplantna, tröðkuð og bit-
verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- in blómabeí5; fyrirböfn manna 0g
arstræti 4.________________________jfjármunir, sem áttu að verða til
fjölbreyttu úrvali á
götu 11.
Veggmyndir og rammar í þess að prýða beimilið og bæinn
Freyju-! gert að engu, fyrir aæturbeit
! nokkurra sauðkinda.
Það er óhætt að fullyrða, að hver
ein þessara kinda je,tur upp á
einni nó;ttu margfalt ve'rðmæti
sitt. Bigendur þeirra, sem enn
þá virðast vera æði sljófir fyrir
þeirri gkapraun og því fjóni sem
þessar skepnur þe'irra gera og þeir
sjálfir eru valdir að, fara í smala-
vmna., mensbu seinnihluta nætur 0g
TMtptuv
UúAlsanmuv
Lokastíg
Loftþvottur, vönduð
fáöt í Suðurgötu 31, simi 1860. Stúlka óskast 14. maí. Upp- lýsingar á Fjólugötu 9.
Útsæðiskartöflur egta „King Edward“. Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12. Sími 3247.
Gluggahreinsun og loftþvott-' ur. Sími 1781.
Kaupum, næstu daga, sultu- glös með lokum, háu verði. Sanitas, Lindargötu 1.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-; artorgi.
Kökur, fyrsta flokks, í ferm- ingarveislur fáið þjer á Bald- ursgötu 6. Sími 2473.
Otto B. Amar, löggiltur út-| varpsvirki, Hafnarstræti 11. —■ Sími 2799. Uppsetning og við-j gerðir á útvarpstækjum og loft-l netum.
Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29.
Lifur og hjörtu. Kaupfjelag Borgfirðinga. Sími 1511.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll í kvensokkum, fljótt, vel og i ódýrt. Sími 3699.
KAUPUM allar tegundir ull- artuskur hreinar. Hátt verð. Afgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2.
jlaust hjer í bænum se'm kunnugt
er.
*
14. apríl, kl. 11,45 að kvöldi and
ist í London 23 ára gömul
í stúlka, Daisy Allen að nafni. —
En þarna var viðstaddur lækn-
„Jeg heyrði hljóðfæraslátt, sem
í fjarska. Annars var alt ról?gt í
umhverfi mínu. Aldre'i hefi jeg
fundið eins mikla sælu í lífinu.
Það var eins og líkaminn væri
leystur upp, og sjálf væri jeg laus
við allar jarðneskar áhyggjur. í
s,tað kvala og óróleika hafðl jeg
sælu og frið“.
*
í Bnglandi hefir hjólreiðamönn-
um fjölgað um 95% síðan 1931
og hjólreiðaslysum um 144%. —
Komið hefir til orða að banna
börnum innan við 7 ára að hjóla
á alfaravegi, til þess að draga
úr hjólreiðaslysunum.
*
Nálægt Árósum hefir fundist
uppsprettulind, sem fræg er orðin.
Er það trú manna þar um slóðir,
að vatnið úr lind þessari hafi
lækningakraft mikinn.
Síðan þe'ssi orðrómur komst á
hafa menn seft á stofn víðtæka
vatnsflutninga frá lindinni. Hefir
heyrst að þriggja pela flaska af
vatni þessu liafi verið seld á 11
krónur.
*
Foreldrar fimmburannta amer-
ísku, Dionne-hjónin, ætla nú að
leika í kvikmynd, sem á að heita:
„Hvað . er orðið af bömunum".
Er myndin gerð með tilliti til
þess að ríkið ,tók börnin í fóstur
af foreldrunum, og hafa þau
hvorki veg eða vanda af þeim.
¥
Maður einn sagði við son sinn:
Idíót er í raun og vera nafnorð.
Ef þú segir þe'tta við mig þá er
það sktammaryrði. En ef jeg segi
þetta við þig, þá er það lýsingar-
orð.
SíŒynttincfcw
Vakningavikan. .. -
I kvöld kl. 81/2.
Bjarni Eyjólfsson.
Annað kyöld:
Ástr. Sigurstein-
dórsson, stud. theol.
Frímerkjabækur fyrir íslensfc
frímerki, komnar aftur. Gísll
Sigurbjörnsson, Lækjartorgi lr.
sími 4292, opið 1—4 síðd.
Café — Conditori — Bakarí,
Laugaveg 5, er staður hinna
vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarins.
besta bón.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa.
Hafnarhúsinu - við Geirsgötu..
Seld mihningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum!
m. m.
Bestu salötin fáið þjer frá;
Smurðs Brauðs Búðinni. Símii
3544.
2 til 3 herbergi og eldhús,.
með öllum þægindum óskastP.
helst strax, eða 14. maí. Fyrir-
fram greiðsla ef óskað er. Til-
boð sendist A.S.l. merkt : „731“‘
JajiaS-fundiS
Móbrúnn hestur, ójárnaður,.
gallaður á vinstra auga, er í
óskilum á Geithálsi í Mosfells-
sveit. Óskast sóttur sem fyrst..
Theódór Jónsson.
RUBY M. AYRES:
PRISILLA. 16.
að rigna. Og það er gott fyrir yður, að koma út
undir bert loft“.
Prisilla reyndi að bæla niður ekkann.
„Þjer eruð alt of góður við mig. Jeg á það
ekki skilið. Jeg ætla að fara í kápu“, bætti hún
við, um leið og hún fór út.
Jónatan stóð út við gluggan og horfði út. Hon-
um var undarlega innanbrjósts. Hún ætlaði að
giftast honum, það var aðalatriðið fyrir hann. —
Peningarnir voru auka atriði. Hún þurfti peninga
—- allir vissu, að Marshfjölskyldan var bláfátæk
— og hann hafði úr nógu að spila.
Hann gat áreiðanlega gert hana hamingjusama,
ef til vill ekki fyrst í stað, en síðar meir-
En það var undarlegt, að henni skyldi ekki
þykja vænt um annan mann. Eða var annar maður,
sem------
Þeirri hugsun skaut eins og eldingu niður í hon-
um.
Ef til vill fátækur maður--
Hörkusvipur kom á andlit hans. Sú hugsun var
honum óbærileg, að henni þætti ef til vill vænt um
annan mann.
Þegar hún kom inn aftur, sneri hann sjer hvat-
skeytslega við. „Mig langar til að spyrja yður
einnar spurningar".
„Já?“
Hún var nú orðin fullkomlega róleg.
„Jeg skal svara spurningu yðar, hver sem hún
er“, sagði hún. En henni hafði ekki flogið í hug,
hver hún væri.
„Er ekki neinn annar maður, sem yður þykir
yænt um?“
„Leit hún undan? Eða var það ímyndun ein, að
hún hefði litið niður, til þess að láta hann'ekki sjá
augu sín“.
Jónatan stóð milli vonar og ótta og beið eftir
svari hennar. En áður en hann gat gert sjer grein
fyrir svipbrigðum í andliti hennar, svaraði hún.
„Nei, enginn. Jeg er ekkert draumlynd — því
miður.“
Hann trúði henni, og honum varð strax hug-
hægra.
Hún var frjáls. Hann hafði fult leyfi til þess
að elska hana og fá hana, til þess að elska sig.
„Eigum við þá að koma, áður en fer að rigna
aftur?“
Hún var Jónatani þakklát fyrir að gera ekki
neina tilraun til þess að sýna henni ástar atlot. Það
hefði verið henni óbærilegt, eins og á stóð.
Jónatan talaði um sjálfan sig, og sagði henni frá
lífi sínu og hversu einmana hann hefði ávalt verið
og ómannblendinn í Cambridge og alla tíð.
„Piltarnir eru ekki hrifnir af mjer, og þá ekki
stúlkurnar!“
Hún gat ekki stilt sig um að hlæja. Hann var
svo einfeldnislega drengjalegur, þó hann væri
stór og stæðilegur.
„Nú 'verður þetta öðru vísi. Þjer eruð of alvar-
legur, það er meinið. Þjer þurfið að vera glaður
og kátur og megið ekki taka lífið of hátíðlega“.
Hann leit á hana með alvöru svip.
„Þjer gerið það ekki?“
Hún ypti öxlum.
„Jeg reyni að minsta kosti að gera það ekki. Ef
jeg tæki lífið of hátíðlega —“ „Hvað þá?“
„Þá væri of erfitt að lifa. Við höfum öll ein-
hverjar áhyggjur“.
„Jeg vona, að þjer hafið engar áhyggjur leng-
ur?“
Hún brosti.
Þau gengu áfram þegjandi.
„Einu sinni var mjög fallegt á Heiðarbýlinu‘%
sagði hún alt í einu. „Jeg man eftir þegar jeg
var barn-------“
Hann tók fram í fyrir henni.
„Það er fallegt enn. Það er gamalt, jeg ann öllu
sem er gamalt og fagurt. Það er eins og þessir
eldgömlu múrveggir hafi frá mörgu að segja. Þeir
eiga sína sögu“.
„En húsið yðar er ljómandi fallegt. Hugh segir
að það sje tilkomumesta húsið, hjer um slóðir.“
„Það er eftir því, hvað hverjum finst“.
„Finst yður það ekki?“
Hann hristi höfuðið.
„Yður mun ekki lítast á það, þegar þjer sjáið’.
það betur“.
„Hvernig vitið þjer, hvað mjer finst?“
„Jeg sje kannske meira en þjer haldið“.
„Við hvað eigið þjer nú?“
Henni fanst auðveldara að tal avið hann, en;
hún hafði hugsað sjer.
Sólin braust í gegnum skýin og varpaði geislum
sínum yfir gult lauf trjánna. Prisillu fór að ljetta
í skapi.
Hún hafði mikla ástæðu til þess að vera þakklát
— þegar hún hugsaði ekki um Clive — bróður
hennar var borgið og framtíð hennar örugg. —
Reyndar hafði hún aldrei haft neinar áhyggjur út
af sinni eigin framtíð, þó hún hefði haft margar
áhyggjur að burðast með.
Það var skammarlegt, að peningar skyldu hafa
svona mikið vald. Ef hún hefði átt peninga, hefði
Clive ekki horfið svona úr lífi hennar, eins og
hann gerði nú.
„Þjer eruð svo alvörugefin", sagði Jónatan alt
í einu.