Morgunblaðið - 10.05.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1936, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 10. maí 1936, MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjarðarbær getur ekki staðið í skiium! Norðurlandsfar- ar Vals. Fýárlftgin hækkuðu stórkosllega við 3. umræðu. Sósíaiistar hafa siglt fjárhag bæjarins í strand. Sósðalisli kærir wf|eIuganáM Etxiift & €o. ER Hafnarfjarðarbær gjaldj>rota? Sosial- istinn, bóndinn Þor- steinn Björnsson i Skál- holti, hefir „í mörg skifti“ framvísað ávís- unum á bæjarsjóð Hafn arfjarðar aS nppbæð kr. 779.81, sem Emil ■Jónsson, eða varabæj- arstjóri bafa áritað, en ■ávísanirnar hafa ekki fengist greiddar. Þær hafa ekki fengist greiddar, „þegar fram- vísað var, af þeirri á- stæðu, að sagt var, að f je var eigi fyrir hendi! “ Sósíalistinn og bóndinn Þor- steinn Björnsson, hefir nú mist þolinmæðina við f jelaga sína, sósíalista í bæjarstjóm og hefir „neyðst til“ að stefna bæjarstjórn Hafnar- f jarðar vegna vanskila. JEm áður hafði sósíalistinn „neyðst til“ að láta „notarius publicus í Hafnarfirði fram- kvæma notarialgjörð á skrif- stofu bæjargjaldkera Hafnar- fjarðar, til að staðreyna bvort greiðsla fengist á ^vísununum“. En greisðla fekst ekki. Er það því á valdi Þorsteins, að gera Hafnarf jarðarbæ gjald- þrota. Bjargráð sósíalista í Hafnar- firði hafa verið Bæjarútgerð, sem nú er að sligast undir skuldum. Gulir seðlar, sem gefnir hafa verið út taumlaust, svo að bæjarsjóður rís vart undir lengur. Hækkandi útsvör í afla- leysi og atvinnuleysi. En þessi „bjargráð“ hafa komið fyrir ekki. Fór það raun- ár að vonum. Sósíalistar í bæj- arstjórn Hafnarf jarðar hafa siglt fjárhag Hafnfirðinga í strand. Þetta er „sósíalisminn í fram- kvæmd“. Kæra Þorsteins Björnssonar er svohljóðandi: Á árinu 1935 og fyrri hluta ársins 1936, seldi jeg Hafnar- fjarðarbæ mjólk handa ýmsum þurfamönnum bæjarins. — Á ;reikningana yfir þessar úttektir Knattspyrnufjelagið Valur 25 ára á morgun. Afmælisbarnið er nú „besta knattspyrnufjelag Islands“. A morgun á eitt af vinsælustu knattspyrnuf jelögum þessa bæj- ar 25 ára afmæli, sem sje knattspyrnufjelagið Valur. —- Stofnendur þess voru 6 ungir piltar úr K. F. U. M. Voru það þeir Filipus Guðmundsson múraram., Guðbjörn Guðmundsson framkv.stj., Hallur Þorleifsson kaupm., Jóhannes ISigurðsson framkvæmdastj., Páll Sigurðsson prentari og Stefán 1 Ólafsson. Fyrsti formaður fjelagsins var Loftur Guðmundsson kgl. hirðljósmyndari. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Aðalhvatamaðurinn að stofn- un Vals var síra Fr. Friðriks- son, og var hann stoð og stytta þessara ungu manna, og stjórn- aði meðal annars æfingum fyrir þá um nokkurra ára skeið. Og á Valur áreiðanlega fyrst og fremst honum að þakka það að fjelagið getur haldið hátíðlegt 25 ára afmæli sitt og litið með ánægju til baka á það sem unn- ið hefir verið á þessum 25 árum sem fjelagið hefir starfað. Árið 1919 vann Valur sinn fyrsta sigur í knattspyrnu, með því að vinna II. fl. mótið það ár. Árið 1922 tók sá maður við forystu í fjelagsmálum Vals, sem hefir einna mest unnið fyr- ir Val. Þessi maður var Axel Gunnarsson. Með komu hans hefst svo að segja nýtt líf í fje- laginu, hinir gömlu frumherjar voru nú farnir að draga sig í hlje, en nýir og ungir kraftar komnir í staðinn. Meðlimatalan var nú komin uppí 350 og voru það svo að segja alt drengir á aldrinum 12—19 ára, og sjest það best á því, að sumarið 1923 tekur fjelagið þátt í I. fl. mót- inu og voru 5 menn, sem keptu, yngri en 18 ára. í raun og veru hefir enginn I. fl. verið til í fje- laginu um þessar mundir, en aftur á móti átti Valur prýði- lega góðan II. fl. Eins og áður er getið var það Axel Gunnarsson, sem var aðal- driffjöðrin í Val um þessar mundir, en auk hans átti Valur marga áhugasama fjelaga sem hafa unnið fjelaginu ómetan- legt gagn. Jeg get ekki rúmsins vegna talið þá alla upp, en get þó ekki stilt mig um að nefna þá bræðurna Jón og Ólaf Sig- urðssyni. Guðm. H. Pjetursson var um langt skeið þjálfari fjelagsins og vann þar mikið starf. Ennfremur vil jeg nefna Pjet- ur Kristinsson sem um nokkurt skeið var formaður fjelagsins, og Halldór Árnason, sem sat í stjórn fjelagsins um langan tírna. Það er ósk mín að á næstu 25 árum beri fjelagið gæfu til að eiga nóg af jafn góðum fje- lagsmönnum til þess að fara með málefni fjelagsins og þá sem jeg hefi hjer að framan nefnt. Árið 1930 náði Valur því markinu, sem stefnt var að, að verða „besta knattspyrnufjelag Islands“, með því að vinna Is- landsmótið með glæsilegum sigri; skoraði 16 mörk og tap- aði 2. Þetta sama ár vann fje- lagið helming allra knattspyrnu móta í Reykjavík. Síðan 1930 hfeir Valur unnið knattspyrnumót Islands 2svar, knattspyrnumót Rvíkur 3svar. Frímann H^lgason form. Vals. Nú á þessari 25 ára afmælis- hátíð ber fjelagið titilinn „besta knattspyrnufjelag íslands“ og besta knattspyrnufjelag Reykja víkur. Nú í 3 ár hefir Valur verið ! svo lánsamur að hafa ágætan j íþróttamann, Reidar Sörensen, |sem þjáifara, sem sinn þátt á í jsigrum Vals undanfarin ár. ■ Þá er að minnast á það afrek, sem er að mínu áliti það mesta, sem unnið hefir verið af Val, og það eru Danmerkurförin 1931 og Norðurlandaförin 1935. Sá maður, sem mest hefir gert tii þess að ráðist var í að fara þessar ferðir, sem fjelagið fór án styrks annarsstaðar frá, er núverandi formaður Vals, Frímann Helgason, sem með miklum dugnaði stjórnaði und- irbúningi ferðanna og var far- arstjóri í Norðurlandaföfinni. Þessar utanferðir hafa verið Val til söma og þeim fjelags- mönnum, sem þátt hafa tekið í þeim til gagns og ánægju. Innanlands hefir Valur farið margar ferðir til þess að auka hróður fjelagsins og til að efla fjelagslífið. Það hefir bagað Val að fje- lagið hefir ekki haft sinn eiginn íþróttavöll til að æfa á. Vals- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Samþyktar þing- mannatiilögur. DJÁRLÖGIN fyrir ár- *■ ið 1937 voru sam- þykt á Alþingi á föstu- daginn var. Þriðju umræðu fjárlaganna var lokið seint á fimtudags- kvöld, en atkvæðagreiðslu frest- að til föstudags. Hátt á annað hundrað breyt- ingartillögur lágu fyrir við þessa umræðu, þar af um helm- ingur frá fjárveitinganefnd. Hjer eru ekki tiltök að skýra frá þeim aragrúa tillagna, er samþyktar voru, en geta má þess, að aðeins ein tillaga frá fjárveitinganefnd var feld, en hinar allar samþyktar. Felda tillagan var um það, að setja það skilyrði fyrir eftirlauna- styrk ljósmæðra, að sannað væri, að sýsiufjelögin greiddu eftirlaun að einum þriðja hluta. Rjett þykir að geta hjer þeirra breytingatillagna ein- stakra þingmanna, er samþykt- ar voru: Til Jóns Einarssonar Rauð- húsum 300 kr. vegna framfæris fávita; til Skarphjeðins Bjarna- sonar Hvammstanga 200 kr. sömuleiðis vegna fávita; 200 kr. samskonar styrkur til Ólafs Magnússonar Múla; 500 kr. sjúkrastyrkur til Hallgríms Sveinssonar, Hálsi, Eyrarsveit; 500 kr. ferðastyrkur á alheims- skátamót í Munchen; 300 kr. til Þorst. Bjarnasonar frá Há- holti, til örnefnarannsókna; verja skal 20 þús. kr. af at- vinnubótafje til atvinnubóta fyrir konur, sem hafa fyrir framlagi frá bæjar- og sveitar- framlagi frá Bæjar- og sveitar- fjelagi; 600 kr. til Guðm. Árna- sonar, Viðborði, til þakskífu- gerðar; 1500 kr. til landsfund ar kvenna; 1000 kr. til Björg- vins Vigfússonar sýslumanns; 600 kr. (hækkun úr 300 kr.) eftirlaun til Lofts Ólafssonar pósts; 1800 kr. til Ólafs Frið- rikssonar fyrv. ritstjóra; 200 kr. til Ólínu Sigurðardóttur ijós móður; 100 kr. hækkun á lækn- isvitjanastyrk Suðureyrar- hrepps; 200 kr. samskonar styrkur til Sauðaneshrepps í N.-Þ.; til Vesturhópsvegar 3000 kr.; 500 kr. til iðnaðarmanna- fjelags á Akranesi; 1000 kr. til Leifs Ásgeirssonar, til vísinda- starfs; 1000 kr. til Skógræktar- fjelags Eyfirðinga; 1200 kr. til ungmennafjelaga til að koma upp gufubaðstofum; 1000 kr. til ófriðunar sels í Ölfusá; 4000 kr. uppí ofviðristjón í Haga- nesvík; 300 kr. til Kjartans Þor kelssonar fyrv. póstafgreiðslu- manns; 500 kr. til Jóhanns Ragúels, Akureyri; 300 kr. til Katrínar Pálsdóttur, ekkju Jóns Níelssonar vitavarðar; 3000 kr. til barnavinafjelagsins „Sumar- gjöfin“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.