Morgunblaðið - 19.06.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1936, Blaðsíða 2
2 Föstudaginn 19. júra 1936„ MORGFN'BLA&IÐ IRI^rðitstbkStd Ú.tgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrgCarmaBur. Ritstjórn og afgreitSsla: Ausfeurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimaslmar: J6n Kjártansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óia, nr. 3045. B. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuBl. 1 lausasölu: 10 aura eintakiS. 20 aura með Lesbök. x-x-x^:-x-x->x-x-x*x-x-x~x-x-x-:-:*<-x-x-x-x-:-x-x-x-x~x-:-x-x f i i t t t t y t t g .;„:„;„;„:-:-:"X-x-:-x—x~x*<-x~X“X-x-x-x-:~x—:-x**x-:-:-x*x*<**X"X—:-xk-x-:—x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-:**:—x-:-x—:-x-x-X":-X"X-x*<-X":-?• Kristján X. og Alexandrine drotning koma til Reykjavíkur. -:-:-:-X“X* Þingvallafundurinn. Fundarstaðurinn var vel val- inn. Allir fundarmenn, sem á það mintust % gær, voru á einu máli um það, að ekki hefði ver- ið hægt að fá heppilegri eða ánægjulegri stað fyrir lands- fund Sjálfstæðismanna. Um- hverfið, frægð staðarins og helgi minninganna — alt hefir þetta sín áhrif, hvetur til dáða og stillir hugina til alvöru í starfi. Fundartíminn er líka vel 4i valinn, að minsta kosti fyrir sveitamenn. Sauðburði lokið, en sláttur ekki byrjaður. Ferðir miklu ódýrari en að vetrarlagi og auk þess miklu tíðari. Fundarsókn utanbæjarmanna er þá og meiri að þessu sinni en nokkru sinni hefir áður ver- ið á landsfundi flokksins. Og menn eru ekki komnir, um lang- an vog ma'rgir hverjir, til að áýna sig og sjá aðra heldur til þess að ræða um vandamál þjóðar sinnar á einhverjum mestu örðugleikatímum, sem yfir hafa gengið það sem af er þessari öld. Einkenni þessa landsfundar er hinn geysilegi áhugi, sem lýs- ir sjer meðal fundarmanna. Það er auðfundið að hjer er saman kominn hópur manna, sem skil- ur vel hvar komið er högum vorum, þykir nóg komið, og er staðráðinn, að leggja fram krafta sína til þess, að sem ) fyrst geti orðið alger og varan- leg straumhvörf í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á bestu ræðumönnum landsins á að skipa. Fjöldi erinda hefir verið fluttur. Alt hafa það verið þrauthugsaðar ræður, upplýs- andi og fræðandi. í skýrum dráttum er dregin upp mynd af stjórnmálaástandinu, alvarlega, prúðmannlega, kesknislaust og hlutlaust. Það er vafasamt hvort Sjálfstæðismönnum hefir nokkurn tíma gefist betra tæki- færi til glöggvunar á stefnum og yiðhorfi en á þessum fundi. Þingvallafundur Sjálfstæðis- flokksins er óræk sönnun þess, hve geysilegt afl býr með flokknum, meðal allra stjetta, ungra manna og gamalla, kvehna og karla. Alvara, einurð og bjartsýni einkennir fundinn. Sjálfstæðis- flokkurinn lætur ekki bugast þótt óbyrlega blási. Hann „finn- ur hitann í sjálfum sjer og sjálfs síns kráft til að standa mót“. „Konungurinn heilsaði á meðan þjóðsöngurina var leikinn og danski konucgssöngurinn“. 10-15 þús. Reykviking- ar fðgnuðu konungi og drolningu. Konungsmóttakan f gær. „Við landgöngubrúna bauð forsætisráðherra konungshjónin velkomin til íslands. DANNEBROG“ seig hægt Engey kl. 12.15 í gær. fram hjá iLngey lci. IZ.lö i gær. í hundrað metra fjarlægð frá konungsskipinu fór eftir- litsskipið „Ingolf“ og loks „Hvidbjörnen“. — „Ingolf“ og „Hvidbjörnen“ vörpuðu akkerum skamt suðaustan við Engey. „Dannebrog“ helt áfram og kl. 12.25 kváðu við fyrstu skotin af 27 frá „Ingolf“ og „Hvidbjörnen“. Var konungsskipið þá í hafn- gegn ltalíu“. v> Italir hafa sigrað“. Lloyd George: Annað eins aldrei skeð fyr. Hróp gert að Anthony Eden. London, 18. júní. FÚ. IT A L I R hafa sigrað. Breska stjórnin hefir komist að þeirri niðurstöðu, að tilgangslaust sje að halda áfram refsiaðgerðum armynmnu. Veður var stilt en dimt yfir, þó engin rigning. Sjórinn var spegilsljettur. Á hafnarbakkanum hafði safnast saman múgur og marg- menni; 10—15 þús. manns. Fólk hafði komið sjer fyrir á vörubílum, bílþökum, tunnum og kössum, meðfram allri ,.upp- fyllingunni“ Á húsþökum í grendinni og í hverjum glugga var maður við mann, andlit við andlit. 70 smámeyjar með blómvendi. Efst á Faxagarði við laufi skrýddan boga biðu Eysteinn ráðherra, biskup, þingmenn, klerkar borgarinnar, forseti bæjarstjórnar, erlendir ræðis- menn o. fl. Hermann Jónasson forsætis- mínútur í hálf-eitt. Eftirvænt- ingin óx. „Dannebrog“ við Faxa- garð. „Dannebrog“, hin glæsilega konungssnekkja, sveigði liðlega að Faxagarði. Stundvíslega kl. hálf-eitt voru festar bundnar. Um leið byrj- aði Lúðrasveit Reykjavíkur að leika þjóðsöng vorn. Konungur og drotning stóðu á brúnni ásamt Knúti prins og konu hans, Caroline Mathilde prinsessu. Konungurinn heilsaði á meðan þjóðsöngurinn var leik- inn og danski konungssöngur- inn. Rauðar og bleikar rósir. Klukkan var nokkrar mínút- ur yfir hálf-eitt. Konungur og drotning stigu á land með Knúti prins og konu hans, ásamt öðru fylgdarliði. Við landgöngu- ráðherra og frú hans biðuiforúna bauð forsætisráðherra framar á bryggjunni við land-! konungshjónin velkomin til ís- lands. Forsætisráðherrafrúin færði Alexandrínu drotningu stóran vönd af rauðum rósum og Caroline Mathilde annan með bleikum rósum. ganginn. Frá landgangi upp garðinn var dúkrenningur. Á hvora hlið við renninginn höfðu skipað sjer 70 smámeyjar í ljettum sumarkjólum. Þær voru allar með lítinn sóleyjarvönd. Klukkuna vantaði nú fjórar Svo mælti Anthony Eden, utanríkismálaráð- herra Breta, í breska þinginu í dag. Var þá hrópað ,,háðung“ og ,,svívirðing“ frá bekkjum st j órnar andstæ ð inga. Orðaskifti milli Edens og Lloyd George. Lloyd George sagði, að þetta væri í fyrsta skifti sem breskur ráð- herra hefði þurft að koma fram í þinginu og kannast við að Bretar liefðu beðið ósigur. Ef refsiaðgerðunum væri hætt nú, væri þar með bundinn endi á alt vald Þjóðabandalagsins. Lloyd George sagði, að það væri á alh’a vitund, að Frakkar hefðu breytt um stefnu í þessu máh. Eden tók þá fram í fyrir honum, og sagði, að þótt Frakkar hefðu ákveðið að beita sjer ekki fyrir afnámi refsiaðgerðanna, þá myndu þeir því fylgjandi að þær yrðu lagðar niður. „Fyriríitleg framkoma bresku stjórnarinnar“. Arthur G-reenwood talaði fyrir hönd stjórnarandstæðinga og sagði, að aldrei hefði nokkur breskur stjórnmálamaður látið sjer um munn fara sárgrætilegri orð, en utanríkismálaráðherrann. Hann hefði ekki mælt einu samhyggðarorði í garð þeirrar þjóðar, sem hefði verið beitt slíku ranglæti, að vart væri dæmi til annars eins, og ekki einu ásökunarorði í garð þeirrar þjóðar, sem gert hefði sig .seka um hin svívirðilegustu samningsrof. „Miljónir manna munu lesa ræðu utanríkismálaráðherrans með dýpstu sorg og megnustu fyrirlitningu“, sagði Mr. Greenwood, „og bera saman þær fögru hugsjónir sem stjórnin heflr áður tileinkað sjer, og hina fyrirlitlegu framkomu hennar nú.“ „Hún hefir brugðist loforðum sínum við kjósendurna, og verður að telja þetta hið stórkostlegasta stjórnmálalegt svikræði sem nokkur stjórn hefir gert sig seka um í sögu þessa lands“. FEAMHALD Á SJÖTTF SÍÐU. FEAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.