Morgunblaðið - 14.10.1936, Page 5
Miðvikudagur 14. okt. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Hampur og sykur-
rófur á íslandi.
Náðu hjer þroska
í sumar.
Tilraunir Jóns N. Jón-
assonar, kennara.
Jón N. Jónasson barnakennari
Shjer í bænum var í sumar norður
í Hróarsdal í Hegranesi, hjá
Jjræðrum sínum, er þar búa.
Gerði Jón þar lítilsháttar til-
raun með ræktun tveggja nytja-
jurta, sem hjer eru lítt þektar.
í dálítið flag í gamalræktuðu túni
á sljettlendi sáði hann sykurróf-
um og hampi.
Sáði hann tegundum þessum þ.
10. júní í vor, en uppskeru tók
hann þ. 21. september.
Rófunum dreifsáði hann, svo
þær uxu þjettar en hagkvæmt var
fyrir vöxt þeirra. Og áburð setti
harm ekki í flagið.
Rófurnar voru smávaxnar, er
’hann tók . þær upp, vógu ekki
nema % pund, þær sem voru í
stærra lagi. En samkvæmt rann-
sókn á sykurinnihaldi þeirra var
það 121/2%.
Hampplönturnar urðu að jafn-
aði um 85 sentímetra á hæð, og
05 sentímetra þær hæstu. Reynd-
xist stöngultrefjar þeirra all-
-sterkar, en prófraun hefir ekki
■verið gerð á styrkleika þeirra.
Svo sem k-unnugt er, reyndi
Skúli fógeti hamprækt í Viðey á
hlómatíð búskapar hans þar. En
-sú ræktun datt brátt úr sögunni.
En blalSinu er ekki kunnugt um
frekari tilraunir í því efni, nje
heldur að menn hafi hjer reynt
ræktun sykurrófna, enda hefir
svo verið talið, að þær þyrftu
mun hlýrra loftslag en hjer er.
En þegar þess er gætt, hve Jón
sáði seint til rófnanna, hve vaxt-
artíminn var stuttur, og hve að-
búð plantnanna var ábótavant,
er furða, hver uppskeran var.
Væri reynandi að vita, hve góð-
um þroska þessi merka nytja-
planta gæti hjer náð, ef hún fengi
t. d. hjer sunnanlands sem lengst-
an vaxtartíma, og að öðru leyti
góð skilyrði.
Hamp sáði Jón hjer í blett í
Kringlumýri, en þar náði hann
mun mínni þroska. Kennir hann
því um, að jarðvégur var þar
verri en í túninu norður í Hróars-
■dal.
Það er altaf gott og eftirbreytn-
isvert, er menn reyna nýja mögu-
leika á sviði ræktunar. Þó í smá-
um stíl sje, geta þær nýjungar
•orðið til þess að benda mönnum
á nýjar leiðir til ræktunar í landi
voru.
Lifur, hförtu
og svlð.
Nýslátrað dilkakjöt og alls-
konar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
Árðsir Jóns Norlands
á áttunda boðorðið.
Eftir S. Á. Gíslason.
BÆKPB.
Þ j óð vi nafjelagi-
bækurnar 1936.
Vafalaust brá mörgum í brún, ^
er þeir lásu grein Jóns læknis
Norlands í Alþýðublaðiuu 6. þ. m.,
grein, sem þar er nefnd „Dæmi um
kenningar Hallesbys“.
Að vísu kom það ekki kunnug-
um á óvart, þótt lækninum liggi
pungt orð til heimatrúboðsfólks-
ins norska. Þar mun margt hafa
á milli borið, er liann dvaldi lang-
vistum „í einhverju trúarofstæk-
isfylsta hjeraði Noregs“, eins og
læknirinn kemst að orði. En sjald-
an veldur einn, er tveir deila, og
skal ekki frekar rætt um það.
Hitt var alvarlegra og óvænt-
ara, er hann birti, sem dæmi um
kenn.ingar prófessors Hallesbys,
eftirfarandi klausu:
„Gud maa opfylde selv de skade-
ligste önsker, naar man bara ber
með tilstrækkelig energi. Man kan
endog tvinge ham til foranstaltn-
inger, som betyr at et uskyldigt!
barn maa havne i Helvede“.
Norland læknir sagði í fyr-
nefndri grein, að þetta væri pró-
fessorsins „eigin orð, tekin úr bók,
sem hann hefði ritað og látið á
þrykk út ganga“, en ekki nefndi
hann bókina, — og þótti mörgum
grunsamlegt.
Enda segir Norland læknir
tveim dögum síðar í Alþýðublað-
inu, að hann hafi ekki frið fyrir
símafyrirspurnum út af því, og
bætir við, að heimild sín sje bók-
in: Naturvidenskab og Religion
eftir E. Scjireiner, Oslo, 1933, en
tilvitnaðar setningar sjeu í bók-
inni Religiösitet og Kristendom,
eftir Hallesbv prófessor.
Það vill svo til, að þessi bók er
eina bókin eftir Hallesby, — að
smáriti fráteknu, — sem birt hefir
verið á íslensku. Heitir liún þá
Trúrækni og kristindómur, var
þýdd af Valgeir heitnum Skag-
fjörð cand. theol., og gefin út af
Kristilegu bókmentafjelagi 1933.
Annars hefir Hallesby skrifað um
40 bækur og margar þeirra þýdd-
ar á sænsku.
En þau eru hvergi þessi orð,
sem læknirinn tilgreinir sem orð
Hallesbys, í „Religiösitet og
Kristendom“.
Meira að segja hefi jeg hvergi
fundið í bókinni neitt, sem sann-
gjarn maður gæti notað sem á-
tyllu til að segja, að setningarnar
væru sannur spegill af skoðunum
prófessorsins.
Það eina, sem jeg gæti ímynd-
að mjer að öfgafull illgirni gæti
notað í þá átt, er frásaga á bls.
75—77 í norsku bókinni (en á bls.
81—83 í ísl. þýð.) um ekkju, sem
bað einkabarni sínu dauðveiku líf
og heilsu, en fekk litlu síðar sál-
arangist út af því, að hafa beðið
skilyrðislaust um líf barnsins og
fór þá að biðja Guð um að taka
barnið, ef hann sæi, að því væri
það fyrir bestu, og nóttina eftir
varð barnið bráðkvatt.
Höf. lýsir sálarbaráttu konunn-
ar mjög átakanlega, og segir sög-
una sem dæmi þess að trúaður
maður „greftrar í bænaherbergi
sínu margar hjartfólgnar vonir og
áform og áhugamál“.
En setningar þeirra Norlands
læknis og Schreiners eru þar
hvergi. Dæmi svo sanngjarnir
menn um þessa aðferð þeirra.
S. Á. Gíslason.
Þriðji fyrirlestur
próíessor Hallesbye.
Hið íslenska þjóðvinafjelag þessi, er hin merkilegasta og“~
hefir nýlega sent út ársbækur átti meira en skilið að komast
sínar að þessu sinni. Það vekur 1 á prent, en ekki er því að neita,
athygli,, hversu stórtækt fjelag-|að rúmi Andvara hefði verið
ið er nú um útgáfustarfsemi; verið betur varið á annan hátt,
sína, eins og það hefir raunariþar eð vitað var, að Lýsingin
verið mörg undanfarin ár. Aukj
Andvara, sem er tímarit je-
lagsins, og Almanaksins, hefir
fjelagið gefið út ýms merkisrit
á seinni árum. Þar á meðal má
minna á hina miklu og fróð-
legu ævisögu Jóns Sigurðssonar
í 5 bindum eftir Pál E. Ólason
og af þýddum merkisbókum
Býflugur og Bakteríuveiðar í
Prófessor Hallesby helt þriðja
háskólafyrirlestur sinn í Kaup-
þingssalnum á föstudagskvöldið,
og var húsfyllir, fleiri áheyrendur
en áður.
Fyrirlesturinn nefndi hann
„Kristendommens sannhetsbevis“,
sannleikstrygging, eða sannleiks-
sönnun kristindómsins.
Menn þrá, að færa sannanir
fyrir eða tryggja sannleiksgildi
kristindómsins og liafa reynt það
með ýmsum hætti. Kaþólska kirkj-
an vill gera það með því, að eiga
klerkastjett og yfirmann, sem
sjeu til tryggingar. En þegar
gagnrýnin vaknar, þá dugir þetta
ekki. Lúther taldi trygginguna
vera þá, að guðs orð í biblíunni
verkaði sannfærandi á þann, sem
les það, en eftirkomendur hans
fóru að nýju að leita visindasann-
ana, líkt og háspekingar miðald-
anna, en alt slíkt lendir og hlýtur
að lenda í rökþrotum, því að al-
menn rök ná eklci inn á þetta svið
Skynsemistrúarmennirnir lögðu
dóm skynseminnar á kristindóm-
inn, og vildu engu halda nema
því, sem skynsemin segði að væri
gott og gilt, en við það tapaðist
meginatriði kristindómsins. Schlei-
ermacher gaf þessum tilraunum
banaliöggið, og setti í staðinn
gildismat sitt. Kristindómurinn
sannast við það, að haun fullnæg-
ir. En einnig þetta fer í þrot, því
að fyr og síðar hefir kristindóm-
urinn einmitt farið í bága við trú-
artilfinningu margra.
011 þessi rökþrot stafa af því,
að kristindómurinn er annars eðl-
is en alt sem menn hugsa og álykta
Hann kemur að utan, að ofan.
Hann er æðri mannlegri speki og
öllu, sem menn hafa og ráða yfir,
og því hafa menn engan mæli-
kvarða sem dugar og engan dóm-
stól til þess að skjóta máli sínu til
Engin sönnun fyrir sannleiks-
gildi kristindómsins er því til,
önnur en sú, að hann verður að
virkileika í lífi þess manns, sem er
kristinn, án allra sannana, án alls
mælikvarða. Það er eins og Jesú
segir: Ef einhver gerir vilja míns
himneska föður, þá mun hann,
hvað kenninguna snertir komast
að raun um hvort hún er frá Guði.
Að lokum fór svo ræðumaður
orðum um það, hvernig þessi
reynslusönnun kristindómsins birt-
ist í lífi einstaklinganna. M. J.
yrði prentuð í ritum fjelagsins
Ingólfs, þar sem hún á heima,
enda mun hún væmanlega birt-
ast þar engu að síður. — And-
vari er nú skemtilegri og læsi-
legri en hann hefir oftast áður
verið.
Almanakið hefir alla jafnan
verið vinsælasta rit Þjóðvinafje-
lagsins, meðal annars vegna
þýðingu Boga Ólafssonar og jmargskonar álþýðlegs fróðleiks,
Germaniu eftir Tacitus í þýð- er það hefir flutt. 1 Almanak-
ingu Páls Sveinssonar, en þessir;inu birtast nú greinir um Th.
þýðendur eru báðir hinir mál- Stauning eftir Stefán Jóh.
högustu menn. Ýmis fleiri rit (Stefánsson og um Anthony Eden
mætti nefna, en þótt þau verði, eftir Hallgrím Hallgrímsson;
eigi talin hjer, eru öll þau rit, jArbók fslands 1935 eftir Bene-
sem fjelagið hefir gefið út, að
nokkuru merk og ætluð til auk-
innar þekkingar og fróðleiks al-
dikt Gabriel Benediktsson;
Blindir kirtlar eftir Gunnlaug
Claessen; Manntalið 1930 o. fl.
þýðu. Því miður hefir þó eigi'eftir Þorstein Þorsteinsson; Um
ætíð tekist að hafa bækur fje- almanakið eftir Ólaf Daníels-
lagsins skemtilegar og læsi-ison og Þorkel Þorkelsson og
legar að sama skapi, sem þær
eru fróðlegar, og er slíkt illa
farið, því að fyrsta skily^ðið til
þess að bækur komi að notum,
hlýtur þó altaf að vera það, að
þær sjeu lesnar. Að vísu verð-
ur að minnast þess, að enginn
geri svo að öllum líki, og val
einstakra bóka getur altaf mis-
hepnast, þegar margt er út gef-
ið. En þó hefir Þjóðvinafjelag-
ið látið slík mistök koma of oft
fyrir- Af þeim ástæðum mun
fjelagið ekki hafa náð eins
mikilli útbreiðslu og ætla mætti,
eftir stefnu þess og tilgangi. En
alt þetta stendur til bóta, og
svo er að sjá sem núverandi
stjórn fjelagsins hafi fullan hug
á því að auka vinsældir fjelags-
ins og útbreiðslu þess með
læsilegum bókum við allra hæfi.
Andvari, tímarit fjelagsins, er
með fjölbreyttasta móti í ár.
Árgangur þessa árs, sá 61. Þar
ritar Jakob Jóh. Smári 'um
Finn Jónsson prófessor og gef-
ur mjög greinargott yfirlit um
fræðistörf hans; fylgir mynd af
Finni. Guðmundur Finnbogason
skrifar um Fötin og sálarlífið
fjörlega og læsilega grein,
Barði Guðmundsson ritar um
Tímatal annála um viðburði
sögualdar, þar sem hann sýnir
fram á með óyggjandi rökum,
að tímatal annálanna sje runn-
ið frá Ara fróða; er þetta merk
athugun. Guðmundur Thorodd-
sen ritar skemtilega og at-
,hyglisverða grein um Sæmund
fróða og Svartaskóla. Ásgeir
Asgeirsson ritar snjalla lýsingu
á New York og Geir Jónasson
um Framfarir í fiskveiðum Is-
lendinga ca. 1880—1914. Enn-
fremur hefir Þorkell Jóhannes-
son gefið þarna út Lýsingu öl-
veshrepps 1703 eftir Hálfdan
Jónsson á Reykjum.
júlí
loks Metaskrá I. S. I. 1-
1936.
Langstærsta bók fjelagsins á
þessu ári er rit Helga P. Briem
um Jörund hundadagakonung
og ríki hans hjer á landi, og
nefnir höfundur ritið: Sjálf-
stæði íslands 1809. Rit þetta
er 594 bls. að stærð í stóru
broti. Það er vandað að frá-
gangi og með vísindalegu sniði,
enda mun það samið sem dokt-
orsritgerð. Þeim, sem þetta rit-
ar hefir eigi unnist tími til að
lesa þetta mikla rit enn sem
komið er, og verður því enginn
dómur á það lagður hjer, enda
er það naumast tímabært, með-
an Háskólinn hefir það til álita,
og doktorsvörn höfundar hefir
eigi farið fram. Munu ýmsar
áður ónotaðar heimilair vera
dregnar fram í riti þessu.
Eins og yfirlit þetta um Þjóð-
vinafjelagsbækurnar í ár ber
með sjer, eru þær miklar að
vöxtum, fjölbreyttar að efni og
vænlegar til þess að auka vin-
sældir fjelagsins.
Guðni Jónsson.
Bráðlega er von á fyrsta heft-
inu af hinu mikla riti um Nátt-
úru íslands, sem gefið er út af
forlagi Ejnars Munksgaard í
Kaupmannahöfn. 1 þessu fyrsta
hefti verður ritgerð um dýralífið
í sjónum kring um Island, rituð
af danska vísindamanninum dr.
Ragnar Spárch. Rit þetta mun
verða unr 90 hefti alls, og er svo
til ætlast, að útgáfunni verði lok-
ið á næstu 10 árum. Ritstjórar
þess eru, eins og kunnugt er,
Magister Árni Friðriksson og*Ma-
gister Tuxen í Danmörku. En að
ritinu mun auk þeirra starfa
fjöldi íslenskra og erlendra vís-
indamanna. Auk þess, sem riti
þessu er ætlað að fjalla um dýra-
lífið, verða einnig í því greinar
Lýsing1 um jurtalíf íslands. (FÚ)