Morgunblaðið - 08.12.1936, Blaðsíða 2
2
MuRGUNBuAiyl
Þriðjudagur 8. des. 1936.
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: J6n Kjartansson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgiSarma'ður.
Ritstj6rn og afgreiBsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstof a:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
J6n Kjartansson, nr. 3742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuSi.
I lausasölu: 16 aura eintaklb.
25 aura Lesbök.
S. I. F.
.'Yafalaust er stofnun Sölu-
sambands íslenskra fiskfram-
leiðenda sumarið 1932, einhver
mérlcásti átburður í viðskifta-
sög'ú íslendinga. Fram til þess
tíma höfðu fiskframleiðendur
staðið dreifðir.En vaxandi fjár-
hagsörðug-leikar í markaðs-
löndnunum, samfara síharðn-
andi samkepni annara fisk-
framleiðsluþjóða, gerðu sam-
tökin að brýnni nauðsyn.
Fyrsta afleiðing samtakanna
varð sú, að fiskverðið hækkaðí
þegar í stað um 25% og er
alveg óhætt að fullyrða að ís-
lenskri útgerð var þannig
bjargað frá yfirvofandi hruni.
Það var einnig viðurkent und-
antekningarlaust af öllum sem
til þessara mála þektu, að sam-
tökin hefðu þegar frá öndverðu
verið landsmönnum til ómetan-
legra hagsmuna.
En fyrstu árin var það svo,
að samtökin þótti skorta fje-
lagslegan grundvöll. Var mál
þetta ítarlega rætt á allsherjar-
fundi fiskframleiðenda haustið
1934 og samþyktar tillögur um
breytingar á fyrirkomulaginu.
Tillögur þessar komu þó ekki
til framkvæmda. En vorið 1935
var hal^linn fundur að nýju, og
þá gengið frá því fyrirkomu-
lagi fjelagsins, sem nú er. —
Fyrsti aðalfundur fjelagsins
undir hinu nýja skipulagi var
haldinn dagana 4.—6. þessa
mánaðar.
Þótt furðulegt sje til frá-:
sagnar hefir þessi þjóðþrifa
stofnun orðið fyrir þrálátum og;
óbilgjörnum árásum úr ýmsum
áttum. Hefir þess einkum verib
leitað að gera framkvæmdar-
stjóra fjelagsins tortryggilega,
og þá ekki altaf vandað til
vopnana.
En þrátt fyrir þetta njóta
þeir menn, sem framkvæmdim-
ar annast, fulls og óskoraðs
trausts fiskeigenda.
Hinn nýafstaðni aðalfundur
S.Í.F. var sóttur af fulltrúum
fiskeigenda víðsvegar af land-
inu. Meðal þessara manna virt-
ist ríkja alveg óskiftur vilji á
því, að treysta og efla fjelags-
skapinn, fullur skilningur á
þeim örðugleikum, sem við er
að stríða, og örugg vissa um
að framkvæmdirnar sjeu í
höndum hinna hæfustu manna.
Samtök fiskframloiðenda,
sem stofnuð voru sumarið 1932,
eru orðin að trausti, og sam-
feldri stofnun. Og er þess að
vænta að um hana skapist var-
anlegur friður meðal allra
ábyrgra manna.
BEÐIÐ EFTIR AKVORÐUN
EDWARDS KONUNGS.
Hann tær ótakmarkaðan umhugsunarfrest. Mikilsvert að ákvorðunum verði hraðað
Hróp gert að
Winston Churchíll
1 þinginu.
Barátta „konungsvin-
anna“ gegn Baldwin.
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
Það stendur ekki á öðru en því að Edward
VIII. taki ákvörðun um fyrirætlan sína,
að kvonfangsmál hans verði leyst á einn
eða annan veg. Breska stjórnin æskir þess, að
konungur taki ákvörðun sína hið fyrsta, en aðrir,
sem óttast, að ákvörðunin verði sú, að konungur
leggi niður konungdóm, vilja að konungur fái
langan umhugsunarfrest.
Lausafregnir herma, að konungur hafi í
hyg&ju að fara flugleiðis suður til Cannes og ræða
málið við Mrs. Simpson.
Winston Churchill og aðrir vinir konungs hafa í dág
jlllife: hvatt hann til að fresta ákvörðuninni um óákveðinn
tíma, þareð hann hljóti að eiga erfitt um að taka endan-
lega ákvörðun vögna hugaræsingar út af atburðum und-
anfarinna daga.
Það er eftirtektarvert, að ein stærsta og áreiðanlegasta
frjettastofa Breta telur, að líkurnar fyrir að konungur leggi nið-
ur konungdóm hafi fallið úr lG:l í 2:1.
„Þegar konungur hefir ákveðið sig“, sagði Baldwin í
breska þinginu í dag, „mun hann þegar tilkynna það
stjórnum Bretlands og samveldislandapna, og þær munu
þá gera þær ráðstafanir, sem þær teljá að gera þurfi
— ef svo ber undir — með tilliti til þess ástands, sem
við þá ákvörðun skapast“.
„Ráðuneytið hefir gert sjer far um, og mún gera sjer far
um, að veita konunginum fylsta tækifæri til þess að íhuga hið
vandasama mál, sem snertir ekki einungis hamingju hans, held-
ur og velferð alls breska heimsveldisins", hjelt Baldwin áfram.
„En bæði konungurinn og ráðuneytið væru þess meðvit-
andi, að æskilegast væri að hægt yrði að komast að full-
naðar-niðurstöðu sem fyrst“.
Undir þetta tók Attlee, foringi stjórnarandstæðinga á þingi
og sagði, að hann myndi ekki bera fram neina fyrirspurn að
svo stöddu, en fór hinsvegar fram á, að Baldwin gæfi þinginu
skýrslu um málið eins fljótt og auðið yrði. Lofaði Baldwin að
verða við þessari beiðni, og þakkaði Attlee undirtektina.
Þegar Winston ChurchiII, sem er foringi svonefndra
,,konungsvina“ á þingi stóð upp til þess að ítreka beiðni
þá, sem hann bar fram á þingi síðastl. fimtudag, að eng-
ar ákvarðanir yrðu teknar sem ekki væri hægt að taka
aftur, áður en þinginu hafi verið gefið tækifæri til’ þess
að taka afstöðu til þeirra, var gert að honum hróp og
varð meiri gauragangur í þingsalnum en dæm.i eru til
áður í manna minnum.
Hrópuðu þingmenn að hann skyldi setjast niður. — Sagði
Churchill þá, að það væri verst fyrir þá sjálfa, er þeir gerðu að
honum hróp, því að þá myndi verða tekið þeim mun meir eftir
orðum hans. Við þetta æstust þingmenn meir og varð Chutchill
að hætta að lokum.
Stóð þá upp Lambeth úr hópi frjálslynda flokksins og
lýsti yfir því, að breska þjóðin stæði að baki Baldwin-
stjórninni í þessu máli.
Baldwin stóð þá á fætur og lýsti yfir því, að hann gæ'ti 'ékki
orðið við beiðni Churchills. Var svari Baldwins tekið með dynj-
andi lófataki. FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU
Winston Churchill.
Leon Blum
fer áfram
| með stjórn.
F^rátt fyrir að komm-!
* únistar hafi neitað
Leon Blum um stuðningj
í utanríkismálunum virð-!
ist hann þó ætla að
hanga áfram við völd.
í Berlínarfrjett (FF) segir, að
frönsjv blöð" ræði m'i margt um
'framííðarhorfur' BTmn-stjórnarinn-
'• *.$O&4' V y 7 ' i t í >
ar.
Blaðifi „Mati'n“ segir, að ineiri-
hlnti sá, sem stjúrnin hafi fengifi
við atkvæðagreiðsluua í gær, hafi
ekki í rauninn-i verið hénnar meiri
hluti, heldur stjórnarinnar, sem
taka eigi við af heimi.
,,Echo de Paris“ telur stjórnina
valta í sessi, og seg’ir, að ef Blitm
'hefði viljáð stánda við fvrri lof-
j ■
orð' sín, þá hefði- hann nú átt að
biðjast latisiiaj' fyrir siguog ráðu-
neyti sitt.
Radikal-sn.eiálistáblaðið „Republi-
que“ segir, að með atkvæðagreiðslu
sinni í Spánaymálunum, hafi
kommúnistar í rauninni hafið árás
á hinuin innanríkis-pólitíska vett-
vangi. Blað jafnaðarmanna „Popu-
laire“ fer hörðum orðum um af-
stöðu kornmúnista. Blaðið „Jour-
nal“ spyr hver sje sá meirihluti,
sem stjórnin ætli sjer að styðjast
við.
— Baldwin —
veit meir.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
Opinberlega er tilkynt — sam-
hljóða yfirlýsingu Baldwins í
breska þinginu — að breska
stjórnin hafi lokið við allan und-
irbúning undir konungsskifti, en
hinsvegar hafi konungi verið
veittur ótakmarkaður umhugs-
unarfrestur.
Samtímis segir í frjett :frá
Reuter, að traustið þverri, þeim
mun lengur sem málið er dreg -
ð, og dragi það úr getu stjórnar
innar til þess að láta til sín
taka í alþjóðaviðskiftum.
Mælt er, að Baldwin búi yf-
ir alveg sjerstökum rökum, sem
myndu sannfæra alla um mál-
stað hans, ef þau ýrðu birt.
Mikiö af Itölum
09 ÞjóDverjum
f liði Francos.
Dvalarleyfi Ttrotsky út-
runníð 18. des.
Osló, 7. des. FI'.
Samkvæmt 'óstaðféstri fregn frá
Mexico, er- sagt, að Leon Trotsky
niuni fá landvistarleyfi í Mexico,
ef hann fári fram á það. Mála-
færslumaður Trotskys hefir sagt
blaðamönnum, að sjer sje ekki
kunnugt um, að Trotsky hafi sótt
um dvalarleyfi í Mexico.
Landvistarleyfi Trotskys í Nor-
egi er útrunnið 18, desember, og
hefir Nygaardsvold forsætisráð-
herra tjáð, Arbeiderblaðinu í við-
tali, að það muni ekki
urnýjað.
Londow, 7. des. FÚ,
EDEN sagði frá því í
neðri málstofu
breska þingsins í dag, að
fullvissa værifengin fyr-
því, beint frá Cadiz og
Sevilla, að tala Þjóð-
verja þeirra er á dögun-
um komu til Cadiz hefði
verið 5000.
Þá sagðist liami hafá fengið
vitheskjn nm það, að fjöldi ít-
alskra' sjálfboðaliða væri á Máll-
orcá', og að rússneskir ó'g annara
þjóða sjálfboðaliðár berðust ; í
stjórnarhernum. Hann sagði, áð
bréska stjérnih liti þetta mjög ál-
varlegum augum, og hefði lagt það
til, að hlutleysisnefndin tæki það
til íhugunar, hvort ekki væri uut
^ að stöðva flutning sjálfboðaliða til
j-Spánar.
j Það virðist hafa verið lítið um
I orustur við Madn’d ú dag, eftir
þeim frjettum að dæma, sem bor-
ist hafa. Stjórnarliðið telur sig
; hafa skotið niður tvær flugvjelar
uppreisnarmanna, og hafa eyðiíagt
allmargar járnbrautarlestir í Anda-
lúsíu, sem voru hafðar til her-
I
1 gagnaflutninga fyrir uppreisnar-
| menn. I Arragoníu segir stjórnín
að skotið hafi verið allvíða á stöðv
ar uppreisnarmanna, með góðum
árangri.
J í Katalóníu hefir verið gefin út
verða end-, tilskipun um myndun á sjerstæð-
lum Katalónskum her.