Morgunblaðið - 04.02.1937, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Fimtudagur 4. febrúar 1937
Innflutningsnefnd biður
kanpsýslumenn uni
blekkingar-votforð.
Hamingju-
sðm
móðir.
Með því á að hreinsa
fjármálaráðhcrrann
Staðreyndirnar vitna
gegn ráðherranum.
Morgunblaðið sýndi í gær fram á, að sú
. heimskulega ráðsmenska fjármála-
. ráðherra að varna mönnum að gera
innkaup á brýnustu nauðsynjavöru meðan mark-
aðsverðið er lágt erlendis, kemur til að baka þjóð-
inni tap, sem nemur miljónum króna þegar á
jhessu ári, auk óbærilegrar dýrtíðar í landinu.
Fjármálaráðherrann er nú sýnilega farinn að
sjá það, að þessi ráðsmenska hans verður til þess
að hinn „hagstæði“ verslunarjöfnuður, sem ráð-
herrann hefir mest gumað af undanfarið, er að-
eins blekking og fals.
En í stað þess að játa hreinlega þenna sannleika, hyggst
ráðherrann nú að verjk sig og sínar gerðir með nyjum blekk-
íngum.
Marina prinsessa, kona hertogans af [Keiítl i»eð eldra barni
sínu, Edw’ard prins. Marinu fæddist um jólin meybarn.
Frjettaflutningur Atvarpsins
af meiðyrðamálum.
Það „gleymir“ að skýra frá
dómunum á stjómarblöðin.
Vaxandi
atvinnuleysi.
200 atvinnuleys-
ingjum fleira en
í fyrra.
Níu hundruð þrjátíu og
þrír atvinnuleysingjar
(þar af 7 konur) voru skráð-
ir við atvinnuleysisskráning'-
una hjer í bænum, sem lauk
1 gær. Hefir skráningin farið
fram þrjá undanfarna daga.
Þetta er langsamlega hæsta
tala atvinnuleysingja, sem
enn hefir verið skráð hjer.
Á sama tíma í hiíteðfyrra
var tala atvinnuleysingja
703, en 690 í fyrra.
í maí í vor var talan 746
(og var það áður hæsta tal-
an), í ágúst 245 og 1 nóvem-
her 660.
Norðmenn krefj-
ast 400 þús. kr.
skaðabóta.
Oslo í gær.
orðmenn krefjast 400 þús.
króna skaðabóta fyrir
manntjón og skemdir á norska
skipinu „Gulnæs“, sem lilut-
ust þegar flugvjelar stjórnar-
innar gerðu loftárás á Sevilla.
Ein sprengjan fjell á „Gul-
næs“ og ljetust fjórir menn
af skipshöfninni.
Hefir norski sendiherrafull-
trúinn í Valencia farið á fund
stjórnarinnar og afhent skjöl,
þar sem ítarleg grein er gerð
fyrir þessum skaðabótakröfum.
Utanríkismálaráðherra spönsku
stjórnarinnar sagði, að stjórn-
in mundi taka kröfurnar til
vinsamlegrar athugunar.
(NRP—FB).
ísalögin við
Danmörku.
Stokkhólmi 2. febr. FÚ.
Erfiðleikar á að halda uppi
skipagöngum til hafna við Eyr-
arsund hafa aftur farið vax-
andi í dag, sjerstaklega Sví-
þjóðar megin. Vindur hefir
staðið þannig að mikið af rek-
ís hefir borið inn í sundið upp
að sænsku ströndinni.
Aftur á móti hefir ísinn bor-
ið frá Sjálandsströnd norð-
anverðri.
I grein 'Morgunblaðsins í gær
var þess m.a. getið, að litlar
sem engar kolabirgðirværu hjer
í bænum nú, og þó færi vertíðin
í hönd. Hinsvegar hefði venjan
verið sú undanfarið, að í byrj-
un vertíðar væru hjer fyrir-
liggjandi 8—10 þús. tonn af
kolum. Vörurýrnunin á þessari
einu vöruteg. næmi þannig um
1/2 milj. króna.
Nú mun fjármálaráðherrann
ekki treysta sjer til að neita
því, að ástandið sje raunveru-
lega þannig. En hann hyggst
munu sanna það, að stjórnar-
völdin eigi ekki sök á þessu.
En hvernig á að sanna þetta?
BÓNORÐSFÖR
TIL KAUPSÝSLU-
MANNA
Morgunblaðið frjetti að
Gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd hafi í gær snúið sjer til
ýmsra kolainnflytjenda, og
óskað eftir vottorði frá þeim
um það, að þeim hafi ekki ver-
ið neitað um innflutningsleyfi.
Þarf ekki að efa, að það er
oamkvæmt skipun frá fjármála-
ráðherra að beðið er um þessi
vottorð.
En það er ekki nóg að fá
vottorð um það, að ekki hafi
verið synjað um innflutnings-
leyfi.
Með slíku vottorði þarf að
fylgja annað vottorð, sem sje
um það, að gjaldeyrisleyfi hafi
jafnan fylgt innflutningsleyf-
inu. Og ekki nóg með það,
heldur þarf einnig að fylgja
vottorð um það, að gjaldeyrir-
inn hafi jafnan verið til taks
þegar greiðslu var lofað.
Ef fjármálaráðherrann eða
Gjaldeyris- og innflutnings-
nefnd geta sýnt öll þessi vott-
orð, verður stjórnarvöldunum
ekki um kent birgðaleysið.
HVERNIG ERU
KAUPMENN
LEIKNIR?
Þeir eru áreiðanlega fjölda
margir, kaupmennirnir, sem þá
sögu hafa að segja, að enda
þótt þeir fái innflutningsleyfi,
er alt í óvissu um gjaldeyririnn
Þeir fá e. t. v. loforð fyrir
gjaldeyri eftir svo og svo lang-
an tíma — 3—6 mánuði —
en þegar sá tími kemur, að
þeim var lofað gjaldeyrinum,
fæst hann ekki. Á þann hátt
hafa safnast stórar fúlgur hjer
í bönkunum — fjeð hefir fros-
ið inni.
Með þessu háttalagi stjórn-
arvaldanna, að veita innflutn-
ingsleyfi án þess að trygging
sje fyrir því, að gjaldeyri verði
fáanlegur á þeim tíma, sem
lofað er, er beinlínis verið að
eyðileggja alt lánstraust kaup-
sýslumanna okkar erlendis.
Þegar íslenskir kaupsýslu-
menn geta ekki greitt vöruna
á gjalddaga, eru þeir stimpl-
aðir vanskilamenn. Þetta eyði-
leggur þeirra lánstraust.
Erlendir viðskiftamenn skilja
það ekki, að það sjeu íslensku
istjórnarvöldin með sjálfan
fjármálaráðherrann í broddi
fylkingar, sem leika þenna
skollaleik.
En afleiðingin af þessu hátta-
lagi verður sú, að íslenskir
kaupsýslumenn geta ekki not-
að sín innflutningsleyfi á
þeim tíma, sem hagkvæmast
er að gera innkaup. Þeir eru
stimplaðir vanskilamenn,vegna
þess að þeir hafa ekki greitt
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Ríkisútvarpið hefir und-
anfarin kvöld verið að
fræða landsmenn um undir-
rjettardóma í meiðyrðamál-
um, en það einkeimllega hef
ir skeð, að þessi „hlutlausa“
ríkisstofnun hefir ekki kom
ið auga á aðra dóma en þá,
sem fallið hafa á ritstjóra
Morgunblaðsins.
Morgunblaðið hefir ekkert við
það að athuga, þótt Ríkisútvarp-
ið skýri frá meiðyrðadómum, sem
á það fellur. En vegna þess að
hjer á í hlut ríkisstofnun, sem
lögum samkvæmt á að gæta
„fylsta óhlutdrægnis gagnvart
öllum flokknm og stefnum í alJ
mennum málum“, er það vitan-
lega fullkomið hlutleysisbrot, að
láta ekki eitt og sama ganga yf-
ir öll blöðin.
Á síðastliðnu ári voru t. d.
kveðnir upp samtímis 6 dómar í
meiðyrðamálum, sem forstjórar
. Sölusambands ísl. fiskframleið-
enda liöfðuðu gegn ritstjóra Al-
þýðuhlaðsins fyrir lygar og róg.
Ritstjórinn var dæmdur í 900
króna sekt og 450 kr. málskostn-
að. Enda þótt hjer sje um að
ræða einhverja þá hæstu meið-
yrðasekt, sem þekst hefir hjer á
landi, þagði hið „hlutlausa“ Rík-
isútvarp vendilega yfir þessum
dómum.
Það mun vera útvarpsstjórinn
sjálfur, sem því ræður, að þann-
ig er gert upp á milli blaðanna.
Hann hygst sýnilega með þessu
geta hnekt áhrifum Morgunblaðs
ins í stjórnmálabaráttunni. En
útvarpsstjórinn gætir ekki hins,
að með framferði sínu er hann að
auglýsa það fyrir þjóðinni, að
hann er gersamlega óhæfur í
þeirri ábyrgðarmiklu stöðu, sem
hann ennþá gegnir við útvarpið.
SONUR MUSSOLINIS
KVÆNIST.
London 3. febr. FÚ.
Á laugardaginn heldur Musso-
lini brúðkaup elsta sonar síns
Vittorio Mussolini, og róm-
verskrar hefðarmeyjar, sem
heitir Orsola Bewoli.