Morgunblaðið - 04.02.1937, Side 5
T’imtudagur 4. febrúar 1937
8
MORGUNBLAÐIÐ
Hjer er birtur úfdrátfur úr y'rein, sem birtist í merku
amerísku tímariti síðastl. baust. Höftmdurinn, W. H.
Chamberlln, var um áratug básettur í Moskva, en býr nú
í Tokio, og er alkunnur blaðamaður. Hann er kvæntur
rússneskri konu. Er hann þaulkunnur rússneskum
málefnum, og hefir skrifað fjórar bækur um Sovjet
Bússland, sem hafa þótt mjög fræðlandi um ústand þar.
HVERNIG hugsa þeir sjer
Sovjetríkin, þessir menn,
sem dásama þau há-
.stöfumj
Þeir :sjá í huga sjer ríki, þar
sem öllu hefir .fleygt fram frá því
er núverandi valdhafar settust þar
■•að ríkjum. Þeir sjá fynr sjer ríki,
:sem hvergi stendur að haki Vest-
ur-Evró])u eða Bandaríkjunum í
Ameríku. Stjórnaraðgerðir og
skipulagning hafa þar leyst öll
Yandamál, allir vinna með fögn-
uði að framleiðslunni, ekkert at-
vinnuleysi er þar til, en listir og
vísindi njóta óskoraðs frelsis og
takmai'kalausra möguleika. Svona
«eru hugmyndirnar,
En vonbrigðin mæta manni
fljótt í þessari Paradís skipulags-
ins. Og fyrstu vonbrigðin koma,.
þegar athugað er hvílíkum harð-
ýðgislögum Sovjet-stjórnin beitir.
Þess munu fá eða engin dæmi
arinarsstaðar. Það kemur mönnum
kannske á óvart að reglu skuli
vera haldið í þessari Paradís með
vægðarlausum dauðarefsingum,
njósnurum á hverju strái, varð-
mönnum vopnuðum gaddavírs-
svipum, blóðhundum og fleiru
álíka „himnesku“, sem á að koma
í veg fyrir, að menn strjúki úr
•aldingarðinum. En svona er það.
*
Sem dæmi má nefna. lögin frá
V. ág. 1932, sem Sovjetvinir hafa
lofsungið sem meistarastykki lög-
vísindanna. Eftir þessum lögum
liggur dauðarefsing við að stela
nokkru því, sem er eign ríkisins
eða sameignarbúanna, en nú er
svo komið, að flestar eignir falla
hjer undir. Þessum lögum hefir
hvað eftir annað verið beitt, og
menn teknir af lífi fyrir það, sem
I öðrum löndum yæri refsað fyrir
með stuttri fangelsisvist. Þeim,
sem halda, að mannúð og mildi
sje hvergi meiri en í landi „ör-
•eiga“-stjórnarinnar,hnykkir ef til
vill við þessa fregn, að hjer skuli
' hafa verið vakinn upp sá rudda-
skapur í refsilögum, sem í öllum
menningarlöndum hefir verið
kveðinn niður fyrir mörgum
mannsöldrum sem ósamboðinn sið-
uðum miinnum.
Þá má nefna hrottalegu lögin
frá júní 1934, þar sem dauðarefs-
ing er lögð við því fyrir sovjet-
þegna, að fara yfir landamærin án
leyfis stjórnarvalda. Og ekki nóg
með það. til þess að tryggja fram-
kvæmd þessara laga er svo ákveð-
ið, að konur og börn manna skuli
taka í gisllng, og má vægðarlaust
senda þau „til fjarlægra hjeraða í
Síberíu“ til þess að afplána brot
eiginmannsins eða föðursins, og
það þótt þau hafi enga hugmynd
haft um flótta hans.
*
Samkvæmt lögum frá vorinu
1935 er það gert að skyldu, að
refsa, undir ákveðnum kringum-
stæðum, unglingum alveg vægðar
laust, jafnvel með lífláti. Þar eru
ekki skilorðsbundnir dómar. Og
sovjetvinir ættu að hugleiða, að
samkvæmt tilskipun frá nóv. 1932
kostar eins dags fjarvera frá
vinnu, án tilgreindrar orsakar,
brottrekstur fyrirvaralaust úr
vinnunni, og ef verkamaðurinn
býr í verkamannabústöðum þess
opinbera, kostar þetta samtímis
fyrirvaralausan brottrekstur úr
íbilðinni. Komi járnbrautarslys
fyrir kostar það að jafnaði, að
hópur starfsmanna cg verka-
manna er sakaður um viljandi
andróður gegn yfirvöldum, og
skotinn vægðarlaust. — Þetta er
mannúðin og mildin í Sovjet.
*
agskýrslur sovjetríkjanna
bera það með sjer, að þjóð-
in lifir nú við þrengri kost í mat-
aræði, en á tímum Zarstjórnar-
innar. Að vísu eru uppskerutöl-
urnar betri fyrir 1935 en 1931 og
1932, sem leiddu til beinnar hung-
ursneyðar. En 1935 er lakara en
1913. Frjettaritari, sem ber fyrir
sig tölur frá Stalin sjálfum gefur
þessa skýrslu:
„Hveitiuppskera Rússlands var
1935 um 91.600.000 smálestir, en
1913 var hún 76.000.000 smál. Ár-
ið 1935 telja opinberar manntals-
skýrslur fólksfjöldann 171 miljón,
móti 138 miljónum 1913“.
Af þessu sjest, að þó að árið
1935 gæfi bestu uppskeru, sem
komið hefir síðan byltingin liófst,
er sú uppskera þó minni á hvern
mann en 1913. Og þó telja vinir
hins nýja Rúslands ástandið þá
hafa verið hið hörmulegasta og
beinlínis ósamboðið mannlegum
verum.
¥
Ennþá lakari verður þó saman-
burðurinn á gripaeign landbúnað-
arins fyr og nú. Einn af sjerfræð-
ingum sovjetstjórnarinnar í land-
búnaðarmálum, J. A. Jakowlew,
biríir í „Iswestija", 21. febr. 1936
eftirfarandi skýrslu um skepnu-
eignina:
1916 1935
Hross 35.100.000 15.900.000
Nautgripir 59.900.000 49.200.000
Sauðkindur
og geitur 115.200.000 61.000.000
Svín 20.300.000 22.500.000
Hjer er því ekki aðeins hlut-
fallsleg lækkun, heldur stórkost-
leg lækkun yfirleitt. Þessar skýrsl
ur gefa ákaflega einfalda skýr-
ingu á því, hvers vegna öll mat-
væli hafa lromist í geipilegt verð
í Rússlandi. Og þær sýna, að
þjóðin hefir nú beinlínis minna að
leggja sjer til munns en fyrir
byltinguna, því að skorturinn á
feitmeti, mjólk og kjöti hefir ekki
verið bættur upp með innflutn-
ingi á þessum vörum. Hafi verið
sultarlíf áður, þá er það meira nú.
Þessi samfærsla gripaeignarinn-
ar kemur fram m. a. í verði á ull
og liúðum og vörum úr þeim. Góð-
ir skór kosta mánaðarlaun og ull-
arvörur mega heita ókaupandi.
¥
Ef ltaup á klæðnaði í Rússlandi
eru borin saman við sömu kaup í
Vestur-Evrópu eða Ameríku
stenst Rússland engan samanburð.
Engum útlendingi, sem búsettur
er í Rússlandi, dettur í hug að
kaupa föt þar eystra, ef hann hef-
ir nokkur ráð til þess að fá þau
í Þýskalandi eða Englandi, t. d.
á ferðalögum. Lýsingar rússneskra
yfirvalda á ógnum atvinnuleysis-
ins á Vestur-Evrópu missa heldur
kraft sinn þegar það er athugað,
að atvinnuleysingjarnir þar eru
betur klæddir en efna menn í
Rússlandi.
Húsnæðisvandræðin i Rússlandi
eru fyrir löngu orðin að orðakvið.
Fimm herbergja íbúð, sem ein
fjölskylda breiddi sig í hjer áður
fyr, verður nú að nægja fimm
fjölskyldum. Næmar sóttir eiga
hjer auðveldan leik að breiðast
út, og þá má nærri geta um sam-
komulagið, þar sem fimm hús-
mæður eiga að kljást um eitt og
sama eldhúsið. Afskapleg eru líka
bústaðakjör verkamanna þeirra,
sem dyngt er saman í fjölbýlis-
skálum án allra þæginda eða
hreinlætisráðstafana.
¥
ikið veður er gert út af því,
hve glæsileg kjör verka-
mönnum í Rússlandi sjeu sköpuð
að ráðstöfun stjórnarinnar að því
er snertir læknishjálp, hressingar-
heimili, leikhússókn o. fl. En sje
gengið nær og alt þetta athugað
vandlega fer af því mesti ljóminn.
Um heilbrigðismálin höfum vjer
nýlega frásögn Ameríkumannsins
Edm. "VVilsons, sem hefir í ritum
sínum komið fram sem vinur Sov-
j et-st j órnarinnar. Wilson var á
ferð í Ukraine og fekk þá skar-
latssótt. Varð hann að dvelja í sex
vikur í sjúkrahúsi í Odessa. Nærri
má geta, að honum hefir ekki vei’-
ið vísað á lakasta sjúkrahúsið, því
að vant er að tjalda því skársta
þegar eidendir fei’ðamenn eiga í
hlut í1 Rússlandi, og Odessa er
þriðja borg að stærð í Ukraine.
En það væi’i synd að segja að lýs-
ing hans á heilbrigðisháttum í
þessu sjúkrahixsi gæfi háar liug-
myndir um aðbúnað sjúkra manna
þar í landi. Baðherbergið var liaft
fyrir skarngeymslu. Húsið var fult
af flugum. Þvottaskálin var með
rennandi vatni og hún var notuð
til andlitsþvotta- og uppþvotta-
íláta, hálsskolunar og í stað nátt-
borðs.
Hressingarstaðir þeir, sem al-
þýðumönnum eru ætlaðir til dval-
ar í fríum jafnvel lxvergi nærri á
við venjulega ódýra hressingar-
staði í Ameríku eða Vestur-Ev-
rópu hvað þægindi og þjónustu
snertir. Það eru að vísu til staðir,
sem hafa upp á allskonar þægindi
3í«f
. -r..-- t
HVILIK m
PARADÍSl
að bjóða, en þangað fá engir að
koma nema helstu menn Sovjet-
ríkjanna, yfirmenn bolsjevika-
flokksins, æðstu foringjar rauða
hersins og flokkslögreglunnar.
*
Um „afnám atvinnuleysisins" í
Rússlandi er því miður ekki hægt
að tala nema í „gæsalöppum“.
Miljónir manna hafa á síðari ár- '
Um verið sendar í þvingunarvinnu.
Ef einhverjum væri gefinn kost-
ur á að velja, hvort hann vildi
heldur draga fram lífið á atvinnu-
leysisstyrk, eins og hann tíðkast
á Vesturlöndum eða fara í þving-
unarvinnu í skipaskurðinum
Moskva—Volga, eða Varaganda
kolanámunum eða skógarhöggi í
Norður-Rússlandi, og öll kjör
væru gerð honum kunn, þá hygg
jeg, að fáir mundu hika við að
velja atvinnuleysisstyrkinn — þó
að hann sje ekki glæsilegur.
Sovjetþorpið rússneska er sÖnn
ímynd ömurlégrar, grárrar og
skítugrar fátæktar. Ef til er nokk-
ur bóndi í Rússlandi, sem á bíl,
eða hefir síma eða baðherbergi í
húsi sínu með nútíma þægindum,
þá hefi jeg ekki rekist á hann á
mínurn margra ára langferðum
um landið þvert og endilangt.
*
Asíðari árum hefir verið unnið
kappsamlega að því, að fá
hópa ferðamanna til þess að heim-
sækja sovjetríkin, og er tilgangur-
inn sá, að þessir gestir beri svo
sólarsöguna lieim til landa sinna.
Jeg liefi sjeð marga þessara ferða-
íxiannahópa í Moskva. Og jeg leyfi
mjer að gera þá athugasenxd, senx
kxinixugxxr maður, að það er mjög
takmörkuð þekking, sem algengur
ferðamaður getur fengið í svona
heimsókn, ef hann kann ekki neitt
í máli þjóðariixnar. Homxm er
fylgt af góðum leiðsögumanni og
sýixt og sag’t það, sem út á að ber-
ast og annað ekki. Og þó að ein-
liver ferðamaður vildi ganga út
úr hópnum, losa sig við leiðsögu-
mann stjórnarinnar og fara siixna
eigin ferða, þá er liæpið, að hon-
um verði að því nokkur verulegur ’
ávinningur, ef hann kann ekki
málið.
¥
Jeg minnist tveggja atburða,
sem varpa nokkru ljósi á þetta
mál og sýna, hvað fara hlýtur
fram hjá venjulegum gestum. Sxxm
ai’ið 1932 heimsótti jeg, ásamt
konu minni, sem er rússnesk,
traktoraverksmiðjuna í Tsjelja-
binsk. Kona mín gaf sig á tal við
nokkra menn, sem þar voru í
þvingunarvinnu. Þetta stóð ekki á
áætluninni, sem erlendir ferða-
menn áttu að fylgja, og einn af
urnsjónarmönnunum gekk snúðugt
að henni og spurði: „Eruð þjer
Sovjetborgari?“ Þegar hún aftók
það með öllu hvarf hann frá, og
reyndi ekki að blanda sjer frekar
í málið. En af þessu má sjá, hvort
leiðsögumenn stjórnarinnar og
umsjónarmeixn muni hjálpa ferða-
mönnum til þess, að afla sjer
fræðslu um kjör þeirra, sem á slík-
um stöðum viixna.
f anixað skifti stöixsxxðum við
nokkra daga í þorpi eiixu í Ukra-
ine. Meðal annars vorunx við við-
stödd nokkxxrskonar samkomu
barnaskóla þoi’psiixs. Þar sungu
börnin meðal annars undir stjórn
kennarans, internationale, og ljet
hann þau hafa um hönd fleira,
sem átti að sýna ást þeirra og
lotningu fyrir sovjetríkinu. Síðar
hittum við kennara beixnan eins-
lega og gáfum okkur á tal við
hann. En er hann komst að því,
að við vorutn ekki kominúnistar,
trúði hann okkur fyrir því, að
hann væri ukrainskur þjóðernis-
sinni og hataði Sovjet af lieilum
hug!
íCTti
i
Hvítkál
Rauðkál,
Gulrætur,
Rauðrófur,
nýkomið.
Verslunin Visir
Laugaveg 1.