Morgunblaðið - 04.02.1937, Síða 7

Morgunblaðið - 04.02.1937, Síða 7
Fimtudagur 4. febrúar 1937 lauRGUNÖUAÐIl' 7 Sjúkrasamlagið: Svör Jóns Norlands læknis FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. eða annara lækna. Sjúkling- urinn varla heldur, þar sem margir sjúklingar hafa tekið «vonefndan „varalækni“ fyrir verulegan varalækni, ef aðah læknir væri forfallaður, sem er alger misskilningur, svo sem kunnugt mun vera nú. 8. Er það meiningin, að lofa læknum að fá í „varmensku“ hver fyrir annan eins marga sjúklinga og vera vill, úr því upphaflega voru sett takmörk fyrir sjúklingafjölda á hvern lækni? Aðferðin er röng. Eða á sá læknir, sem fær til dæmis 8 þúsund manns eða fleiri, að taka sjer aðstoðarlækni, sem fólk hefir aldrei heyrt nje sjeð, enda þótt aðstoðarlæknir þessi kunni að vera sæmilegur lækn- ir? Þetta ógæfusamlega lækna- val nær þá alls ekki tilgangi sínum, nema til þess eins að baka mönnum fyrirhafnir, og ef til vill að spilla fyrir nýj- um mönnum í læknisstjettinni, mönnum, sem fá fáa, af því að svo fáir þekkja þá? 9. Hvenær er læknum greitt þetta gjald þeirra frá Samlag- inu og hver á að sækja það, og hvert á að sækja það? Engin auglýsing um það enn. 10. Hvernig er með slys, næt urstörf og skyndilækningar, er ekki verður hjá komist, þegar um sjúklinga er að ræða, sem ekki standa á lista hjá lækni þeim, sem hjálpina veitir og eftir hvaða taksta er þá farið? 11. Hver hefir leyft sjer að skylda læknana til þess, að taka á sig næturvökustorf og sunnudagalækningar? Er það Stjórnarráðið eða hver? Slysa- varnastofa ásamt næturlækn- ingastofu ætti fyrir löngu að vera stofnuð hjer, líkt og er víðast hvar í nágrannalöndum vorum, því það kemur alls ekki Samlaginu við þótt læknar bæj- arins hafi samið um það sín á milli, að halda hver fyrir ann- an næturvörð eðe sunnudaga- lækningar. Hvorki fjelagið nje Landsstjórnin hefir leyfi til þess að skipa læknum slíkt, enda þótt Læknafjelag Reykja- víkur kunni að hafa glæpst til þess að bíta á þennan öngul. 12. Hver á að borga „krón- MÁLAFLUTNINGSSKRIFSTOFA Pjetur Magnússon Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—6. Námskeið í matreiðslu íslenskra jurta og annars grænmetis hefst á fimtu- daginn kemur. Helffa Thorlacius. Kirkjustr. 12. Til viðtals kl. 2—3. una“ eða „tuttugu og fimmeyr- inginn“ fyrir þá, sem eru á bænum, sveitarómagana, öðru nafni, sem vitanlega eiga enga krónu nje tuttugu og fimmeyr- ing? Og hver á að borga bindi þau, plástra og aðrar umbúðir, ásamt æthylchlorið, novócaini, chloroformi, - æther og öðrum svæfingar- eða deyfingarlyfum, í heimapraxis, sem allir lækn- ar vita að eru mjög dýr lyf yf- irleitt Hver sannar það, að þetta og þetta hafi verið gert, eða 'að svo og svo miklum umbúðum, eða svæfingarlyfjum hafi verið eytt? Á sjúklingurinn að gera það? Þetta er aðeins nokkuð þeirra spurninga, sem nú eru að verða að vandræðamáli meðal lækna og almennings. — Fleira mætti taka, en vel má vera að aðrir komi á eftir, og taki í sama streng, þegar riðið er á vaðið. Hversvegna var yf- irleitt verið að koma þessu bákni af stað þegar svo illa virðist vera í pottinn búið, sem raun er orðin á? Það er ekki aðeins Sjúkra- samlaginu til minkunar heldur allri þjóðinni, að engar reglur skuli vera komnar út meira en hálfu ári eftir að Samlaginu var hleypt af stokkunum, nema það, sem dagblöðin hafa verið að koma með öðru hvoru og læknar hafa frjett, á skotspón- um að mestu. Hafa menn heyrt annað eins, þegar um miljóna fyrirtæki er að ræða? — Hve lengi á þetta svo til að ganga? Við þessu er eitt svar og að eins eitt. Alþingi það, sem bráðum á að koma saman, verður að táka mál þetta til alvarlegrar athug- unar, án allrar pólitíkur eða flokkadrátta, og afgreiða það sem stórmál og áhugamál, því nú er það áhyggjumál og að því er virðist vanhugsað vand- ræðamál, þjóðarinnar. — Hjer duga engin „bráðabirgðalög", sem sífelt er verið að breyta. Hafi þeir, sem veltu þessum þunga steini af stað, ekki haft næga þekkingu til þess, að gera fjelagið sómasamlega úr garði, verður Alþingi að sjá um, að vantandi upplýsingar fáist þeg- ar í stað, og alt verði klapp- að og klárt. Eða — er alt þetta mikla starf og fyrirhöfn eins konar nýtt experiment — tilraun eða leikur — með almenning og lækna? Vonandi verður bráðlega skorið úr því, á einhvern hátt, því svo sem málum Sjúkra- samlagsins er nú varið, eru þau algerlega óviðunandi bæði fyr- ir lækna og skjólstæðinga þeirra. Rvík 2. febr. ’27. Jón Norland, læknir. Aðalfundur Lyffræðingafjelags fslands verður haldinn að Hótel Borg fimtud. 25. febr. Dagskrá samkv. fjelagslögum. Dagbót?. □ Edda 5937266 — Systrakv. að Hótel Borg. Listi í □ og hjá S.: Og M.: I.O.O.F. 5 = 118248Va = Veðrið í gær (miðv.d. kl. 17): Hæg austanátt um alt land. Bjart viðri og hiti um frostmark vest- an lands, en 2—3 st. hiti og rign- ing austan lands. Alidjúp lægð vestur af frlandi hreyfist norð- austur eftir og mun valda vax- andi austanátt hjer á landi. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Aaustankaldi, vaxandi með kvöld inu. Úrkomulaust að mestu. Heimatrúboð leikmanna, Hverf- isgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. K. F. U. M. A.-D. Fundur í kvöld kl. 8%. Sjera Fr. Friðriks- son talar. Leikfjelagið sýnir í seinasta sinn gamanleikinn „Kvenlæknir- inn“, kl. 8 í Iðnó í kvöld. Lægsta verð á aðgöngumiðum. Stúdentar ætla að halda dans- leik að Garði í tilefni af prófum þeim, sem nýlega er lokið í Há- skólanum. Má búast við skemti- legum og fjörugum dansleik eins og venjulega, þegar stúdentar koma saman á Garði. Hafnarstjórn liefir samþykt að framlengja fyrir yfirstandandi ár samþykt þá, um eftirgjöf á vatns gjaldi togara, sem gerð var í febrúar 1935 og sem framlengd var á síðasta ári. Næturvörður er þessa viku í Ingólfs Apóteki og Laugavegs Apóteki. Næturlæknir er í nótt Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6 B, sími 2614. B.v. Hafsteinn kom af veiðum í gær með 1900 körfur fiskjar. Tryggvi gamli er væntanlegur frá Englandi snemma í dag. Kolaskip kom í fyrrinótt með farm til Kol og Salt og Þórðar Ólafssonar. Karlakór Akureyrar átti 7 ára afmæli síðastliðinn laugardag. Kórinn mintist þess með samsæti og sátu það á annað hundrað manns. Til skemtunar var ræðu- höld, söngur og dans. Söngstjóri kórsins er Áskell Snorrason. (FÚ) Úr norðurenda Drangeyjar hef- ir nýlega orðið eitt hið mesta bjarglirun, er sögur fara af. Ný- lega fór bátur úr Sauðárkróki undir stjórn Pálma Sighvats í fiskiróður til Drangeyjar. Þegar kom undir eyjuna, sáu bátverj- ar að fallið hafði sílla um 60 metra breið úr norðurenda eyjunn ar — en þar er bjargið um 180 metra hátt. Af sillu þessari hefir orðið til stórgrýtisurð við norð- anvert bjargið og nær hún um 80 metra norður fra bjarginu. Við eyjuna er uifðin um tveir þriðju af hæð bjargsins. Hallar henni til sjávar og; ef hún yst um 2 metra yfir sjó, en áður var þarna við rætur bjargsins 16 metra dýpi. (FÚ) Háskólafyrirlestrar Mr. Tur- ville-Petre byrja ekki fyr en í næstu viku. Deildartunguveikin er nú kom- in í Stíflisdal í Mosfellssveit, að því er blaðið fjekk að vita á rannsóknarstofu Háskólans í gær. Hafa verið send þangað innýfli úr kind, sem bera þess einkenni, að um þessa veiki sje að ræða. Skautasvell er nú ágætt á Aust- urvelli, og ættu borgarbúar að nota tækifærið meðan það gefst. í gærkvöldi voru margir á skaut- um, og má gera ráð fyrir fjöl- menni þar í kvöld. Eins og vant er verður hljóðfærasláttur á milli kl. 8—9 síðd» Það er knattspyrnu fjelagið Fram, sem við eigum að þakka þetta góða skautasvell á Austurvelli. Landsmálafjelagið Vörður lield ur fyrsta skemtifund sinn á ár- inu að Hótel Borg annað kvöld. Ræður flytja m. a.: Ólafur Thors alþm. og frú Ragnhildur Pjeturs dóttir. Þá ætlar frk^ Gunnþórunn Halldórsdóttir að syngja gaman- vísur’ og loks leika á guitar og mandólín frú Anna Páisdóttir og Guðjón Jónsson. Það er óþarfi að hvetja fólk til að sækja skemti-; fundi Sjálfstæðismanna, því hing að til í vetur hefir það verið svo, að aðgöngumiðar hafa verið upp-. seldir löngu fyrirfram. Sú regla var tekin upp fyrir Jiokkru, að selja ekki aðgang við innganginn, og verður sú tilhögun einnig höfð nú. Aðgöngumiðar fást í dag og á morgun í skrifstofu Varðar í Mjólkurfjelagshúsinu. Allir Sjálf- stæðismenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nýr breskur togari. Breska blaðið Yorkshire Observer birtir fregn um það 15. janúar, að í skipasmíðastöð Messrs. Cochrane and Sons í Selby hafi daginn áð- ur verið hleypt af stokkunum nýj um togara, sem ráðgert er að gera út til fiskveiða við ísland, Bjarn- areyju og á Hvítahafsmiðum. Eig andi togarans er Boyd Line Ltd., Hull. Togarinn, sem hefir fengið heitið Arctic Pioneer, verður út- búinn nýjustu tækjum til fisk- veiða á djúpmiðum. (FB) Farsóttatilfelli á öllu landinu voru í desembermánuði síðastliðn- um 2836, þar af í Reykjavík 1047, á Suðurlandi 480, á Vesturlandi 282, á Norðurlandi 931 og á Aust- urlandi 96. Farsóttatilfellin voru sem hjer segir (tölur frá Reykja- vík í svigum): Kverkabólga 609 (372). Kvefsótt 1489 (569). Barnaveiki 2 (2). Barnsfararsótt 1 (0). Gigtsótt 7 (2). Iðrakvöf 166 (79). Inflúensa 68 (öll t.ilfellin á Vesturlandi). Mislingar 336 (324 á Norðurlandi, 11 á Vesturlandi og 1 í Rvík). Hettusótt 8 (0). Kveflungnabólga 52 (7). Taksótt 17 (1). Rauðir hundar 1 (á Suð- urlandi). Skarlatssótt (4 á Norð- urlandi, 2 í Rvík). Heimakoma 9 (0). Þrimlasótt 1 (1). Umferðar- gjila 8 (0). Kossageit 7 (0). Mænu Sótt 1 (Norðurl.). Munnangur 7 (4). Hlaupabóla 36 (3). Ristill 5 (4). (Úr farsóttaskýrslu land- læknis. — FB). Útvarpið: Fimtudagur 4. febrúar. 8.00 Morgunleikfimi. 8.15 Enskukensla. 8.40 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.30 Erindi: Kirkjugarður og bálstofa (Felix Guðmundsson, kirkjugarðsvörður). 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi: Skipulagsmál bæj- anna, II. (Guðmundur Hannes- son prófessor). 20.55 Einsöngur (Einar Markan). 21.15 Frá útlöndum. 21.30 Lesin dagskrá næstu viku. 21.45 Útvarpshljómsveitin leikur. 22.15 Hljómplötur: Danslög (til ' kl. 22.30). — Þetta er voðalegur hávaði, María. — Fniin getur víst varla búist við að maður brjóti stærðar blómsturvasa án þess að það heyr- ist! irt+rrfV Fyrifliggjandi: V ðruvagDur. Sekkjatrillur. Lausasmið|ur. Vjelsmiðjan Hjeðinn. Sími 1365 (þrjár línur).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.