Morgunblaðið - 09.06.1937, Síða 2
2
----------Nyjar ofsoknir---------------
forvfgismanna i Rússlandi
FRÁ FRJETTARITARA VORUM:
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
Enska stórblaðið „Morning Post“ skýrir frá því, að
hræðsla Stalins við fylgismenn sína og við það, að þeir sitji á
svikráðum við sig, hafi nú leitt til þess að Alksnia, yfirmaður
rússneska flugflotans hafi verið rekinn úr embætti
Alksnia er einn í hópi þeirra manna, sem mikii mök höfðu
við Garmanik, aðstoðarhermálaráðherra, sem framdi sjálfs-
morð fyrir skömmu. Voru Garmanik og Alksnia vinir.
Það var Alksnia, setn fann upp það herbragð að senda
vopnaðar herdeildir í flugvjelum að baki víglína óvinanna og
Iáta> þeér lenda þar í fallhlífum.
Það er búist við að á næstunni muni margir fleiri en jeg
gat um í gaer, verða sviftir embættum, þ. á. m. hann polit-
íski ráðunautur Biúchers hershöfðingja, Armomstam.
Franco sagður eiga
von á 100 þús.
manna liðstyrk
Valenciastjórnin kallar
4 nýja árganga til vopna
LONDON í GÆR. FÚ. ;. ...-
Uppreisnarmenn til-
kynna í dag, að að-
stoðar yfirherforingi út-
lendingasveitanpa í liði
stjórnarinnar hafi verið
meðal þeirra sem fjelllu
í orustunni við la Gran-
ja, er stjórnarherinn
gerði áhlaup sitt þar um
helgina.
Uppreisnarmenn skýra
einnig frá því, að flugvjel-
ar stjórnarinnar hafi gert
loftárás á íbúðarhverfi
hinnar fornfrægu borgar
Granada, og valdið all-
miklu manntjóni.
SKOTIÐ
Á MADRID
Stærstu tíðindin frá Spáni í
dag er þó fallbyssuárás sem
uppreisnarmenn gerðu á Madrid
í morgun. Stóð árásin látlaust í
tvær klukkustundir.
400 þungum fallbyssukúl-
um var skotið yfir borgina
og sprungu margar þeirra
í því hverfi, sem lýst hefir
verið hlutlaust.
Um tjón er ekki kunnugt.
HERSÚTBOÐ
*
Stjórnin í Valencia í Genf
í dag út tilskipun, er kveður
til herþjónustu alla vopnfæra
menn í aldursflokkunum frá
1932 til 1936 (þ. e. menn sem
náð hafa herþjónustualdri á
þessum árum).
Þá hefir stjórnin einnig gefið
út tilskipun er skyldar menn
til að láta af hendi við stjórn-
ina alla kornvöru gegn stað-
greiðslu, ef þess er krafist.
í frjett frá St. Jean de Luz
Eftirlitsmenn hlutleysis-
nefndarinnár á landamærum
Frakklands og Spánar hafa
stöðvað tvö bílhlöss af
sprengiefnum, sem áttu að
fara til anarkista í i Barce-
lona. Er álitið að anarkistar
muni hafa ætlað að sprengja
í Ioft upp heil hverfi í Bar-
celona. (Samkv. einkask.).
er sagt, að með fráfalli Mola
hershöfðingja sjeu fyrirætlanir
Francos um myndum stjórnar
á Spáni farnar forgörðum í
bili.
1 frjettinni er staðhæft, að
skömmu áður en Mola fórst
hafi Franco verið búinn að á-
kveða, að fela Mola að mynda
ráðuneyti.
100 ÞÚS. MANNS
Frjettastofa ein í París
(Central News Agency) birtir
í dag þá frjett að innan fárra
daga muni Franco berast 100
þúsund manna liðstyrkur, og
sjeu það alt æfðir hermenn, þar
af 40 þúsundir frá Spánska
Marokkó.
NÝR SÆNSKUR RÆÐ-
ISMAÐUR í REYKJA-
VÍK.
Khöfn í gær. FÚ.
ohansen, skrifstofustjóri í
sænska utanríkismálaráðu-
neytinu hefir verið skipaður
aðalræðismaður Svía í Reykja-
vík. Núverandi aðalræðismaður
Svía hjer, Jaenson, verður að-
alræðismaður í Dublin.
Kjartan Thors framkv.stj. var
meðal farþega á Gnllfossi vestur í
gær.
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. júní 1937.
_ ' __________________________________
Myndin ei'. tekin í AusturTAsíipj Hih nýja stórflugvjel ,.The China
clipper" fjýgur yfiy, g^p^an. íkínverskan djúnkara.
Reglubundnar flug-
ferðir yfir Atlantshaf
London í gær. FÚ.
Pað hefir verið ákveðið,
að 24 jún skuli fara
fram fyrsta tilraunaflugið
á hinni nýju flugleið Im-
perial og Pan American
Airways milli Newfound-
lands og frlands.
Imperial Airways flug-
vjel á að leggja úr flug-
höfn í Irlandi og fijúga
vestur um haf, en um svip-
að leyti á amerísk flugvjel
að leggja af stað frá New
York um Newfoundland tii
írlands.
Frú Guðrún Lárusdóttir kom
vestan frá Isafirði í gær. Hjelt
hún fund þar með ísfirskum kon-
um til undirbúnings stofnun fje-
lags Sjálfstæðiskvenna. Yoru sjö
konur kosnar í nefnd til þess. að
undirbna fjelagsstofnun. Var fund
ur þessi fjölmenntir. Var frú Guð
rúnu tekið mæta vel þar vestra,
enda er áhugi kvenna þar mikill
um stefnumái Sjálfstæðisflokks-
ins. Guðrún fór einhig til Bolnng-
arvíkur og flutti þar erindi og
hjelt fund með konum er fvlgja
Sjálfstæðisflokknuni að málum.
Er mikill áhugi þar fyrir stofn-
un fjelagsskapar meðal Sjálfstæð-
iskvenna.
Tenniskepni fór fram í gær á
tennisvöllum í. R. milli sjóliðsfor
ingja af ensku eftirlitsskipi, sem
hjer er statt, og íslenskra tennis-
leikara. Fóru leikar svo, að Reyk-
víkingar unnu Bretana. Sigurður
Sigurðsson og Kjartan Hjaltested
unnu sína mótstöðumenn með 3
„settum“ gegn 0, en Friðrik og
Gísli Sigurbjörnssynir með 2
„settum“ gegn 1. Leikirnir v.oru
fjörugir og skemtilega leiknif, en
kalt var í veðri.
Jakob Pjetursson kennari frá
Hranastöðum hefir tekið við rit-
stjórn TsJendings á Akurevri.
Hvalveiðarbann-
aðar nlu mánuði
ársins
l.ONDON í GÆR. FÚ.
ulltrúar frá níu þjóð-
um undirrituðu í
dag í London samninga
um takmörkun hval-
veiða. En samningsaðil-
ar eru: Argentína,
Ástralía, Bandaríkin,
Bretland, írska fríríkið,
Noregur, Nýja-Sjáland,
Suður-Afríka og Þýska-
land.
Hvalveiðt er bönnuð níu
mánuði ársins af „verk-
smiðjuskipum“ þ. e. skip-
um sem búin eru vjelum
til framleiðslu á afurðum
hvalsins, en sex mánuði
ársins fyrir skip sem leggja
veiðina á land.
Þá er bannað að veiða ýmsar
tegundir hvala, t. d. er bannað
að veiða kvendýr, sem unghveli
fylg'.ja. Einnig er kveðið á um
lágmarksstærð hvala, sem
veiða má.
Ráðstefnan, er bjó til þennan
samning, leit þannig á, að ef
ekki væru gerðar nú þegar
gagngerðar ráðstafanir til þess
að takmarka hvalveiði, myndi
þess ekki langt að bíða, að hval
veiðar hættu að borga sig.
Ráðstefnan mælti ennfremur
með því, að sett yrðu ákvæði
um veiðitæki, einkanlega með
tilliti til þess, að skepnan líði
sem minstar kvalir.
E-listinn er listi Sjálfstæð-
isflokksins.
Þjáðverjar og
Italir aftur f hlut-
laysisnetndmni
Samkomulag
í þessari viku
FRÁ FRJETTARITÁRA
VORUM.
að er nú búist við því
að Italir og Þjóð-
verjar taki aftur upp
starf sitt í hlutleysis-
nefndinni í London í
þessari viku.
Tilkynt var í breska þing-
inu í dag að samningar milli
hinna fjögra þjóða, sem eftirlit
hafa með höndum við Spá»
gengju vel.
Þjóðverjar virðast hafa lof-
að því, að grípa ekki tii
hefndarráðstaf na, án þess
fyrst að ráðgast við Breta,
Frakka og ítali.
En Þjóðverjar skuldbinda sig
þó ekki fyrifram til þess að fara
eftir því, sem eftirlitsríkÍH
kunna að ákveða, ef til þess
kæmi að ráðstefna yrði kölluð
saman vegna árása á þýsk skip.
Þjóðverjai’ halda fast við þá
stefnu ,,að engir aðrir en Þjóð-
verjar geti ráðið því hvernig
vernda beri heiður Þýskalands“
Kosningabrellur
á Husavík
Fi’jettai'itari Morgunblaðsins á
Húsavík símar 8. júní:
,,A kjörskrá til sveitarstjórnai’-
kosninga og Alþingis eru hjor
Sveinbjörn Helgason og Fjóla
Guðmundsdóttir. Þau kusu bæði
í hreppsnefnd hjer í maí s.l. Og
j>au kusu bæði til Alþingis í
Strandasýslu hjá hreppstjóra hjer
í gær. Kosningar hjer í hrepps-
nefnd standa aftur til 18. júní. —
Þykir ýmsum hjer að fylgi þeirra
sein lent hafa á kjörskrá víðar e*
á einum stað geti ráðið fullmiktu,
ef þeir nota kosningafjettinn á
mörgum stöðum“. —
T?ó að þessi notkun á kosninga-
rjettinum, sem um ræðir í skeyt-
inu. virðist liarla tortryggileg,
þarf hún ekki að vera lögbrot,
Kjósandi, sem er á kjörskrá á
fleiri stöðuni getur ráðið því hvar
hann notar kosningarjettinn. En
hann má ekki greiða atkvæði
nema á einum stað, og varðar það
skv. kosningalögunum 100—1000
kr. sekt ef hann gerir það, nema
þyngri refsing liggi við eftir öðr-
uni lögum.
RÁÐHERRAFJÖLGUN
I DANMÖRKU.
Khöfn í gær. FÚ.
Stauning hefir í dag tjáð
Politiken að í ráði sje að fjölga
ráðherrunum í dönsku stjóru-
inni. Hinir nýju menn verða
ráðherrar án stjtórnardeilda.