Morgunblaðið - 22.06.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNEL.AÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1937. BASKAR GAFUST UPP. FRÁ FPvJETTARITARA VORUM. KHÖFN 1 GÆR. PJ* ranco tók Bilbao her- skildi orustulaust. Baskar ákváðu á laugar- dagsmorgun að gefast upp til þess að komast hjá því að mannslífum yrði fyrirfarið til einsk- is gagns. Frá þessu skýrir frjettaritari ,,The Tim- es“ í skeyti frá Bilbao í dag. Áður en Baskar gáfust upp, hröktu þeir anar- kista og kommúnista á burtu úr borginni, en þeir fóru um borgina eldi og myrtu hvern mann, sem þeir höfðu grun á, að fylgdu uppreisnarmönnum að málum. Baskar gefast upp. Er Báskar höfðu á þenna hátt hreinsað borgina, hörfuðu hersveitir þeirra, sem voru all- miklar, undan í áttina til San- tander, en einn af herforingj- nm þeirra vár sendur með hvít- an friðarfána til bækistöðva uppreisnaíman.na. utan borg^r- innar, til þess að tilkynna, að Baskar hefðu ákveðið að gefast upp. Sendimaðurinn tilkynti einn- ig, að tvö þúsund fangar, sem teknir höfðu verið fastir vegna stjórnmálaskoðana, hefðu ver- ið látnir lausir. Bilbao tekin. Hersveitir Francos heldu síðan inn í borgina og sett- ust að í henni beggja meg- in N ervionf 1 j ótsins. Var ekki skótið einu einasta skoti. íbúarnir í Bilbao tóku upp- reisnarmönnum með miklum fögnuði. Þáe'í herdeildir Baska, sem eftir höfðu orðið gengu fylktu liði til hermannaskála borgarinnar ðg afhentu þar vopn sín. Samfögnuður Hitlers og Mussolini. London í gæf F.Ú. Mussolini og Hitler hafa báð ir sent Franco samfagnaðar skeyti út af því, að Bilbao sje fallin í hendur uppreisnarmönn um. Mussolini kemst þannig að orði, að frjettin um fall Bilbao hafi vakið mikla sigurgleði hjá ítölsku stjórninni og meðal gjör- vallrar ítölsku þjóðarinnar. í frjett frá Bayonne er sagt, að uppreisnarmenn hafi gert við skemdir á vatnsleiðslum borgarinnar, og sjeu að gera við gas- og rafmagnsleiðslur. Leon Blum baðst lausnar fyrir ráðu- neyti sitt í gær. Chautemps falið að mynda stjórn. Vilja sósfalistar afnema öldungadeild þingsins? Börnin sem urðu örvingluð er Bilbao fjell. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN Leon Blum tókst ekki að sigrast á mót- spyrnu öldungadeildar franska þings- ins gegn frumvarpi hans um einræð- isvald til handa stjórnhans í fjármálum. Samfylk- ingarstjórnin, sem setið hefir að völdum í Frakk- landi í heilt ár, undir forsæti Blums, baðst lausn- ár í nótt. I gær hafði deilan um frumvarp Blums milli öldungadeildarinnar og fulltrúadeildarinnar harðnað. Öldungadeildin helt því fram, að hættulegt væri að veita Blum heimild til þess að ráða fjármálum þjóðarinnar, án þess að leita samþykkis þingsins. Einræðisvald það, sem Blum færi fram á, yrði að vera háð strangari takmörkunum, en gert væri ráð fyrir í frumvarpi stjórnarinnar. Cailleaux, (er fimm sinnum hefir verið fjármálaráðherra.), sagði í ræðu um frumvarpið, að Blum myndi ekki einungis mís- takast, að heimta rjeð heim, heldur myndi hann stefna á flótjta því fje, er enn væri í landinu. (Skv. F.U.). Fulltrúadeildin hafnaði aftur á móti öllum breytingarA tillögum öldungadeildarinnar og samþykti frumvajrp Blums aftur óbreytt. Var það nú enn sent öldungadeild- inni. Þegar í óefni var komið í gærkvöldi, lagði radikal-sósíal- ista flokkurinn fram málamiðlunarfrumvarp og felst Leon Blum á þetta nýja frumvarp fyrir sitt leyti. En öldungadeildin feldi málamiðlunarfrumvarpið með 168 atkv. gegn 96. Eftir það baðst Blum lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Ný stjórnarmyndun. í dag hefir Lebrum rætt við forseta beggja þingdeilda franska þingsins um stjórnar- myndun, og loks falið Chau- temps úr radikal-sósíalista flokknum að mynda stjórn. Chautemps ætlar að reyna að mynda samfylkingarstjórn eins og stjórn Leons Blum var. En á það er þó bent, að margir radikal sósíalistar eru tregir til þess að mynda stjórn með kom- múnistum. Það voru radikal-sósíalist- arnir í öldungadeildinni, sem feldu Blum. Aðeins 78 af 113 þingmönnum radi- kal-sósíalista í öldunga- deildinni greiddu atkvæði með einræðisfrumvarpinu. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Chautemps. London í gær F.U. í dag snæddu þeir saman1 Dana dagverð, Chautemps og Delbos, og síðar í dag átti Chautemps viðræður við ýmsa leiðandi stjórnmálamenn, þar á meðal þá Sarraut og Poul Boncour. Það er óvíst"hvaða afstöðu sósíalistaflokkurinn tekur til stjórnarmyndunar Chautemps, n flokkurinn kemur saman á fund í kvöld til þess að ræða málið. Radikal-sósíalista blaðið ,,Oe- uvre“ gefur í skyn, að til mála geti komið að sösíalistar hefji stjórnarskrárbaráttu úm afnám öldungadeildarinnar. r>í ÍSLENSKA LJÓSMYNDA SÝNINGIN I HÖFN. Khöfn í gær F.Ú. LJÓSMYNDASÝNING Ólafs Magnússonar var í dag opnuð í listahöll Kaupmanna- hafnar. ^ Viðstaddir voru Sveinn Björnsson sendiherra, Jón Krabbe konungsritari, Niels Nielssen og fjöldi íslendinga og Spönskn. börnin frá Bilbao í tjaidbúðum \’ið Southamton. -Ægilegt- ástand í Santander. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHOFN í gær. Hungursneyð og drepsótt- ir vofa yfir í Santander (seg- ir í skeyti til Daily Tele- graph frá Spáni). Hundruð þúsundir flótta- manna hafa streymt til borgarinnar undanfarna daga frá Biíbao. Ekkert annað en erlend hjálp getur forðað borginni frá voða ,sem getur orðið al- varlegasti voði borgarastyrj- aldarinnar (segir hinn breski frjettaritari). Meníaskólinn í Reykjavík. Mentaskólanum var agt upp á sunnudaginn að viðstöddum nemendum skólans, eldri og yngri. kennurum og gestum. Rakti rektor, Pálmi Hannes- son, sögu skólans í vetur og mintist á ýmsar breytingar, er orðið hefðu og yrðu væntan- lega næsta vetur. Er rektor hafði ávarpað hina nýju stúdenta, og afhent um- sjónarmönnum og þeim nem- endurn, er sjerstaklega höfðu skarað fram úr, verðlaun, sagði hann ,skóla slitið. Eftir það voru stúdentar, gagnfræðingar, kennarar o. xí. gestir hans um stund. 50 klst. flug ylir Norður-hsim- skautið. Rússneska flugvjelin, sem flaug yfir Norðurpólinn frá Rússlandi ti! Ameríku lenti í Vancouver í Kanada í gær- morgun etfir SO klukkustunda flug. Fíaug hún 8 þúsund, km. vegalengd og er það lengsta og hættulegasta flug, sem nokkru sinni hefir verið farið í einni lotu. Flugvjelin ætlaði að fljúga í einni lotu til San Francisco, en varð að lenda vegna þoku og bensínskorts. -----—------- VON NEURATH FER TIL LONDON. London í gær F.Ú. Idag var tilkynt að heim- sókn von Neurath baróns, utanríkisráðherra Þýzkalands, til London hefði verið frestað. Von Neurath var væntanlegur til London á miðvikudaginn kemur. Ástæðan fyrir því, að för ut- anríkisráðherrans er frestað er sögð vera hinar endurteknu á- rásir á þýsk skip við Spánar- strendur. 70 ára verður á morgun, 23. þ. m.. Þorbergur Björnssbn stein- smiður, til heimilis á Njálsgötu 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.