Morgunblaðið - 26.08.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1937, Blaðsíða 5
IFimtadagur 26. ágúst 1937, MORGUNBLAÐIÐ j zzz=: JPJcrrgtmMaStð i M.Í. Árrakn, AitntjArari Jön KJart&naaoa oa Taltji HtaMaaaaa (tterf1»na»l«r!. taflýdicaii Árnl Ölr- Bltatjtn, a«*lýala*av mm afsaaMMai A«at«ratrt»tl f Slatl ÍMI, ÍakrUtaidaUi kr » 90 á atitll. f taawaaUai II anra alatakif — II aara a«l LmM> RITSKOÐUN í AÐSIGI? Einhver óður maður veður fram í Alþýðublaðinu í :gær og spyr hvort við eigum að segja Bretum stríð á hendur! Tilefnið til þessara ófriðvæn- Jegu bollalegginga, er það að Morgunblaðið hefir birt frá- sagnir eftir víðlesnum erlend- oim blöðum um mjög alvarleg- ar ásakanir út úr framkvæmd strandvarnanna hjer við land. Telur Alþýðublaðið að frjettir þessar sjeu til þess eins fluttar „að rægja ríkistjórnina, ljúga •upp misgjörðum um hana og ekkert tillit tekið til þess, þó að áliti þjóðarinnar væri stefnt í voða jafnframt". Það er eftir þessu ekki smá- vægilegur glæpur, að íslensk blöð skuli fræða lesendur sína á því, sem um okkur er ritað utan landsteinanna. En um fregnir þær, sem hjer um ræðir, er það að segja, að Morgun- blaðið hefir jafnharðan borið 'þær undir hlutað^gandi stjórn- .arvöld, forstjóra ríkisútgerðar- innar, eða fulltrúa utanríkis- málaráðuneytisins, til þess að gera þeim þegar kost frekari upplýsinga eða útskýringa. Morgunblaðið hefir auk þess jjýst því yfir, að það tæki ekki frásögn Edwards Little trúan- lega. Það hefir með öðrum orð- um haldið uppi málstað hinna íslensku strandvarna gegn hin- um erlendu ásökunum. Alt þetta hefir farið fram hjá óða mann- inum, sem ritar í Alþýðublaðið. Enda er þessi vesalingur, hver sem hann er, svo ruglaður, að hann telur að ásakanirnar sjeu sprottnar af því, að sá sem ber þær fram hafi „orðið að hlýða eins og aðrir sjófarendur r veiðar stunda hjer við land“. Það hefir sem sje líka farið fram hjá þessum óða manni, að þeir sem veiðar stunda hjer við land, hafa „orðið að hlýða“ á þann hátt, að þeir hafa tvíveg- is stolið íslenska löggæslumann- inum, sem átti að láta þá hlýða! En er það rjett hjá Alþýðu- blaðinu, að það sje glæpsam- legt athæfi af íslenskum blöð- um, að gefa þjóðinni kost á því, að kynnast því, sem um okkur or ritað erlendis? Það má nú fyrst minna Alþýðublaðið á það, að fyrir þremur árum síð- an birti það frásögn um grein í stórblaðinu Scotsman, þar sem gert var ráð fyrir að ísland yrði bresk nýlenda eftir 1943. Blaðið bljes þessa fregn út, svo sem rúm þess frekast leyfði. Það hafði ekki svo mikið við að ráðgast neitt um þessa fregn við stjórnarvöldin, og voru þó hæg heimatökin, þar sem blað- ið er málgagn utanríkismála- ráðherrans. Það er líka fróðlegt fyrir Al- þýðublaðið, að minnast þess, að íslenska stjórnin bar fyrir ári síðan fram mótmæli við Dani. Var komist svo að orði í þess- 1 um mótmælum: „Þar sem fjandsamleg blaða- skrif geta verið mjög skaðleg fyrir ísland ef þau ná frekari útbreiðslu, mælist stjórnin til þess við utanríkismálaráðu- neytið að það skerist í leikinri og hindri slík blaðaskrif“. Hjer er lögð áhersla á skað- semi fjandsamlegra blaðaskrifa erlendis. En hvaða tryggingu höfum við fyrir því, að slíkum skrifum sje hnekt, ef íslensk blöð mega ekki skýra frá þeim? Það hefir komið í ljós, að ís- lensk stjórnarvöld höfðu enga vitneskju um hin fjandsamlegu skrif enskra blaða um strand- vörsluna, fyr en Morgunblaðið benti á þau. Samkvæmt kenn- ingum Alþýðublaðsins á að þegja við öllum slíkum óhróðri, og láta hann breiðast út sem mest. Alþýðublaðið telur sig lýð- ræðissinnað og má vel vera að blaðið sje svo blint í eigin sök, að það trúi í raun og veru eitt- hvað á lýðræðisskraf sitt. En vill ekki blaðið staldra ofurlít- ið við og athuga á hvaða braut nú er komið? í öllum lýð- frjálsum löndum er málfrelsi og ritfrelsi í heiðri haft. 1 ein- ræðislöndunum aftur á móti má enginn æmta nje skræmta öðru- vísi en einræðisherrunum þókn- ast. Þar er framkvæmd hin strangasta ritskoðun. Allar ó- þægilegar fregnir eru taldar til þess fram komnar að „rægja ríkisstjórnina“ og heita þar með landráð. Ef Hitler hefði ráðið hjer ríkjum, má vel vera að hann hefði gert „Morgunblað- ið“ upptækt fyrir að segja frá því eftir erlendum blöðum, að þungar ásakanir hefðu komið fram um íslensku landhelgis- varnirnar. En út í frá yrði litið á slíka niðurbælingu á frjetta- flutningi, sem vott þess, að hlut aðeigandi stjórn hefði svo ó- hreint mjel í pokanum, að hún gæti ekki svarað til sakar fyr- ir opnum tjöldum. Ef okkur er ant um mannorð < kkar meðal erlendra þjóða, verðum við altaf að hafa vak- andi auga á því, sem um okkur er rætt og ritað. Það er ekki ein- ungis rjettindi blaðanna, held- ur og brýn skylda, að gefa þjóðinni vitneskju um þetta. Morgunblaðið mun ekki bregð- ast þeirri skyldu, þótt „lýðræð- issinnarnir“ í Alþýðublaðinu hóti ritskoðun. Hjálpræðisherinn heldur hljóm- leikasamkomu i ltvöld kl. 8^. Fjölbreytt efnisskrá. Hornaflokk- urinn og strengjasveitin. Allir velkomnir. B Mest atvinna og hagkvæmust við útgerð litlu skipanna — segir Magnús Magnússon. En þau þurfa að hafa botnvörpu! Jeg skil ekki hversvegna íslenskir sjó- menn halda áfram að nota öngul og beitu og bíða þangað til fiskunum DÓknast að bíta á“, sagði Magnús Magnússon skipstjóri frá Boston, er tíðindamaður blaðsins átti tal við hann, áður en hann steig á skipsfjöl. Hann tók sjer far með ,,Brúarfossi“, ásamt frú sinni, heimleiðis, eftir hálfs annars mánaðar dvöl 'ijer á landi. — Verðið á saltfiski og fiskafurðum yfirleitt er of lágt, til jess að það geti borið uppi hinn gífurlega veiðarfæra- og beitu- kostnað. Fyrir vestan eru menn alveg hættir við línu- og neta- veiðar og hafa tekið botnvörpuna í staðinn. Fiskibátar af öllum stærðum nota botnvörpuna alt frá 10 tonna í 75 tonna báta. — Jeg útvegaðl hingað „spil“ og gálga og alt til botnvörpu í tvo báta í vetur, og var þetta notað hjer á síðustu vertíð. Það var Fiskimálanefnd, sem bað mig að útvega þessi veiðarfæri. — Óg hvernig skyldi veiði jessara báta hafa hepnast? — Jeg hefi haft tal af skip- stjóranum á öðrum bátnum. Hann sagði mjer, að þetta væri fyrsta vertíðin í mörg ár, að hann hefði ekki tapað. Hann kvaðst hafa aflað alt upp í 15.000 kg. á einni nóttu og fengið jafnvel 6000 kg. í einu „hali“. Hann kvaðst hafa togað hjer úti í Flóanum innan um togara og álitið, að hann hefði fengið álíka mikinn afla og þeir. Sjálfur hefi jeg á togara mín um vestra sjeð 40 tonna bát fylla dekk og lest í tveim „höl- um“ á 95 faðma dýpi. Ef fisk- urinn á annað borð er til, þá veiðist hann á þenna hátt. 1 þeim veiðistöðvum, þar sem jeg hefi komið í sumar, heyrist mjer alstaðar vera sama við- kvæðið. Útgerðin ber sig ekki, af því tilkostnaðurinn er of mikill. Og tilfinnanlegasti kostn aðarliðurinn er veiðarfæri og beita, enda ekki undarlegt, þegar þessir kostnaðarliðir skifta tugum þúsunda á ver- tíð. -Menn, sem hafa staðið í þeim töpum undanfarin ár, ættu að hugleiða mismuninn á því, að veiða með botnvörpu, sem dregin er inn, þegar veður versnar, og farið er til lands með alt saman, eða þegar menn verða hvað eftir annað að skilja eftir veiðarfæri í sjónum fyrir stórfje. Botnvarpa í bát kostar 250— 300 krónur. Og sama varpan getur dugað vertíðina, ef ekki koma sjerstök óhöpp fyrir. Þenna samanburð ættu menn að athuga vel. En um leið væri ekki úr vegi, að menn hug- leiddu það, að ekki er alt feng- ið með miklum afla. Jeg get ekki neitað því, að mjer finst mörgum hætta til þess hjer, að líta helst til mikið á aflamagn- ið, í staðinn fyrir að sjá sem best um, að kostnaðurinn verði ‘ekki í ósamræmi við afrakstur- ’jnn. Minni afli með minna til- kostnaði gefur oft mun betri út- komu en mikið aflamagn, þeg- ar kostnaðarliðir verða óþarf- lega háir. — Hjer er, eins og eðlilegt er, mikið talað um endurnýjun fiskiflotans, m. a,í með því að fá stærri togara en nú eru hjer. Hvernig lýst yður á það? — Ef þið Islendingar kaupið stærri togara en þið hafið nú, þá farið þið aðra leið en t. d. Bandaríkjamenn. Þeir smíða nú ekki stærri togara en 110—120 feta langa, og ef jeg ætlaði að leggja hjer í útgerð, þá myndi jeg ekki láta mjer koma slíkur togari í hug. * Hagkvæmustu; veiðiskipin hjer tel jeg vera bátana, 50—75 tonna, sem hentugir eru til að nota, hvort heldur sem maður veiðir með botnvörpu, dragnót eða snyrpinót á síld. Bátar a£ þessari stærð, sem eru á veiðum með botnvörpu á miðunum vestra, geta veitt í flest- um þeim veðrum, þegar togarar veiða. — En nú er talað um að hreyta þurfi verkunaraðferðum á útflutn- ingsfiskinum. Verður ekki hent- ugt að nota stóra togara, þegar verkunaraðferðir eru fullkomnari en þær hafa verið? — Jeg tel vafalaust, segir Magnús, — að í Evrópu fari alveg eins og farið hefir í Ameríku, að húsmæðurnar heimta fiskinn þann- ig tilreiddan, að hægt sje að kaupa hann í búðunum tilbúinn á pönnuna. Til þess liafið þið hjer hraðfrystihúsin. Miðin eru svo skamt undan landi hjer, að það eru einmitt bátarnir, sem best eru lagaðir, til þess að veiða í frysti- húsin ykkar. Sjómennirnir veiða, og fólkið í landi verkar aflann. Það verður að mínu áliti happa- sælla, í framtíðinni, en stórir tog- arar, jafnvel þó þeir sjeu búuir tækjum til að vinna alt sem fæst Magnús Magnússon. úr aflanum, og um leið yrði at- vinna fyrir fleiri. Við skulum gera dálítinn saman- burð á „nýtísku togara“, sem hjer er talað um, og bátaútgerð. Slíkur togari myndi kosta alt að einni miljón króna. Fyrir svipað verð fengjust 10—12 hentugir fiskibátar. A togaranum fengju 30—35 menn atvinnu. Á bátunum 80—100 manns. Það er mikill misnmnur. Jeg er ekki viss um að útgerðarkostnaður allra bátanna yrði miklu meiri en kostnaður við togarann einn. Ber þess að gæta, að veiðarfærakostnaður á stórum togurum er jafnan mjög mikill. Og afli bátanna yrði meiri. Svo mikið er víst. Það borgaði sig naumast að gera út togarann alt árið. En bát- arnir gætu altaf haldið áfram að heita má, haft hvort heldur botn- vörpu eða dragnót, eftir því sem best hentaði, og verið á síld á sumrin. * — Hvernig er ráðning og launakjör á togurunum þarna vestra hjá ykkur ? — Kaupgreiðslum er í stuttu máli hagað þannig: Teknir eru fyrst 200 dollarar af andvirði afl- ans úr hverri veiðiför. Fer það í kostnað við loftskeytatæki, í kaup loftskeytamanns, og kaup kyndara, ef það eru kolatogarar. En það, sem eftir er, skiftist til helminga. Annar helmingurinn fer til skipshafnar, að irindanskildum loftskeytamanninum og kyndur- um. En hitt er skipshluturinn. Af þeim helming, sem til skips- ins fer, er borgað fæði. olía, kol, vatn og kaup til uppskipunar- manna (ca. 30 dollarar), svo og ýmislegt smávegis til vjelarinnar. Skipshafnarhlutir skiftast í 15 staði, til skipstjóra, stýrimanns, 10 háseta, 2 vjelamanna og mat- sveins. Skipstjóri fær auk þess 10% af skipshlutanum; af skipshlutanum FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.