Morgunblaðið - 21.10.1937, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.10.1937, Qupperneq 7
Fimtudagur 21. okt. 1937. 7 Fluttur í Garðastræti 19. Guðm. V. Kristjánss.; úrsmiður. Nýtt! Púrrur. Selleri. Rauðrófur. Gulrætur. Rauðkál. Hvítkál. Tómatar ___ grænir og’ rauðir. Gulrófur. Korpúlfsstaða Kartöflur. -CiUiallaidL XýkoKtiið: Hvftkál, Rauðkál, Gulrætur, Rauörðfur, Sellerl, Púrrur. Matardeild Sláturfjelags Suðurlands Hafnarstræti 5. Sími 1211 (tvær línur). Niöursuðuglös allar stærðir 0£ Varahringar. Vísir, Lau^ave^ 1. Sími 3555. Qagbók. I. O. O.F.5^119102181/^ Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg N-átt. Úrkomulaust og ljettskýjað. Veðrið (miðkvikudagskv. kl. 5): Lægðin er nú komin austur fyrir landið og vindur orðinn norðan- stæður um alt land. Norðan lands er stinningskaldi og snjófjúk með 2 st. frosti, en sunnan lands og austan er N-gola og víða ljett- skýjað. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Lovísa Þorvaldsdóttir og Friðgeir Gríms- son, Hafnarfirði. Lögreglan náði í gær í tvo pilta sem brutu brunaboða á Laugaveg 42 í fyrrinótt og göbbuðu slökkvi- liðið. Annar pilturinn er 18 ára en liinn 16 ára. Farþegar með e.s. Lyra frá út- löndum um helgina voru m. a.: Johansson aðalræðism. Svía og frú hans, Poul Smith, T. Smith, frk. Liv Sanden, frú Guðmundsson íneð 2 börn, ungfrú G. Jónsdóttir, E. Johnson og' frú o. fl. Spegillinn kemur út Ú' morgun. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í Kaupþingssalnum í dag kl. 5. Atta mál eru á dagskrá,’ þar á meðal gjaldskrá Rafmagns- veitunnar. Briems-fjós rifið? Heilbrigðis- fulltrúi hefir lagt fyrir heilbrigð- isnefnd skýrslu um slroðun og at- huganir sínar á Briems-fjósi við Laufásveg. Nefndin samþykti að skora á bæjarráð, að gera hið fyrsta ráðstafanir til þess að fjós þetta verði rifið, Frá Englandi komu í gær togj ararnir Baldur og Hafsteinn. Haf- steinn fór á veiðar í gær. A veiðar fóru í gær Venus og Tryggvi gamli. Sjálfstæðisfjelögin í Hafnarfirði — Fram, Stefnir, og Vorboði — halda sameiginlegan fund n.k. föstudag í Góðtemplarahúsinu kl. 8.30 stundvíslega. Umræðuefni: Flokksmál o. fl. Málslief jandi Bjarni Snæbjörnsson alþm. Allir Sjálfstæðismenn eru velkomnir á fundinn. Ríkisskip. Esja var í Vest- mannaeyjum í gær. Súðin var á Salthólmavík kl. 5 í gær. Eimskip. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag. Goðafoss er væntanlegur að vestan og norðan í dag. Brúarfoss fer frá London í dag. Dettifoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Hull. Lagarfoss var á Eskifirði í gærmorgun. Sel- foss kemur frá útlöndum í dag. Hnefaleikaskóli Þorsteins Gísla- sonar hyrjar í dag. Skólinn verð- ur með sama fyrirkomulagi eins og undanfarna tvo vetur. Skóli Þorsteins liefir verið fjölsóttur bæði af stúdentum og öðrum, enda líkar kensla hans vel. Háskólafyrirlestrar á ensku. Miss Grace Thornton frá Cam- bridge muii í vetur flytja fyrir- lestra í háskólanum um enskar bókmentir á 20. öld. Fyrsta fyrir- lesturinn flytur hún í kvöld (fimtudag) kl. 8 og talar um John Galsworthy. Öllum heimill aðgangur. MORGUNBLAÐIÐ Hálpræðisherinn. Hljómleika- samkoma í kvöld kl. 8^- Góð efnisskrá. Allir velkomnir. ísfisksölur. Eftirfarandi skip liafa selt ísfisk síðan um helgi á erlendum markaði: Egill Skalla- grímsson í Hull 1665 vættir fyrir 909 sterlingspund, Belgaum í Cuxhafen 107 smálestir fyrir 24415 RM, Júní í Cuxhafen fyrir 23948 RM og Reykjahorg í Wesermúnde 123 smál. 450 kg. fyrir 23500 Rm. Á fimtíu ára hjúskaparafmæli hjónanna á Ekkjnfelli í Fellum, Margrjetar og Sigurhjörns Björns sonar, heimsóttu sveitungar og venslamenn þau hjónin. Var þar virðuleg veisla og þeim fært að gjöf vandað útvarpstæki og tals- verðir peningar. (FU.). Kosningar í Kennaraskólanum. Síðastliðið laugardagskvöld fóru fram kosningar í Skólafjelagi Kennaraskólans. Hafa úrslit þeirra kosninga vakið athygli í bænnm, því kommúnistar fengu alla menn kosna í stjórn og nefndir. Að vísu er það alveg víst að þeir höfðu þar ýms brögð í tafli. En hins her að gæta að allir aðrir flokkar, sem nokkurt fylgi hafa innan skólans, stóðu einhuga að því að kjósa menn af öllum flokkum í allar trúnaðarstöður. Höfðu þeir meira að segja ákveðið að kjósa þrjá kommúnista. En erindrekar Moskva-valdhafanna vildu enga samvinnu. Má því álíta Skólafje- lagið, sem einn af öngum komm- únistaflokksins. En nú vaknar sú spurning: Láta Kennaraskólanem- éndur yfirleitt draga sig í þennan dilk og gerast á þann hátt yfir- lýstir kommúnistar ? Fjelagið Vídalínsklaustur í Görðum. Fjelag með ofanskráðu nafni var stofnað á nýafstöðnum hjeraðsfundi Kjalarnessprófasts- dæmis. Stofnendur eru: Vígslu- biskup’inn síra Bjarni Jónsson, Knud Zimsen fyrv. borgarstjóri, Matthías Þórðarson fornminja- vörður, síra Björn Magnússon dósent, síra Halldór Jónsson, Reynivöllum, síra Björn O. Björns son, Höskuldsstöðnm, síra Garðar Svavarssört, Sigurbjörn Þorkels- sortí kaupm., Ólafur Ólafsson kola- kaupm., Sigurgéir Gíslason, Hafn- arfirðh, Eyjólfur Bjarnason, Kefla vík og Sigmnndur Sveinsson, Eru. fjelaginu þegar teknar að berast allverulegar gjafir (tvö 100 kr. ijramlög frá ónafngreindum mönn- um), en föst árstillög skamta menn sjer sjálfir svo lítil eða stór, sem þeir hafa efni og skap til. Stofnendur vænta atbeina allra, sem vænta góðs af Vídalíns- klaustri í Görðum, kirkju og þjóð til lianda, jafnt fátækra sein ríkra. Menn geta skrifáð sig á fjelags skrá í Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar. Skátar í Danmörku hafa á- kveðið að efna til mikillar skrúð göngu í Khöfn næstk. sunnud. til þess að hylla konunginn, en Kristján konungur X, hefir jafnan verið mjög hlyntur skáta hreyfingunni. (FÚ.). Útvarpið: Fimtudagur 21. október. 8.30 Dönsknkensla. 12.00 Hádegisritvarp. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Þingfrjettir. 20.00 Frjettir. 20.30 Frá útlöndum. 20.55 Einleikur á píanó (Emil Thoroddsen). 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur. 21.45 Hljómplötur: Danslög. 22.00 Dagskrárlok. Kaupmenn og kaupfýelög: KELLOGG’S VÖRUB k fyrirliggfandi. J k H. BENEDIKTSSON & CG.i Lágt verð ALLAR NAUÐSYNJAVÖRUR. Trygging viðskiftanna er vörugæði. — Góð aðstaða við innkaup vörunnar skapar lágt verð. §ig. Þ. Skjaldberg. Bestar eru Bæjarbif reiðar Sfeindórs Bími 1580. Sími 1380. LITLt BILSTOSIN Kr nokknS stóí Opin allan sélarhringinn. Móðir okkar, Margrjet Einarsdóttir, Mófellsstöðum í Skorradal, andaðist 19. þ. mán. Börn hinnar látnu. Jarðarför mannsins míns, Jóhannesar M. Bjarnasonar, fyrv. skipstjóra, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 22. þ. mán. og hefst með húskveðju að heimili hans, Skólavörðustíg 38, kl. iy2 e. hád. Jarðað verður í nýa kirkjugarðinum. Þorbjörg Jónsdóttir. Við þökkum innilega auðsýnda vináttu við útför föður og tengdaföður okkar, Ólafs Jónssonar. Systkitíin og tengdafólk. Innilegt þakklæti við fráfall og jarðarför míns hjartkæra föður og afa, Pjeturs Illugasonar. María Pjetursdóttir. Pjetur Einarsson. Anna Einarsdóttir. Eyja Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.