Morgunblaðið - 17.11.1937, Side 8

Morgunblaðið - 17.11.1937, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaffur 17. nóv. 1937. 10n úrvals ferskeytlur, Of- 1 v v jarl samsærismanna, Ættarskömm, Tvífarinn og m. fl. skemtibækur seldar fyrir ótrú- léga lágt verS á Frakkastíg 24. Kaupum mjólkurflöskur og allar aðrar flöskur. Sækjum. Versl. Grettisg. 45. Grettir. Þeir, sem ekki spara ómak- ið, spara peninga sína með því, að versla við Fjelagsbak- aríið Klapparstíg 17. Sími 2?92. Notað útvarpstæki Óskast til kaups. Tilboð ásamt lýsingu og verði sendist Morgunblað- iifH# merkt „Útvarp“. Smóking á meðalmann til sölu með tækifærisverði. Til sýnis á Vesturgötu 11. Sími 4624. Böglasmjör, TÓlg og Flot. — Kjötbúðin Herðubreið. Hafnar- stræti 18. Simi 1575. Lifur og hjörtu. Kjötbúðin Herðubreið, Hafnarstræti 18. Sími 1575. Höfum fengið hreint silki í peysuföt á 15,00 mtr. Satin í peysuföt frá 6,75 mtr. Alt til- legg til peysufata. — Versl. „Dyngja".______________________ Upphlutasilki, sljett og Herrasilki. Slifsi frá 3,75 — Svuntuefni frá 7,75. Kvenbrjóst — Skotthúfur. Vörur sendar um alt land, gegn póstkröfu. Versl. „Dyngja“._______________ Hvítar treyjur á ungbörn. Barnasokkar. Háleistar. Versl. „Dyngja“. Gasvjel til sölu fyrir lágt verð. Uppl. Barónsstíg 11 A. Silkibolir frá 2,35 — Silki- buxur frá 3,55. Silkiundirkjól- ar frá 5,95. Versl. „Dyngja“. Kaupi gamlan kopar. Vald. ouinen, Klapparstíg 29. Albúm með myndum fyrir ís- lensk frímerki, nýkomin, kosta 5 kr. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi. Opið kl. 1—3 Vjelareimar fást bestar hjá 'oalsen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—31/2.___________________ Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Jóla-Gæsir, ungar og vel aldar. Pantið í síma 3584. Friggbónið fína, er bæjarina besta bón. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Páll Bjarnarson frá Prest- hólum kennir íslensku, dönsku, ensku, frönsku, þýsku, reikning og les með nemöndum. Cðins- götu 9. Pegar ekki er hlaupár, þá byrja þeir janúar og októ- ber á sama vikudegi. Feþrúar, mars Oig' nóvember á sama degi. Apríl og júlí á sama degi, og svo september og desember. Bru þá komnir 4 vikudagar, sem fyrsti dagur í 9 mánuðum. En maí, júní og ágúst eru sjer um sig og byrj- ar enginn þeirra á sama degi og neinn annar mánuður; þannig verður hver og^einn vikudagur fyrsti dagur einhvers eða ein- hverra mánaða ár hvert. Þegar hlaupár er, þá hyrja á sama degi: janúar, apríl og júlí, fehrúar og ágúst, þeir mars og nóvember og svo septemher og desember, en þeir maí, júní og október byrja þá ekki á sama degi og neinn annar mánuður. Ber þannig úr sama brunni og áður, að hver vikudagur verður fyrsti dagur einhverra mánaða. H- Amerískur stórglæpamaður var um daginn dæmdur í margra ára fangelsi fyrir ýms lögbrot. Glæpamaður þessi hefir nú höfð- að mál gegn yfirvöldunum og heimtar skaðabætur fyrir, að hann hafi verið neyddur til þess að hlusta á samfanga sína segja klúrar sögur á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. * Seytján ára gömul fegurðar- drotning frá Hollandi var um dag inn tekin föst á járnbrautarstöð í París. Hún var þá á leið til Norður-Afríku, þar sem hún ætl- aði að taka þátt í fegurðarmóti. Móðir hennar hafði bannað henni að fara og þar sem fegurðar- drotningin er ómyndug, varð hún að hlýða móður sinni. * Ralph Peto höfuðsmaður og Liekonowsky furstafrú kyntust fyrir 37 árurn í London og urðu ástfangin hvort af öðru. Þau voru þá rúmlega tvítug bæði. Fjöl- skyldur þeirra settu sig upp á móti ráðahagnum. Þau giftust síð- an bæði sitt í hvoru lagi. Ralph Peto skildi við konu sína fyrir nokkrum árum, en fursta frúin er búin að missa mann sinn, og er þau Peto og furstafrúin hittust í London fyr- ir nokkrum mánuðum, eftir 37 ára skilnað, blossaði gamla ástin upp á ný og nú eru þau gift. * Það voru krossfarar, sem fyrst komu með taflið — skákina — til Evröpu, en það er indverskt að uppruna. Herskipun í indverska hernum í gamla daga var svipuð og röðin á taflmönnunum. H- I Ontario-ríki hýr forríkur nirf- ill, sem er svo hræddur um aur- ana sína að hann þorir ekki að setja þá í bankann eða í verð- brjef. Hann hefir í þess stað keypt ógrynnin öll af stáli og bíður nú eftir því að næsta stríð brjótist út til að geta selt það með góðum hagnaði. * Breska ríkið hefir greitt sam- tals 10 miljónir króna til verndar hagsmunum og eignum breskra borgara á Spáni og í Kína. Reikn- að hefir verið út að alls hafi eyði- lagst verðmæti fyrir 600.000.00R sterlingspund í orustunum við Shanghai. * — Hvað er hún gömul? — Það veit jeg ekki. En húm er að minsta kosti nógu gömul til! þess að óhætt er að skjalla hanæ með því hvað hún sje ungleg. — Hvernig stendur á því, að~ þjer stóðuð aðgerðarlaus á meðam þrjóturinn barði tengdamóður yð- ar ? — Vegna þess að jeg sá strax, að hann var einfær um það! EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — ÞÁ HVER? Wmirn Piltur eða stúlka, snyrtileg og hraust, ekki yngri en 16 ára,~ helst með gagnfræðaprófi, get- ur komist að sem nemandi á 1. flokks rakarastofu í bænum. Umsóknir, helst með mynd,. sendist Morgunbl. fyrir laugar- dag næstkomandi, merkt: „Nemandi“. Fjölritun og vjelritun. Friede Pálsdóttir, Tjarnargötu 24. —- Sími 2250. SokkaviðgerSin, Hafnarstræti, 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum,. sendum. ANTHONY MORTON; ÞEKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 2. ist kallað „halló!“, og ung stúlka og maður, með fangið fult af tennisútbúnaði, komu inn um hliðið. María og Mannering sneru þá við og gengu til móts við gestina, og til mikillar gremju fyrir ofurstann, gengu þau öll fjögur niður að tennisvellinum, og hurfu brátt sjónum gamla fólksins. * * Ofurstinn tók pípu sína upp úr vasanum og fór að troða í hana. Fyrst þegar hann var búinn að fá sjer nokkra reyki, fór heldur að glaðna yfir honum. Þá fór lafði Mary að hlæja. — Af hverju ert þú að hlæja? spurði hann forvitn- íslega, og bætti svo við: — Geturðu nú ekki brátt tek- ið ákvörðun um það að giftast mjer? —: Svo að þú getir fengið að eyða æfi þinni í friði og ró í klúbbnum þínum! — Vitleysa! —■ Jeg giftist þjer, þegar María er gift — fyr ekki, sagði lafði Mary alvarlegri. — Hún er fædd piparmey, flýtti ofurstinn sjer að segja, -— og þú gerir þjer alt far um, að koma hverj- nm einasta biðli, sem hingað kemur, í skilning um það! Mannering er ef til vill full gamall handa henni, eftir því sem tíðkast nú á dögum, en að mínu áliti er það kostur, að maðurinn sje töluvert eldri en konan. Þau eiga ágætlega saman, og þau eru alveg eins ást- fangin-----og-------. — Eins og þú af mjer! bætti lafði Mary við. — Stundum langar mig til þess að----að refsa þjer eins og krakka----! En hvað um það, segðu^ mjer nú, hvers vegna þú ert á móti Mannering? Lafði Mary rak nærgöngula flugu burt af eyma- snepli sínum með stangargleraugunum. — Jeg hefi ekkert út á hann að setja. Mjer líst ágætlega á manninn, Georg. Og jeg vildi engan frek- ar fyrir tengdason! sagði hún. — Hvað er þá að, ef jeg mætti spyrja!? — Svona, svona, engan æsing! svaraði lafði Over- don. — Það er heitt í veðri og þú gætir dáið úr hita, ef þú gætir þín ekki. Og jeg kýs miklu heldur að gift- ast þjer en greftra þig. — En svo er mál með vexti, að jeg átti langt samtal við Mannering í morgun! — Um Maríu? — Já, um hana og margt annað. Hann sagði mjer meðal annars, að hann hefði ekki meira en þúsund pund í tekjur á ári! * * Ofurstinn misti pípuna sína á gólfið og upphrópun- in, sem hann gaf frá sjer, varð ekki eins áhrifamikil og til var ætlast, vegna þess, að hann þurfti að lúta niður og ná í pípuna. — Eitt þúsund! En sú vitleysa! Jeg hjelt, að hann væri vellauðugur. Faðir hans var að minsta kosti stór- fjáður — eftir því sem jeg veit best. — Faðir hans fjekst ekki við fjárhættuspil! — Hefir Mannering tapað fje? — Nær öllu sem hann átti! — Á hestum? — Já — það segir hann sjálfur. Og jeg held, að hann segi það satt, að hann hafi ekki eytt því í kven- fólk. Fyrir fimm árum átti hann svo mikið eftir, að höfuðstóllinn gaf um þúsund pund af sjer í rentur á ári. Þá flutti hann upp í sveit, og þar iðkar hann knattleik og útreiðar, les mikið og er heldur ánægð- ur með lífið. Hann á lítið — sjö herbergja — hús, liefir einn þjón, allstórt land og tvo hesta. Þetta hefi jeg alt frá honum sjálfum. Ofurstinn andvarpaði. — Og þegar liann var búinn að segja þjer þetta, hefir þú sjálfsagt beðið hann að----------- — Þú ætlar að minna mig á, að jeg er af gamla skólanum! En þú ættir að þekkja mig nógu vel til þess að vita, að jeg sagði honum ekki að fara veg allrar veraldar! Ofurstinn andvarpaði af feginleik. — Nei, jeg átti bágt með að hugsa mjer það. Ea þú segir, að hjónaband komi ekki til mála! Pening- ar eru ekki fyrir öllu. Þau elska hvort annað! Það eru margir, sem hafa minna að lifa á en þúsund pund. Mannering gæti sparað á ýmsum sviðum. T. d. gæti hann losað sig við annan hestinn, bætti ofurstinn við, eins og hefði honum alt í einu dottið snjallræði í hug. — Er þjer alvara, að kvenmaður væri þess verði' sagði lafði Mary og brosti. — En nú ert þú málinu. jafn kunnugur og jeg — og jeg hefi enga trú á gift- ingu í þetta sinn! — Þá er María ekki sú stúlka, sem jeg hefi tekið hana fyrir. — Unga fólkið nú á dögum er hagsýnt og yfirveg- ar hlutina með köldu geði, svaraði lafði Mary. — Jeg- dæmi ekki Maríu. Ef Mannering væri ríkur, gæti hanm gert hana hamingjusama, annars ekki. Má vel vera,. að mjer skjátlist, en þó held jeg ekki. Við sjáum nú til. — Jeg hefi það á tilfinningunni, að þú hafir alger- lega ranga skoðun á þessu máli, sagði Georg Belton heldur hikandi og tottaði pípu sína í ákafa. — Við skulum fá okkur te til hressingar! sagði lafði Mary. * * aría Overdon stóð undir gamalli eik, sem hreiddi krónu sína langt út yfir lítið vatn, sem var t skemtigarði landsetursins. Tunglið speglaðist í vatn- inu oig! skein á hana, en hún einblíndi á dimmhláan,. stjörnubjartan himininn, eins og hún væri að horfa á eitthvað langt, langt í fjarska. Mannering virti lupa fyrir sjer í hinni djúpu næt- urkyrð. Það marraði í laufinu undir fæti hans, og svalur vindblær þaut í gegnum visið laufið og ljek um gullið hár hennar. Varir hennar voru fast saman- bitnar, og hann hafði aldrei sjeð þær svona þunnar. Kuldinn úr svip hennar lagði yfir í hjarta hans og gletnislegur svipurinn hvarf úr augunum. — Nú skildi hann, hvernig í öllu lá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.