Morgunblaðið - 31.12.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1937, Blaðsíða 3
Föstudagnr 31. des. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Lítið eitt af púðurikotnnL*^ Drífandi. Sundnámskeíð I Sundhðllinni Ný plata eftir Elsu Sigfúss kom í gær, eru þá alls 5 plötur komnar, sungn- ar af Elsu Sigfúss. Allskonar skemtileg:ar plötur til nýárs skemt- unar. Nálar, allir styrkleikar. Hl óðfærahúsið Grísakjöt, Nautakjöt. Góða þingeyska Hangikjötið. Kjðt&Flskur. Símar 3828 og 4764. Tveggja tonna vörubíll og „body“ til sölu. — Uppl. í síma ± 1864. 4?« ( i nýjársmatinn: Svínasteik Hangikjöt Buff af ungu Úrvals dilkakjöt • Rauðkál Rauðrófur Salat © Allskonar Áleggr. Búrfell, Laugaveg 48. Sími 1505. Odýrar vörur: Matardiskar dj. og gr. 0.50 Bollapör postnlín 0.65 Matskeiðar og gafflar 0.75 Bykursett postulín 1.50 Kaffistell 6 manna 15.00 Kaffistell 12 manna 23.50 Matarstell 6 manna 19.50 Ávaxtastell 6 manna 4.50 Vínstell 6 manna 6.50 ölsett 6 manna 8.50 Vínglös 0.50 o. n?i. fleira ódýrt. K. Einarsson & Björnsson Hjúskapur. í dag ve'rða gefin saman í hjónaband af síra Árna Sigurðssyni ungfrú Berþóra Sig- ríður Guðmundsdóttir og Max Jeppesen húsgagnasmiður. Heimili brúðhjónanna verður á Ásvaila- götu 21. Eimskip. Gullfoss er í Reykja- vík. Goðafoss kom til Hull kl. 2 í nótt. Brúarfoss er í Kaupmanna- höfn. Dettifoss er í Hamhorg. Lag- arfoss er í Kaupmannahöfn. Sel- foss er í Reykjavík. Yfirkjörstjórn. Á fundi bæjar- stjórnar í gær voru þessir kosnir í yfirkjörstjórn við bæjarstjórn- arkosningarnar 30. jan. n.k.: Pjet ur Magnússon hrm., Geir Zoega vegamálastjóri og Finnbogi R. Valdimarsson ritstjóri. Til vara: Einar B. Guðmundsson hrm., Ól- afur Sveinbjörnsson lögfr. og Ágúst Jósefsson heilbrigðisfull- trúi. B.v. Geir kom af veiðum í gær með 2000 körfur og fór samdæg- urs áleiðis til Englands með afl- ann. Togararnir Karlsefni og Bragi fóru á veiðar í gær. Fekk ekki meðmæli. Gunnar Jónsson, Skólavörðustíg 3, hafði endurtekið beiðni sína til bæjar- stjórnar, að hún mælti með því að liann fengi veitingaleyfi. Var það felt með 6:6 atkv. á fundi bæjarstjórnar í gær, að verða við þessum tilmælum. Prentarinn, desemberheftið, er kominn út og flytur margar góð- ar greinar og myndir um starf- semi og áhugamál prentara. Blað- ið er prentað á góðan pappír eins og venja ér til og koma því myndir allar mjög skýrt fram. M. a. ritar Ágúst Jósefsson heil- brigðisfulltrúi grein í þlaðið nm fyrsta starfsár sitt í Isafoldar- prentsmiðju, og munu margir hafa gaman af þeirri grein. Áramótadansleikur K. R. verð- ur í kvöld kl. 10 í K. R.-húsinu. Hin fjöruga hljómsveit K. R.- hvissins spilar. Verður þetta án e'fa skemtilegur dansleikur. Að- göngumiðar fást frá kl. 4 í dag í K. R.-húsinu. Sundhöllin verður opin í kvöld til kl. 6. Á morgun verður hún lokuð allan daginn og á sunnu- daginn verður Sundhöllin opin frá kl. 8 f. h. til kl. 4 e. h. Sund- námskeið hefjast 4. janúar og verður hægt að fá upplýsingar um þau alla virka daga kl. 9—11 og 2—4 e. h. Nýársdansledkir verða haldnir í öllum samkomuhúsum bæjarins í kvöld. Nýársklúbburinn verður að Hótel Borg, Knattspyrnufjelagið Víkingur í Oddfellow-húsinu og Fram á Hótel ísland. Eins og undanfarið hafa Oddfellow og Hótel ísland fengið undanþágu á þessu kvöldi til að veita vín. Sjötugur er í dag Túbal Magn- ússon, bóndi að Múlakoti í Fljóts- lilíð. (FÚ.). Til Strandarkirkju (afh. Morg- unblaðinu): II. B. 10 kr., A. Þ. 5 kr., N. G. 10 kr., L. (gamalt áheit) 5 kr., Þ. G. 5 kr., Ó. J. 1 kr., kona á Vatnsleysuströnd 5 kr., Guðni Jónsson og M. F., Þing- eyri 20 kr. Til Hallgrnrskirkju í Saurbæ frá konu í Hafnarfirði 5 kr. Fyrirlestur hr. Theodore Illion um neðanjarðarborg í Tibet, er hann flutti í Guðspekihúsinu í fyrrakvöld, var svo fjölsóttur, að færri komust þangað en vildu, og urðu allmargir frá að hverfa. Fyrirlesturinn verður því endur- tekinn á sama stað þ. 5. janúar. Eftir fyrirlesturinn lögðu áheyr- endur fjölda spurninga fyrir hr. Illion um ýmislegt er þeir óskuðu að fá nánari vitneskju um við- víkjandi neðanjarðarborginni, lífi manna í Tibet og dulrænum efn- um þar eystra. Svaraði hann spurningnm þessum eftir því sem tími vanst til. En hefði hann átt að svara þeim öllum nákvæmlega hefði það tekið margar klukku- stundir. Útvarpið: Föstudagur 31. ^deaember. (Gamlársdagur). 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkj- unni (sjera Bjarni Jónsson). 19.20 Nýárskveðjur. 20.00 Frjettir. 20.15 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 20.45 Karlakór Reykjavíkur syng- ur. 21.15 Gömul danslög. Þjóðsögur (Pálmi Hannesson rektor). Harmóníkuleikur. Ýms lög. 23.30 Annáll ársins 1937. 23.55 Sálmasöngur. 24.00 Klukknahringing. 00.05 Áramótakveðja. 00.15 Danslög (til kl. 2 eftir mið- nætti). Laugardagur 1. janúar 1938. (Nýársdagur). 9.45 Morguntónleikar: a) Árs- tíðirnar, eftir Glazounow; b) Lofsöngur, eftir Beethoven (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (sjera Friðrik Hallgrímsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Ávarp forsætisráðherra. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sjera Árni Sigurðsson). 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel Borg (stj.: B. Monshin). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Nýárskveðjur. 19.50 Frjettir. 20.15 Tónleikar: Níunda sym- fónían eftir Beethoven (plötur). 21.30 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. I 2 MILJ. EINTÖKUM. Rithöfundurinn Harveý Allen, sem ritaði hina alkunnu bók „Anthony Adverse", hefir skýrt frá því, að hann hafi í hyggju að flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í Englandi. Segist hann ætla að skrifa bók um England, er Rómverjar rjeðu þar ríkjum. Anthony Adverse hefir komið út í 2 miljón eintökum og tekj- ur Allens eru sem svarar 1 milj- ón króna á ári. hef jast að nýu 4. jan. n.k. Upplýsingar alla virka daga kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. í síma 4059. Tilkynningar um þátttöku komi á sömu tímum. Landssmiðjan - Reykjavík Sími 1680. Símnefni: Landssmiðja. Skrifstofan er opin kl. 9—12 og 13—18 alla virka daga, nema laugardaga frá 9—16. JÁrnsixiiffi — Tr|esmíði og Járnsteypa. Lœkkað verð á síldarnefum stykk)nin i snnrpinætur Mechanische Netzfabrik, Itzehoe. Stofnsett 1873. Aðalumboð: Ueildv. Qarðars Gfislasonar Jarðarför mannsins míns, Jóns Gunnarssonar, fyrv. samábyrgðarstjóra, fer fram frá dómkirkjuxmi þriðjudag- inn 4. janúar kl. 2. I .; I Elísabet Gnnnarsson. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Pjeturs Ottesen, Bergstaðastræti 33. Aðstandendur. Hjer með tilkynnist vinnm, og vandamönnum, að elskuleg dóttir min og systir okkar, Stella Yilbergs, andaðist á Landakotsspítala 29. þ. m. María Eyjólfsdóttir og systkini, Bankastræti 14. Risaszs rn-* KOL OG SALT sími 1120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.