Morgunblaðið - 11.01.1938, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1L janúar 1938.
iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiii
Júlíana prinsessa og nsaður hennar
Tvöhundruð
og fjörutíu skot ef það
eru tvíburar
FEÁ FRJETTARITAKA VOEUM.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
Pað er húist við því, að Juliana Hollandsprinsessa muni
þá og þegar eignast ríkiserfingja. Kunnasti fœð-
ingalæknir Hollendinga, Grot er kominn til Socstdijk-
hallarinnar, þar sem prinsessan dvelur.
I Hollandi er nú ekki um annað rætt meir en það,
hvort barnið verður sonur eða dóttir. Allir Hollendingar
ganga með storksmerki í hnappagatinu, sem áletrað er:
Velkomið konungsbarn.
Allan sólarhringinn bíða blaða-myndatökumenn fyr-
ir utan höllina og heill hópur af erlendum blaðamönnum
hefif sest að í gistihúsi, rjett hjá höllinni.
Kallarar, skrýddir á miðaldavísu, eiga að tilkynna
fæðinguna frá „Grand“-húsinu í Haag. Samtímis verður
skotið fimmtíu og einu skoti, ef það er dóttir, hundrað og
einu ef það er sonur, og tvö hundruð og fjörutíu ef það
eru tvíburar sem fæðast.
aiiHiiiiiinmuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiniiiHiimiiiiiimHiiiiumiiiiiiíí
Lffvðrður
Stalins
FEÁ FEJETTAKITAEA
VOE.IJM.
KHÖFN í GÆR.
Tuttugu og fimm þúsund
manna lögreglulið hefir
verið dregið saman í Moskva,
til þess að vernda Stalin, er
rússneska ,,þingið“ kemur sam-
an á fyrsta fund sinn n.k. mið-
vikudaginn.
Sjómannakveðjur. Lagðir af
stað áleiðis til Englands. Góð líð-
an. Kærar kveðjur. Skipverjar á
Belgaum. — Byrjaðir á fiskveið-
um. Vellíðan. Kærar kveðjur.
Skipshöfnin á Skallagrími.
Pólverjar og
Þjóðabandalagið
London,10.jan. F.Ú.
Beck, utanríkismálaráðherra
Póllands, hjelt ræðu í dag,
þar sem hann sagði að Pólland
vildi ekki auka á erfiðleika og
áhyggjur Þjóðabandalagsins,
en samt sem áður yrði það að
fá greinilega að vita hverjar
skuldbindingar Póllands væru
og hve langt þær næðu.
Hann sagði, að úrsögn ýmsra
stórvelda úr Þjóðabandalaginu
hefði skerpt áhrifavald þess, og
lægi við sjálft að Þjóðabancia-
lagið væri nú orðið að banda-
lagi þjóða, sem væru í andstöðu
við annað bandalag þjóða, sem
stæðu utan þess.
Breskar kröfur beint til japanska
keisarans
Ráðstefna í
London i gær
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN f GÆR.
Mr. Neville Chamberlain situr í dag á
ráðstefnu með nokkrum af ráðherr-
um sínum til þess að ráðgast við þá
um hið alvarlega ástand sem ríkir í Shanghai,
vegna hinna ítrekuðu árekstra milli Japana og
Breta sem þar hafa orðið undanfarið.
Sunday Express gefur í skyn að breska
stjómin hafi í hyggju að snúa sjer beint til keis-
ara Japana, með kröfur sínar.
Alment er álitið, að Bretar muni neita að verða við
þeirri kröfu Japana, að veita þeim aukna íhlutun um
stjórn alþjóðahverfisins í Shanghai. Stjórnin álítur að
það muni reynast hættulegt að veita Japönum nokkur
hlunnindi.
í Bretlandi er álitið að hinar ítrekuðu árásir Japana á er-
lenda hagsmuni í Shanghai, sjeu þættir í skipulagðri tilraun til
þess að tryggja Japönum yfirráðin yfir öllum erlendum eignum
í Kína.
Bretar óttast að virðing þeirra sem stórþjóðar murii bíða
álitshnekki, ef þeir gera ekkert til þess að hindra að árásir eins
og þær, sem gerðar hafa verið undanfarið á breska hermenn,
endurtaki sig.
Skákþingið
1. umferð
C-listinn er listi Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík.
Skákþingið hófst í K. R.-hús-
in s.l. sunnudag og urðu úr-
slit þessi:
í meistaraflokki: Áki Pjeturs-
son vann Sturlu Pjetursson, Haf-
steinn Gíslasön og Einar Þor-
valdsson gerðu jafntefli. Stein-
grímnr Guðmundsson og Guð-
mundur Ólafsson biðskák.
í 1. flokki: Guðm. S. Guðm.
vann Vígl. Möller, Ingim. Guðm.
vonn Jón Guðm. (fjv.), Vigfús
Ólafsson vann Óla Valdemarsson,
Kristján Silveríusson vann Sig.
Lárusson, Magnús Jónasson vann
Árna B. Knudsen, Jón B. Helga-
son vann Hölskuld Jóhannesson.
2. flokkur A: Ársæll Júlínsson
vann Guðjón B. Baldvinsson, Ingi-
mnndnr Eyjólfsson vann Anton
Sigurðsson, Þorsteinn Gíslason
vann Þórir Tryggvason, Sæm. Ól-
afsson vann Stefán Guðmundsson,
Karl Gíslason og Bolli Thorodd-
sen jafntefli.
2. flokkur B: Þorst. Jóhanns-
son og Sæmundur Kristjánsson
jafntefli, Jóhannes Halldórsson og
Daði Þorkelsson jafntefli, Sig. Jó-
hannsson vann Þorleif Þorgríms-
son, Einar Einarsson, vann E
Blomquist, Björn Björnsson vann
Inga Guðmundsson.
2. flokkur C: Aðalst. Halldórs-
son vann Ólaf Einarsson, Egill
Sigurðsson vann Guðm. Guðm.,
Gísli Finnsson vann Kristínus
Arndal, Gestur Pálsson vann Ottó
Guðjónsson, Guðjón Jónsson vann
Óskar Lárusson.
Norskir alþýðuílokKs-
menn vilja ekki láta
kommúnistagleypasig
Osló í gær.
Miðstjórn norska verkalýðs-
flokksins hjelt fund í Osló
í gær og tók til meðferðar ár-
angur inn af samkomulagsumleit-
unum þeim sem fram liafa farið
milli Verkalýðsflokksins og Komm
únistaflokksins. Samþykt var ein-
róma ályktun frá miðstjóm flokks
ins, þar sem svo er að orði komist,
að miðstjórnin slái því föstu, að
samkomulagsumleitanir þær, sem
fram hafi farið, hafi ekki leitt af
sjer skilyrði til skipulagsbnndinn-
ar sameiningar á grundvelli stefnu
og meginregla (principper) Verka
lýðsflokksins.
Verkalýðsflokkurinn hóf sam-
komulagsumleitanirnar af einlæg-
um vilja til þess að ná jákvæð-
um árangri. Miðstjórnin hefir því
miður komist að rann um, að
norski Kommúnistaflokkurinn tel-
ur sig enn bundnari kennisetning-
um kommúnistiska alþjóðasam-
bandsins en að taka tillit til sam-
heldni og traustleika norska verka
lýðsins. Norski Verkalýðsflokkur-
inn mun halda áfram að vinna að
því að framkvæma sameining
verkamanna í einn flokk. (NRP.
— FB.).
K. F. U. K. Aðaldeildarfundnr
í kvöld kl. 8V2■ Síra Bjarni Jóns-
son talar. Nýir fjelagar teknir inn
á fundinum. — Kaffi.
OrOugleikar
Færeyinga:
Fyrirætlanir
Dana
FRÁ FEJETTAEITAEA
VOEUM.
KHÖFN í GÆR.
Istað Niclasens-fyrir-
ætlunarinnar utn að
veita ítalska fiskkaup-
manninum Gismondi
leyfi til þess að hafa
bækistöð fyrir fimm
ítalska togara í Þors-
höfn, sem nú er talin
endanlega úr sögunni,
vegna neitunar af hálfu
dönsku stjómarinnar,
hefir danska stjórnin í
undirbúningi nýjar fyr-
irætlanir til þess að
rjetta við atvinnulíf Fær
eyinga.
Helstu atriðin í þessari nýju
fyrirætlan eru:
1) að veita Færeyingum 400
þús. króna lán, til þess að
hefja fiskniðursuðu, og gera
sjer á annan hátt, mat úr fisk-
framleiðslu sinni.
2) Að stuðla að endurnýjun
veiðiskipaflota Færeyinga.
3) Að auka kolavinslu og
vinslu á postulínsleir í Færeyj-
um.
4) Að efla sauðfjárrækt og
garðrækt, einkum kartöflurækt
í Færeyjum.
FRANCO VIÐUR-
KENNNIR.
Kalundborg í gær. FÚ.
Utvarpið í Sevilla játar í dag
ófarir uppreisnarmanna við
Teruel, en segir að ástæðan til
þess að þeir hafi gefist upp hafi
verið sú að liðsauki, sem þeir
áttu von á, hafi komið of seint.
Ðylting var
yfirvofandi
i Portúgal
London, 10. jan. F.Ú.
Stjórnin í Portúgal sltýrir frá
því, að nýlega hafi stjórn-
málalegir æsingamenn innan
hersins ætlað að stofna til bylt-
ingar, í sambandi við umbóta-
löggjöf stj órnarinnar, en að því
hafi verið komist í tæka tíð,
með því að æsingamennirnir
sjálfir hafi misstigið sig á þann
hátt, að þeir ljetu tilkynna í
útvarpi, að byltingin væri haf-
in áður en að til hennar kom.
í skíðaferðir fór margt manna
um helgina. Veður var ágætt og
skíðafæri gott, en snjór var held-
ur lítill og þurfti að gæta varúð-
ar. Um 120 manns tóku þátt í for
Skíðafjelagsins og fjöldi fór með
> öðrum íþróttaf jelögum.