Morgunblaðið - 22.05.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.05.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAriö Sunnudagur 22. maí 1938. Þýskar „heræfingar“ við nesku lanðamærin Tjekkar senda herlið lil landamæranna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Ilöndunum, sesm liggja að Tjekkóslóvakíu, Þýskalandi, Póllandi og Ungverjalandi er staðinn vörður í dag. Þýskur her er að „æf- ingum“ við tjekknesku landamærin og pólskar og ungverskar hersveitir eru sagðar hafa verið dregnar saman við landamæri Tjekkó- slóvakíu, þótt sú fregn hafi ekki fengist staðfest. Þessi liðssamdráttur stendur í sambandi við alvarlega árekstra, sem orðið hafa í Tjekkósló- vakíu milli Tjekka og Sudeten-Þjóð-verja í sambandi við bæjar- og sveita- stjórnakosningar, sem eiga að hef jast á morgun. Stjómin í Prag hefir boðið út til herþjónustu einum nýjum árgang og lausafregnir herma að hún sje um það bil að bjóða út tvei'mur ár- göngum í viðbót. Það er viðurkent í Prag, að setuliðið í landamæra- borgunum hafi verið aukið og að nokkrum vegum hafi verið lokað við landamærin. En stjómin segist hafa gert þessar ráðstafanir til þess að geta haldið uppi lögum og reglu og að þær hafi ekki verið gerðar af óvináttu við neina þjóð. Benes, forseti Tjekkóslóvakíu flutti ræðu í dag, þar sem hann sagði m. a.: ,,Vjer erum ekki hræddir um framtíð þjóðar vorrar“. „SamtímÍ8 því, sem deilan milli Frakka og ítala harðnar, versnar ástandið í Tjekkó- slóvakíu", segir „The Times“ í dag. „En við því höfðu þeir sem utanríkismálum eru kunnugir búist um leið og Itölum tækist að leiða athygli Frakka að sjer með al- varlegum vandamálum í Miðjarðarhafi, svo að Frökkum yrði gert örðugra að veita Tjekkum henaðarlega aðstoð“. ; í Englandi er horft með kvíða á ástandið í Mið-Evrópu. Breski utanrikismá'Laráðherrann, Halifax lávarður, hætti við að fara burtu frá London yfir vikulokin, til þess að vera viðbúinn ef á þarf að halda. Mr. Chamberlain er í Chequers, og fylgist þaðan með því, sem er að ger- ast í Tjekkóslóvakíu. Strax og fyTstu fregnirnar fóru að berast af því í gær, að Þjóðverjar væri að auka herlið sitt við tjekknesku landamærin, fór Neville Henderson sendiherra Breta í Berlín á fund þýska utanríkismálaráðherrans, von Ribbentrops, til þess að fá upplýsingar. Von Ribbentrop skýrði honum frá því, að herflutningar þeir, sem frtam hefðu farið, ættu ekkert skylt við ástand- iið í stjórnmálum Evrópu, heldur sje hjer um venjulegar heræfingar að ræða. En vegna hins vaxandi kvíða í Evrópu fó breski sendiherrann aftur í dag á fund von Ribbentrops, en fekk hið samia svar. Æsingar þýskra blaða flutti í gær. „Hún býr í nám- Árekstrar milli Tjekka 09 Sudeten- ÞjúOverja Frá frjettaritara varurh. Khöfn í gær. eðal Sudeten-Þjóðverja og í Þýskalandi hefir það vakið óhemju æsingar að tjekkneskur lögregluþjónn skaut í gærkvöldi tvo Sudet- en-Þjóðverja til bana. Opinber tilkynning var gefin út um þennan atburð í Prag í dag og er þar skýrt svo frá: Tveir Sudeten-Þjóðverjar, sem voru á mótorhjóli nálægt Eger í himun sudeten-þýsku hjeruðum, neituðu í gærkvöldí að hlýða skipun tjekknesks lögregluþjóns um að nema staðar. Þeir virtust í stað þess ætla að aka á lögregluþjón- inh. Lögregluþjónninn skaut á eftir þeim og miðaði á mót- orhjólið. En þar sem atburður þessi gerðist í brekku, hæfði hann mennina. Mennimir særðust og biðu bana síðar. Tjekkneska stjórnin lofar að láta fara fram opinbera rarin- sókn í þessu máli. ★ Sudeten-Þjóðverjar skýra frá því að lögreglan í Karls- bad hafi í gær tekið fasta tvo þýska skólapilta. Þeir voru sakaðir um að hafa sungið söngva, seir bannaðir eru. Handtaka þeirra leiddi til samhuga mótmæla Sudeten- Þjóðverja. Búðum og verk- smiðjum var lokað. Fólkið hópaðist út á göturaar og krafðist þess að skólapiltamir yrðu látnir lausir. Lögreglan skarst að lokum í leikinn og sundraði mann- fjöldanum. Margir særðust. Aftur á móti skýra Tjekkar frá því að sextíu Sudeten- Þjóðverjar í Norður-Bæheimi hafi ráðist á fimm tjekkneska hermenn og leikið þá hið versta. „Daily Telegraph" skýrir frá því að Sudeten-Þjóðverjar hafi klæðst einkennisbúning- um, sem bannaðir hafa verið, og farið hópgöngur um götur í Prag. Eins og værita mátti dró til alvarlegra árekstra. Tjekkar hrópuðu: „Niður með Henlein". Fimm hundruð lög- regluþjónar reyndu að sefa æsingamar. í landamæraborgunum eru Sudéten-Þjóðverjar famir að hætta að kaupa í tjekkneskum verslunum. Helgidagslæknir er í dag Björg- vin Finnsson, Vesturgötu 41. Sími 3940. Þessi kvíði hefir að nokkru leyti nærst við þau æsingaskrif sem þýsk blöð birta í garð Tjekka fyrir árekstra þá, sem orðið hafa milli Tjekka og Sudeten-Þjóðverja. Þýska blað- ið ,,Angriff“ (blað dr. Göbbels) skrifiar: „Hnefarjetturinn er látinn ráða í Sudeten-þýsku hjeruðunum. Ótal hættur eru fólgnar í þeirri óstjóm, sem þarna er leyfð“. Bretar styðja Frakka. London í gær F.Ú. En meðal stjóramálamanna í Bretlandi er talið að tjekkneska stjórnin hafi tekið mjög sóma- samlega í kröfur Sudeten-Þjóð- verja með minnihluta lögum þeim, sem hún hefir haft í und- irbúningi og með tilboði sínu um að ræða þessi lög í vin- semd við leiðtoga Sudeten- Þjóðverja. Þetta tilboð gerði tjekkneska stjórnin í gær og kvaðst þá reiðubúin til að gera víðtækar tilsllakanir við Sudeten-Þjóð- verja og aðra þjóðernisminhi- hluta í landinu þar á meðal að veita þeim sjálfsstjórn og og tryggja þeim hlutfallslega tölu fulltrúa í öll embætti. Nýjar kröfur. En seinna í gærkvöldi helt stjómmálanefnd Sudet- en-Þjóðverjia fund og sam- þykti þar að setja fram nýj- ar kröfur. Fundurinn ákvað að skýra tjekknesku stjóminni frá því, að engar viðræður gætu farið fram milli fulltrúa Sudet- en-Þjóðverja og stjómarinnar fyrri en endi væri bundinn á þann ójöfnuð sem Sudeten-Þjóð- verjar halda fram að hinn þýski minnihluti eigi við að búa og búið sje að koma upp lögum og reglu. Þessar ásakanir um ógnir og ójöfnuð eru endurteknar í öll um þýskum blöðum í dag og mikið gert úr þeim. Breskir stjórnmálamenn líta svo á, að þessi neitun Henleinsj sje ekkert annað en undan-| brögð þar sem tryggingar þær sem hann fer fram á sjeu ein- mitt innifólgnar í lögum þeim sem ræða á. Sjerstaða Tjekka. „Ekkert ríki í heimi hefir áður verið í sömu sporum og Tjekkóslóvakía er nú“, sagði dr. Hodza í ræðu sem hann unda við stefnu sem er sjer- stæð vegna þess, að hún er sprottin upp úr þjóðemisvit- und, og er þess vegna, á þessu stigi, tilfinningamál“. BRETAR STÖÐVAÐIR VIÐ LANDAMÆRI ÞÝSKALANDS. London í gær. FÚ. reska ræðismanninum í Köln var í morgun til- kynt af þýskum yfirvöldum, að breskir ferðamenn, sem komast vildu til Þýskalands, yrðu að hafa vegabrjef sín árituð að heiman af þýskum ræðismanni á staðnum. Af þessu leiddi það að fjöldi breskra manna, sem ætlaði inn í Þýskaland í mor^gun varð að snúa aftur í Köln. Utanríkismálaráðuneytið í London hefir því boðið öllum breskum þegnum, sem ætlla að ferðast tfl Þýskalands, að snúa sjer til þýskra ræðismanna með vegabrjef sín áður en þeir fara að heiman Færeyskt fiskiskip kom til Siglufjarðar í gær og segir ágæt- an afla á Hornbanka undanfarnar tvær vikur. tjekk- i—200 smálestir— I af oóðmálmum | frá Spáni j | London í gær. FÚ. f | I fregn frá Frakklandi seg- | | h* í dag, að frá Spáni hafi í | = gær verið ekið 24 stórum | I vagnhlössum af gull- og silfur | | stöngum frá Spáni til Frakk- | 1 Iands. | Þessir málmar komu frá | | spönsku st jóminni og baðst \ | hún leyfis að mega aka þeim | | gegnum Frakkland, með það s | fyrir augum að þeim yr* 1 komið þar^ í skip til Banda _ | ríkjanna. ^Þetta er greiðsla f | fyrir vopn og hergögn, sem 1 f þar hafa verið keypt. | Gullinu og silfrinu verður | f nú ekið á jámbraut í gegn f I um Frakkland. f AIs eru þetta 200 smálestir f | af dýrum málmum. tiiiaiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiniiiiiT Þjóðminjasafn Dana endurbætt Djóðminjasafnið danska var opnað s.l. föstudag, en und ánfarið hafa staðið yfir miklar umbætur á safninu. Safnið var hátíðlega opnað og var konungs- fjölskyldan, ásamt fjölda gesta, erlendra og innlengra, viðstödd. Gólfflötur saínasalanna er mí um 15000 kvaðrat-metrar að flat- armáli og gangan í gegnum þá alla um 5 kílómetra löng. Við opnunarhátíðahöldin voru þeyttir lúðrar frá bronsöldinni. Eftir að kenslumálaráðherra, Jörgen Jörgensen, hafði boðið gestina velkomna sungu Studenter- sangerne kantötu eftir Hans Hert vig Seedorf-Petersen. Sveinn Björnsson sendiherra flutti kveðju frá þjóðminjasafni íslands og ljet í ljós þá ósk, að „þessum hetjuhöllum norræng anda“ mætti vegna. vel í framtíð- inni. (Samkv. sendiherrafrjett). ÁGREININGUR FRAKKA OG ÍTALA. London í gær. FÚ. fundi hlutleysisnefndarinnar í London næstkomandi fimtu- dag verður lagt fram uppkástt/af samkomulagi milli Frakklands ög Bretlands um það að taka aftur upp gæslu á landamærum Spánar. Þetta uppkast hefir verið sent til stjórnar Þýskalands, Ítalíu og Sovjet-Rússlands. Þýsk og ítölsk blöð lialda því ennþá frain, að mikið af hergögn- um sje sent yfir frönsku landa- mærin t.i 1 spönsku stjórnarinnar og að alt samkomulag milli Frakk- lands og Ítálíu sje útilokað þang- að til þetta er stöðvað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.