Morgunblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1938, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. maí 1938, MORGUNÐLAÐIÐ 5 JPtargmtMaAtd Ötgef.: H.f. Áryakur, Reykjayfk. Rltstjðrar: Jðn Kjartamion of Valtfr Btefknaaon (ábyrcOarmaCur). Auglýslngar: Árnl Óla. Rltstjðrn, auglýeingar o* afgrslBsla: Auaturatrati I. — Slasl 1600. Áskrlftargjald: kr. 6,00 A ai&nuBi. í lausasölu: 16 aura •intaklV — >6 aura at«B Lsabðk. Keiikjavíkurbrjef- - FRAMSOKN 00 KOMMUNISMINN Pví hefir ekki verið mót- mælt, að kommúnistar liafi komið Framsóknarmönn- um að í 8 kjördæmum við síð- ustu þingkosningar. Vitneskjan um þennan stuðning hins rúss- neska byltingaflokks, veldur því að fjöldi Framsóknarmanna þorir með engu móti að taka hreina afstöðu gegn kommúnist um. Aðrir, sem ekki þurftu á kommúnistisku fylgi að halda til þess að ná þingsetu tala aft- ur opinskátt um þá þjóðfje- iagslegu hættu, sem af komm- únistum stafi. 1 hópi þeirra er formaður Framsóknar, Jónas Jónsson. Þegar að afstöðnum kosningum í fyrra sumar fór Jónas að senda kommúnistum tóninn. Eggjaði hann sósíalista lögeggjan að kveða niður þenn- an ,,draug“ sinn. Mun hann hafa tatið að „draugsi“ hefði unnið sitt hlutverk í bráð með því að styrkja þingfylgi Fram-' sóknar. Hinsvegar var fram-; undan 4 ára kjörtímabil, svo að óhætt var að leysa frá skjóð- ?unni. Allir vita hvernig Alþýðu- flokknum hefir tekist að kveða niður ,,drauginn“. Kommúnist- arnir hafa sópað til sín fylginu, en Alþýðuflokkurinn örmagn- ast af seigdrepandi uppdráttar-í sýki. Það skal nú viðurkent, að Jónas Jónsson lætur fá tæki- færi ónotuð til þess að böl- sótast ýfir kommúnistum. En menn kannast við máltækið um þá, sem með orðum eru vegnir. Flokkur Jónasar Jónssonar hef- ir ekkert gert til þess, að aftra viðgangi Moskvaliðsins, nema síður sje. Hjer í bænum er starfandi fyrirtæki, Kaupfjelag Reykja- víkur og nágrennis, í daglegu tali nefnt KRON eður OKRON. Fyrir nokkrum vikum lýsti Al-i þýðublaðið því yfir skýrt og skorinort, að þetta fjelag væri stofnað til þess að vera út- breiðslutæki kommúnista. Fje- ‘laglð er þannig að dómi A'l- iþýðublaðsms voldugur liður í þeirri starfsemi, sem Jónas Mónsson lýsir svo, að takmarkið sje að koma bæjum og ríki á höfijðið, ofurselja sjálfstæði landsins og stofna hjer til bræðravíga. Menn skyldu ætla, að Fram- sóknarmenn ljetu sjer að minsta kosti fátt um hinn rúss- neska áróðursfjelagsskap. Og ótrúlegt væri, að þeir styddu slíkan fjelagsskap bæði með þátttöku sinni og á annan hátt. En hvernig er þessu viarið? Menn muna það, að í fyrra haust reis upp einn af meiri- háttar gleiðgosum Framsóknar og lýsti því yfir, að flokkur hans hefði haldið lífinu í þessu fyrirtæki, með því að „hjálpa því um innflutning, sem vel hefði mátt ráðstafa á annan hátt“. Framsóknarmenn hafa þann- ig tileinkað sjer lífið í fyrir- tæki, sem Alþýðublaðið telur öflugasta áróðurstæki Stalins hjer á landi. En sagan er þó ekki fullsögð. Fulltrúi þessa kommúnistiska fjelags er sjálfur fjármálaráð- herra landsins, Eysteinn Jóns- son. Framsóknarmenn eru oft að feaía um „mökin við öfgaflokk- ana“ og vara við þeim sýnkt og heilagt. En er hægt að hafa öllu nánari mök við öfga- flokkana, en þau, að fjármála- ráðherra landsins gerist um- boðsmaður fyrirtækis sem stofn- að er í áróðursskyni fyrir er- lenda byltingastefnu? Framsóknarmenn nutu ,,draugsins“ við síðustu Alþing- iskosningar. Þeir gerðu sam- fylkingu við hann í vetur t. d. í Borgarnesi og á Stokkseyri. Þeir halda lífinu í pólitískum fjelagsskap draugsins, og lána sjálfan uppáhaldsráðherrann til þess að reka erindi fjelags- ins. Þeir magna „drauginn“ í stað þess að kveða hann niður. Framsóknarflokkurinn sem hei'ld á eftir að sýna, að honum sje nokkur alvara með að fara að dæmi frændþjóðanna á Norðurlöndum og uppræta kommúnismann. Samgöngur fyr og nú. PÓtt márgt liafi breyst í þjóð- fjelagi voru hinn síðasta mannsaldur, liefir fátt eða ekkert tekið meiri stakkaskiftum en samgöngurnar. Á því sviði vormn við einna lengst aftur úr ná- grannaþjóðunum. Þær höfðu haft jáfnbrautir marga tugi ára áður en fyrsti vegarspottinn var iagð- ur og áður en hugsað var tU að liyggja nokkra stórbrú lijer á landi. Menn geta best gert sjer í hug- arlund, hver seinagangur var á ferðum manna með því að at- huga, hvað talin vaf dagleið í gamla daga. Þingmannaleið var svipaður spotti og frá Reykjavík upp í Skíðaskála. Er sennilegt, að svo stutt dagleið hafi verið mið- uð við ferðalag að vorlagi, ár í vöxtum, aura og hagleysur, en liestar oft illa gengnir undan vetri. Að sumarlagi hefir tii skamms tíma þótt gott að komast 70—80 kílómetra á dag, á liest- um. Með slíku áframhaldi var upp undir viku ferð frá Altureyri til Reykjavíkur eft.ir póstleiðinni. Bílar og flugferðir. ílarnir hafa endaskifti á fyrri B LEIÐBEININGAR TIL SKATTGREIÐENDA. Þeir, sem kæra vilja skatt eða útsvar eða hvort- tveggja, skal bent á að liafa hugfast: 1. Að skattkærur skulu stíl- aðar til skattstjórans í Reykja- vík. 2. Að útsvarskærur skulu stíl- aðar til niðurjöfnunarnefndar Reykjavíkur. 3. Að kæra ekki skatt og út- svar í sömu kæru, heldur senda skattkæru og útsvarskæru sitt í hvoru lagi. — Skattkæran innihaldi allar upplýsingar og rök, sem kærandi óskar að bera fram, en í útsvarskærunni er þá nægilegt að vísa til skatt- kærunnar. 4. Að gleyma ekki að riba nafn sitt og heimilisfang undir kæruna. Ef maður ritar kæru fyrir annan, verður nafn og heimilisfang þess, sem kært er fyrir, að vera greinilegt. Með ,,heimilisfang“ er hjer átt við heimilisfang samkvæmt síðasta mianntali. Hafi flutningar átt sjer stað síðar, verður að til- greina í svigum nýja heimilis- fangið. 5. Að draga ekki til síðustu stundar að senda kæru. Umræðuefnið i dag: Reumerts-leikirnir. hugmyndum manna um sam gönguliraða á landi. Er nú svo komið, að „þingmannaleiðin“ hef- ir tífaldast að vegalengd. Milli Akureyrar og Reykjavikur er nú ekki nema eins dags ferð að sum- arlagi í stað viku áður. Loks koma flugvjelarnar, sem fara fram úr bílunum alveg lilut- fallslega við það sem bíiarnir fóru fram úr hestunum. Nvi fer flug- vjel milli höfuðstaða Norður- og Suðurlands á tveim klukkustund- um. Á þeim tíma var ferðamaður fyrrum kominn upp að Lágafelli! Svona er gerbreytingin. Og þó má enn stytta ftugtímann til Ak- ureyrar um helming, þegar hægt verður að nota landflugvjel. En til þess þarf að gera flugvelli. Stúdentamótið. Landsfundur stúdenta verður haldinn dagana 17. og 18. júní næstkomandi. Fyrri daginn á Þingvöllum, en síðari daginn í Reykjavík. Hefir Stúdentafjelag Reykjavíkur forgöngu um mót- ið. En uppliaflega mun hugmynd- in hafa komið fram í Stúdenta- fjelagi Akureyrar. Hefir Sigurður Eggerz bæjarfógeti verið formað- ur þess um skeið og m'un hann fyrstur manna hafa borið fram tillöguna um landsmót íslenskra stúdenta. Undirbúningsnefndin liefir sent út ávarp til stiidenta og segir þar meðal annars svo: „Með því að styrkja samtök sín og fjelagslíf ætti íslenskum stúdentum að vera Ijúft að beita áhrifum sínum til þess að milda andstæður þjóðfje- lagsins og vera á verði um menn- ingu og sjálfstæði þjóðarinnar“. Er vonandi að árangur þessa móts verði svo sem til er stofnað. Þeir sem ganga mentaveginn, eiga að vera öðrum fremri, eliki ein- ungis að þekkingu, heldur og að — 21. maf. ------------- Skuldaskilin nýju. Stjórnarblöðin hafa, þegar þetta er ritað, ekki gert neina tilraun til þess að hnekkja þeirri þungu óg rökstuddu á- deilu, sem Sigurður Kristjánsson bar fram hjer í blaðinu út af „skuldaskilunum“ nýju. Er af þessu aiiðsjeð, að stjórnarflokk- unum sjálfum er ljóst, að erfitt muni um varnir í þessu dæma- lausa hneykslismáli. Enda er það svo, að ef ríkisstjórninni Iielst uppi að taka 90.000 krónur af al- mannafje til þess að greiða skuld- ir fylgismanna sinna, þá eru ekki lengur nein takmörk fyrir því, hvað menn láta bjóða sjer um ó- heimila notkun ríkisfjár. Það kemur ekki málinu við að Finnur er ríkur, en ríkissjóður snauður. Kjarni málsins er sá, að hjer er boðið pólitískt fylgi fyrir fje og keypt fyrir fje. Hefir at- vimnunálaráðherrann nýi glæpst út í slíkt spillingarforað í þess'u bralli, að menn fara að vjefengja nokkuð alvarlega þjóðsöguna um „brjóstvitið". Skúli Guðmundsson stendur uppi vopnlaus og orðlaus, ber á brjósti og höfði. Má um þetta óhappaspor hans segja: 111 var þín fyrsta ganga! Veðrabrigði. Pað er ekki lengi að skifta um veður hjá Framsóknarmönn- um. Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vetur voru þeir altaf að gorta af því, að þeir væru búnir að kippa öllu í lag í sveitum lands ins. Og nú var Reykvíkingum boðið upp á samskonar „lagfær- ingu“ í bæjarmálunum. . Framsókn kom einum manni í bæjarstjórnina, Jónasi Jónssyni. Lætur hann nú ljós sitt skína á bæjarstjórnarfundum. Þá -gerðust undur mikil. Eftir alt gortið um viðreisn sveitanna, lýsir Jónas Jónsson því nú fund eftir fund, hvernig sveitafólkið vilji ólmt komast til Reykjavíkur. Rej-kja- vík sje í þeirra augum sama og Ameríka var í harðindunum fyrir 50—60 árum. Framsókn hefir rjettlætt tilveru síua með því, að hiin liafi bjargað menningu sveitanna. En ef það væri rjett hjá Jónasi Jónssyni, að sveitamenn ástunduðu að þiggja atvinnuleysisstyrki og framfærslu fje í kaupstöðum, þá hljdu menn að fara að efast um gildi þessar- ar margrómuðu nýmenningar. En sem betur fer má gera ráð. fyrir að Jónas hafi tekið of djúpt í ár- inni, og að sá hugsunarháttur, sem hann hefir lýst hjá sveitafólki, sje hrein undantelniing. Fallnir englar. Alþýðublaðið hefir það helst sjer til afþreyingar á dap- urlegum stundum að húðskamma sína gömlu vini. Er því líkast sem einhver Stalins-Móri hafi hlaupið í blaðið, svo að nú sjeu þeir orðn- ir blökkumenn í augum þess, sem áður voru hvítir englar. Árum saman hafði blaðið gort- að af ,,afrekum“ Hjeðins Yaldi- marssonar, í Fiskimálanefnd, í Rauðku, í stjórn S. í. F., í öllu smáu og stóru, sem olíusalinn víðsýni, mannúð og umbótavilja.'tókst á hendur. Nú fá menn að vita, að Hjeðinn hafi alla tíð verið „verklýðssvikari“ og miðað alt við sjálfan sig og B. P. Sama er að segja um Sigfús Sigurhjartarson. Hann var árum saman stjórnmálaritstjóri Alþ.bl. Var vegur hans og uppgangur svo mikill, að engu ráði þótti ráð- ið án hans tilkomu. Nú eru birtar „bitlingaskrár“ Sigfúsar og fær hann þann vitnisburð, að hann hafi verið mesti „beinhákarl“ Al- þýðuflokksins. „Stórt orð Hákot“, stendur þar! Ilvað ætli Alþýðublaðið seg'ði um Finn, ef hann viltist af línunni? 'Ætli ])að mintist nokkuð á Pól- lands-síld, eða ,skuldaskilin‘ nýju? Síld off fiskur. Þótt fiskaflinn sje nú ofurlít- ið meiri en um sama leyti í fyrra, getur tæplega lijá því far- ið, að fiskútflutningurinn verði mun minni. Ástæðan er sú, að í fyrra voru til fiskbirgðir, xim 10 þúsund smálestir. Nú voru þær að- eins 2500 smálestir. Síldaraflinn var í fyrra meiri en nokkru sinni fyr. Verðlag á síldarafurðum geysihátt. Nú hafa síldarafurðir fallið stórlega í verði. Þótt því aflinn reyndist eins mikill og í fyrra, er vonlaust að fyrir hann fáist sama verðmæti. Aflabrestur á vertíðinni, verð- fall á síldarafurðunum, fjárpest í sveitum. Með þetta fvrir augum er engin furðá þótt vitibornir menn horfi með kvíða til fram- tíðarinnar. En er það ekki tal- andi tákn um ábyrgðartilfinn- ingu valdhafanna, að fjármála- ráðherrann skuli halda áfram að segja „alt í lagi“, þegar svona stendur á. Niðursuða og næringargildi. Flestir munu halda, að mat- væli tapi næringargildi, sjeu þau soðin niður. Tilraunir, sem gerðar hafa verið undanfarin ár, víðsvegar um heiin á matvæla- rannsóknarstofum, sýna að því fer fjarri, að þessi skoðun hafi við rök að styðjast. Þektur prófess- or við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, W. II. Eddy að nafni, hefir nýlega skýrt frá til- raunum þeim, sem hann hefir framkvæmt um tvennskonar mat- argerð, annarsvegar einvörðungu nið;ursoðin matvæli, hinsvegar samskonar matvæli, soðin á venju legan hátt í heimahúsum. Niður- suðuvörurnar reyndust við allar tilraunir hafa mun meira nær- ingargildi. Er þar með kveðin niður hin gamla bábilja, að nið- ursuðuvörur tapi næringargildi. Er það mjög heppilegt, að al- menningur í stærstu neyslulönd- um niðursiuðuvarnings skuli með ári hverju fá nýjar og öruggari sannanir fyrir næringargildi nið- ursuðuvara. Ætti þetta að geta greitt fyrir sölu á íslenskum nið- ursiuðuvörum. fslendingar munu brátt fram- leiða fjölbreyttari niðursuðuvör- ur en hingað til. Og vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða, að vör- ur flytjist á markað frá verk smiðju S. í. F., sem nú er verið að reisa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.