Morgunblaðið - 12.07.1938, Blaðsíða 4
4
MORGUNSLADIÐ
Þriðjudagur 12. júlí 1938.
ICorona-HaframjöliO
i pökkum
er komið aftur.
H. Benediktsson & Co.
IVæsía hraðfcrð
til Akureyrar um Borgar-
nes er á fimtudag
frá Bifreiðasföð Sfeindórs.
Kaktuspattir, 30 tepdir.
Barnaleikföng, mörg hundruð tegundir. Nælur. Armbönd.
Hálsbönd Töskur, cg ýmiskonar smávörur í miklu úrvali.
K. Einarsson & Björnsson
Kaupi till,
hreina og óhreina.
5ia. Þ. 5kjalöberg.
Sími: 1491 (3 línur).
Hraöferöir
til Akureyrar alla daga ncma mánudaga.
Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540.
Bikeiðasföð Akureyrar.
BÍmI 1380.
LITLA BILST0BIN
Er nokknB itér.
Opin aílan wSterhringinn
Minningarorð um
Þórunni Gunnlaugsdóttur
dag verður til moldar borin
hin liáaldraða Fljótshlíðar-
kona, Þórunn Gunnlaugsdóttir.
Þórunn heitin var fædd að Árna-
gerði í Fljótshlíð árið 1850 og
skorti hana því tvö ár upp á ní-
'imda tuginn er hón andaðist.
Nítján ára gömul giftist hún
Sæmundi Guðmundsyni, sem dá-
inn er fyrir nokkrum árum.
Þau hjónin reistu hú að Niku-
lásarhúsum í Fljótshlíð og bjuggu
þar síðan allan búskap sinn — 33
ár.
Þeim varð 15 barna auðið, þrjú
mistu þau í bernsku og tvö upp-
komin, en tíu — 7 synir og 3 dæt-
ur — lifa foreldra sína. Elst þeirra
er Sveinn, til heimilis að Heylæk
í Fljótshlíð. Þorkell múrari í Rvík.
Guðjón húsameistari í Rvík, Helgi
sjómaður í Rvík. Markús útgerð-
arhóndi í Vestmannaeyjum. Sig-
nrður verkstjóri í Vestmannaeyj-
um. Guðmundur trjesmiður og
hóndi í Eystri-Sandvík í Flóa.
Þórunn saumakona í Vestmanna-
eyjum. Sæunn ekkja í Rvík. Nína,
hin kunna listakona, er nú dvelur
í Kaliforníu.
Allir, sem komnir eru til vits
og ára og kj-nst hafa íslenskuin
sveitabúskap vita, að það er ekk-
ert smáræðisátak fyrir efnalaus
hjón á lítilli leigujörð að koma
upp 12 börnum af eigin rammleik
svo vel fari.
Það er ekki lítið lífsstarf, sem
liggur eftir hjónin frá Nikulásar-
húsum, Þórunni og Sæmund.
* Þau kyntust í fylsta mæli hinni
hörðu baráttu og erfiðleikum, sem
mæta einyrkjabúandanum og allir,
em til þekkja vita með hve mikilli
undraverðri prýði þau reyndust. í
þeirri baráttu, sem endaði með
glæsilegum sigri þeirra — að koma
upp hjálparlaust 12 mannvænleg-
um hörnum, án þess að láta neitt
þeirra frá sjer fara á meðan þau
voru í bernsku.
Það var heldur ekki neinn mið-
lungsbragur yfir henni Þórunni
frá Nikulásarhúsum. Hún var
fönguleg kona með afbrigðum og
dugnaðarleg. í ríknm mæli hafði
hún erft hinn frábæra dug og
kjark hinnar norræiiu konu.
Margra ára striti og erfiðleikum
tókst furðu treglega að vinna hug
á unglegu útliti og æskuglaðværð
hennar. Það sem alveg sjerstaklega
einkendi lunderni Þórunnar heit-
innar var leikandi ljettlyndi. Alt-
af síglöð, ljett og ljúf í lund. Jeg
efast um, hvort nokkur nágranna
hennar eða heimiUsmanna gætu
sagt, að hún hefði nolrkurntíma
sjest öðruvísi en í góðu skapi. Jeg
minnist þess í bernsku, að hafa
heyrt talað um, að það væri eins
og það væri altaf sólskin í kring-
um hana Þórunni. Hún hafði líka
óvenju gott lag á að gleðja aðra
og sýndi óvenju sterka viðleytni
til að láta gott af sjer leiða. Allir
sem hana þektu vissu, að hún
mátti ekkert aumt vita. Gestrisni
og góðsemi þeirra, hjóna var við-
brugðið.
Þau hjónin voru yfirleitt í öllu
samhent, sam búð þeirra var ó-
venju ástrík.
Þórunn Gunnlaugsdóttir.
Þegar jeg minnist þín, kemur
mjer í hug lýsing fornsögu okkar
á liinni merku konu Rangárþings,
Bergþóru, að hún hafi verið
,drengur góður1. Þannig reyndist
þú þeim er þig þektu, trygg, raun-
góð og einlægur vinur vina þinna.
Allir Fljótshlíðingar, er muna
þig, minnast þín með hlýju og
þakklæti. En fegurstu minninguna
skilur þii eftir hjá hinurn mörgu
og mjög mannvænlegu börnum
þínum og barnabörnum, sem munu
vera nær 40 á lífi.
Fagi rlega hefir Nína Sæmunds-
son mýndhöggvari túlkað ást móð-
urinnar til harnsins með hinu víð-
fræga listaverki „Móðurást.
Jeg tel það enga tilviljun, að
hún skyldi einmitt velja móður-
ástina að viðfangefni listar sinnar.
Hún — sem átti svo mikia og
góða móður. V. A.
Akranes-Borgarnes
alla þriðjudaga og fimtudaga
fram og til baka. í sambandi við
m.s. Laxfoss á fimtudögum.
Magnús Gunnlaugsson.
Sími 31.
Amatörar.
Framköllun
Kopiering — Stækkun.
Fljót afgreiðsla. - Góð vinna.
Aðeins notaðar hinar þektu
AGFA-vörur.
F. A. THIELE h.f.
Austurstræti 20.
Amatörar.
FRAMKÖLLUN
Kopiering — Stækkun.
Fljótt og vel af hendi leyit.
Notum aðeins Agfa-pappír.
Ljósmyndaverkstæðið
Langaveg 16.
Afgreiðsla í Laugavegs Apó-
teki.
Hvort heldur er um „Ka-
rikatur“-teikningar Stróbls
að ræða eða aðrar myndir,
geta allir verið sammála um
að innrömmunin er best og
ódýrust hjá
GUÐM. ÁSBJÖRNSSYNI,
Laugaveg 1.
B I a u e
der
ELBE
■ -v- 1 .
Síðan árið 1929 hefir Motor-Yacht-Club von Deutschland haft kepni
meðal dráttarbáta á Hamborgarhöfn um
„das Blane Band der Elbe‘‘
og þá hefir
„ J astram-Dieselmotor“
fimm sinnum orðið sigurvegari.
Flest allir hinir hraðskreiðu bátar sem fluttu skemtiferðafólkið milli
skips og lands úr þýska skemtiferðaskipinu „Milwaukee“ voru með
„Jastram-Dieselmotor“.
Jastram-Dieselmotor er mjög mikið notaður í Hamborg og víðar, og
þykir með afbrigðum traustur, gangviss og spar í rekstri, eyðsla pr.
HA./tím. 195 gr. af brensluolíu og 4—5 gr. af smurningsolíu.
Jastram-Dieselmótor er fjórgengis vjel og húin til í stærðum frá 10/13
HA. og upp eftir. Er hentugur í íslenska fiskibáta, dráttarbáta o. fl.
Verðið er hlutfallslega lágt.
Jastram-Dieselmotor er húinn til af
„Hamb'urger Motorenfahrik Carl Jastram".
Upplýsingar um mótorinn geta menn fengið hjá
Skipasmíðastöð Iíafnarfjarðar, Júl. Y. J. Nýborg.