Morgunblaðið - 11.12.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.12.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. des. 1938. Hátíðisdagurinn. Degar Hermann Jónasson hafði lýst því, í ræðu sinni 1. des- ember, hve ástandið í landi voru væri bágborið, vegna þess m. a. að alt of margir áhrifamenn hefðu sett ofar, metið meira, flokkshags- muni en þjóðarhagsmuni, og leitt talið að því, að sameiginleg átök flokkanna væru nauðsýnleg til að hjarga þjóðinni frá voða, sagði hann: „Það sem á að sameina, er hin sameiginlega ábyrgð á því, að lífsskilyrði og sjálfstæðismögu- leikar þjóðarinnar glatist ekki“. Það er fullkomin ástæða til þess að hafa þessi ummæli forsætisráð- herra Framsóknarflokksins í minni, jafnvel þó reyndin verði sú, að höfundur þeirra gleymi þeim, ellegar gleymi því sjálfur fyrr eða síðar að breyta eftir þeim. Því meginatriðið í ræðu ráðherr- ans var þetta, að á undanförnum árum hefir landi þessu verið þann- ig stjórnað, að „lífsskilyrðin" og „sjálfstæðismöguleikarnir" eru í yfirvofandi hættu. Hamurinn. Það er að vísu ekki liðinn lang- ur tími síðan 1. desember. En nægilega langur til þess, að málgagn Framsóknarflokksins, Tíminn, hefir haft tækifæri til að sýna, að í herbúðum hans er full- komið skilningsleysi á ábyrgð þeirri, sem ætti að fylgja og fylg- ir hátíðar-ummælum Hermanns J ónassonar. Sem forsætisráðherra hefir hann ■ lýst því yfir, í áheyrn alþjóðar, 1 að svo illa hafi tekist til á und- cinförnum árum, að framtíð þjóð- arinnar sje teflt í tvísýnu. Þenna morgun hefir hann vakn- að í rúmi sínu sem Islendingur, sjeð Framsóknarhaminn liggja á gólfinu, en ekki fundist það við- eigandi að fara í hann á fullveld- ishátíð. Og afleiðinign af þessu varð sú, . að hann heldur ræðu, þar sem hann fordæmir stjórn landsins á undanförnum árum, en samsinnir því, sem andstæðingar Framsókn- arflokksins hafa haldið fram und- anfarin ár, um það, að Framsókn- arpólitíkin, hin harðsvíraða flokka pólitík, sem hann og flokkur hans hafa rekið, leiði til glötunar. Ský- lausari, ákveðnari stuðning geta Sjálfstæðismenn ekki fengið um það, að gagnrýni sú, sem þeir hafa beitt gegn stjórnarflokkun- um, er á rökum reist, að til henn- ar verður að taka fult tillit. Hirtingin. En nú er að sjá hvernig blað Hermanns hefir tekið þessu. Helst er svo á því að heyra, að eftir þessa ræðu Hermanns Jónas- sonar, 1. desember, þá eigi Sjálf- stæðismenn og blöð þeirra að líta á Framsóknarmenn eins og hei- laga og gallalausa. Eins og óknytta piltur, sem hefir fengið opinber-* lega hirtingu telur að bann hafi liðið svo fyrir syndir sínar, að hannmegivera „stikfrí“ um tíma á eftir, eins er svo að sjá á Tím- anum, að nú hafi forsætisráðherr- ann gefið flokki sínum svo ræki- lega ofanígjöf, og játað svo syndir sínar, að Tímamenn verði að fá næði til að jafna sig á eftir. Þessi hugsunarháttur Tímans er mann- legur. En hann er ekki karlmann- legur. Og hann ber vott *um, að þeir Tímamenn hafi ekki trú á -- Heykjavfkurbrjef -- — --- _ _ : 10. des. ----- Togarafjelögin, sem rekin hafa því, að íslendingurinn Hermann Jónasson, se'm $etti þjóðai’hags- muni ofar flokkshagsmunum í orði fyrsta desember, hann muni ætla sjer að halda sig lengi á þeim æðri sviðum ofan við flokkshags- munina, vængir hugsjóna hans muni ekki lengi bera hann uppi, liann muni bráðum detta aftur í svaðið — og þá sje „alt við hæfi“ Tímans aftur. Verkin tala. Framsóknarmenn hafa stundum gortað af því, að þeir hafi öðrum fremur látið verkin tala. Það verður að játa, að þeir hafa sýnt ýmiskonar. viðleitni í þeirri grein. En þegar á alt er litið hafa verk Framsóknarflokksins aldrei talað skýrara mál heldur en gegn- um útvarpið í ræðu Hermanns Jónassonar. Þar kom fram heild- arárangurinn af öllu saman. Lífs- skilyrði þjóðarinnar í hennar eigin landi orðin tvísýn, þjóðin í voða. Til þess að bæta þau afglöp sem Framsókn hefir gert, þarf meira en orðin tóm. Það þarf meira en blábera viðurkenningu forsætisráðherra eyðileggingar- flokkanna um það, að ástandið sje alvarlegt. Það þarf gagngerða breytingu á öllu stjórnarfari þeirra manna sem hjer ráða. Ekk- ert annað kemur málinu við. Þeir Framsóknarmenn mega flytja syndajátningarræðu í útvarpið upp á hvern einasta dag 'og bæn- aróð um væntanlega fyrirgefning synda sinna. En ekkert dugar nema það eitt að þeir sjálfir snúi við af braut óstjórnar, eyðslu óg fyrirhyggjuleysis, og reynist hlut- gengir menn til þess að byggja hjer upp nýtt, heillavænlegt og lífvænlegt þjóðfjelag. Stefnan. egar forystumenn Framsókn- arflokksins hafa játað fyrir alþjóð, að stefna þeirra hafi leitt til óheilla, og ástandið sje full- komlega alvarlegt með þjóðinni, þá er ekki hægt að hugsa sjer, að þeir bjóði öðrum flokki, andstæð- ingaflokki, til samvinnu upp á þær spýtur 'að halda óheillastefn- unni áfram. Leiðin er sú, og sú ein, að taka upp stefnu Sjálfstæðismanna. Samvinnu um hana er hægt að taka upp, og munu menn í öllum ábyrgum stjórnmálaflokkum fagna því. Tíminn var að ’ónotast yfir því hjer um daginn, að stefna Sjálf- stæðisflokksins væri ekki nægilega kunn. Það er ekki vitað hve mikla rækt sá Tímaritari 'hefir lagt við það, að kynna sjer stefnu Sjálf- stæðismanna, nje hve fær hann væri um það, þó hann hefði til þess viljann. 1 En honum til verksparnaðar; og öðrum Framsóknarmönnum, skal á það bent, að fyrir síðustu Al- þingiskosningar var gefið út yfir- lit yfir stef’numál flokksins. Er á mjög skömmum tíma hægt að sjá þar öll aðalatriðin. En annars geta Tímamenn kynst stefnu Sjálfstæðisflokksins dag- lega, með því að lesa blöð hans. Löng leið. kaflega er hætt við því, að það taki langan tíma og kosti mikla fyrirhöfn fyrir þá Tímamenn, að breyta um starfs- hætti og hugarfar í afskiftum sín- um af opinberum málum. Nú síðustu dagana, eftir hátíð- arræðuna ræðst Tíminn t. d. heift- úðuglega á bæjarstjórn Reykja- víkur fyrir það, að fátækrafram- færið hefir farið lijer ört vaxandi. Slíkt tal ber ekki vott um, að menn þeir hugsi sjer að gerast gætnari og ábyrgari í orðum og gerðum en þeir áður liafa verið. Síðan þessir menn hófu það starf sitt, sem þeir hafa löngum kallað „hina alhliða Viðreisn sveit- anna“ hefir, að því er kunnugir telja, eitt bændabýli farið í eyði að meðaltali 11. hvern dag. Til þess að minlta vandræði sveitanna af þessháttar „viðreisn" hefir fátækraframfærinu að miklu leyti verið velt yfir á Reykjavík. En til þess að höfuðstaðurinn ætti erfitt með að 'taka á móti því fólki sem hingað hefir flúið, hafa þeir Framsóknarmenn haft liina einlægustu samvinnu við sósíal- ista, sem að því hefir 'miðað, að koma atvinnuvegum bæjarbúa í kaldakol, með aukmtm tollum og allskonar álögum, vaxandi dýr- tíð, og ófrelsi við hverskonar sjálfsbjargarviðleitni. Svo koma þessir menn, í sömu andránni, sem forsætisráðherra þeirra iðrast synda sinna í út- varpinu, og áfella bæjarstjórnina fyrir að hún skuli í lengstu lög reyna að koma í veg fyrir að fólk það, sem *flúði „viðreisn“‘ þeirra i sveitunum, svelti ekki hjer í Reykjavík. Auðsuppsprettur. r eftir ár hafa Sjálfstæðismenn unnið að því, að koma Fram- sóknarflokknum í skilnmg um, að ekkert geti rjett við fjárhag þjóð- arinnar nema það eitt, að atvinnu- vegir hennar fáist reknir á fjár- hagslega tryggum grundvelli. Það er ekki fyrri en á þessu ári, sem nú er senn á enda, sem Framsóknarmenn hafa tekið í sama streng — í orði. Og enn eru „verlc“ þeirra ékkért farin að tala um það, að þeir skilji nauðsyn þessa, skilji, að á þessu og 'engu öðru verður fjárhagur þjóðarinn- ar og frelsi bygt. í ræðu og riti er talað um, að fiskimiðin umhverfis Island sjeu þau auðugustu í heimi. Aðsókn erlendra þjóða hingað er skýrasta sönnun þess, að þetta er ekkert skrum. En í landinu hefir lengi set- ið stjórn, er lítið sem ekki hef- ir fengist til að sinna því, að þessi auðsuppspretta hefir að nokkru leyti verið lokuð þjóðinni. í 10 ár hefir t. d. afkastamesti at- vinnuvegur vor, togaraútgerðin, verið rekinn með tapi. Framsókn- armenn — aþ ekki sje talað um sósíalista — hafa lokað augunum fyrir þessu, eins og þetta kæmi þeim ekkert við. Fyrir tveim ár- um þóttust þeir þó ætla að byrja þar viðreisnarstarfsemi. Hún var með sama brag eins og ef hið op- inbera tæki sig til og ætlaði að bjarga sveit, þar sem væru 40 jarðir, leggja þær allar í eyði og byggja upp 2 nýbýli. verið út í tap á hverju ári, áttu að taka þátt í því að gefa mönn- um Yí andvirði tveggja nýrra tögara, ef eiphver kynni að vilja taka við þeirri gjöf. Það vildi hana enginn. Eklci einu sinni hinir nýríku stjórnargæðingar treystu sjer til að taka við miljónarf jórð- ung af opinberu fje, af því því fylgdi sú kvöð að gera út á auð- ugustu fiskimið í heimi. I tvö. ár var landsstjórnin að komast í skilning um að þetta bæri vott um, að auðnuvegur þjóð- grinnar væri brátt á enda runn- inn, ef þessu hjeldi áfram. Það þarf miklu staðfestu í sof- andaskap og inngróið skilnings- leysi til þess að vakna ekki fyrr. Og svo er ekki nóg að vakna. Iljer þarf stefnubreyting í verki. Eysteinn og komm- únistar. ónas Jónsson liefir nýlega sent kommúnistum tóninn, sagt, sem er, að óþolandi sje það hverri þjóð og háski hinn mesti, ef svo illa tekst til, að undirlægjur er- lends valds eins og þeir, fái á- hrifavald og úrslitaaðstöðu með þjóðinni, Þarna er þá kominn dauðadóm- ur nr. 2 yfir Framsóknarstefnuna, og hefði útvarpsjátning Hermanns ein verið nóg í bili. Því enn mun þjóðin muna er flokkurinn, sem stjórnað er frá Moskva, gaf út fyrirmæli sín fyrir síðustu kosningar, að í þeim kjör- dæmum, sem Framsóknarmenn væru tæpir, skyldu kommúnistar styðja þá af öllum mætti. Á þann- hátt, fyrir stuðning hinna erlendu flugumanna fjeklc Framsókn aukinn þingstyrk sinn. Hermann Jónasson hefir lýst því hver gifta varð þjóðinni af því, eða hitt þó heldur. J. J. segir þessa lífgjafa Framsóknarstjórn- arinnar ekki samboðna íslensku þjóðfjelagi. Síðan hefir komið hljóð úr horni í málgagni Moskva. Þar hefir birtst langur harmagrátur um það, að nú sjeu „hægri öflin“ í Frarn- sóknarflokknum að tapa trúnni á Eysteini Jónssyni og fjármála- stjórn hans. Hætt sje við að liann verði látinn fara. Þetta yrði kommúnistum og „kroniskri“ stigamensku þeirra í þjóðmálum mikill hnekkir. En Eysteinn Jóns- son þekkist, þó ekki sje nema af vináttu kommúnista í hans garð. Kommúnistar þurfa ekki að óttast, að menn „tapi trúnni“ á Eysteini Jónssyni núverandi fjár- málaráðherra. Lengi vel hjeldu menn að vísu, að hann væri ekki nema fáviti í fjármálum. En seinna hefir hið kommúnistiska úlfstrjmi gægst undan þeirri sauð- argæru. Engum er betur trúandi enn í dag, en Eysteini Jónssyni, til þess að tortíma „lífsskilyrðum og sjálf- stæðismöguleikum“ þjóðarinnar. Það mega „kommar“ eiga. Þeir þekkja sína. Samúð og þjóðhugur. tundum reyna stjórnarflokk- arnir að kveikja hjá mönn- um efasemdir um það, að meðal Sjálfstæðismanna ríki nægilega mikill samhugur með þjóðinni, til þess að þeir vilji leggja nægilega mikið á sig sem þyrfti til veru- legrar viðrelsnar fjárhag og at- vinnulífi. Forsendurnar fyrir þessum get- sökum eru úr æði lausu lofti gripnar. Þær eru yfirleitt helber misskilningur. Því enda þótt Sjálf- stæðismenn hafi ekki verið, sjeu ekki enn í dag, ©g verði aldrei óðfúsir á, að leggja fram offjár og krafta til þess að núverandi stjórnarfar geti haldist í landinu, þá mega þeir Framsóknarmenn, sem vilja beita sjer fyrir stefnu- breytingu í atvinnu- og fjármál- um, vera- alveg vissir um það, að Sjálfstæðismenn spara hvorki hug- vit nje krafta, fje að annað, þeg- ar til þess kemur, af einurð og alvöru, að b.jarga lífsskilyrðum þjóðar vorrar og sjálfstæði. Og hvernig eiga fyrirhyggju- menn þjóðar vorrar að taka því með glöðu geði, að óhappamenn- irnir, sem nú sjálfir eru sumir að bogna undan ofurþunga synda sinna, sjen á hverju ári gerðir út með nesti og nýja skó af skatt- fje þjóðarinnar til skemdaverka ; sinna. Gofcf TTlecíaí HVE ITI 140 lbs. WMED.AU.ck,; 10 lbs. WASHBURM-CB03flV C°* Fyrirliffgjandi H. EENEDIKTSSOM & CO Sími: 1228. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI----ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.