Morgunblaðið - 18.06.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.06.1939, Blaðsíða 2
2 M 0 RGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. júní 1939. Júnínótt á Sviði með b. v. Venusi Þrjátíu togaraskipstjórar r • • • reyna nyja vorpu JEG er þess fullviss, að aldrei hefir nokkurt skip lagt úr íslenskri höfn með eins glæsilega skips- höfn og togarinn „Venus“, er hann fór frá bryggju í Hafnarfirði kl. 7.30 á fimtudagskvöld, til veiða eina sumarnótt hjer út í flóa. Það var Fiskimálanefnd, sem gerði togarann út þessá för og' var erindið að reyna nýja botnvörpu, er Englendingur, Mr. Hymus Jones að nafni hafði komið með hingað, á vegum Fjelags íslenskra botnvörpuskipaeigenda, og óskaði eftir, að íslenskir togaraskip-i stjórar reyndu vörpuna. Varpa þessi er talsvert frábrugðin vörpu þeirri, sem togarar hjer alment nota Til þess áð togaraskipstjórar gætu kynst vörpunni, ákvað Fiskimálánefnd að fara þessa veiðiför út í Faxaflóa og bjóða öllum togaraskipstjórum með í förina. Jeg fekk að fljóta með. LAGT AF STAÐ Það hafði verið ákveðið að ieggja af stað frá Hafnarfirði kl. 6 á fimtudagskvöld, en burt-i förin frestaðist til kl. 7,30, því að Fiskimálanefndin, eða menn úr henni, sem ætluðu með, mættu ekki til skips á rjettum tíma. Skipstjórinn á Venusi, Vil- hjálmur Árnason, var hinn ró- legasti í brúnni, þótt biðin yrði þetta löng, en einhverjir höfðu orð á því, að þeir könnuðust ekki við þessa ró hjá Vilhjálmi. Hann hefði einhvemtíma flautað, og farið á tilsettum tíma og ekkert hirt um þá, sem ekki voru mætt- ir. Vilhjálmur er, sem kunnugt er, einhver mesti 'fiskimaður á okkar togaraflota. En svo, laust fyrir kl. 7,30, kom Runólfur Sigurðsson skrif- stofustjóri Fiskimálanefndar og með honum tveir úr nefndinni, beir Jón Axel Pjetursson lóðs og Þorleifur Jónsson í Hafnar- firði. Fleiri voru ekki mættir frá nefndinni. Voru nú festar leystar og lagt frá bryggju. Aldrei upplýstist það til fulls, hve margir væru um borð, en þeir hafa sjálfsagt verið um 50, þar af um 30 tog- araskipstjórar úr Reykjavík og Hafnarfirði, tveir Englendingar, Mr. Hymus Jones og með hon- um en3kur skipstjóri, er segja skyldi fyrir um, hvernig nota átti hina nýju vörpu. Þarna var Loftur Bjarnason útgerðarmað- ur úr Hafnarfirði. Á leiðinni út var margt spjall-5 að. Einhver togaraskipstjórinní spurði, hvort skipið mætti ekki veiða í landhelgi, þar sem þetta væri rannsóknarför. Jón Axel svaraði því játandi. „Ertu með skrifleg leyfi“, spurði skip- stjóri. „Nei“, svaraði Jón. „Jæja, þá fiskum við ekki í 3andhelgi“, sagði Vilhjálmur. Á NÆSTU MIÐUM. Eftir rúmlega klukkutíma stím vár .mið á næstu mið og tun undi^sujXj nu uof^sdiJis jn.3 áð kasta. Miðið nefndu skip- stjórarnir við Hlíðarfótinn. Ek'ki héfði þeim á Fagranesinu þótt fiskilegt þarna. Engin súla sást, aðeins nokkrir „múkkar“; 4— 5 togarar voru að veiðum á þess- um slóðum. Aðalsteinn Pálsson tók þessa trollvakt. Er togað hafði verið tæpan klukkutíma, þótti fiski- legt; súla framundan og kríu- ger á bæði borð. Ætlunin var að toga 114 til 2 tíma, en þegar búið var að toga klukkutíma kom skipstjóri og skipaði að hífa. Skipstjórar óttuðust, að varpan myndi hafa rifnað, því þarna var ,,óhreinn“ botn og var því ákveðið að skoða í vörpuna. Var nú hífað inn trollið og biðu allir með spenningi eftir að sjá, hvað kæmi í nýju vörpuna. Biðin var stutt. í pokanum voru 15—20 körfur (karfa ca. 70 pund) ; þorskur, ýsa, koli, stein- bítur og upsi. Varpan var hvergi rifin. Var nú strax kastað aftur á sömu slóðum. Þótt veiðin væri ekki mikil eftir fyrsta halið, var hún nægi- leg til þess að menn þurftu nú ekki að svelta um borð. En Fiski málanefnd hafði látið þau boð út ganga, að þeir sem ekki væru skráðir á skipið, gætu ekki vænst þess að fá óþrjótandi mat, ef ekkert fiskaðist. Glaðnaði því yfir skipstjórunum og okkur hinum, er smá-ýsan lá sprikl- andi á þilíarinu. Pjetur Maack gerði strax orð fyrir kokkinn ög lagði fyrir hann hvernig mat- reiða skyldi ýsuriá. Matseðill hans var svohljóðandi: Skola af fis'kinum öll óhreinindi, ekki fara innan í hann og sjá um, að hvergi sje hnífstunga í honum; iáta fiskinn síðan í pott, fullan af sjó, láta koma vel upp suð- |una og bera á borð með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Kokkurinn horfði fyrst spyrj-; andi á Pjetur, kannaðist sýnlega ekki við að fá fyrirskipanir frá honum þarna um borð. En það varð aðeins til þess að Pjetur setti á sig valdsmannssvip og gaf fyrirskipanir enn ákveðnari. — Kokkurinn sá þann kost vænst- an, að gera eins og fyrir hann var lagt, enda gat hann búist við, að Pjetur hefði meiri völd á skipinu en hann raunverulega hafði. „Er nokkuð í vörpunni?“ LEYNDARMÁL Enn var togað. Jeg kom upp í brú. Þar var Aðalsteinn áfram við stýrið, og voru þar fyrir margir skipstjórar. Jeg heyrði þá tala um mið: Stellir um .... kirkjan í. . .; jeg fór að nótera niður hjá mjer í vasakompu. En þá snýr Aðalsteinn að mjer með roiklu fasi og segir: „Ertu vit- laus maður, ekkert mið að skrifa“. Jeg stakk vasabókinni strax í vasann og hugsaði, að best væri að fara í felur með hana. Jeg labbaði nú hálfsneyptur niður í káetu skipstjóra. Þar voru þá fyrir margir skipstjór- ar. Þeir voru að ræða um nýju vörpuna, en töldu of snemt að leggja nokkurn dóm á hana eftir fyrSta halið. „Ekki trúi jeg því, að þessi varpa sje eins góð og sú franska, sem jeg heyrði um fyrir nokkr- um árum“, sagði Ágú=t sripstj. á Braga. Hann hafði verið hjer úti í flóa að fiska 0g var fiski- lóðs með úr landi. Þeir köstuðu, en fengu aðeins fáa fiska. — Fransmaður var þar skamt frá, og fiskaði all-vel. Skipstjóri fór að ræð;t þetta við fiskiióðsinn; jú, lóðsinn hafði skýringu á reiðum höndum. Sá franski hafði franskt troll. ,,0g jeg skal segja þjer, að ef þú mistir tölu, skalt þú vera viss um að ná henni í næsta trolli“, sagði lóðs- inn. Svona var franska trollið. Allir voru sammála um, að nýja trollið myndi ekki jafnast á við þetta. LÍTIL VEIÐI. FESTUR. Laust eftir miðnætti, eða kl I2V2, gaf skipstjóri skipun um að hífa. Hafði þá verið togað í tvo klukkutíma. Nú bjuggust allir vio sæmilegum afla. Voru menn því alment fyrir vonbrigð- um. því að einar 12 körfur voru í pokanmii. Aðalsteinn hafði staðið troli- vaktiní! í báðum togunum. Taldi skipstjóri nú best að gefa hon- um hvíld, og skipaði Pjetri Maack að taka vakt. Pjetur kemur upp í brú. „Hvar erum við staddir“, sagði hann. Hon- um var skýrt frá því. „Alt í lagi, enginn fiskur inn frá; þá er best að halda út.“ Og nú tók Pjetur við stjórn og hjelt út á, „Ein- hverntíma hefði maður skipað öllum út úr brúnni“, sagði Pjet- ur, en ekki treysti hann sjer tilj þess. Var nú kastað í þriðja sinn og stefnt út. Og nú var matur á borð borinn. Varð að hafa þrí- skift við matborðið. Kokkurinn hefir sýnilega ekki haft trú matseðli Pjeturs, því að hann hafði rjúkandi steik á borðum með ýsunni. En ýsan þótti hið mesta sælgæti. Pjetur bar sig illa í brúnni, meðan aðrir sátu að snæðingi. Hann vissi að ýsan var takmörk uð og menn voru orðnir soltnir. Loks var Pjetri leyft að skreppa niður til að borða, en Aðalsteinn tók stjórnina á meðan. Er Pjet- ur var nýsetsur við borðið kom mikill rikkur á skipið. „Festa“, hrópuðu skipstjórarnir og allir ruku upp. Var nú ekki annað að gera en að hífa trollið. Ein branda var í trollinu og varpan talsvert rifin. Var talið að það tæki minst klukkutíma að bæta (netið. Hvað skal nú gera? Halda suður í Garðsjó, og setja út hitt trollið (skipsins), sem var til- búið stjórnborða. Var það troll sett út, og stjórnina skyldu taka til skiftis Guðmundur Markús- son og Pjetur Maack. Var nú togað í áttina suður í Garðsjó. Eftir ca. tveggja tíma troll var híft. Enn var varpan rifin, rjett ofan við pokann. — Sjiöttungur var í. Nýja trollið hafði nú verið bætt og var það sett út aftur. — Eftir klukku- tíma: Fast! Enn var híft. Væng- i rinn var talsvert rifinn, þó ekki svo, að langan tíma tæki að bteeta. Skipstjórar töldu þessa festu ekki eðlilega og vildu kenna vörpunni um. INN Á AFTUR. Var nú kl. 7 að morgni og á- kveðið að halda aftur inn, og reyna við Brúnirnar. Kl. 7,50 var kastað og var Aðalsteinn við stýrið. Hann kvaðst vilja ráða hvernig togað yrði nú. Var það samþykt af skipstjóra. Fór nú Aðalsteinn ótal hlykki og króka og ekki á færi mínu að fylgj- ast með hans ferðalagi. Hann var altaf með kíkirinn á lofti, ýmist horfði hann á kirkjuturna, hnúka og dældir á landi, ýmist á báta og skip á sjónum. Jeg reyndi ekki að spyrja Aðalstéin um miðin; taldi best að láta hann vera í friði. Nú fóru menn að verða syfj- nöir og fóru að grafa upp kojur, hvar sem fundust í skipinu. En ekki fengu menn frið til að sofa. Voru menn gerðir út á 5 eða 10 Pramh. á. 7. síðu. Uppsögn Meníaskólans. 50 stúdsntar útskrifaðir í gær Mentaskólanum var sagt upp í gær í hátíðasal skólans. Pálmi Hannesson rektor flutti ræðu og af- henti stúdentunum nýju og gagnfræðingum prófskír- teini sín. Nemendafjöldj 1 skólan-um yar í luuist 260, í .gagnfræðadeild 54 og, lærdómsdeild 206. Þar voru tíu deildir, einni fleiri en í fyrra, því 3. bekkur er tvískiftur nú. 50 stúdentar útskrifuðust: Ur máladeild: Áslaug Ásmundsdóttir I. eink. Bergþór Smári ágætis eink. ; !\r Björn Sveinbjörnsson I. Erla Geirsdóttir I. Guðrún Benediktsdóttir I, ; ^ Guðrún Gísladóttir II. Guðrún Stefánsdóttir II. Gunnar Guðmundsson II. Gunnlaugur Þórðarson II. Halldór Guðjónsson II. Halldór Þorbjörnsson I. Helgi Halldórsson I. Hildigunnur Hjálmarsdóttir I. Jón Bjarnason I. Kristbjörg Ólafsdóttir I. Kristinn Gunnarsson II. Margrjet B. Hafstein II. Margrjet Steingrímsdóttir I. Ólöf Benediktsdóttir I. Ragnbeiður Baldursdóttir I. Ragnhildur Halldórsdóttir II. Richard R. Thors I. Sigfríður Bjarnar II. Sigfús H. Guðmundsson I. Sigurgeir Jónsson II. Uniiur Samúelsdóttir II. Utan skóla: Jóhann Bernhard III. Logi Einarsson I. Þorsteinn Vaidimarsson I. Stærðfræðideild: Bjarni Jónsson I. Grímur Jónsson II. Halldór Grímsson I. Henrik Linnet I. Hjálmar Bárðarson I. ívar Daníelsson I. Jóhannes Bjarnason I. Jón R. Guðjónsson II. Jón Kr. Hafstein II. Jón Jónsson I. Magnús Þorleifsson III. Matthías Ingibergsson I. Pjetur M. Jónasson I. Ragnar Þórðarson I. Sigfús B. Jónsson I. Sigurður Jónssoii, (sen.) II. Sigurður Jónsson (sen.) I. Sigurður F. H. Sigurðsson I. Sveinbjörn Sveinbjörnsson HI. Sveinn Þórðarson I. Þorsteinn Thorsteinsson II. Þrír þeirra, er fengu hæstu einkunn, voru: Bergþór Smári 9.03 (ágætis einkunn), Margrjet Stein- grímsdóttir 8.48 og Ólöf Bene- diktsdóttir 8.45. Gagnfræðingar ixtskrifuðust 27 skólanmn. Gagnfræðapróf ur þetta var mjög hátt innanskóla ög þrír þeir hæstu voru: Stefanía Guðnadóttir með ágætis einkunn PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.