Morgunblaðið - 18.06.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.06.1939, Qupperneq 3
Sunnudagur 18. júní 1939. MOEGUNB L A Ð 11) 8 Verður ísl. knattspyrnu- mönnumboð ið til London ‘C* nska knattspyrnuIiSið I. C. kom king-að með Goðafossi á hádegi í gær. Þeim var haldið samsæti á Garði kl. 3Va í gær, þar sem ræður voru fluttar af hálfu Englendinga og íslendinga. Fyrsti leikur þeirra fer fram eins og áð- ur hefir verið sagt frá, annað kvöld við K. R. Þegar Engleíidingarnir komu til Vestmannáeyja í fyrrakvöld, var veður hið besta. Knattepyrnu ráð Yestmannaeyja tók á móti þeim og sýndi þeim eyjarnar og síðan var þeim haldið samsæti í samkomuhúsinu í Eyjum. Skoski knattspyrnumaðurinn Mr. Bert Jack, sem nú dvelur í Vestmannaevjum, átti tal við far- arstjóra I. C., Mr. Smith, fyrir Morgunblaðið og fer hjer á eftir skeyti Mr. Jacks: — Mr. Smith sagði mjer, að hann og knattspymumennirnir hlökkuðu til kappleikjanna í R.eykjavík. Hann sagði, að lið I. C. væri ekki eins sterkt nú eins og er þeir fóru í ferðina krihgum hnöttinn, en þó vonaðist hann eft- ir að þeir gætu sýnt góða knatt- spyrnu. Knattspyrnumennirnir eru frá ýmsum stöðnm í Englandi og Skotlandi. Þegar jeg sagði Mr. Smith, að völlurinn í Reykjavík væri mjög harður, kvað hann það tæpast koma að sök, því að þeir hefðu leikið á hörðum völlum í Egypta- landi og Kína. Jeg spurði Mr. Smith, hvort ekki væri liægt að koma því við að íslenskir knattspyrnmnenn Ijeku við þá í London. Mr. Smith kvað það vel til fnnd ið. Við Ijekum við Olympíulið Kín verja á Arsenal-vellinum í Lond- on nýlega. Jeg er viss um, að ís- lendingar eru nógu góðir til þess að leika í Englandi. Væri gaman að fá þá úf til London í ágúst- mánuði. Mr. Smith var nokkuð áhyggju fullur út af bakvörðum liðs síns, en framverðirnir sagði hann að væru sjerstaldega góðir og hefðu mikla reynslu að haki sjer. Ilann vonaðist til, að framherjarnir gætu staðið sig vel. Yfirleitt virt- ist mjer Englendingarnir vera hinir bjartsýnustu. Báðir bjartsýnir. Þrátt fyrir að samningar Rússa og Breta í Moskva gangi treglega, 'þá eru þó báðir aðilar bjartsýnir. Þeir búast við að samningur u-m þríveldabandalag verði fljót- lega tindirskrifaður. SÍLDVEIÐISKIPIN Frjettaritari vor á Siglufirði símar, að enn hafi engin sílcl veiðst, enda hafi tíð verið stirð. Undanfarna daga liafa þau skip, sem, komin eru norður, leg- ið á liöfnum inni. Bjartsynn, raunsær hug- Verður breski Isjónamaður flotinn látinn ría’ða Ólafs Thors rjúfa hafnbannið atvinnumálaráðherra Frú frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HORFUR þykja ískyggilegar i Austur-Asíu. Ráðherrar í breska ráðuneytinu hafa feng- ið fyrirskipun um að vera um kyrt í Lond- on um helgina. 1 Japan ganga lausafregnir um að Bretar hafi gefið herskipaflota sínum í Austur-Asíu. fyrirskipun um að rjúfa hafnbannið í Tientsin og flytja þangað matvæli. Ef Japanar reyna að stöðva bresku herskipin geta afleiðiugíyn- ar orðið hinar alvarlegustu. Stjórnin í Tokio hefir fallist á tillögur herforingjanna um aðgerðimar í Tientsin og gefið herstjóminni þar óbundnar hénd- ur um alt, sem hún telur að gera þurfi. Meðal stjórnmálamanna í Tokio ríkir sú skoðu>’., að örðugt muni að leysa deiluna án þess að Bretar bíði nokkurn álitshnekki. I London ríkir sú skoðun, að Bretar sjeu viðbúnir að gera hverj- ar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar kunna að verða. Breska stjórn- in er að bíða eftir skýrslu, sem verið er að gera um hvaða refsiaðgerð- ir múni reynast áhrifamestar gegn Japönum. Við hátíðahöld íþróttamanna í gær flutti Ól- afur Thors atvinnumálaráðherra eftirfar- andi ræðu við leiði Jóns Sigurðssonar: Því heyrist stundum fleygt, að sagan sje ekkert nema helber hjegómi til ánægju þeim, sem fróðleiksfúsir eru, flestum öðrum til ama og engum til gagns. Má það furðulegt teljast, að slík firra skuli vakna í huga- nokkurs íslendings, því engi nþjóð ætti betur að skilja og meir að meta þá fjái*sjóði, sem sagan geymir, en einmitt við Islend- ir.gar, sem þangað höfum sótt þolgæði og þrótt til þess að standa gegn margra alda ásókn ísa og elda, hallæris, drepsótta, erlendr- ar ánauðar og'hvers konar hörmunga. Munu flestir dómbærir menn hiklaust játa, að í þeirri longu og örðugu lífsbaráttu hafi engin kynslóð átt aðra sterkari stoð en þau afrek forfeði’anna, sem sagan varðveitti og greiddi öllum aðgang að. ___________ Hlutleysi Útvarpsins: Nýjar reglur að hefir oft viljað brenna við að útvarpið gætti ekki hlut- leysis síns í sjórnmálum, sem skyldi. Útvarpsstjórn hefir nú á- kveðið að setja um þetta strang- ari reglur, og sett eftirfarandi fyrirmæli um tilkynningar, er varða stjórnmálaflokka og stjórn- málablöð: 1. Heimilt er að birta tilkynn- ingar frá blöðum 'úm, að þau á tilgreindum tíma flytji greinar um tilgreind efni eftir tilgreinda höfunda. Ber þá jafnan að gæta þess til hins ítrasta, að fyrirsagn- ir greina eða frásagnir nm efni þeirra ékki beri á sjer neinn póli- tískan áróðursblæ, árásir á mann- orð rnanna, flokka eða fjelags- heilda, og eigi mega í slíkum til- kynningum felast hvatningar til almennings um að lesa. fyrnefnd blöð eða greinar. 2. I tilkynningum um stjórn- málafundi flokka eða fjelaga ber stranglega að gæta hinna sömu reglna, sem teknar eru fram und- ir tölulið 1, varðandi blöð. Ber þá að haga tilkynningum um fundarefni á sama hátt og um greinar, að þær sjeu látlausar, lausar við stjórnmálaáróður og á- rásir og lausar við hvatningar um fundarsókn. Morgunblaðinu þykir ástæða til þess að birta þessi fyrirmæli, svo að lesendur blaðsins geti fylgst með því sjálfir, hvernig útvarpinu tekst að fylgja þessum eigin reglum sínum. E.s. Brúarfoss fór til Akraness í gærdag og tók þar vörur til út- flutnings. 71 manns hafa farist af frönsk- um kafbát Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ranskur kafbátur — þriðji kafbáturinn á nokkrum vik- uœ— hefir sokkið og 71 manns hafa farist. Áður hafði farist ame- rískur kafbátur með 33 mönnum og breskur kafbátur með 99 mönnum. Kafbáturinn var staddur undau ströndum Indo-Kína og var að æfingum. Hefir ekki tekist að finna staðinn, þár sem báturinn sökk, þrátt fyrir 30 klst. ítarlega leit. Vegna. óvenju mikils dýpis á þessum slóðum verður ekki hægt að lcoma við Davis-tækjunum — björgunarklukkunni, sem notuð var, þegar ameríski kafbáturinn fórst. Er því engin von um björgun. Eldur f gfstfhús- fnu f Eyjum. Eldur kom upp í húsinu Tunga í Vestmannaeyjum í fyrri- nótt en í þessu húsi er gistihús- ið í Eyjum, Hótel Berg. Skemd- ir urðu ekki miklar, nema í einu herbergi, þar sem eldurinn hafði hrotist út. Eldurinn kom upp í herbergi, þar sem geymd voru rúmföt, dúk- ar o. þ. h. Var vátrygt gegn elds- voða, en tjón eigenda er þó talið. tilfinnanlegt. Ókunnugt er um eldsupptök. íþróttamanninum færir sagan í dag eigi aðeins skemtilegan fróðleik, heldur og gagnlegan boðskap. Af sögunni lærir hann, að íþróttirnar eru æfagamlar, svo að kalla jafn gamlar mann- kyninu, og öll er sagan þess óræk vitni hversu saman hefir farið líkamlegt atgerfi og menning sjerhverrar þjóðar, og andlegur þroski hennar og veraldleg vel- gengni. Eldgamlar heimildir sanna, að á veldistíma Egypta, stóðu í- þróttir með miklum blóma þar í landi. Saga Grikkja og Róm- verja talar sama máli. Það er hæpið, hvort andleg menning hef ir nokkurntíma náð hærra en með Grikkjum á stórveldistíma þeirra. Það er víst, að engin þjóð hefir skipað íþróttum jafnt til öndvegis og Grikkir. Og enn í dag er það svo, að með mestu öndvegisþjóðum, heimsins eru íþróttimar mest í heiðri hafðar, svo að engu þykir minna um vert líkamlegt atgerfi æskumannsins en bókhneigð hans, námfýsi og vísindaafrek. Að því er okkur Islendinga snertir, segir sagan alt frá land- námsöld og fram á þennan dag hið sama, og gefur skýrt fyrir- heit um það, að ávöxtur íþrótta og líkamlegrar menningar, er eigi aðeins vellíðan líðandi stund ar ,heldur og vaxandi orka og aukin velsæld á öllum sviðum þjóðlífsins á ókomnum öldum. Sagan er því hin sterkasta hvatning sjerhverjum íþrótta- manni til aukinna dáða. ★ Hjer við gröf Jóns Sigurðsson ar kveður rödd sögunnar hátt við, og hljómar með meiri styrk leika og myndugleik en víðast annarsstaðar. Hún flytur eigi að eins vísindamönnunum og stjorn málamönnunum sinn boðskap. Sá, er hjer liggur grafinn, er til fyrirmyndar sjerhverjum þeim, er vill verða gagnlegur þegn í þjóðfélaginu. Það er verðugt að íþróttamenn heiðri minningu þessa þjóðfor- ingja með því, að staldra við hjer við leiði hans, er þeir hefja höfuð-íþróttamót ársins, því einn ig þeirra fyrirmynd var hann. Enginn hefir kept fastar að markinu en hann. Hvergi hafa dygðir hins sanna íþróttamanns, þrautseigjan, krafturinn og drenglyndið lýst sjer sterkar en hjá honum. Iþróttamenn sýna einnig vitur leik, er þeir hefja hjer mót sitt. Ást og virðing fyrir Jóni Sig- urðssyni á vissulega sinn þátt í vaxandi afrekum íslenskra íþróttamanna, því áreiðanlega er margt heitið unnið einmitfc hjer við leiði hans, bæði um það, að leggja fram kraftana á sjálfu íþróttamótinu, sem og að iðka æfingar og stæla þi’óttinn til næsta móts. ★ Væri Jón Sigurðsson kvistur af stórum meið, hefði hann fæðst með einhvérri stórþjoðinni, myndi sagan hafa varðveitt nafn hans og minningu á ókomnum öldum í hugum bóklærðra manna imi gervallan hinn mentaða heim. Hann var Islendingur og er þvf lítt þektur utan okkar lands- steina. En Jón Sigurðsson var mikilmenni engu að síður. Gáfur hans, skapferli, viljaþrek og glæsileiki hefðu allsstaðar skip- að honum til öndvegis. Nú geld- ur hann aðeins afleiðinga þess, að þjóð hans bauð smærri verk- efni og síður sögulega viðburði á alheims mælikvarða, en synir annara þjóða hafa fengið að fast við, — og sigra, með andlegum og líkamlegum yfirburðum Jóns Sigurðssonar. Sumra nafn geymir sagan vegna einstaks afreks þeirra. Aðrir tryggja sessinn með verð- leikum langrar og dáðríkrar æfi. Jón Sigurðsson er meðal hinna síðari. Hann vann margra manna verk og á mörgum sviðum, og öll vel. Er það t. d. álit manna, að þessi öndvegishöldur íslenskra FRAMH. Á SJÖUNDTJ SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.