Morgunblaðið - 18.06.1939, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. júní 1939.
Kvennaskólinn á Blönduósi
FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU.
skólanum á Akureyri eitt sinn,
eíi það hljóðár svo:
Vor skóli verður sannnefnd sól,
og-svörtum skuggum gyði,
og mentaljós um bygð og ból
með blessun sannri leiði.
Hann styrki okkar bræðraband
og braut til frama ryðji,
og alt það gott sem á vort land
hánn efli, bæti og. styðji.
Guð gefi að kvennaskólanum
okkar megi auðnast að veita
birtu og yl út yfir bygðir lands-
ins. H. Á. S.
★
Hjer fara á eftir stuttar
minningargreinar frá skólavist
að Undirfelli og Ytri-Ey, sú fyrri
frá Undirfelli eftir Oddrúnu
Frímannsdóttur frá Helgavatni
en sú síðari eftir Guðrúnu Jóns-
dóttur frá Sveinsstöðum.
Minningar frá
Undirfelli
að var mikið gleðiefni fyr-
ir okkur ungu stúlkurnár í
Vatnsdal, þegar við fengum að
heyra, að kvennaskóli yrði sett-
ur að Undirfelli haustið 1879.
Jeg fór strax til móður minnar
ög spurðist fyrir um það, hvort
hún sæi sjer ekki fært að leyfa
mSér skólavist þar um veturinn.
Jejg: élskaði ljóð, sögur og æfin-
týr. Þráði að fá að fðera, eink-
um til bókarinnar. Móðir mín
lofaði að hugsa til þess, og
draumur minn rættist, jeg fekk
að fara.
Við vorum 10 * .stúlkur í
kvennaskólan^m að Undirfelli.
Var oft þröngt á þingi, því
héimilisfólk var þar margt, og
þá bættust í hópinn fimm pilt-
ar sem voru að læra undir
skóla hja prestinum okkar sr.
Hjörleifi Einarssyni.
Kenslukona við skólann var
Björg Schou, .hafði hún lært í
kvennaskólanum í Reykjavík:
kéndi hún lítið til bókarinnar,
en við höfðum ekki skaða af
því. Sr. Hjörleifur kendi okkur
bóklegu fögin, var hann bæði
lipur og góður kennari. Við
fórum á fætur kl. 6 á morgn-
ana, bjuggum um rúm okkar og
ræstum skólastofuna. Morgun-
matur var kl. 7, þá fengum við
fíóaða mjólk og skyr út í, synti
það í skálunum eins og svanir
á polli. — Eftir mat voru bænir
Iesnar og síðan byrjaði kensl-
an. -— Allar stúlkurnar komu
með verkefni heiman að. —
Jeg kom með grænt klæði í
treyju handa ömmu minni, og
vaðmál í tvö vesti og buxur,
band í fingravettlinga og eitt-
hvað fleira, kent var að „skatt*
éra“, skattéraði jeg söðulsessu.
Frú Guðlaug, kona sr. Hjörleifs
aðstoðaði Björgu við kenslu í
fatasaum.
Flestar stúlkurnar kunnu
sama og ekkert að skrifa, nema
við Helga frá Grímstungu. —
Hafði móðir mín tekið kennara
handa okkur systrunum þrjá
undanfarna vetur, tvo mánuði
í hvort sinn. Þegar stúlkurnar
voru farnar að skrifa nokkuð
iæsilega, sagði prestiirinn okk-
ur að skrifa sjer sendibrjef og
hafa þau á skólaborðinu hvem
orgun. Þótti mörgum stúlk
unum þetta erfitt, en jeg hafði
gaman af.
Þóttist jeg vera gamall vinur
prestisins og búa á Suðurlandi.
Hafði jeg komið í heimsókn til
hans. Lýsti jeg hinum góðu við-
tökum, er jeg hafði þegið hjá
honum. Þannig hjelt jeg áfram
og ræddi um alt milli himins og
jarðar, sem mjer datt í hug.
Eitt sinn baglaði jeg saman vísu
— þóttist sjá í anda stúlkumar,
sem hann var að kenna:
Á sínum stólum sitja spmnd,
sinn við skóla lestur.
Á góðu bóli, glöð er stund.
gengur sól í vestur.
Presturinn hafði gaman af
því, ef við reyndum að koma
saman vísu, ritaði jeg honum
Ijóðabrjef og varð af því tölu-
verð skemtun.
Lítið varð úr matreiðslukensl-
urni, áttum við að læra að mat-
r-eiða um helgar, en það var alt
í molum. Einn sunnudagsmorg-
un vorum við vaktar með kaffi
og okkur ságt að koma fljótt
fram í eldhús, nú ætti að fara
að steikja. Við eins og örskot
upp úr rúmunum. Þegar í eld-
húsið kom var pottur á hlóðum
og frökenin stóð fyrir framan
hlóðirnar með kindarbóg í
hendinni, sagðist hún ætla að
kenna okkur að steikja. Bóg-
urinn var steiktur, en við stúlk-
urnar fengum ekki nema ilm-
inn af steikinni, þótti okkur það
súrt í broti.
Oft var glatt á hjalla á Und-
irfelli þennan vetur, þótti mjer
þessi tími einn hínn ánægju-
legasti, er jeg lifði í æsku og
verður cft hugsað til skólans
á Undirfelli og veru minnar þar,
þá hugurinn leitar yfir hafið,
heim á æskustöðvarnar í daln-
um mínum fríða.
Næsta vetur á eftir var skól-
inn á Lækjamóti, voru allir
ánægðir með skólann þar. ÖIl
aðbúð var þar hin ákjósanleg-
asta, því Margrjet húsfreyja á
Lækjamóti var með afbrigðum
rausnarkona. i
Oddrún Frímannsdóttir
Minningar frá
Ytri-Ey
Jeg kom fyrst í kvennaskóla
á Ytri-Ey 3. jan. 1898,
um það leyti komu átta aðrar
námsmeyjar. Þá var forstöðu-
kona ungfrú Guðrún Jónsdóttir
frá Litla-Dal, er seinna giftist
Eggert Briem.
I skólanum voru 3 bekkir, og
þess utan svo kölluð aukadeild.
I henni voru margar námsmeyj-
ar, máttu þær alveg ráða hvaða
fög þær lærðu. Skipuðu sjer
aðallega í þá deild stúlkur, sem
vildu leggja mesta stund á
saumaskap, en hugsuðu minna
um bóknámið. — Svo voru þau
hlunnindi við það að vera í auka
deild, að ekki þurfti að þreyta
próf að vorinu, en þær fengu
þá heldur engan námsstyrk. Aft-
ur á móti gátu námsmeyjar feng-
ið 20 króna styrk, ef þær tóku
próf úr einhverjum bekknum
að vorinu. ' 'I
Haustið 1898 settist jeg í
annan bekk. Vorum við að eins
tvær í bekknum. Svipað var um
þriðja bekk að segja; í fyrsta
bekk voru eitthvað milli 10 og
20, en í aukadeild meira en
helmingur allra námsmeyja. —
Húsnæði varafskornum skamti.
Þrjú svefnherbergi voru fyrir
námsmeyjar. Voru tvö þeirra
tvö stafgólf hvort, það þriðja
örlítið stærra, voru í því átta
rúm, sváfu tvær stúlkur í hvoru
rúmi. Tvær vetrarstúlkur voru
í skólanum, eldhússtúlka, sem
eldaði matinn, áttum við náms-
meyjarnar að hjálpa henni í
eldhúsinu sinn daginn hvor, var
því raðað niður eftir stafrófs-
röð, og stofustúlka er hafði á
hendi að þjóna kenslukonun-
um, hirða herbergi þeirra,
ganga um beina og hjálpa elda-
buskunni, ef á þyrfti að halda.
Kenslukonurnar höfðú tvö svefn
herbergi og eina dagstofu.
Voru kenslukonur þrjár auk
forstöðukonu, þær Kristín Jóns-
dóttir frá Auðúlfsstöðum í
Langadal, Guðrún Jóhannsdótt-
ir frá Lýtingsstöðum og Jórunn
Þórðardóttir, Reykjavík.
Seinni veturinn urðu forstöðu
konuskifti, tók Kristín Jónsdótt-
ir frá Litla-Dal við af systur
sinni. Þann vetur varð jeg að
læra mannkynssögu, þótt mjer'
væri það nauðugt, leiddíst hún.
Viidi hpldur nota tímann til
sauma. En jeg vann það til, svo
að jeg gæti tekið próf og notið
styrks.
Mjer fanst skólalífið á Ytri-
Ey mjög skemtilegt, og hef oft
óskað þess að fyrri veturinn
mætti jeg lifa upp aftur. Síð-
ari veturinn bilaði heilsa mín
og skygði það nokkuð á, samt
náði jeg prófi um vorið og fekk
styrkinn, eins og jeg hafði ætl-
að mjer.
Mjer hefir altaf þótt vænt
um þennan skóla og vildi ekki
háfa mifít af þeirri menningu
er hann veitti mjer, enda þótt
jeg keypti hana dýru verði, því
eins og áður getur, misti jeg
heilsuna seinna árið og hefi
aldrei fengið hana bætta að
lullu .
Mjer er það ljóst, að þótt
mjer hafi ekki orðið mikið
ágengt í lífinu, hefði mun minna
orðið úr mjer, hefði jeg ekki
notið skólans að Ytri-Ey.
Jeg á þaðan margar ljúfar
éndurminningar, og jeg hlakka
til að sjá eitthvað af gömlurr.
skólasystrum á afmælishátíð-
inni. Guðrún Jónsdóttir.
(UHiiiiiiHiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimiiiiimi
| Ólafur Þorgrímsson |
| lögfræðingur.
3 ==
I Viðtalstími: 10—12 og 3—5. i
1 Austurstræti 14. Sími 5332. I
| Málflutningur. Fasteignakaup i
| Verðbrjefakaup. Skipakaup. §
Samningagerðir.
tiiimiiiiiimimimiiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimnminiinmi
Kvöldsamtalið
í Landakoti
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
Unum var jeg teptur ytra, komst
ekki hingað, var í Þýskalandi, því
jeg er af þýskum ættum eins og
þjer máske vitið, þó jeg sje ís-'
lenskur ríkisborgari. Jeg var fyrsti’
útlendinguriun sem sótti um og
fjekk íslenskan ríkisborgararjett,
eftir að Island varð sjálfstætt.
Um ísland get jeg fyrst og
fremst sagt, að hjer er gott að
vera. Vegna þess að hjer er alt
svo frjálst. Hvergi sem jeg þekki
til er fólk eins frjálslynt í trúar-
efnum og hjer.
Mig furðaði á þessu fyrst er
jeg kom hingað. Átti jeg því ekki
að venjast annarsstaðar. Fyrsta
árið sem jeg var hjer dó hjer
franskur sjómaður. Jeg spnrði
Gunnar Einarsson hvernig við
ættum að haga útförinni. Þá vorn
hjer ekki nema 8—10 manns ka-
þólskir. Hann sagði mjer að við
höguðum henni eftir okkar sið.
Gg það gerðum við. Enginn hafði
neitt við það að athuga.
Frjálslyndi Islendinga sýndi sig
líka vel er v. Rossum kardínáli
kom hingað. Móttökurnar sem
hann fjekk hjer nrðu frægár iit
um heim. í heilt ár var jeg að fá
brjef og blaðaúrklippur um heim-
sókn þessa. Mörg blöð sögðu, að
frjálslyndi fslendinga ætti að
kenna mönnúm hvernig þeir ættu
að hegða sjer. Þetta var góð aug-
lýsing fyrir ísland. Það veit jeg
mahna hest.
★
Og síðan barst talið suður í
iRóm að borginni eilífn og páfan-
ubj sáluga, seixi altaf gaf Meulen-
berg bisknp einhverja gjöf til ís-
lands er biskup kom þangað og
nýja páfanum, sem éitt sinn fjekk
stórkross Fálkaorðunnar.
Exi ekkert orð um starf Meulen-
bergs sjálfs, hvorki byggingar nje
annað. I þeim efnum var hánn
ekki mælskari en Matthías. —
Hann er víst einn af þeirn sexn
heldur við láta „verkin tala“.
V. St.
%£*
hreinsunarkrem
er jafnnauðsynlegt á hverju
heimili og handklæði og sápa.
Óhreinindi í húðinni valda
hrukknm og bólum. Náið
þeim hurt án þess að skaða
hina eðlilegu húðfitu með
LIDO hreins nnarkremi. Dós-
in 0.50 og 1.00.
Áœ 11 un ar fe rll Ir
Akranes-Borgarnes
Alla þriðjudaga og föstudaga.
strax eftir komn Fagraness. —
Frá Borgarnesi sömu daga kl. 1
e. h. Fagranesið fer þriðjudaga
kl. 9 sd. til Reykjavíkur.
Magníis Gunnlaugss.
bifreiðarstjóri.
MiLAFHJTNINtSSKRlFSTOFA
Pjetur Magnússon.
Einar B. Guðhmndsson.
Guðlaugur Þorláksson.
Símar 3602, 3202, 2002.
Austurstræti 7.
Skiifstofutími kl. 10—12 og 1—6.
Teiknistofa »
Sig. Thoroddsen *
verkfræðings. *
Austurstræti 14. Sími 4575. »
Útreikningur á jámbentri •
•teypu, miðstöðvarteikningar •
Sel veðdeildarbrjef
og kreppulánasjóðsbrjef.
Garðar Þorsleinssou, hrmt
Vonarstræti 10. Símar: 4400 og 3442.
Rúffugler
Útvegum allar tegundir af rúðugleri frá Belgíu
eða Þýskalandi.
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
Hraðferðir Sfeindórs:
Allar okkar hraðferðir til Akureyrar eru um Akranes.
FRÁ REYKJAVÍK: alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga. — —
FRÁ AKUREYRI: mánudaga, fimtudaga, laugardaga. — —-
M,s. Fagranes annast sjóleiðina.-Nýjar upphitaðar bifreiðar
með útvarpi.
Steindór Sími 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.