Morgunblaðið - 22.07.1939, Síða 5

Morgunblaðið - 22.07.1939, Síða 5
Xjaugardaginn 22. júlí 1939. £ orgttttMafóft Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jðn KJartanMon og Valtýr atef&nsaoa Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjðrn, auglýnngar og afKreiOala: AuaturetMetl *. — Rtmi l«O0. Áskriftargjald: kr. S,00 & sa&BuOt. í Xausasölu: 15 aura elntakiO — 25 anra meC Heebðk. NORRÆN SAMVINNA Reykjavík fær í dag fjöl- menna heimsókn góðra ^esta. Hingað koma í dag á fimta hundrað hjúkrunar- ikvenna frá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, til þess, ásamt stallsystrum sínum hjer, að sitja anót norrænna hjúkrunar- ikvenna. Þetta er langfjölmenn- asta mót norræns stjettarfje- Jags, sem hjer hefir verið hald- ið. Starf hjúknxnarkonunnar er göfugt, og það er hið sama í öll- um löndum hinsmentaðaheims: .Að hjúkra þeim. og líkna, sem berst við hið þunga böl sjúk- leikans. Hjúkrunarkvennastjettin er ung í okkar landi og hún get- ur eflaust lært margt af reynslu og þekkingu stallsystranna á Norðuidöndum. — Því ber að fagna hingað komu hinna nor- rænu hjúkrunarkvenna. + Hingað koma einnig í dag fulltrúar frá norrænu fjelög- tinum, sem starfan,di eru á öll- um Norðurlöndum. — .Verður haldinn hjer í Reykjavík full- frúafundur Norrænu fjelaganna og er það í fyrsta skifti, sem hann er haldinn hjer á landi. Meðal hinna erlendu gesta, sem sitja fulltrúafundinn, eru ;ýmsir þjóðkunnir menn, svo sem Mowinckel, fyrv. forsætisráð- herra Norges, Bramsnæs, fyi'v. f jármálaráðherra og nú banka- -stjóri danska þjóðbankans, dr. Kaper borgarstjóri í Kaup- :mannahöfn, Conrad Carlesen, fyrv. ráðherra í Svíþjóð, K. Antell skrifstofustjóri í finska -stjórnarráðinu og fleiri. Þessir þjóðkunnu menn eru hingað komnir til þess að ræða norræna samvinnu á ýmsum sviðum. Þeirra heimsókn ætti þessvegna að vera okkur ís- lendingum sjerstaklega kær- komin. Það hefir verið mikið rætt og ritað um norræna samvinnu. Og víst er það, að Norðurlönd- in hafa svo mai'gt sameiginlegt, að þau geta með fylsta rjetti rætt um norræna samvinnu og ekki aðeins rætt hana — þau geta gert hana að veruleika. — Hingað til hefir hin norræna samvinna verið fremur lítil og smávægileg, nema þá yfir sam- kvæmisborðunum.Þar hefir ekki vantað fögur orð um nauðsyn víðtækrar samvinnu. En þegar svo staðið hefir verið upp frá borðum og farið er að vinna hin • daglegu störf — hvað hefir þá orðið úr hinni norræn sam- v vinnu ? ★ Lítum rjett sem snöggvast á viðskiftamálin. Þau eru nokk- uð sjerstæð frá sjónarmiði okk- .-ar íslendinga. Meðan viðskiftin voru frjáls Deilan um Danzig frá sjónarmiði Pólverja og þjóðirnar gátu selt sínar vörur og keypt nauðsynjar þarl sem, best hentaði á hverjum1 tíma, þurfti engar áhyggjur af þessum málum að hafa. Þá var það líka þannig, að íslendingar seldu aðalútflutningsvöru sína, saltfiskinn, á Spáni, fengu hana greidda í sterlingspundum og gátu svo keypt nauðsynjar hvar sem þeir óskuðu. En eftir að Spánarmarkaður- inn lokaðist, og eftir að flestar þær þjóðir, sem keyptu útflutn- ingsvöru íslendinga, settu hömlur eða kvaðir á viðskiftin,, breyttist viðhorfið gersamlega. Viðskiftin voru ekki lengur frjáls. Afleiðingin vai*ð sú, að Islendingar neyddust til að flytja innkaup sín til þeirra landa, sem vildu kaupa okkar framleiðsluvöru. ★ Hver hefir svo þróunin orð- ið í þessu, að því er Norðui’- iöndin snertir? Sú, að árið 1925 nam vöruinnkaup íslendinga í Norðurlöndum um helming af öllum innflutningi til landsins. En árið 1938 nema vörukaup íslendinga frá Norðurlöndum 30% af heildarinnflutningnum til landsins. Og sje litið á út- flutninginn, líta tölurnar þannig út: Árið 1925 kaupa Norðui'-. löndin um 30% af útflutnings- vöru íslendinga og 1938 um 27%. Hvað sýna svo okkur þessar tölur? Þær sýna fyrst og fremst, að viðskifti íslands við hin Noi'ðurlöndin hafa minkað stór- kostlega síðan 1925, sem á oi'- sök sína að rekja til þess, að bræðraþjóðir okkar á Noi'ður- löndum hafa, þegar heildin er tekin, ekkert aukið kaup á okk- ar*framleiðsluvöru. Á þetta er ekki bent hjer til ásökunar á einn eða neinn hátt, heldur er aðeins bent á kaldar staðreyndirnar. Orsakirnar til þessa eru ýmsar og þá fyrst og fremst þær, að þegar við kom- um að þeim málum, sem. e. t. v. er mest þörf samvinnu og samstarfs, rekast á hagsmunir hverrar þjóðar. Þetta er gangur lífsins. En það geta íslendingar ó- hikað sagt frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, að þeir óska einskis frekar en að viðskiftin við þær megi aukast og eflast. Hitt verða svo okkar kæru fi'ændþjóðir að skilja, að við- skiftalögmál nútímaþs krefst. þess, að ísland kaupi sínar nauðsynjar í þeim löndum, sem kaupa fi’amleiðsluvöru þess. Ungbarnavernd Líknar verður lokuð næstu viku, en verður opn- uð aftur þriðjudaginn 1. ágúst. Súðin var á Breiðdalsvík kl. 6 í gærkvöldi. Samband pólskra blaðaút- gefenda hefir farið þess á leit við blaðaútgefendur í öllum löndum, að þeir birti eftirfarandi grein um Dan- zigmálin: I. Alt frá því að Danzig lfemur fyrst við sögu.— á 10. öld — til vorra daga hefir Danzig tilheyrt Pqllandi, að undanslcild- um árununv 1308—1454, 1795— 1807 og 1815—1919. Fyrstu 'íbú- ar Danzig'borgar voru Slavar og meirihluti þeirra Pólvei’jar. Árið 1308 náðu riddarar af Teftonia-reglunni fótfestu í Pói- landi. Þeir náðu undir sig Danzig- borg og myrtu 10.000 vopnlausa menn í borginni og lögðu hana í rústir. Síðar settust þýskir út- flytjendur að í borginni. Danzig komst aftur undir yfiri’áð Pól- verja 1454, er Pólverjar unnu sig- ur á Teftona-riddurununi. Nutu Pólverjar aðstoðar íbúa Danzig- borgar við að reka Teftona-ridd- arana af höndum sjer. í þakklætisskyni fyrir hjálp þá, sem Danzigbixar hÖfðu veitt Pólverjum í baráttunni við Teft- ona-riddarana, gerði Póllandskon- ungur Danzig að fríríki. ★ Næstu 340 ár var Danzig í nánu sambandi við pólska ríkið og öll verslun Póllands yfir sjó fór í gegnum borgina. Á þessu tímabili óx velgengni Danzigborgar mjög mikið. Borg- in varð önnur stærsta hafnarborg Evrópu (næst Amsterdam). Pinxssar lögðu Danzigborg und- ir sigmeð valdi 1795 og þrátt fyr- ir mótmæli íbúanna var borgin gerðin að prússneskri setuliðs- borg. Á árunum' sem Danzigborg var skilin frá Póllandi minkuðu við- skifti borgarinnar stöðugt og á heimsstyrjaldarárunum voru ekki fluttar nema um 2 miljónir smá- lestir af vörum um Danzig. Þeg- ar pólskar toilareglur voru á ný innleiddar í Danzig og innflutn- ingur um borgina fjekk á sig sinn eðlilega grundvöll, óx innflutning urinn jafnt og þjett, og var á s.k ári um 7.2 miljón smál. II. Landfræðilega tilheyrir land það, sem Danzig er reist á, Pól- landi. Borgin er við mynni ár- innar Vistula (Weichel), sem er eina stóra áin, sem rennur til sjávar frá Póllandi. Danzig hefir afar rnikla fjár- hagslega þyðingn fyrir Pólland, þar sem borgin stendur við einu stórá landsins og höfn. 2/5 hlutar allrar verslunar Póllands j-fir sjó, sem aftur er 80% af allri utan- ríkisverslun landsins, fer gegnum Danzig. Danzig er einnig ómetanlega mikilsvirði fyrir Pólland frá hern aðarlegu sjónarmiði, vegna öi’vgg- is Gdynia, annarar hafnai’borgar Póllands við Eystrasalt og vegna öi’yggis allrar strandlengju Pól- Sameiningu Danzig og Þýska- lands, svo og það, að þýskri tolla- löggjöf verði komið á í Danzig munu Pólverjar berjast gegn af öllum kröftum. Pólland mun held- ur ekki láta reka sig frá Eystra- salti. anmiiiiiutiiiiiiiiiiii Brjef Jiiiiiiiiiiiiiiinmim Danzig og pólska hliðið. lands, sem aðeins er 104 km. að lengd. Gdynia er nokkrum kíló- metrum fi'á landamæi’um Danzig- borgar. Af fyrnefndum fjárhagslegum og hei’naðai’legum ástæðum getur Pólland ekki leyft að Danzig verði hluti af Þýskalandi. Þess vei’ður og að geta, að fjár- liagslega getur Danzig því aðeins koxnist af, að hún hafi Pólland að baki sjer. | Það er og vert að athuga þá staðreynd, að innflutningur Þjóð- verja um allar lxafnir þeirra við Eystrasalt — 12 að tölu — er nærri eins mikill og allur inn- flutningur um hafnarborgirnar Gdynia og Danzig. ■ III. Aðalástæður Þjóðvei’ja fyrir því að þeir vilja leggja undir sig' Dan- zig eru eftirfarandi: a) Þjóðvei’jar vilja gera Pól- land áhrifalaust við Eystrasalt með því að útiloka það frá hafn- arborgunum. b) Gera Pólverja liáða Þjóð- verjum með aðgang að hafinu og þar með gera alt fjármálalíf Pól- lands háð Þýskalandi. c) Með því að ráða yfir fjái’- málum og herrnálum Póllands úyggjast Þjóðverjar að rífa niður sjálfstæði Póllands, þar með myndu Þjóðverjar ná yfirhönd inni yfir Póllandi með 35.000.000 íbúum. Bein afleiðing slíkrar bylting ar í stjórnmálum Evrópu myndi leiða til þess, að bæði Eystrasalts- ríkin og Balkanríkin myndu missa sjálfstæði sitt. Á þenna liátt niyndi Þýskaland geta aukið íbixatölu sína upp í 180 miljónir. Af því sem að franian er sagt er það augljóst mál, að Danzig vandamálið verðnr ekki leyst á gi’undvelli þjóðernis íbúanna eða stæi’ð þess svæðis, sem borgin í’æður yfir. Þetta skildi Friðrik mikli Prússakonungur xnanna best, sem sjá má í hinni pólitísku arfleiðslu- skrá hans, þar sem hann segir: ,Sá sem ræður yfir mynni Vest- ulaárinnar og Danzig hefir meiri völd í Póllandi, en sá sem kann að vera nefndur stjórnai'i Pól- lands“. Með því að inótmæla því að Þýskaland leggi undir sig Dan- zig eru Pólverjar að verja fjár- hagslegt og pólitískt sjálfstæði sitt og þar með mótmæla yfii’ráð- um Þjóðverja yfir Evrópu. frá ritstjóra Eimreiðarinnar Herra ritstjórii T eg hef lesið með athygli um- J mæli yðar í Morgunblaðinn í gær um grein rnína, „Baráttan við þokuna“, sem birtist í 2. hefti Eimreiðarinnar þ. á., svo og grein ir Tímans og Þjóðviljans í dag út af þessum ummælum. Þjer fall ist yfirleitt á röksemdir mínar fyrir því, hvers vegna svo er nú komið, að nýafstöðnu 20 ára full- veldisafmæiinu, að um 18 xniljónir króna þarf árlega til að halda ríkisbúskapnum íslenska í gangi og hvers vegna jeg tel, að þetta sje okkar fámennu þjóð um megn. En þjer bendið jafnframt á, að eitthvað sje í sjálfu fyrirkomu- laginu — þingskipuninni, sem þurfi að breytast, áður en ráðin verði bót á hættum ríkisauðvalds- í .jafn fátæku og fámennu ms þjóðfjelagi og íslenska þjóðfje- lagið er. Þetta atriði er vitaskuld mjög þýðingarmikið, og mætti í því sambandi minna á tillögur þeirra prófessoranna Ágústs H. Bjarnasonar og Guðmundar Hann essonar, ennfremur fleiri manna, sem umi þessi mál hafa ritað við altof litla áheyrn Þjóðviljinn telur í dag, að alt sje það hverju orði sannara, sem jeg segi um, að ríkisauðvaldið ís- enska líkist stóratvinnufyrirtæki, reknu nxeð samkepnissniði. Jeg benti á í grein rninni, að íslenskur ríkisbúskapur hufi smám saman verið að færast meira og meira í það horf, að líkjast „stóratvinnu- fyrirtæki, rekmx með sámkepnis- sniði, en Þjóðviljinn vill kenna þetta ástand hinni „lofsælu ,þriggja flokka“, firnrn manna ríkisstjórn“, sem að vísu hefir nú aðeins starfað í þrjá mánuði. Aftur á móti er Tíminn í dag óskaple^a vondur yfir þessum sömu ummælum, neitar því alger- lega, að þau hafi við nokkur rök að styðjast og upplýsir, að t. d. útvarp og jafnvel póstur og sími eigi að vera einkarekstur að skoð un Sjálfstæðisfíokksins! Mjer þykir leitt að ritstjóri Tímans skuli hafa orðið vondur út af grein minni og vona að hann lesi hana aftur með meiri ró. Hann virðist telja það aðalatr.ðið hvar jeg sje í flokki og telur mig íhaldsmann, Vitaskuld skiftir þetta engu máli. En ef til vill getur hann í bili látið sjer nægja, að jeg sje þjóð- stjórnarmaður eins og hann. 20. jvxlí 1939. Sveinn SigurðssoB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.