Morgunblaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 3
Mánudagur 4. sept. 1939. MORGUNBLAÐIÐ Útgef.:’ H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjörar: Jön Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgðarmaöur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, augiýsingar og afgreiSsla: Austurstræti S. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSi. 1 lausasölu: 15 aura eintakiS — 25 aura me'ö Resbók. DIMMASTI Alt fram á laugardagskvöld lifðu vonir manna um það að styrjöld yrði afstýrt. Þýski herinn var þó kominn tugi kíló- Tnetra, að sagt var, inn í Pól- land. Loftárásir gerðar á marg- .ar pólskar þorgir. Þar var styrj- öld í algleymingi. En alt fram á laugardags- lívöld frjettist um það, að 'Mussolini væri að vinna að því, að koma á sáttafundi. Forsætis- ráðherrar Breta og Frakka þökkuðu honum friðarviðleitni hans. En áður en nokkuð slíkt ;yrði gert, þyrfti Hitler að kalla þýsku hersveitirnar úr Póllandi, inn fyrir þýsk landamæri. Hann fjekk frest til kl. 11 á sunnudagsmorgun. Ekkert svar ikom frá honum. Þá gekk for- sætisráðherra Breta að hljóð- nemanum í ráðherrabústaðnum í Downing Street og tilkynti alheim, að úr því ekkert svar væri komið frá Þýskaiandi, úr því þýski herinn væri ekki kall- =aður til baka, .þá væru Bretar á þessu augnabliki komnir í stríð | við Þjóðverja. Ræða hins breska forsætisráð- herra er birt á öðrum stað hjer í blaðinu, og því óþarfi að end- urtaka hana hjer. Er þau orð höfðu verið töluð: var heimssyrjöldin skollin á að nýju, önnur á sama mannsaldri. Það lætur nærri að menn trúi «kki sjálfum raunveruleikanum, trúi ekki sínum eigin eyrum. * Og þó. Var þetta annað en blekking? Var það í gær eða ■fyrradag, eða í vikunni sem leið, að styrjöldin braust út? Hefir ekki verið styrjöld í álfunnij undirbúningur, forsaga að þeim hildarleik, sem nú er að hefj- ast? Hvað um Spánarstyrjöld- ina? Var hún ekki skoðuð, sem einhverskonar æfingaspil á undan öðru meira? Hertaka Al- baníu? Innlimun Austurríkis og annað, sem gert hefir verið þar um slóðir? Var það nema tálvon, sem aldrei gat ræst að deilumál álf- unnar leystust á friðsamlegan hátt, úr því sem komið var? Það reyndust tálvonir, svo mikið er víst. * Um atburðina síðustu dægr-1 in verða í framtíðinni skrjfaðar bækur. Ef einhver verður uppi-' standandi til að skrifa þær. — Margt kemur þar vafalaust í ljós, sem almenningi nú er huL ið. En af þeirri viðburðamergð og málaflækju, er það eitt mesta, umræðuefnið, hve ósamhljóða frásagnir koma frá stjórnum ó- friðarríkjanna um aðdragand- ann að styjöldinn. Meginástæðan fyrir herferð Hitlers á hendur Pólverjum sagði hann vera það, að hann hefði sent þeim ákveðin sátta- hoð, en þeir engu svarað nema DAGURINN með allsherjar hervæðingu. I 48 klukkustundir kvaðst hann hafa beðið eftir svaiú, en ekk- ert svar fengið. Þá var þolin- mæði hans þrotin, og þýska hernum var fyrirskipað að ráð- ast inn í Pólland og láta vopn- in tala. En forsætisráðherra Breta hefir skýrt frá því, og hann nefndi það enn í sinni stuttu ræðu í gær, er hann sagði Þjóð- verjum stríð á hendur, að þessi sáttaboð, sem einveldisherrann talaði um, hefðu aldrei til Pól- verj"a komið. Það er ekki von á friðsam- legri lausn deilumála við sátt- borð, þegar svo mikið ber á milli, ekki aðdns um skoðanir, heldur um viðburði þá, sem augljósastir ættu að véra. ★ En hvað sem sagt verður um viðburði dagsins í gær, og af- leiðingar þeirra, munu hllir,, hvar í flokki sem þeir standa, hverrar þjóðar sem þeir eru, geta verið sammála um, að sá dagur var einn hinn dimmasti, sem runnið hefir upp yfir menn- 1 ingarþjóðir Evrópu. Það voru þung skref fyrir Chamberlain forsætisráðherra, I að ganga að hljóðnemanum í ráðherrabústaðnum í Downing Street í gær. Og þung verða þau mörg sporin, er þeir stíga menn- irnir sem handleika morðtól menningarþjóðanna næstu vik- ur, eða mánuði, eða ár. Hver veit hvert stefnir, hve- nær endir þar á verður? Lagður horn- steinn að Matt- híasarkirkju á Akureyri I gær var lagður hornsteinn í hina veglegu Matthíasar- kirkju á Akureyri. Kirkjubygg- ingin er nú komín svo langt, að hún kemst undir þak í næsta mán- uði. Mikið fjölmenni var við hina hátíðlegu athöfn. Fyrst var sunginn sálmurinn „Faðir andanna“- Síðan flutti Friðrik Rafnar vígslubiskup ræðu. Þá flutti Steiugrímur Jónsson fyrv. bæjarfógeti aðra ræðu, þar sem hann skýrði frá tildrögum kirkjubyggingarinnar 0g bygg- ingunni sjálfri. En athöfn þessi hafði dregist svo lengi vegna þess að það var fyrst nú sem söfnuð- urinn fjekk umráð yfir kirkj- unni. „Dr. Alexandrine“ kom í morg- un frá Kaupmanuahöfn. Hún kom að liafnarbakkanum á ellefta tím- anum. Svar Nær rjettum tveim tímum eftir að Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur, eða kl. li/2 e. h. í gær, var eftirfarandi yfirlýsing birt í þýska útvarpinu: Breska stjórnin hefir í orð- sendingu til þýsku stjórnarinn- ar sett fram þá kröfu, að þýska stjórnin kalli til baka hersveitir gínar, sem þegar eru komnar inn á pólskt landssvæði. KI. 9 í morg- un afhenti breski sendiherrann í Berlín þýsku stjórninni þá ófyr- irleitnu kröfu, að ef fullnægjandi svar væri ekki komið til London ,kl. 11, myndi England líta svo á, ,sem það væri komið í styrjöld við Þýskaland. Sendiherra Bre(;a í Berlín hefir því verið afhent eft- irfarandi minnisskjal: Þýska stjórnin hefir fengið í .hendur úrslitakosti Bretlands frá 3. september 1939. Þýska stjórn- in hefir þessu til að svara: 1) Þýska þjóðin og stjórnin hafna því, að taka á móti úr- slitakostum frá bresku stjórninni, hvað þá’fullnægja þeim. 2) I marga mánuði hefir í raun og veru ríkt á austurlanda- mærum Þýskalands hernaðará- stand. Síðan Versalasáttmálinn var undirritaður, hefir öllum rík- isstjórnum Þýskalands verði neit- að um friðsamlega endurskoðun á þessum sáttmála. Breska stjórn in hefir hvert sinn snúist á móti slíkri endurskoðun. Án þessarar afstöðu bresku stjórnarinnar hefði fyrir löngu fundist skynsam ,legur grundvöllur að samkomu- lagi við Pólland. Því að Þýska- land hefir ekki í hyggju, að eyði- leggja pólska ríkið, heldur það eitt, að bæta um þau atriði Ver- salakerfisins, sem allir skynsam- lega hugsandi stjórnmálamenn hafa viðurkent að væru óþolandi til lengdar. Einnig breskir stjórn- málámenn hafa lýst því yfir, að þeir litu á ástandið í Austur- Evrópu sem vísi til komandi styrj alda. Slík friðsamleg endurskoð- un málanna var einnig ætlan hinn ar nationalsosiaistisku stjórnar Þýskalands, en sú ætlan hefir ver- ið að engu gerð af breskum stjórn málamönnum. 3) Breska stjórnin hefir — og mun það vera algert einsdæmi í sögunni — gefið pólska ríkinu umboð til þess að fremja hvers- konar ofbeldi gegn Þýskalandi eftir geðþótta sínum. — Breska stjórnin lofaði Póllandi hernaðar- legri aðstoð gegn hverri tilraun Þýskalands til að snúast til varn- ar. Eftir það varð framferði Pól- lands algerlega óþolandi. Pólverj ar hafa síðan beitt Danzig við- skiftalegum þvingunaraðgerðum og ógnað borginni hernaðarlega. Alt þetta með samþykki bresku stjórnarinnar..— Þýska stjórnin hefir í 5 mánuði horft upp á þján- ingar hinna þýsku íbúa, sem Pól- verjar hafa kvalið, án þess að grípa til valdbeitingar. — Þýska stjórnin hefir aðeins lýst yfir því við Pólland, að ef slíku færi fram, sæi hún sig neydda til að grípa til gagnráðstafana. — Breskum stjórnmálamönnum hefði verið auðvelt að fá því til leiðar komið, að Pólverjar tækju upp skynsam- Þjóðverja til Breta — eftir að Bretar höfðu sagt þeim stríð á hendur legri afstöðu í þessum efnum. Þeir hafa ekki gert það, heldur þvert á móti stappað stálinu í Pólverja. Breska stjórnin hefði getað bjargað friðnum, hefði hún viljað, en*í stað þess hefir hún hafnað friðartillögum Mussolin- is. Breska stjórnin ber þess vegna ábyrgð á þeim miklu þjáningum, sem nú eru komnar yfir margar þjóðir og munu koma yfir þjóð-. irnar. 4) Eftir áð afstaða pólsku þjóðarinnar hafði gert að engu allar vonir um friðsamlega lausn, án þess að breska stjórnin gerði nokkuð til þess að hindrá þessa afstöðu, ákvað þýska stjórnin að gera enda á þessu ástandi, sem ógnaði bæði innanlands friði Þýskalands og friðinum út á við, til þess að verja öryggi sitt og heiður. Þýska stjórnin hefir ekki í hyggju, vegna geðþótta bresku stjórnarinnar að þola ástand í Austur-Evrópu sams konar og það, sem ríkir í Palestínu. Þýska þjóðin vill ekki þola misþyrming- ar Þjóðverja. 5) Þýska stjórnin neitar því að kalla her sinn á brott frá Pól- landi og sætta sig aftur við hinn gamla órjett. — Ákvörðun þýsku stjórnarinnar, að taka nú upp baráttuna, er í fullu samræmi við álit margra breskra stjórnmála- manna. Þýska þjóðin og stjórn hennar hafa oftar en einu sinni boðið Englandi vináttu. Þar sem breska stjórnin hefir ekki viljað taka slíkum tilboðum, ber hún ein ábyrgðina á afleiðingunum. — Þýska þjóðin og stjórn hennar hafa ekki í hyggju að leggja und- ir sig heiminn, heldur aðeins verja frelsi sitt og rjett. HITLER ÁVARPAR HERINN Hitler gaf samtímis út ávarp til hermanna sinna á austur- og vesturvígstöðvunum. í ávarpinu segir, að England hafi mánuðum saman reynt að umkringja Þýskaland, á sama hátt og fyrir heimsstyrjöldina síðustu. Enda þótt Þýskaland hafi engar landakröfur gert á hendur vesturríkjunum og jafn- vel boðið þeim vináttu sína, hafi nú England látið grímuna falla, og sagt Þýskalandi stríð á hend- ur og rjettlætt það með yfirskins ástæðum einum. Hitler minnist á samninginn við Sovjet-Rússland, sem trygði Þýskalandi frið við stærsta ríki austursins. Austurherinn hvetur hann til að gera sitt ítrasta, og muni þá Pólverjar verða sigraðir á fáum vikum. Eftir það sje hægt að einbeita öllu afli 90 miljóna þjóðar gegn vesturvígstöðvunum. Hermennina á vesturvígstöðv- unum hvetur hann til að standa gegn öllum árásum, sem múr úr járni og stáli, 100 sinnum öflugrl en varnarher vesturvígstöðvanna í síðustu styrjöld, sem aldrei hef- ir Verið sigraður. I lok ávarpsins segist hann sjálfur ætla að fara til vígstöðv- anna, þegar í dag. TIL NASISTA í ávarpi til meðlima nazista- flokksins segir Hitler, að hinum gyðinglegu f jandmönnum hafi nú tekist að koma af stað styrjöld gegn Þýskalandi. — Tilefnið sje jafnupplogið og 1914, í því hafi ekkert breyst. í En Þýskaland hafi breyst sið- an þá, og árið 1918 muni ekki endurtaka sig. Hann segir, að hverjum þeim, sm nú stji sig gegn hagsmuhum þjóðarheildarinnar, muni verða útrýmt með fullkomnu miskunn- arleysi. Hver sem vilji auðgast á styr’jöldinni, muni týna lífinu. — Alt, sem vjer eigum nú, er auka- atriði, segir í ávarpinu, aðalat- riðið er, að Þýskaland sigri. Alt, sem vjer kunnum a,ð missa í þessu stríði, er þýðingarláust, mikilsvert er það eitt, að Þýska- landi takist að standast árásir óvinanna. Þá munu hinir ensku stríðsbruggarar sjá, hvað það þýðir, að ráðast á stærsta þjóð- ríki Evrópu. Vjer höfum engu að tapa, seg- ir Hitler að lokum, en alt að vinna. ' (F.O.). Norðurlönd og stríðið Miklar líkur þykja nú til þess, að Stauning forsæt- isráðherra Dana muni nú bæta tveim mönnum úr íhaldsflokkn- um danska og tveim mönnum úr vinstri flokknum inn í ráðu- neyti sitt. Stjórnin fekk í fyrradag heimild danska þingsins til þess að taka í sínar hendur yfir- stjórn yfir sölu allrar neyslu- vöru til þess að ákveða hámarks verð á vöritm. Byrgðaráð verð- ur skipað í Danmörku og bann verður lagt við útflutningi land- búnaðarafurða ef nauðsyn kref- ur. I gær voru öll dönsk skip, sem lágu í höfn auðkend eftir fyrirmælum ríkisstjórnarinnar. Var danski fáninn málaður á hliðar þeirra og nafnið „Dan- mark“ letrað með stórum stöf- um fyrir ofan. Auk þess var frá því gengið, að þau gætu auðkent sig á þil- fari fyrir flugvjelum. Norræn samvinnunefnd um vöruútvegun fyrir norðurlönd- in kemur saman á fund í Stokk- hólmi í dag. FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.