Morgunblaðið - 21.10.1939, Síða 4
4
Laugardagur 2L okt. 1939.
MORGUNBLAÐIÐ
Reki á Danmerbur*
strondum
llekdufl, sem: losnað hefir úr tundurduflasvæði í Bystrasalti og skol-
að, á iand.
Minningarorð um Herdísi
Jónsdóttur Kálfatjörn
| # BÆKHB %
Frá Djúpi og Ströndum
Með fráfalli þessarar merkis-
konu er gengin til hinstu
hvíldar ein elsta konan í Vatns-
leysustrandarhreppi, ein þeirra,
sem mátti muna tvenna tíma þar
um slóðir, fjölmennið frá uppváxt-
arárunum og athafnalífið, sem á
jDeim árum mun hafa staðið í einna
mestum blóma, en hinsvegar, frá
síðari árum, fámennið og þverr-
andi möguleika til lands og sjávar.
Herdís var fædd að Flekkuvík
10. sept. 1858, og voru foreldrar
hennar þau Guðrún Eyjólfsdóttir
«g -Jón Þorkelsson bóndi, en þau
Sijón voru talin hin merkustu,
•orðlögð fyrir gestrisni, enda nutu
hennar margir, þar eð þjóðbrautin
lá skamt frá heimili þeirra. Eign-
uðust þau níu börn og eru nú tvö
jþeirra á lífi, Sigurbjörg á Akra-
nesi, en Jón vestanhafs. Guðrún
anóðir Herdísar var ættuð af Sel-
tjarnarnesi, systir Þuríðar, konu
Bjarna hafnsögumanns, er bjó í
Garðhúsum í Reykjavík, en þær
systur og Sigurður Ingjaldsson í
Hrólfsskála voru systrabörn.
Herdís ólst upp hjá foreldrum
sínum og naut góðrar handleiðslu
jþeirra í uppvextinum, er hiin mint-
ist æ síðar. Frá þeim áruin átti
liún margar bjartar minningar, en
«inna oftast mintist hún, og þá
-aetíð glöð í bragði, þeirra stunda
er notaðar voru þar á heimilinu
til fræðiiðkana, og hver sá sem
henni kyntist gat fljótlega sann-
færst um að þær stundir höfðu
■ekki verið til lítils fyrir hana, því
það má með sanni segja að Her-
-dís var margfróð svo það má telj-
• ast vafalaust, að hefði henni gef-
ist kostur til menta þá mundi
henni hafa sóst námið vel, þar eð
fróðleiksþráin var mikil og minnið
með afbrigðum gott. Þess má geta,
að svo góð skil kunni hún á hin-
nm fornu sögum okkar Islendinga
«ð tilvitnanir í þær gat hún ætíð
haft á reiðum höndum og Ijett
virtist hehni að hafa yfir ianga
kafia úr þeim.
Herdís giftist úr foreldrahúsum,
21 árs, Magnúsi Magnússyni, Hall-
grímssonar, prests í Görðmn á
Akranesi, en móðir Magnúsar var
Soffía, dóttir Westy Petræusar,
kaupm. í Reykjavík. — Þau Herdís
og Magmis reistu nýbýli í Tíða-
gerði á Yatnsleysuströnd og
bjuggu þar allan sinn búskap.
Eignuðust þau sex börn. Dóu tvö
þeirra í æsku, en tvær dætur, þær
Guðrúnu, 19 ára, og Soffíu, 23 ára,
mistu þau hjón með 314 árs milli-
bili. Á lífi eru Sigurbjörg, gift
Stefáni Olafssyni skósm.m. í Borg-
arnesi, og Erlendur bóndi á Kálfa-
tjörn, kvæntur Kristínu Gunnars-
dóttur frá Skjaldakoti.
Mann sinn misti Herdís árið
1910' og hafði sambúð þeirra verið
hin gesta. Hún var þrekmikil á
raunastundum, enda treysti hún
örugg á æðri mátt. Eftir fráfall
manns síns bjó hún með börnum
sínum, sem ætíð reynd-ust henni
hið besta, og fluttist árið 1920
með syni sínum og tengdadóttur
að Kálfatjörn, hvar hún dvakli til
dauðadags, 30. f. m. Heimili þeirra
var henni mikils virði, en ]>ar naut
hún als hins besta í ríkum mæli.
Herdís var starfsöm og heimilis-
rækin svo að af bar, enda lá verka-
hringur hennar einungis innan
heiiiiilisins, hvar hún vann sín
störf í kyrþey; sá verkahringur
hefði þó mátt vera rýmri, því til
þess stóðu gáfur hennar fyllilega,
en það að láta á sjer bera var
fjarri skapgerð hennar.
Á heimili Herdísar ríkir söknuð-
ur yfir fráfalii hennar, því hún
var umhyggjusöm móðir og amma;
ljet hún sjer mjög ant um velferð
barnabarna sinna og munu þau
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Frá Djúpi og Ströndum.
Eftir Jóhann Hjaltason.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Reykjavík 1939.
vo nefnist nýútkomin bók eftir
Jóhann Hjaltason kennara,
og fjallar hún um land og þjóð
við Isafjarðardjúp og á Ströndum,
eins og nafnið bendir til. Fyrsti
kafli bókarinnar er landlýsing og
landshátta umhverfis Djúpið, fjörð
fyrir fjörð og nes fyrir nes, ásamt
lýsingu bæja og bygða, kosta og
hlunninda til lands og sjávar, ver-
stöðva og útræðis. Ber öll sú lýs-
ing vott um náinn kunnugleik liöf.
á þessum slóðum, og náið sam-
band hans við, þetta hjerað. Jöfn-
um höndum kryddar höf. landlýs-
ingu sína ýmiskonar sögulegum
fróðleik frá fyrri öldum, enda eru
margir sögufrægir staðir umhverfis
Djúp, og sátu þar víða höfðingjar
miklir og stórmenni á hinum fyrri
öldum, en sægarpar margir alla
tíð. Mun það rjett vera sem höf.
segir í lok1 þessa kafla, að „fáar
bygðir landsins munu svo mjög
hafa mótað íbúa sína af tveim
þáttum sem Vestfirðir, þ. e. af
sjónum og landinu". Nálega allir
þar um slóðir hafa fengið-lífsupp-
eldi sitt bæði af sjó og landi, og
staðhættir hafa valdið því, að
nærri allar samgöngur hafa farið
fram á s.jónum. Sjórinn hefir því
terið þjóðleið og um leið drýgsti
nægtabrunnur þeirra Djúpbyggja
alt frá landnámstíð.
Annar kafli bókarinnar nefnist
Vermenn og vermenska. Taka frá-
sagnir höf. um það efni til þeirra
tíma, sem nú eru horfnir, er út-
ræði var eingöngu stundað á opn-
um róðrarbátum frá verstöðvum
kringum Djúp. Þessi kafli flytur
mikinn menningarsögulegan fróð-
leik um alt, sem lýtur að sjó-
mensku þar vestra, verstöðvar, sjó-
menn og útgerð þeirra, skip og
segl, veiðarfæri og veiðiaðferðir,
skiftingu og verkun aflans o. m. fl.
Virðast þær frásagnir traustar og
áreiðanlegar.
Margt fágætra orða um ýmis-
legt, er að sjómensku lýtur, kem-
ur fyrir í kafla þessum. Hjer er
eitt smásýnishorn (bls. 89—90) :
„Ur sköturoði voru gerðar vefj-
ur, þ. e. heilu sköturoði var vafið
úm fæturna neðst og upp um legg-
ina til varnar gegn bleytu og snjó.
Sprökur voru þá oftast hertar, og
höfðu þær ýmis nöfn eftir stærð
sinni. Þær, sem taka mátti af 6
flök, nefndust breytandi, en lóur
eða fjögralimalóur þær, sem fá
mátti af 4 flök. Merjur nefndust
þær, sem voru á takmörkum þess
að vera breytandi. Þær, sem minni
voru, kölluðust lok, neyðarlok; eða
sprek. Sprökuþunnildin nefndust
vaðhorn, og átti þau/ sá, sem dró
hana. Hryggurinn kallaðist spild-
ingur. Lúðan var þá veidd á hand-
færi og haukalóð. Haukalóð er að
gerð eins og venjuleg lóð, nema
er úr gildari færum og hefir stóra
öngla, sem kallast hneyfar“. í
kafla þessum hefir höf. ætlast til
að yrðu nokkrar myndir til skýr-
ingar, því að vitnað er til inynda
á 4 stöðum (bls. 69 í tveim stöðum,
bls. 70 og 80). Engar myndir eru
þó í bókinni, og hefði því átt að
taka tilvísanir þessar burt í próf-
örkum.
Þriðji kaflinn er um Jón lækni
á Ilellu í Steingrímsfirði, merki-
legan, sjálflærðan inann, en síð-
asti kaflinn segir frá tveimur ein-
kennilegum mönnum, Þóri Pálssyni
og Torfa Pjeturssyni.
Það er fengur að þessari bók
Jóhanns Hjaltasonar. I henni er
mikið af þjóðlegum fróðleik, sem
óðum fyrnist, ef honum er ekki
haldið til haga. En það er öllum
þjóðum dýrmætt og nauðsynlegt
að þekkja fortíð sína sem gerst.
Það er eitt af aðalskilyrðum þess
að hún læri að þekkja sjálfa sig
á rjettan hátt. Guðni Jónsson.
Tuttugu og fjðg-
ur sönglög
Tuttugu og fjögur söng-
lög eftir Friðrik Bjarna-
son. Aðalútsala: Bóka-
verslun Jsafoldarprent-
smiðju. Reykjavík. Fje-
lagsprentsmiðjan h.f. 1939.
etta er annað söngvasafnið,
sem Friðrik Bjarnason tón-
skáld lætur frá sjer fara frá því
í desember í vetur, en þá gaf hann
út söngva fyrir karlakóra, og jók
tónskáldið með því vel við það,
sem fyrir var íslenskt af þeirri
tegund tónlistar. Það hefti — Tíu
karlakórslög -— mun von bráðar
verða vel vinsælt á meðal hljóm-
listarmanna, enda sum lögin í því
nú þegar þjóðkunn og hugþekk,
svo sem Haustnótt og Huldur, og,
ennfremur karlakórslagið Hafnar-!
fjörður, sem höfundurinn tileink-
ar heimkynni sínu, Hafnarfirði.
Seinna söngheftið — Tuttugu og
fjögur sönglög —i kom út í ágúst
í sumar, prýðilega vandað, livað
prentun, pappír og allan frágang
snertir. Mörg af þessum sönglög-
um eru skrifuð fyrir harmoníum
eða píanó, nokkur raddsett fvrir
karlmannaraddir — karlakóra, og
fjögur þau síðustu fyrir einsöngv-
ara — tenórbaryton. Hafa því
flestir, sem fást við söngnám eða
söngkenslu, fengið hjer þann bóka
kost, sem vert er að kynnast, og
ber að telja fjölbreytnina á vali
taganna iit af fyrir sig, einn af
kostum þessarar ágætu sönglaga-
útgáfu. Flest sönglögin munu vera
nýlega samin af tónskáldinu, að
undan skildum Hóladansi — hinu
alkunna og vinsæla karlakórslagi
■— og Við Babel-ftjót, er bæði hafa
fyr verið prentuð og gefin út. Þá
eru lögin Ilrím og Fjallabygð
einnig allþekt karlakórslög, ágæt-
lega samin og vinsæl.
Langflest sönglögin í heftinu
hafa aldrei verið flutt opinberlega,
en eflaust verða mörg þeirra sung-
in og leikin meira en alment ger-
ist, eins og t. d. Abba-labba-lá og
Hún syngur. Einnig mun mörgum
þyk.ja geðfeldir söngvarnir; Árið
nýja, Haust og Vetur, að ó-
gleymdri lagasyrpunni Árstíðirnar.
Raddfærslan er alstaðar vel lipur,
einföld, Ijett og óþvinguð. Hún
hefir greinilega þann stíl og til-
breytni, sem eiginlegur er þeim
einum, sem fullkomið vald hafa á
öllum hugsanlegum hljómum og
hljómasamböndum.
Söngvasafn þetta er í fylsta
máta eigulegt þeim:, sem hljóm-
list unna, og mun það fyr en síð-
ar skipa veglegan sess á meðal
vorra íslensku tónlistarbókmenta.
Reykjavík, 15. okt. 1939.
Jón ísleifsson.
Ferðafjelag íslands biður fje-
lagsmenn að vitja árbókar fjelags-
ins 1939 á skrifstofu Kr. Ó. Skag-
fjörðs, Túngötu 5.
KOLASALAN §.f.
Ingólfshvoli, 2. hæC.
Símar 4514 og 1845.
AUGAÐ hvílist TUIC I C
með gleraugum frá I llltLL
Hefi lánað;
gæruskinnssvefnpoka
mcð waferproof skýlispoka.
Bið viðkomandi að skila pokanum sem fyrst.
Ennfremur sakna jeg úr láni svefnpoka — gæru-
skinn.
HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON,
Fjólugötu 1.