Morgunblaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNJBLAÐIÐ Föstudagur 17. nóv. 1939. Finska stjórnin fær meira fje en hún bað um Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Finska þinginu var gefin skýrsla í dag um gang viðræðnanna í Moskva. Tann- er fjármálaráðherra lagði fyr- ir þingið áætlun um rekstur rík- isbúsins á meðan á taugastríð- inu stendur, sem Rússar hafa boðað. Finska stjórnin hefir nú feng- ið fleiri tilboð í innanríkislánið til landvarnanna, en upphæðin hljóðaði upp á. FINNAR NJÓTA TRAUSTS Aðalbankastjóri Finnlands- banka ljet svo um mælt í dag, að ennþá hefði ríkisstjómin ekki farið fram á að fá einn eyri hjá bankanum. Sagði hann ástæðulaust að óttast fjárhags- lega hrun ríkisins þó Rússar hertu á taugastríði sínu og 'gerðu tilraun til að torvelda utanríkisverslun Finna. Bankastjórinn sagði, að Finnar nytu lánstrausts um all- an heim vegna þess að þeir hefðu jafnan staðið í skilum með greiðslu á öllum sínum skuldum. EKKI FREKARI SAMN- INGAR I MOSKVA. Paasikivi sendiherra sagði að Finnar mundu ekki senda samningamenn aftur til Moskva nema að Rússar óskuðu þess, því þrátt fyrir að samningamenn Rússa og Finna hefðu verið sam- máLa í mjög mörgum atriðum, væru ágreiningsatriðin svo al- varleg að um sættir væri þar ekki að ræða. Rússnesk blöð og útvarp halda áfram árásum sínum á Finna og segja að þeir láti Breta stjóraa gerðum sínum. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiHiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiimiimiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiimiuminj Vopnuð bresk kaupför Nýjy 11 þús, smátesta norsku sipi sökt 40 klst. brakningar skipshafnarinnar iii Norska skipinu Ame Kjöbe frá Bergen hefir verið sökt. Skipið var 11.010 smálest- ir að stærð. Var það þýskur kafbátur, sem sökti því við Englandsstrendur ncrðarlega, algerlega fyrirvara- laust. Tundurskeytið kom á mitt skipið og klauf það í tvent. Áhöfnin komst í björgunar- bátana, 23 menn í annan, en 17 í hinn. Náðu bátamir landi eftir 40 klst. hrakninga. NÝTT SKIP Arne Kjöbe var nýtt skip á leið frá nýlendum Hollendinga í Asíu til Danmerkur með 14 þús. smálestir af gasolíu. Koht utanríkismálaráðherra sagði í dag, að beðið væri eft- ir skýrslu skipstjórans á Arne Kjöbe, áður en ákveðið væri hvað norska ríkisstjómin gerði í málinu. (NRP—FB). Eins og í síðustu heimsStj-rjöld hafa Bretar tekið það ráð, að vopna kaupför sín til þess að þau geti tekið upp baráttu við kaf'báta. — Venjulega eru settar tvær í'allbyssur urn borð í livert kaupfar, en stundum fleiri ef skipin eru stór. — Hjer á mvndinni sjest er verið er að setja fallbys.su um. borð í enskt kaupfar. Sameiginlegar kröfur Rússa og Þjóðverja á hendur Ðalkanríkjunum Þjóðverjar ætla að brjóta ensku yfirráðastefnuna á bak aftur Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. FREGNIR ganga um það í Lundúnablöðunum í dag, að Þjóðverjar og Rússar muni i samein- ingu gera ýmsar mikilvægar kröfur á hendur Balkanríkjunum. Segja blöðin að töluverðs ótta gæti nú i Balkanríkjunum, eftir að sjeð var að Þjóðverjar höfðu ekkert í hyggju gagnvart Hollandi og Belgíu. Ýmislegt þykir benda til þess, að Rússar muni krefj- ast þess að Rúmenar breyti landamærum sínum og láti af hendi við Rússa ýms hjeruð, sem eru mikils verð frá hem- aðarlegu sjónarmiði. Er álitið að Rússar munu hafa sömu aðferðina við Rúm- eníu og þeir hafa haft við Finnland og að þeir krefjist að Rúm- enar láti þá fá bækistöðvar fyrir her og flota innan rúmenskra landamæra. Rúmenir eru sagðir hafa beðið Tyrki að kalla saman ráð- stefnu Balkanríkjanna sem ftalía og Ungverjaland tækju þátt í. Þýsku blöðin ræða mikið í dag um svör ófriðarþjóðanna við friðaráskorun Wilhelmínu drotn ingar og Leopolds konungs. Segja þau að auðsjeð sje á öllu, að Bretar og Frakkar vilji ekki frið og markmið þeirra sje að- eins að eyðileggja Þýskaland. TAKMARK ÞJÓÐVERJA En, segja blöðin, ófriðurinn mun enda á annan veg heldur en stjórnendur þessara ríkja gera ráð fyrir. Þýskaland hættir ekki styrjöldinni fyr en það hefir brotið á bak aftur yfirdrotnunarstefnu Breta í heiminum. Frj ettaritari „The Times“ í Rotterdam símar blaði sínu, að farið sje að gæta óánægju í Þýskalandi út af því, að ekkert verður úr hinum sífelt boðuðu sókn, sem þýsk yfirvöld hafa boðað að gerð yrði á England. ;-+- Vikum saman, segir frjettaritarinn, hefir verið hamr að á því sama, að Bretar skuli fá að kenna á veldi Þjóðverja, en ekkert sje aðhafst. Almenn- jngur í Þýskalandi sje farinn að spyrja hvar framkvæmdirnar sjeu, sem Hitler og von Ribben- trop hafa báðir boðað í ræðum sínum undanfarið. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Nýtt: Finnar hyggja á landvinninga í Rússlandi! Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Blöðin í Moskva hafa nú hafið nýjar árásir á Finna og saka þá um að þeir hyggi á landvinninga á kostnað Rússa! Segja Moskvablöðin að Finnar ætli sjer að setja landamæri sín við ÚraJfjöll. ★ Nokkur blöð í Moskva birta í dag skrípamynda- teikningu af Beck ofursta, fyrverandi utanríkismálaráð-i herra Póllands. Á skrípamyndinni er Beck sýndur umvafinn í sárabindi fyrir utan ljelegt gistihús í París. Beck er látinn segja: „Jeg er að bíða eftir því, að Erkko feti í fótspor mín!“ ir Opinberlega er tilkynt í Moskva, að það sje ekki rjett, að samningamir hafi strand- að í bili, því þeir hafi farið út um þúfur. „Oeutschland“ sðkkvir bresku olluskipí innan landhelgi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. PÝSKA vasaorustuskipið „Deutschland“ hefir sökt stóru bresku olíuflutningaskipi innan portúgiskrar landhelgi við strendur Afríku. Olíuskip þetta-hjet „African- Shell“ og var á leið til Englands með olíufarm. Skipshöfnin bjargaðist á land í björgunar- bátum skipsins, nema skipstjór- inn, sem Þjóðverjar tóku til fanga um borð í Deutschland. ÞÝSKT SKIP MEÐ RÚSS- NESKAN FÁNA TEKIÐ. London í gær F.Ú. Breskt herskip hefir tekið þýska skipið Leander, sem var að reyna að komast til Þýska- lands frá Spáni. Var það flutt tii breskrar hafnar. Skipið var með rússneskan fána uppi og hafði ýmislegfc verið gert annað til þess að svo liti út sem það væri rússneskt skip. Skipið er 930 smálestir og var eitt af mörgum skipum, sem leitaðj hælis í Vigo á Spáni, í stríðsbyrjun. Segja skipsmenn mikla erfið- leika á að ná í næg matvæli þarna og þess vegna gerðu þeir tilraun til þess að reyna að komast til Þýskalands. Sir Jolrn Simon talar íyrir Ctiamberlain p jármálaráðherra Breta, Sir •• John Simon, gaf í gær viku- legt vfirlit hresku stjórnarinnar um stríðið í þinginu í stað Ohamb- erlains forsætisráðherra, sem leg- ið hefir veikur, en er nú að ná sjer eftir veikindin. Ræddi ráðherrann aðallega um friðaráskorun Wilhelmínu drotn- ingar og Leopolds konungs og sagði, að ekki hefði verið hægt að vænta neins árangnrs af þeirri viðleitni, þegar tekið væri tillit lil fyrri kynna af Hitler. Taldi Sir John að Þjóðverjar vildu ekki frið og mætti ráða það af hinni villandi ræðu, sem Hitler hefði haldið 9. nóvember. Sextugur verður á morgun Kol- beinn Þorsteinsson fyrv. slripstjóri, Brávallagötu, 6. Herskipastyrkur Breta og Þjóðverja London 16. nóv. F.Ú. T nýútkominni, árlegri skýrslu -*■ um flotastyrkleik þjóðanna, segir að Bretland eigi 14 stór orustuskip en Þjóðverjar 5; 6 flugvjelamóðurskip, en Þjóð- verjar ekkert; 15 stór beitiskip, en Þjóðverjar 2; 43 önnur beiti- skip, en Þjóðverjar 6; 176 tund urspilla, en Þjóðverjar 22. Hinsvegar eiga Þjóðverjar fleiri kafbáta og torpedobáta og mótor-torpedobáta en Bret- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.