Morgunblaðið - 21.11.1939, Side 4
4
M0R6UNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. nóv. 1939.
Bókin
Árbók Ferðafjelag ís-
lands 1939. Fuglabók F.
í. eftir Magnús Björns-
son.
Dað er orðin svo föst venja á
hverju árí að F. í. sendi frá
jsjer árbók, vandaða að efni og frá-
gangi, að það er hætt að vekja
nokkra verulega athygli. En nú í
ár er árbókin svo nýstárleg um
•efnisval, að menn hljóta að veita
lienni meiri athygli en ella. Hing-
að til hafa árbækur fjelagsins
eingöngu fjallað um leiðir og lýs-
ingar af landshlutum, og er þar
jþegar saman kominn mikill land-
fræðilegur fróðleikur. En nú hefir
Stjórn fjelagsins tekið upp þá ný-
lundu að láta hana lýsa þætti af
náttúru landsins alment. og hefir
fuglalífið orðið fyrir valinu. Síð-
ar mun ráðgert að láta koma vfir-
lit um jarðfræði, grasafræði o. fl.
Það er vafalaust vel til fallið,
að byrja þessar yfirlitsritgerðir
á fuglunum. Fátt er það í hinni
lifandi náttúru landsins, sem vek-
ur meiri og jafnari athygli almenn
ings en fuglalífið. Svo má heita,
að hvert mannsbarn kunni þeirra
einhver deili, og marga fýsir að
kynnast þeim nánar. Fuglarnir
veita mönnum alment fjölda á-
nægjustunda með söng sínum og
svifmjúkum, glæsilegum hreyfing-
mm, að því ógleymdu að þeir vinna
oss mönnum ómetanlegt gagn bæði
beint og óbeint. Það er því eðlilegt
og skylt að vjer vitum á þeim
tiokkur deili. Þá væri það og á-
nægjulegt, ef menn tækju upp það
„sport“ að fara á fuglaveiðar með
tnyndavjel og sjónauka í staðinn
fyrir riffla og haglabyssur. Efast
jeg ekki um, að það myndi veita
mönnum miklu meiri og varan-
legri skemtun en hinar venjulegu
fuglaveiðar, sem liafa drápsfýsn-
Ína eina að marki.
Það er fljótt auðsjeð, að F. í.
befir verið heppið í vali sínu á
bókarhöfundi. Magnús Björnsson
<er ekki einungis manna fróðastur
um íslenska fugla, lieldur einnig
ann hann þeim og hefir opin augu
fyrir gildi þeirra í íslenskri nátt-
áru. Hann hefir nú um alllangt
skeið verið málsvari þess, að sett
yrðu skynsamleg friðunarlög fugla
og er þess að vænta, að það drag-
ist ekki lengi hjeðan af, áður en
of seint verður.
Fuglabók þessi hefst á stuttum
inngangi um fuglana alment. Þar
•er drepið á furðumargt um lík-
amsskapnað þeirra og lifnaðar-
háttu. Mun mörgum þykja fróð-
legt að lesa þar um ferðir ís-
lenskra fugla, sem lítið hefir verið
ritað um áður, en höf. hefir rann-
*óknir um það efni nú með höndum
Að innganginum loknum hefjast
lýsingar fuglanna. Þeir eru þar
flokkaðir í ættbálka, og er sú
flokkun nokkuð með öðrum hætti
en algengast hefir verið í íslensk-
um rit.um, en í samræmi við það
:sem nú er tíska úti um lönd. Hin-
ar latnesku nafngiftir fylgja og
nýjustu venju. Alls lýsir bókin
rúmlega 100 fuglategundum. Lýs-
ángar þeirra fugla, sem telja má
— BÓKMEMTIR —=—
um islensku I prestasögur |
fugl
með fullu íslenska ríkisborgara,
eru alllangar og efnismiklar, en
auk þeirra eru ýmsar styttri lýs-
ingar fugla, sem aðeins flækjast
hin<tað endrum og sinnum, en eru
þó svo tíðir gestir, að þess má
vænta áð þeir verði á vegi manns.
Hinsvegar er slept allflestum hin-
um sjaldgæfustu tegundum, sem
aðeins eru sjeðar hjer í örfá skifti.
í alþýðlegri handbók er þetta full-
komlega rjett, enda hægt að fá
fróðleik um slíka sjaldsjeða gesti
í hinni miklu og góðu fuglabók
Bjarna Sæmundssonar. I fuglalýs-
ingum þessum er skýrt frá höfuð-
einkennum tegundanna, einkum
þó þeim, sem auðfundin eru og
greind verða án þess að fuglinn sje
handleikinn, enda er slíkt nauð-
syidegt, eu einnig eru gefin nokk-
ur stærðarmál, sem koma að góðu
haldi við ákvörðun fuglanna, þeg-
ar þeim hefir verið náð. Þá er
skýrt frá útbreiðslu hverrar teg-
undar og allýtarleg frásögn um
lifnaðarhætti þeirra; er það
lengsti þáttur hverrar lýsingar.
Þetta er í stuttu máli efni bók-
arinnar. En þá er komið að spurn-
ingunni: Hefir höfundi tekist að
gera hjer fuglabók við alþýðu
hæfi, svo að hún hvorttveggja í
senn sje líkleg til að ná almennri
hylli sakir efnismeðferðar og sje
handhægur leiðarvísir þeim leik-
mönnum í þessum fræðum, sem
vilja kynna sjer fuglalífið í kring
um sig? Þessu fær vitanlega
reynslan ein til fullnustu svarað.
V'ið lestur bókarinnar fæ jeg þó
eigi annað sjeð, en hún sje búin
þeim kostum, sem gera ættu hana
vinsæla almenningi, ef yfirleitt
nokkrar bækur um tiltölulega
þröngt fræðisvið geta orðið það.
í frásögninni um lifnaðarháttu
fuglanna hefir höfundur verið
fundvís á þá hluti, sem helst eru
í frásögur færandi, og hann fram-
reiðir þann fróðleik fyrir lesend-
urna á mjög viðfeldinn hátt. Ást
höfundar á nfninu skín í gegnum
frásögnina og gefur henni lit og
líf, og færir fuglana ósjálfrátt
miklu nær lesandanum en hann
hefir búist við; það mætti helst
líkja því við, að hjer væri verið
að segja frá sambýlismönnum vor-
um. Þó er bókin algerlega laus við
þann hálfvæmna og barnalega stíl,
sem einkennir frásögn sumra höf-
unda, er þeir rita alþýðlega um
fræðileg efni. Enginn getur vænst
þess, að þessar frásagnir sjeu tæm
andi, enda hefði það aukið svo
bókina, að hún hefði með öllu orð-
ið ofviða útgefanda. Þó mun fáu
slept, sem máli skiftir. Það er ekki
á mínu færi að dæma um áreiðan-
leik bókarinnar í öllum smáatrið-
um, allra síst eftir tiltölulega fljót
an lestur, en það hygg jeg, að
ekki sje þar margt um villur, því
að kunnugt er það, að höfundur
er ekki aðeins sjerstaklega fróður
um íslenska fugla, heldur einnig
ana
vandvirkur svo af ber í öllum
sínum fræðistörfum.
Þá kemur að hinu, hversu hand-
hæg bókin muni vera. Þar getur
reynslan ein kveðið upp dóm. Hitt
ber þó bókin með sjer, að í lýs-
ingum einkenna er leitast við að
draga fram aðalatriði ein og setja
þau svo skýrt fram sem auðið er,
hvernig sem reyndin verður.
Ekki má skilja svo við þetta
mál, að myndanna sje að engu
getið. í bókinni eru 8 myndablöð
með litmyndum allmargra fugla
og eggja. Er slíkt fullkomin ný-
lunda í íslenskum bókum, og ekki
síður hitt, að myndirnar eru að
ölhi leyti gerðar (bæði myndamót
og prentun) hjer heima. Er að lit-
myndum þessum hin mesta bókar-
prýði. Auk litmyndanna er í text-
anum fjöldi mynda, bæði teikn-
ingar og ljósmyndir; auka þær
mjög gildi bókarinnar, ekki síst
hinar ágætu Ijósm.yndir af fugl-
um í náttúrunni og hreiðrum
þeirra. En eins sakna jeg þó í sam-
bandi við myndirnar, og það eru
lauslegar teikningar eða riss af
fuglum í ýmsum stellingum, sitj-
andi, á flugi eða sundi í líkingu
við teikningu Finns Jónssonar á
bls. 74 af álftum á flugi. Slíkar
myndir, ef vel eru gerðar, eru
einn hinn besti leiðarvísir til að
þekkja fugla í fjarlægð. Minn-
ist jeg í því sambandi mynda í
bæklingi, er danski fuglafræðing-
urinn P. Skovgaard hefir gefið út,
er vel mættu hafa verið til fyrir-
myndar í þessu efni. En það eru
líka takmörk fyrir þeim kröfum,
sem hægt er að gera.
Með útgáfu fuglabókar þessarar
hefir F. f. sýnt, að það á erindi til
allra, og að það starfar dyggilega
í anda þess kjörorðs, að vera „fje-
lag allra landsmanna“. Fjelagið og
höfundur bókarinnar eiga fylstu
þakltir skilið fyrir hana, og er
þess að vænta, að það haldi áfram
þeirri stefnu að skjóta slíkum
náttúrufræðilegum ritum inn á
milli landslýsinganna; við það
eykst fjölbreytni og um leið fræði
gildi árbóka þess, auk þess, sem
það gefur mönnum lykla að þeim
furðuverkum, sem náttúran hefir
að bjóða hvarvetna þar sem leið-
ir liggja um land vort.
Akureyri 8. nóv. 1939.
Steindór Steindórsson
frá ITlöðum.
Ný bók kemur í bókaverslanir
í dag frá forlagi ísafoldarprent-
smiðju, Tónlistarmenn, eftir Þórð
Kristleifsson söngkennara við
Laugarvatnsskóla. Er þar sagt frá
fimm heimsfrægum tónlistarmönn-
um: Beethoven, Brahms, Jenny
Lind, BernhardPfannstiehl og En-
rico Caruso. Fylgja ágætar mynd-
ir af listamönnunum. Bókin er 120
bls. í stóru broti og vönduð að frá-
gangi. Verður hennar minst nánar
síðar.
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Prestasögur I. Skrásett
hefir Oscar Clauseii. Ut-
gefandi Þorsteinn M.
Jónsson. Akureyri 1939.
Allan fjandann vígja þeir“ er
mælt, að kerlingu einni hafi
orðið að orði, er hún frjetti, að
búið vær að vígja síra Hallgrím
Pjetursson. Hefir þessum orðum
verið á lofti haklið, vegna þess,
hve fjarstæð þau eru um jafn
dýrlegan kennimann og sálma-
skáld, sem síra Hallgrímur var.
En þótt orð þessi verki sem öfug-
mæli um slíkan mann, þá er hins
síst að dyljast, að þau hefðu verið
fullkomið sannmæli um margan
prestl hjer á landi á fyrri tímum,
því að aumari andans þjóna er
varla hægt að hugsa sjer en suma
pokapresta fyrri daga. Þar fór oft-
ast hvað eftir öðru prjedikunin og
postulastarfið, orð og verk. Marg-
ar sögur fara af sumum þessara
presta, sem geta verið bæði bros-
legar og grátlegar eftir því, hvern
ig á er litið, og hygg jeg flesta
Tslendinga þó svo skapi farna, að
þeim verði það fyr fyrir að brosa
að þeim en gráta. Kunna og flest-
ir þann greinarmun klerks og
kirkju að geta þótt annað bros-
legt, en hitt heilagt, og er eng-
inn að verri maður fyrir það. Þess
ber þó að gæta, að þær kröfur
hafa jafnan verið gerðar til prest
anna, að þeir ættu að vera íyrir-
mynd annara í öllu framferði sínu,
og því hafa þeir oft verið dæmd-
ir hart í almeUningsálitinu fyrir
yfirsjónir, sem öðrum hefðu ekki
verið reiknaðar til syndar. Það
þefir alla jafnan verið meira af*
þeim heimtað en öðrum dauðleg-
um mönnum. Og þótt ýmsir mó-
rauðir sauðir hafi verið til í presta
stjett á fyrri tímum, þá má ekki
gleyma því, að þeir heyrðu alt af
til undantekningunum. Prestarnir
hafa alt af að mestum hluta verið
meðal merkustu manna þjóðarinn-
ar og hennar ljós í myrkri hver á
sínum stað út um bygðir landsins.
Vafalaust munu margir hafa
gaman af bók þeirri, sem að ofan
getur. Þar hefir hinn góðkunni
fræðimaður Oscar Clausen safnað
saman sögum og sögnum um
marga presta eftir ýmsum heimild-
um. Þar eru mórauðu sauðirnir í
miklum meiri hluta, enda verða
slíkir einmitt oftast efni í sögur.
Einna ógeðslegust persóna af þeim
öllum, sem, þar er sagt frá, er síra
Einar prestlausi í Grímstungu,
enda misti hann hempuna eftir 7
ára prestsskap. En höfundur hefir
alls ekki takmarkað frásagnir sín-
ar við slíka menn. Hann segir einn
ig frá ýmsum merkisprestum, svo
sem síra Gunnari Pálssyni prófasti
í Hjarðarholti, síra Jóni Gíslasyni
prófasti í Ilvammi í Dölum, síra
Sigurði Jónssyni í Goðdölum o.
fl. Allir þættirnir í bókinni, en
þeir eru alls 25, eru meira eða
minna skemtilegir, lipurt ritaðir
og með næmu auga fyrir því, sem
sjerkennilegt er í fari manna. —
Þessar Prestasögur Clausens verða
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUUi
því eflaust vinsæl bók. En von er
á framhaldi sams konar sagna frá
hans hendi síðar.
Guðni Jónsson.
Sfðustu Ijóð
Sigurðar Sigurðssonar
frá Arnarholti.
essa dagana er verið aS
hefjast handa um áskrifta-
söfnun að síðustu ljóðum Sig-
urðar Sigurðssonar frá Arnar-
holti, sem ráðgert er að komi
út fyrir jólin. Um útgáfuna seg-
ir svo í greinargerð fyrir á-
skriftarlistunum: ,,Eru það ýma
kvæði, sem hið látna skáld hef-
ir látið eftir sig, ýmist í óprent-
uðum handritum eða á víð og
dreif í blöðum og tímaritum.
Prófessor Sigurður Nordal fylg-
ir ljóðunum úr hlaði með stutt-
um formála og hefir einnig góð-
fúslega aðstoðað við val kvæð-
anna“.
Sigurður var á sínum tíma
eitt glæsilegasta skáld þjóðar-
innar, og sumt af ljóðum hana
frá þeim tíma á hvers manns
vörum. Hitt mun ekki öllum
eins ljóst, að sum af síðustu
kvæðum hans skipa fyllilega
sess með því besta, er hann
hafði áður gert, þó nokkuð ann-
ar blær hvíli yfir þeim. Má vera
að þar hafi nokkru ráðið um
hin mikla breyting á lífskjörum
ans hin síðustu ár.
Sigurður var ,,en Sanger med
Sordin“, skáld hinna lágróma
strengja, en þó stórbrotinn andi,
heimsborgari í list sinni“, eins
og segir í minningargrein um
hann nýlátinn.
Þessi síðustu ljóð Sigurðar
verða gefin út í mjög litlu upi»-
lagi og aðeins fyrir áskrifendur.
Verður útgáfan í tvennu lagi og
fylgja dýrari útgáfunni, sem a5
eins eru 75 tölusett eintök,
myndir af höfundinum á ýms-'
um aldri og rithandarsýnishorn.
Verða þau eintök einnig bund-
in í alskinn.
Áskriftarlistar liggja frammi
í öllum bókaverslunum bæjar-
ins.
Þórður Kristleifsson:
Tóniistarmenn
kemur í bókaverslanir í dag. Stutt
æfiágrip fimm heimsfrægra lista-
manna: Beethoven, Brahms, Jenny
Lind, Pfannstiel og Caruso, me5
ágætum myndum af listamönnun-
um. Kostar aðeins 5 krónur.
Bókaverslun
Isafoldarprentsmiðju. j