Morgunblaðið - 10.12.1939, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1939, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1939. Hatíabúðin Aust. 14 uppi Samkvæmisfakkar úr paillettum er smart JÓLAGJÖF Gunnlaug Briem. oooooooooooooooooooooooooooo<>ooooooo< | Gjartfajám | V 1” og 1%” nýkomið. Y | J. Þorláksion & Norðmann | <> Bankastræti 11. Sími 1280. ð ¥000000000000000000000000000000000000 Komið flöskum og glösum í verð Þessa viku kaupum við flöskur og glös undan okkar eigin framleiðslu. Yerðið er hækkað upp í 20 aura fyrir heilflöskur og 15 aura fyrir hálfflöskur. Gerið nú gangskör að því að koma tómum flöskum og glösum í peninga. Móttaka er í Nýborg. AfengisYersIun ríkisins. Silfurrefaskinn ávalt fyrirliggjandi í miklu úrvali. Kaupið skinn beint af framleiðanda, milliliðalaust. SIG. ARNALDS Túngötu 5. Sími 4950. Skiftafunður í búi H.f. Gler verður haldinn á bæjarþingstofunni mánu- daginn 11. des. kl. 1 y2 e. h. Tekin ákvörðun um sölu á verksmiðju fjelagsins og öðru, er henni fylgir. SKILANEFNDIN. Loftskermar — Leslampar ---mikið úrval- SKERMABU9IN Laugaveg 15. 5* f f f Ý f f £ t t t ! 1 Fyrirliggjandi: Hveiti í 50 kg. pokum, ódýr og góð tegrrnd. Eggert Kristjánsson & Co.h.f. X. Matrosfötin úr Fatabúðinni. V y t f t f X X Gengið í gær: Sterlingspund 25.46 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.59- — Belg. 107.79 — Sv. frankar 146.41 — Finsk mörk 13.27 — Gyllini 346.65 — Sænskar krónur 155.34 — Norskar krónur 148.36 TheódórÁrnason fimtugur Theodór ' Árnason fiðlnleikari er fimtugur í dag. Hann varð þjóðkunnur þegar á unga aldri, bæði sakir ritstarfa sinna og söngiðkana. Þegar í barn æsku tók hann að nema fiðluleik í foreldrahúsum af föður sínum, Árna Jóhannssyni, síðar bankarit- ara, næsta listhögum manni; hjelt hann því námi síðan áfram og náði ágætum árangri að dómi kunnáttu-manna og hefir síðan iðkað löngum fiðluspil á samkom- um og í heimahúsum til skemtun- ar og gleði mörgum, manni. Theodór var nokkuð innan við tvítugt er hann fluttist til Reykja víkur og rjeðst í þjónustu Einars Gunnarssonar, er þá hafði með höndura umsvifamikla blaðastarf- semi og bóksýslu. Varð Theodór brátt önnur hönd Einars og inn efnilegasti til afgreiðslu og rit- starfa. Reit hann margt í „Unga kunnáttan og áhugi hafa tekið alls staðar þar, sem kenslu hans hefir notið. Hefir forganga hans og leið sögn orðið hin vinsælasta. Fyrsta söngflokkinn æfði hann austur á Hjeraði vorið 1932. Síðan hefir hann haldið starfinu áfram, meðal annars í Ólafsfirði, vestur á Flat- eyri og nú síðast á Akranesi. Er það segin saga, að allsstaðar hafa hafist ágætir söngflokkar, þar sem hann hefir starfað, og kunna menn þar vel að meta starf hans og leiðsögn. Theodór er enn á miðjum starfs- ferli sínum og má vænta, að hann eigi enn langt starf fyrir höndum að gleðja þjóðina með efling og útbreiðslu sönglistarinnar og með ritsmíðum sínum, þýddum og frum sömdum. B. Háskólafyrirlestrar de Fontenays sendiherra T71 ontenay sendiherra flutti fyrsta háskólafyrirlestur sinn um Múhameðstrú í fyrradag, og var hvert sæti skipað í stóra salnum í Oddfellowhöllinni. Fyrirlesarinn lýsti fyrst, hvern- ig ástatt var í Arabíu um trúar- málefni fyrir daga Múhameðs, skýrði síðar frá æfi hans, hversu hann gerðist spámaður og trúar- höfundur, sagði frá baráttu hans fyrir boðskap sínum og frá loka- sigri Múhameðs, skömmu áður en hann dó. Erindið var bæði fróð- legt og skemtilegt og ágætlega flutt. Næsta erindi verður á þriðjud. Leiksýnin^ Skáta: Theodór Ámason. ísland“ á þeim árum og varð brátt kunnur og vinsæll meðal æskumanna landsins, er blaðinu kyntust. Hefir hann haldið rit- störfum áfram lengstum síðan í ýmsum blöðum, „Ljósberanum“, „Vísi“, „Fálkanum" (um tónsnill- inga) o. fl. blöðum. Hann var á 18. ári, er fyrsta bók hans: „Æska Mozarts" kom út (1907) og árið eftir reit hann Barnabók Unga íslands IV. Smásögur. Var bók- um þessum tekið tveim höndum af æskulýðnum. Þá hefir Theodór einatt unnið mjög mikið að þýðingum. Hefir margt af þeim komið út, t. d. Grimms æfintýri og Sjómanna- sögur eftir tíu erlenda höfunda, og imargt fleira. Nú eru í prent- un frá hans hendi „Kynjasögur frá ýmsum löndum“. — Margt er og til í handriti óprentað, og er mest þeirra rita: Prjedikanasafn eftir Olfert Ricard: Vetur, sumar, vor og haust, 40 arka bók, er þýð- andinn gaf Kristilegu bókmenta- fjelagi. — Margt fleira mætti telja af þýðingum hans. Störf hans við þýðingar virðast leikur ,einn, — svo eru þær ljettar og óþvingaðar, enda mjög við al- þýðu skap. Síðustu sjö eða átta árin hefir Theodór unnið mest að söng- kenslu utan Reykjavíkur. Ilefir hann haft viðdvöl í ýmsum kaup- túnum og sveitum í þessu skyni og víða koimið upp dugandi sÖng- flokkum, ýmist frá grundvelli eða hrest við eldri fjelög, sem komin vóru á fallanda fót eða vóru sofn- uð með öllu. Er því við brugðið, hversu miklum stakkaskiftum söng Hlini kóngsson Eftir Óskar Kjartansson Driðjudaginn 5. þ. m. höfðu skátar frumsýningu í Iðnó, á sjónleiknum „Hlini kóngsson“ eftir Óskar Kjartansson. Allir þekkja þetta æfintýri, — um kóngssoninn fagra, sem tröllin leggja hug á, ginna til sín og reyna að glepja með „gulli og grænum skógum“. — Karlsdóttirin hugprúða leggur af stað að leita hans, og finnur hann, því hún lætur „gæfuhnoð- að,“ sem vísar rjettu leiðina, ráða ferðinni. Henni tekst að frelsa kóngssoninn úr trölla- höndum. Og „svo verða þau kóngur og drotning í ríki sínu“. Leikendurnir eru byrjendur að kalla má, á sviði leiklistar- innar. En samt tekst þeim öllum, bæði piltunum og stúlkunum, að koma fram með látlausu hisp- ursleysi og öryggi. Heildarsvip- ur sýningarinnar bar vott um að hver einstaklingur hefði unnið af þeirri ósjerhlífni, sem áhug- inn gefur. — Það var til dæmis smekkvís vandvirkni að hvorki Láki heimski nje hirðfíflið voru gerðir að leidindaskrípum með óeðlilegum gauragangi. Þess- vegna var svo gaman að þessum kátbroslegu, fjörugu sprellikörl- um. Og aumingja Rauðnös, — litlu ófrýnilegu tröllskessunni, — tókst jafnvel að vekja samúð sumra litlu áhorfendanna. Þeir sárvorkendn henni hvað hún var ósköp Ijót, því þessvegna gat Hlina ekki þótt vænt um hana, hve góð hún vildi vera honum. Því miður er hjer ekki rúm til að skrifa leikdóm um hvern ein- stakan leikanda, þó tilefni sje til, því margir sýndu góða hæfi- leika. Þó má taka fram, að allir söngvarnir voru ljómandi vel sungnir. Og auðsjeð var, að skát- arnir hafa unnið með virðingu fyrir því starfi, sem þeir ætluðu sjer að leysa af hendi. Þeir ætl- uðu sjer að sýna okkur inn í æf- intýraheimana gömlu — eld- gömlu vil jeg segja, — því yngsta kynslóðin veit, ekki síður en við, sem eldri erum, að öll tröll eru fyrir löngu, löngu orðin að steini, þó að kóngssynir sjeu til enn. Að jeg nú ekki tali um „fljúgandi rekkjur“, eins og þá, sem Hlini ferðast í, sem hvert einasta barn veit, að nú orðið er til — í flugvjelum — og þau ef til vill sjálf eiga eftir að ferðast í. En mjer datt í hug, hvort skát- arnir ætluðu okkur ekki, að sjá fleira en það, sem fyrir augun bar á leiksviðinu — hvort þeir ætluðu okkur ekki að sjá hvað felst á bak við söguna um Hlina kóngsson, tröllin og vinstúlku hans, sem á „gæfuhnoðað“. — Ætla þeir okkur að gera samlík- ingar á sjer og sínu starfi og æfintýrinu um Hlina kóngsson? Eru hugsjónir og starfsmið skát- ^anna ekki það ,,,gæfuhnoða“, .sem getur vísað æskunni rjettu leiðina, svo hún aldrei lendi í þeim ófærum, sem tröllslegar freistingar reyna að ginna hana út í, með því meiri gyllingum og útflúri, sem æskan er glæsi- legri? — því öll tröll hafa þann góða smekk, að þau vilja helst !það besta. Skátarnir okkar eru „altaf viðbúnir“, þegar Reykvíkingar þurfa á hjálp þeirra að halda og þeir taka aldrei endurgjald fyrir sína aðstoð. En skátarnir eiga ekkert þak yfir höfuðið. — Þeir eru að reyna að vinna sjer fyrir húsi, og hlífa sjer ekki við neinu erfiði. Reykvíkingar mega ekki láta skátana sína verða úti. Verið þið viðbúnir núna, Reyk- víkingar, þegar þeir kalla á ykk- ar aðstoð. Ykkar aðstoð endur- gjalda þeir, með ánægjustund, sem þeir veita ykkur, ef þið farið að horfa á leiksýningu þeirra „Hlina kóngsson“. Soffía Guðslaugsdóttir. Að gefnu tilefni skal þess getið, að Skátablaðið er eina blaðið, sem skátar eða Bandal. ísl. Skáta gef- ur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.