Morgunblaðið - 21.01.1940, Blaðsíða 5
* j a '■*r> H
Sannndagur 21. janúar 1940
”»1
Útgeí.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjðrar: Jðn Kjartanssen o» Vaittr Stefánsson (ábyr»Bars»aOur).
Auglýsingar: Árni óla.
Ritstjðrn, auglýsingrar og afgreiCsla: Austurstrœtl 8. — Simi 1800.
Áskriftargjald: kr. 8,00 á mánuBi.
f lausasölu: 16 aura eintaklB — 26 aura saeO Lesbðk.
20 jan.
FURÐULEG SKRIF
PATJ eru að verða býsna hlasgi-
leg skrifin í Tímanum um
st j ór narsamvin nuna, vetr arþi tlg-
haldið, afgreiðslu fjárlaganna og
sitthvað fleira, sem þar ber nú á
góma.
Vjer bentum á það hjer á dög-
nnum, að með því að kalla Alþingi
saman aftur 15. febrúar — tæp-
um hálfum öðrum mánuði éftir
þingslit — væri útilokað með
öllu, að hægt væri að undir-
búa þingmál svo að í nokkru
lagi væri. Og það væri barnaskap-
ur einn, að ætla sjer að afgreiða
fjárlög nú á vetrarþinginu. Sú af-
greiðsla yrði aldrei annað en
flaustursverk og kák.
En Tíminu telux- engin vand-
kvæði á þessu. Hann segir, að af-
greiðsla fjárlaga í vetur sje eins
auðveld og á haustþingi. Þar sje
enginn munur á.
Hvað kom þá til þess, að rokið
var til seint á síðastliðnu vori,
að fresta þingi til haustsins, eftir
fulla þriggja mánaðá setu? Þá var
því borið við, að ekki þætti fært
að afgreiða. fjárlög, vegna óviss-
unnar framundan og voru þó þá
liðnír 4 mánuðir af árinu.
En nú á að vera auðvelt að af-
greiða fjárlög í byrjun ársins og
það meira að segjg, á mjög skömip-
um tima! Hvar er vissan fram-
undan nú, sem gerir þetta svona
auðvelt?
Nei; tilgangurinn með fjárlaga-
afgreiðslu nú í vetur getur ekki
verið annar en sá, að gera ekk-
ert. Láta alt reka á reiðanum —
út. í óvissuna.
★
Ef til vill er þetta einmitt það,
sem vakir fyrir ýmsum áhrifa-
mönnum í Pramsóknarflokknum.
Þeir viljí koma í veg fyrir, að
Sjálfstæðisménn geti komið fram
verulegum umhótum á sviði fjár-
málanna.
Það er áreiðanlega engin tilvilj-
un, að Tíminn er með kaldhæðni
;yfír því, að Sjálfstæðismenn vinni
engiu stórvirki á sviði fjármál-
anna, enda þótt fjármálaráðherr-
ann sje úr þeirx-a flokki. Þar verði
<ekki vart neinnar „stefnubreyting-
ar“, segir Tíminn. :j
Að vísu er það rangt, að ekki
hafi orðið vart stefnubreytingar í
fjármálunum á síðasta þingi. Eú
hitt er rjett, að Sjálfstæðismenn
hefðu kosið, að átökin hefðu þar
orðið stærri og sterkari. Sjálfstæð-
isflokkurinn fekk þar ekki einn;
ráðið. Alt, sem gert var, varð að
vera í fullri samvinnu við sam-
starfsflokkana. Engu að síður varð
stefnubreytingin í fjármálunum
greinileg, sem hlýtur að skrifast á
reikning Sj ál fstæðisfI okksins fyrst
og fremst.
★
Purðuleg eru þau skrif Tímans,
þár sem hann er að kenna Sjálf-
stæðismönnum einum um sam -
þyktir lagaákvæða, er baka rík-
Sssjóði aukin útgjöld eða rýra tekj
!ur hans. Þar nefnir Tíminn sem
dæmi breytingarnar á framfærslu-
lögunum og ákvæðið um, að 12%
tekjuskattsins skuli renna í bæjar-
og sveitarsjóðina.
Frumvarpið um breyting á fram-
færslulögunum var samið af
þriggja manna nefnd, sem ríkis-
stjórnin hafði skipað. Sjálfstæðis-
flokkurinn átti aðeins einn mann
í nefndinni. Hinir tveir vox-u úr
Framsóknar- og Alþýðuflokknum.
Nefndarmenn voru allir sammála
um fruinvarpið og það var flutt
inn í þingið að tillilutan ríkis-
stjórnarinnar. Menn úr öllum lýð-
ræðisflokkum studdu inálið á Al-
þingi. Hjer var því ekki um að
ræða mál neins ákveðins flokks,
heldur nauðsynjamál, sem allir
lýðræðisflokkar stóðu að og
studdu. Meira að segja Tíminn
studdi málið eindregið, þegar
það kom fram, þótt hann vilji nú
kasta allri ábyrgðinni af Fram-
sókn.
Um hit.t atriðið, 12% af tekju-
skattinum til bæjar- og sveitar-
sjóða er það að segja, að þegar
þjóðstjðnfm var mynduð, var eitt
samniugsatriðið, að bæjar- og
sveitarsjóðir skyldu fá 25% tekju-
skattsins. Sjálfstæðísmenn sett.u
þessa ósk fram, til stuðnings bæj-
ar- og sveitarsjóðum. En vegna
óvissunnar um afkomu ríkissjóðs
nú á haustþinginu, fjellu Sjálf-
stæðismenn frá því, að þetta skil-
yrði yrði uppfylt nema að hálfu
leyti. Svo kemur Tíminn nú, og
útbásúnar óbilgjarnar kröfur og
heimtufrekju Sjálfstæðismanna!
Er þetta drengileg framkoma?
★
Ánægjulegt er að sjá það, að
blöð allra stjórnarflokkanna skuli
nú keþpast u'm að lofa samvinn-
una og telja óhjákvæmilega nauð-
syn, að hún haldist. Þetta er sjer-
staklega ánægjulegt fyrir formann
Sjálfstæðisflokksins, sem fyrstur
allra varð til þess að lireyfa þessu
máli. Svo langt. munum vjer aftur
í tímann, að ekki átti uppá-
.stunga formanns Sjálfstæðis-
flokksins — um samvinnu og
samstarf flokkanna — mikil
ítök í Tímanum, fyrst, eftir
að hún ko'm fram. Og vafalaust
gæti formaður Framsóknarflokks-
ins sagt ýmislegt frá sinni bar-
áttu, innan síns flokks, meðan
hann vann þar að samstarfinu,
því að lengi stóð hann þar einn.
En þetta má kyrt liggja. Hitt
er aðalatriðið, að flokkarnir skilji
nú nauðsyn samstarfsins óg vinni
sainkvæmt því. En því aðeins get-
ur samstarfið orðið landi og lýð
til heilla og blessunar, að starfað
sje að fullri einlægni og velvilja,
en sjerdrægni og útúrboruháttur
víkji.
Leikfjelag Reykjavíkur vill
vekja athygli á því, að Sherloek
Holines verður sýndur kl. 3 í dag
fyrir lækkað verð. Síðasta sinn. —
Dauðinn nýtur lífsins verður sýnd
ur kl. 8 í kvöld.
Veðráttan.
Við fregnirnar frá meginlandi
Evrópu um óvenjulegar frost-
hörkur þar fara menn að veita
veðráttunni hjer ennþá meiri at-
hygli til samanburðar. Eftir hlák-
una, sem gerði um og eftir þrett-
ándanii, hafa hjer komið nokkur
frost, en mjög væg í samanburði
við frostin á meginlandinu, og í
engu orsakasambandi við þau.
Er jeg spurði Jón Eyþórsson
veðurfræðing að því hvort nokkr-
ar líkur væru til þess að kuldarn-
ir færðust hingað til lands, sagði
hann að svo væri ekki.
Kuldasvæðin eru tvö á norður-
hveli jarðar, Síbería og Grænland.
Kuldar Evrópu stafa af austan-
næðingum frá Síberíu, er flytja
með sjer liið kalda loft suðvestur
á bóginn. Ef loftstraumar þessir
kæmu til íslands hefðu þeir farið
yfir svo hlýtt haf, að af þeim
stafaði enginn kuldi.
En á kuldasvæði Grænlands er
frost nú ekki svipað því eins mik-
ið og á meginlandinu, liiti á sunn-
anverðu Grænlandi í dag.
Frosthörkur hjer á landi eiga
alt önnur upptök en kuldar á
meginlandi Evrópu, stafa af því,
að kaldir loftstraumar flæða suð-
ur yfir landið norðan úr íshafi.
Þegar eins kalt er og nú á sjer
stað á meginlandinu, er venjulega
hlýrra hjer á landi en verið hefir
undanfarna daga.
Snjóljett er yfirleitt á landinu
að því, er Veðurstpfan segir, fönú-
ina, sem var á Norðurlandi um
áramót, tók að miklu leyti upp í
þrettándahlákunni,
IJtgerðin.
Greinargerð Richards Thors
hjer í blaðinu um útgerðina
árið sem leið vekur úpþ mörg
umliugsunarefni. Hann rekur þar
hve erfitt árið var enn fyrir út
gerðina, veiði rýr bæði á þorsk-
og síldarvertíð, verðíð á þorskin-
um sjerlega lágt, öll veiði tiltölu-
lega dýr bæði á þorsk og síld,
margir róðrar hjer syðra saman-
borið við aflamagn, og síldveiði
mjög langsótt. Það væri fróðlegt
að vita, hve mikill hagnaður hefir
orðið af síldarleit Arnar Johnson.
En sá reikningur verður aldrei
gerður upp. Trúlegt er, þar eð
síldargöngurnar höguðu sjer alveg
óvenjulega, að hið daglega yfirlit
flugmannsins hafi í rauninni gert
ennþá meira gagn en alment er
viðurkent. Gott að allar bollalegg-
ingar um það, hvort nota eigi flug-
vjel á síldarvertíð eða ekki, eru
úr sögunni. Það verður aldrei gert
út á síld hjer við land án þess
að hafa flugvjel, ef þess er nokk-
ur kostur.
Saltfiskurinn.
Eitt alvarlegasta umhugsunar-
efnið viðvíkjandi næstu fram
tíð er það, hvað verður um salt
fisksframleiðsluna. Meðan sæmi-
lega gengur méð ísfisksölu til Eng-
lands sinna þeir ekki saltfisks-
framleiðslu, sem geta náð til þess
að selja aflann í ís. Saltfisksverð-
ið hefir verið svo lágt undanfar-
in ár, og öll sala á þeirri vöru
svo óviss, að meðan ísfiskmarkað-
urinn er, þá hliðra menn sjer hjá
saltfisksframleiðslu í lengstu lög,
þó það verði ekki gert um há-
vertíðina þegar mest berst á land
af fiski. Því íslenskur skipakost-
ur annar ekki á nokkurn hátt
að flytja allan aflann út í ís.
En dragi stórlega úr saltfisks-
að stöðva byggingar sem mest »g
aðrar framkvæmdir, sem ekki vœm
bráðnauðsynlegar.
En nokkuð þótti sem hann lyti
framleiðslunni kemur það mjög einsýnt á þau mál, óg tæki ekki
hart niður á verkafólki því sem
haft hefir atvinnu við fiskverk-
un. Saltfisksframleiðslan var á
landinu um og yfir 60.000 tonn á
ári, áður en aflaleysisárin byrjuðu.
Það fyrsta þeirra var 1936. Aflinn
í fyrra var 37.700 tonn. En verk-
unarkostnaður í landi af tonni
hverju 120—150 krónur. Vinnu-
laun við saltfiskinn hafa því mink-
að um nálægt 3 miljónir, frá því
sem áður
Framtíðarmál.
í sambandi við saltfiskinn er vert-
að minnast á, að vaxandi von-
ir eru um sölu á hraðfrystum fiski.
Fiskútflytjendur hafa í mörg ár
haft augastað á þeim möguleika,
að markaður ykist fyrir hraðfrysti
an fisk er kæmi smátt og smátt í
staðinn fyrir saltfiskinn. Þessi sala
var komin á meiri rekspöl en
nokkru sinni áður, síðustu mán-
uðina fyrir styrjöldina. Og nú
hefir heyrst um ennþá stærri sölu-
möguleika en áður hafa opnast
fyrir þessa vöru.
Ekki er mjer kunnugt um hvern
ig vinnulaunaspursmálið er í sam-
bandi við þá framleiðslugrein, sam
anborið við saltfisksverkunina. En
talsverð vinna er við hraðfrysta
fiskínn í landi. Og hvað sem um
það er, þá er eitt víst, að mikil
framför er það, að framleiða hrað-
frystan fisk í snyrtilegum umbúð-
um á borð efnafólks stórþjóðanna,
en fátækrafæðuna, saltfiskinn. Því
eftip því sem varan nær lengra
upp eftir efnahags8tiganum hjá
neysluþjóðinni, eftír þyl er salan
að jafnaði öruggari.
Viðskiftamálin
ysteiiin Jónsson viðskiftamála-
, ráðherra flutti útyarpsræðu
í vikunni um viðskifta- ®g gjald-
eyrismál og fleira. Þótti ýmsum
kveða nobkuð við annan tóh
ræðu hans, en oft áður hefir verið
Hann talaði m. a. um gengis-
breytinguna, frílistann frá í vor,
innflutningsverslunina og sam-
vinnu ríkisstjórnar og verslunar-
stjettar í þeim málum. Skýrði
hann frá vandkvæðunum, sem á
því eru nú, að fá nauðsynlegar
vörur til landsins, er stafa þæði
af útflutningshömlum viðskifta-
þjóðanna og vandræðunum með
'gjaldeyri til innkáupanna.
Gat ráðherrann um góða sam-
vinnu ríkisstjórnar og innflytj-
endasambands kaupmanna, ér fær-
ir sönnur á það, sem áltaf hefir
verið haldið hjér fram, að þegar
ríkisstjórn .leitar til kaupsýslu
manua um samvinriu í þeim mál-
um er það verslur lýtur, þá fer
altaf vel á því og málin leysast
hest á þann hátt.
Yar svo að lieyra & ræðumanni,
þar sem hann talaði um versunar-
málin alment, að hanri vildi ekki
að samkomulag f þeim málrim
milli flokkanna strandaði á smá
munum.
Hann lagði ennfremur áherslu
með í reikninginn atvinnuleysið
sem af ströngum gjaldeyrisráð-
stöfunum kann að stafa. Því ein-
hvernveginn þarf að sjá fólkinu
fyrir lífsviðurværi.
Ilvað snertir byggingar sjer-
staklega þá mun ekki þurfa að
leggja miklar hömlur á innflutn-
ing efnivará, því þær hafa hækk-
að svo í verði, að enginn gerir
lað að gamni sínu, að leggja í
húsbyggingar meðan verðið er al-
veg óeðlilega hátt.
Framleiðslutækin.
Tv egar rætt er nm gjaldeyris-
sparnað og skuldagreiðslnr
má aldrei tapa sjónar á því, hvern-
ig þjóðin á að afla sjer gjald-
eyris fyrir nanðsynjar sínar og
það sem hún þarf í skuldiruar.
Að það verður aldrei gert aema
með framleiðslutækjum. Að það
er ebki fiskmergðin í sjónum, sem
takmarkar framleiðslu okkar eða
landrýmið. Og heldur ekbi mann-
aflinn í landinu, ekki einu sinni
hann, meðal þessarar fíxmennn
þjóðar. Heldur tækin til þess að
vinna fyrir hranði á sjó og landi.
Að hvorki verslunarjöfnuður nje
greiðslujöfnuður sýnir til hlítar
hvernig þjóðarhagurinn er, heldur
hitt, sem skýrslur sýna ekki eins
glögt, að möguleikar til fjárofl-
unar í landinu hafa aakist
eða ekki. Méðán stórtækustu
framleiðslutæki okkar, togararnir,
fá enga endurriýjun, erum við sem
framleiðsluþjóð í yfirvofandi
hættu um afturför í framleiðsh
unni. Og þá er greiðslugetunrii
hætta húin.
Finnland.
En þó viðfangsefnin og unahngs-
unarefnin sjeu mörg hjer
heima fyirr, þá hverfa þau oft í
daglegu tali manna fyrir þeim við-
burðum sem eru að^ gerast í heim-
innm, og þá einkurfi í Finnlandi.
Um síðustu helgi bárust um þaf
fregnir, að nú væru Rússar með
hinum ótakmarkaða liðsafla sínum
að hrjótasb áfram til sæpskn
landamæranna. í sama inund byrj-
uðu svæsnar árásir í Rússlandi á
Svía. Rússnesk flugvjel „viltist"
yfir í sænska skerjagarðinn. Til
að sýna Svíum, „hvernig Molo-
toff verpir“. Var húist. við stór-
tíðindnm á næstnnni.
En nú eru Finnar aftnr farnir
að króa inni rússneskar herdeildir
í Finnlandi, þar sem Rússar eiga
stystu leið til Svíþjóðar. Og enB
er búist við að viðnám þeirra end-
ist eitthvað. Samúðin með þessum
forvörðum frelsisins vex með degi
hverjum. En hvenær kemur þeim
hin öfluga hjálp, og hvemig verð-
ur hún?
Það vakti sjerstaka athygli í
vikunni, er rússneska útvarpið tók
að snupra þýsk blöð fyrir að segja
frá viðnámi Finna gégn árásum
Rússa. Eitt af því sem rússneska
útvarpið hefír afrekað síðustn
viku, er, að halda því fram, að
á, hvflík nauðsyn það Tæri þjóð-1 rússneskir flugmenn hafi aldrei
inni að borga skuldir sínar svo gert neina loftárás á Helsing-
fljótt eða, ört sem frekaet er nnt. fors(!) f siðfræði Stalins er aldrei
Þó eitthvað rættist úr í gjaldeyr- gerður mikill munur á sönnu og
ismalum vildi hann kalda fast við • lognu.