Morgunblaðið - 21.01.1940, Page 6
T
*
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. janúar 1940
Samtal við Cárl Olsen
Carl Olsen konsúll á sex-
tugsafmpli í dag.
— Hvað er þess valdandi
að þjer sýnið mjer þann heið-
ur? — sagði hann er jeg kom
inn á skrifstofu hans í gær
í gamla bryggjuhúsinu í Að-
alstræti — og átti hann við,
hvað væri erindi mitt.
— Það er sextugsafmæli vðar,
sagði jeg.
—i!>egar maður er orðinn svo
gamall, þá finst. mjer ekki ástæða.
til að skrifa um mann í blöð. Ann-
að mál er þó skrifað sje um fimt-
uga menn. Þeir eru í blóma lífs-
ins.jSíðan fer að kalla undan fæti
fyrir manni.
jþegar jeg yrði sextugur, þá
biafði jeg hugsað mjer að liægt
vseri að fá sjer ofurlítið frí, þá
ræri hægt að taka sjer hók í hönd
og lesa hana til enda og láta störf-
in bíða á meðan, eða gleyma stund-
vísinni á morgnana. En þetta hefir
mistekist fyrir mjer, og þykir mjer
það hart eftir allan þenna tíma
Síðan jeg var 6 ára, en þá fór jeg
að vinna fyrir mjer.
Eitt af því sem mjer finst öf-
ngt og aflagislegt við tímana nú, um-
«r, að ungu mennirnir 15—25 ára
hafa margir ekkert að gera, en við
gömlu mennirnir verðum að púla
frá morgni til kvölds. I stað þess
ættu'þeir ungu að geta tekið við.
sextugan
— Gróflega byrjuðuð þjer
sneinma, 6 ára, að vinna fyrir yð-
nr. Hver var fyrsta atvinnan?
— Foreldrar mínir áttu heima
i1 Amagergade á Kristjánshöfn,
það er litil gata iit frá Torvegade
rjett. hjá varnargarðinum gamla.
Þetta var eitt mesta fátækrahverfi
borgarínnar. Á horninu við Torve-
gade átti gamall piparsveinn
heima. Ilann var húseigandi; sjer-
vitur nurlari. Hann fjekk mig til
þess að fara í sendiferðir fyrir sig.
Jeg hafði þá afyinnu að kaupa í
matinp fyrir hann, nokkrar rúllu-
pylsusneiðar, .eina eða tvær ost-
áneiðar og því um;,líkt, Hann aug-
Carl Olsen.
lýsti oft í blöðunum og fjekk til-
boð til auglýsingaskrifstofanna.
Hvað hann var að auglýsa veit
jeg ekki. En hann sendi mig á
blaðaskrifstofurnar eftir öllum
svörunum. Fyrir þessar sendiferð-
ir fjekk jeg 10 og 25 aura og það
voru pepingar, sem inig munaði
LIDO-
óviðjafnanlega skin-food
í krukkum 2.50, 3.50,
5.00, 9.00.
Laugaveg 19.
oooooooooooooooooo
Sftrónur
stórar og góðar.
vmn
Laugavegi 1.
Útbú: Fjölnisveg 2.
oooooooooooooooooo
Tíu ára gamall fjekk jeg at-
vinnu sem sendisveinn hjá list-
yerslun Emil Bergmann. í Hoved-
vagtsgade. Það var mikill fengur,
kaup 2 kr. á viku. Jeg varð að
fara á fætur kl. 6, vera kominn
til húsbónda míns kl. 7, bursta föt
og skó til k. 8, vera í búðinni eða
sendiferðum til kl. 12, í skóla til
kl. 6, og. síðan í búðinnii'til kl. 8
eða.8%.og. þá heim til -að lesa
lexíurnar. En það var lítill lestur.
Oft. hugsa jeg um, það hve kjör
barna voru slæm í þá daga, sam-
anborið við það sem nú er. A þess-
um árum vorumiklar frosthörkur
í Danmörku á hvéíjum vetri. Jeg
hafði svfo mikla kuldabólgu í hönd-
unum að úr þeim blæddi á liverj-
um degi og varð móðir mín að
reifa þær á morgnana. þegar jeg
fór á fætur.
★
Faðir minn var kplamokari hjá
Burmeister og Wain. Honum var
svo sagt upp atvinnunni er minst
vonum varði. Þá var jeg um ferm-
ingu. Hann hafði sparað saman
160 krónur. Jeg sagði honum að
mig langaði til að verða verslun-
armaður. Jeg hafði oft vprið send-
ur eftir pappír til stórkaupmanns
á Austurgutu, Emil Jenssen. Þar
sá .jeg marga skrifstofumenn við
vinnu. Á hurðinni stóð. Opið frá
kl. 9;—5. Jeg bar þetta saman við
minn vinnutíma, og .hugsaði um
það hyort. jeg nokkurntíma kæm-
, ist'svo hátt í lífinu að set.jast í
skrifstofustól og hafa 8 tíma
vinnudag.
En barnaskólamentunin var lje-
leg. Jeg kunni ekki einu sinni að
skrifa móðurmálið stórlýtalaust,
hvað þá annað.. Til þess að geta
orðið verslunarmaður þurfti meiri
mentun. Það vissi jeg. Talaði jeg
um þetta við föður minn. Hann
ákvað að nota þessar 160 lírónur
sínar til að kosta mig á gagn-
fræðanámskeið í íy^ ár. Að þeim
tíma loknum tók jeg próf. En
altaf varð jeg að vinna meðan á
því námi stóð, Það var strangur
tími. ■ ,
Daginn eftir að jeg hafði lokið
prófi leit jeg eftir atvinnuauglýs-
ingum í Berlingatíðindum og fann
tvær. Sendi jeg umsókn á báða
staðina og fjekk svar frá báðum.
Önnur verslunin reyndist að vera
„Brödrene Levy“, sem margir Is-
lendingar kannast við. Þar var
boðið 180 króna árskaup. Á hinum
staðnum, voru boðnar 200 krónur.
Jeg tók samt tilboðið frá Levy-
bræðrum fram, yfir, held það hafi
verið sumpart af því að þeir versl-
uðu með íslenskar afurðir. Hugur
minn hafði altaf beinst norður á
bóginn. Ef sálnaflakk er til, þá
finst mjer að jeg hafi í einhverri
fyrri tilveru verið íslendingur.
★
Jeg var hjá Levy-bræðrum í 4
ár, Þeir voru duglegir verslunar-
menn. Á þeim árum lærði jeg
verslun, gekk á námskeið jafn-
framt og var vmnutíminn með
náminu frá 7 á morgna til 10 á
kvöldin. Að þeim tíma liðnum
kom James Levy eitt sinn til mín
og spurði mig hvort, jeg myndi
ekki vilja fara til íslands. Jeg
hafði ekkert á móti því. Hann
liafði þá talað við þá Bryde-feðga,
sem hjer áttu miklar verslanir,
um að jeg gengi í þjónustu þeirra.
Hjá þeim var jeg í 9 ár í Höfn.
Og í apríl 1909 var jeg í fyrsta
sinn sendur sem erindreki þeirra
hingað til lands.
Strax fyrsta sumarið kunni jeg
vel við mig hjer. Og þegar jeg
kom um haustið hjeðan heim á
fornar slóðir á Kristjánshöfn fjekk
jeg tilfinningu eins og jeg ætlaði
ekki að geta náð andanum. Það
var svo þröngt inni í húsaþyrp-
ingunum, samanborið við hve vítt
var til veggja hjer í Keykjavík,
með Esju á aðra hönd og Reykja-
nesfjallgarð á hina.
Hjá Brydes-verslun yar jeg svo
ýmist lijer í Reyk.javík eða við
útibúin eða í Höfn, þangað til 1.
jan. 1912 að við Natlian stofnuðum
verslun okkar. Það var erfíð byrj-
un. Báðir eignalausir. Jeg samdi
við Pjetur Hjaltested urn að þurfa
ekki að borga honum húsaleigu á
Laugaveg 20 í D/2 ár og eins feng-
um við lánaða skrifstofu hjá
Bryde án þess að borga fyrri en
að sama tíma liðnum. Og nauð-
synlega úttekt tli heimilisins varð
jeg líka að fá lánaða. Því rekst-
ursfjeð var ekkert og þetta um-
boðsverslun sem ekkert gaf af sjer
að kalla fyrri en að ári liðnu. Því
varð að duga eða drepast þetta
IV2 ár. Ef við hefðum, ekki hagn-
ast það á versluninni að við gætum
staðið í skilum að þessum tíma
liðnum, ])á var sú verslunarsaga
úti. En þetta slambraðist af. Og
í júlí 1914 kom fjelagi okkar,
Fenger heitinn, í firmað. En svo
skall styrjöldin yfir.
fund bankastjóra þar eitt sinn í
þeim erindagerðum. Þar var jeg
látinn bíða von úr viti uns banka-
stjórnin loksins opnaði hurðina
hálfa gátt og spurði hvað jeg vildi.
I klukkutíma talaði jeg. Að því
búnu sagði hann að þegar jeg
hefði 100 þús. kr. til að telja fram
á borðið, þá skyldi jeg koma og
tala við sig aftur.
í apríl 1915 brann skrifstofa
okkar í Edinborgarhúsi. Það var
vont áfall. Bogi Brynjólfsson vakti
mig til að gera mjer aðvart, kast-
aði steini upp í gluggann hjá
mjer. Þá átti jeg heima í húsi
Geir rektors í Tjarnargötu. Jeg
var kominn niður í Austurstræti
15 mínútum eftir að eldsins varð
fyrst vart í Hótel Reykjavík.
Samt komst jeg aldrei inn í hús-
ið. Þar brunnu allar okkar versl-
unarbækur. Við stóðum uppi alls-
lausir og urðum að skrifa við-
skiftamönnum okkar og spyrja þá
hvernig viðskifti olrkar stæðu. Það
var vafningasamt.
Eftir brunann var inikið talað
um að byggja Landsbankann uppi
á Arnarhóli. En þá fengum við
tilboð frá bankanum um að hann
skyldi lijálpa okkur til að byggja
á Godthaabslóðinni, ef við vildum
byggja þannig, að bankinn gæti
fengið leigt þar til bráðabirgða.
Þá gátum við snúið okkur til
„IIandelsbanken“ að nýju. Og
þannig gátum við bygt.
En það var erfitt að koma hús-
inu upp. Þetta var á styrjaldar-
tímum. Við þurftum t. d. að tína
saman steypujárn út um alt land,
til þess að fá nóg af því í húsið.
Við höfðum augastað á að eign-
ast Godthaabseignina á horninu á
Austurstræti og Pósthússtræti, er
Miljónafjelagið hafði fengið hjá
Thor Jen^en og nú var komin í
eigu Handelsbanken-. Jeg fór á
Nii byrjuðu Ameríkuferðirnar
og viðskifti jukust ört. Nathan fór
til Hafnar 1916 og stóð fyrir skrif-
stofu okkar þar. Við stofnuðum
útibú á Seyðisfirði, Akureyri,
keyptum Hæstakaupstaðinn á Isa-
firði, höfðum skrifstofu í Leith og
raístöð í Hafnarfirði. Svo komu
erfiðu árin, og við fluttum hjerna
í gamla bryggjuhúsið. Það geng-
ur svo skiftast á skin og skúrir.
— En hvernig stendur á því að
þjer hafið haft svo mikinn áhuga
fyrir jarðræþt og landbúnaði með
versluninni? Ekki hafið þjer haft
neitt slíkt fyrir augum, í bernsku
yðar á Kristjánshöfn ?
— Nei. Þar var ekki annað en
steinlögð gatan. En jeg hefi altaf
haft ánægju af búskap. Jeg bvgði
Austurhlíð hjerna innan við bæ-
inn. Þar ræktaði jeg 30 dagslátt-
ur. En mestan búskap hafði jeg
meðan jeg bjó á Kotferju í Ölfusi.
Það er mikil og góð jörð. Aldrei
vissi jeg hve landareignin er marg
ir hektarar. Hugmynd mín var
sú, að rækta upp alt landið, það
besta fyrst og síðan hið lakara og
skifta svo ÖIIu saman í mátulega
stór nýbýli. Þetta tókst ekki. Gat
ekki fengið menn til þess að reka
þetta sem skyldi, sjá um búið
sem skyldi, skilja hvað jeg vildi.
Og svo fór það sína leið. En hvað
um það, jeg karm altaf svo sjer-
lega vel við mig í sveitinni, sagði
Carl Olsen, og brosti sínú þreiða
brosi, eins og hann helst vildi
hvíla sig frá allri verslun og við-
skiftaáhyggjum og Iifa sínu lífi
sem bóndi í sveit. ; V. St.
Fræðsluerindið
í iríkirkjunni
Teg vil leyfa mjer með línum
þessum að vekja athygli &
fræðsluerindi því, sem auglýst hef-
ir verið, að síra Jón Auðuns, frí-
kirkjuprestur í Hafnarfriði, að til-
hlutun Sálarrannsóknafjelags Is-
lands, flytur í Fríkirkjunni í
Reýkjavík í dag kl. 5 síðd., um
málefni fjelagsins. Erindið nefnistt
„Hvað segir spiritisminn um
Krist?“, en auk þess verður kór-
söngur og orgelsóló; aðgangur
jafnheimill öllum og kostar 1 kr.
Að sjálfsögðu má vænta, að
sjerstaklega fjelagsmenn fjölmenni
á samkomu þessa, en gagnvart
öðrum, sem kunna að ætla eða
hafa verið talin trú um, að sálar-
rannsóknirnar samrýmist ekki góð-
Um kristindómi, má fullyrða, að
hjer verður ekki farið með neitt
ókristilegt. Fyrir því er bæði mað-
urinn og raunar sjálft málefnið
trygging. Væri mjög æskilegt, að
sem flestir noti tækifærið, til þess
að fræðast um hið þýðingarmesta
mál, sem uppi er á þessari þýð-
ingarmiklu öld, mál, sem að ætluti
margra spakvitrustu manna munu
frá renna þau rök, er ráða muntt
um síð niðprlögum ófriðar og ann-
ars ófarnaðar alls mannkyns. (Sjá
„Morgunn“ 1939, bls. 237).
Kristinn Daníelsson.
Undraefnið nýa
TIP TOP
er langfremsta, drýgsta
og ódýrasta þvotta-
duftið.
TIPTOP
I
Hið ísl. Kventjelag
heldur fund mánudaginn 22. jan-
úar kl. 81/2 síðd. í Thorvaldsens-
stræti 6.
STJÓRNIN.
AOalskiltastofan
Baldursgötu 36
tekur að sjer allskonar skiltagerð,.
svo sem ljósaskilti, allskonar gler-
skilti, einnig jám og trjeskilti.
Skipa- og bátamerkingar, merkir
bjarghringa o. m. fl. — Ef þjer
þurfið að láta mála upp skiltin
yðar, þá snúið yður til
Aðalskiltastctunnar
Baldursgötu 36.