Morgunblaðið - 10.02.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.1940, Blaðsíða 6
« MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. febr. 1940. Ur daglega lífinu F'jrir aUxnörgxim árum efndi Matthí- «• þjóðminjavörtSur Þórðarson til sjer- stakrar deildar í Þjóðminjasafninu fyrir mannamyndir. Þetta myndasafn er nú orðið allmifcið. En gæti fljótt orðið mikið meira, ef fólk hefði al- xoent veitt því eftirtekt sem skyldi. íslendingar eru mjög gefnir fyrir ætt fræði og ættartölur. En mikil viðbót ræri það við ættartölumar í framtíð- jnni, ef þeim gæti fylgt myndir. Ný- lega er komin út ein ættartölubók með fjölda mynda af því fólki, sem þar kemur við sögu. Fólk, sem á gamlar Ijósmyndir af skyldfólki sínu og öðram, ætti að hafa hugsun á því, að koma myndum með árituðum nöfnum í Mannamynda- safnið. Þar geymast þær til seinni tíma á öraggum stað. ★ Margir Reykvíkingar hafa unnið sjer inn fyrstu aurana sína með því að selja blöð á götum bæjarins. Hefir sú iðja verið fyrsta spor þeirra til sjálfs- bjargar. Þó upphæðin sem unglingamir fá fyrir hvert blað er þeir selja, sje ekki há, þá getur það orðið drjúgur skildingur fyrir þá, sem leggja stund á bíaðasöluna. ★ Fremstur allra blaðasala hjer í Reykjavík hefir Ötti Sæmundsson ver- ið. Komungur fjekk hann góða atvinnu við það verk. Hann varð vinsæll piltur. ÁlliF könnuðust við hann meðan hann gekk um götumar og seldi blöð. Hafi menn efast um tekjur hans, gátu þeir sannfært sig um að hann hafði skapað sjer álitlega atvinnu með því að líta 1 útsvarsskrána. ★ Það er vitaskuld ekki öllum hent, að fást við blaðasölu, svo af henni verði tekjur sem um munar. En í því mikla atvinnuleysi sem hjer er í bænum, er einkennilegt hve fáir stálpaðir ungling- ar leggja út á þá braut — í stað þess að hafa lítið sem ekkert fyrir stafni. ★ Einn af lesendum blaðsins hefir sent mjer smágrein um það, hve bagalegt það er að ekki skuli vera ákveðinn wdag* ‘-læknir, ‘eins og næturlæknir. Læknar eru að vísu orðnir allmargir hjer í bænum. En ýmsir kvarta yfir því, að oft sje erfitt að fá lækni, þegar fólk þarf á læknishjálp að halda fyrir- varalaust. Skyldu læknamir ekki geta komið sjer saman um, að koma einhverri slíkri siipun á. ★ En úr því jeg minnist á blessaða læknana, dettur mjer í hug að vík.ja að öðm, sem við kemur þeim. Það er óneitanlega einkennilega sjaldan, sem menn sjá greinar í blöð- unxan eftir lækna um ýms heilsufars- mál, leiðbeiningar um það, hvemig al- menningur eigi að varðveita heilsuna, forðast sjúkdómana. Er þetta blöðunum að kenna? Eða trr það einhver alveg óþarfleg hlje- drsegni læknanna sjálfra. Eitthvað hef jeg um það heyrt, að þeir sín á milli líti til þess hornauga, cf einhver af starfsbræðrum þeirra skrifar mikið í blöð. Þeir telja að með því sje hann að auglýsa sig óbeinlínis á kostnað hinna. En er slík hl.jedrægni efcki helst til mikil, eða tiltektasemi, ef hún verður til þess að almenningi er rniðlað minna af fróðleik um það, hvemig menn eigi að lifa heilbrigðu íífí. 'k Margar sögur hafa gengið manna á udHi um sjerkennilegar athugasemdir tilsvör Geirs gamla Zoega kaup- manns. Skyldi enginn hafa tekið sjer fyrir hendur að safna þeim. Kunningi minn einn sagði mjer þessa í fyrrakvöld: Á einu skipi Geirs hafði verið há- seti austan úr sveitum. Honum hafði gengið illa á vertíðinni, borið lítið úr býtum. Og Geir þótti hann því ljeleg- ui háseti. ivður en hann fór heim í ver- tíðarlok bað hann Geir um skæði í skó t. • heimferðarinnar. „Velkomið", sagði Geir. „En jeg vona að þau endist þjer ekki til laka4'. Eítubjallan, skaOlegt skordýr I matbaunum FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. í matbaunum, en lifir þar ekki úti á víðavangi, svo teljandi sje. Til þess að drepa ertubjöllur í matbaunum, án þess að skemma baunirnar, er hægast að nota þur- an hita. Sje um lítið af baunum að ræða, nægir að setja þær í bakarofn og hafa þær í 1 klukku- stund í 55 .stiga hita á C. Ekki er mjer kunnugt um, að bjalla þessi sje nefnd í ritum um íslensk skordýp, og bendir það til þess, að hún háfi ekki þekst hjer fyr. Hygg jeg þó, að hún, eða aðrar náskyldár tegundir hafi oft borist hingað áður. - Mjer hefir tjáð mjög ábyggilegt fólk, að það hafi komið fyrir til sveita hjer á landi, bæði fýtir og eftir alda- mótin síðustu, að fleygt hafi ver- ið matbaunum vegna svartra smá- dýra, sem verið hafi innan í þeim. Okkur stafar mikil hætta af er- lendurn skaðsemdar skordýrum, sem hingað-: hafa flutst og eiga vafalaust eftir að flyt.jast í nán- ustu framtíð. Það þarf míklu strangara eftirlit en nú er með innflutningi á þeim vörum, sem helst bera með sjer hættuleg skor- dýr. Og það þarf nauðsynlega að hafa upplýsingastöð, þar sem. al- menningur getur fengið fræðslu og leiðbeiningar viðvíkjandi skað- legum skordýrum, sem gera nú meiri usla hjer með ári hverju. 7. febrúar 1940. Geir Gígja-. ,79.4 Frá frjettaritara vorum. Khöfn í g ær. desember síðastliðnum fór fram manntal um alt Þýska- land. Tölurnar hafa nú verið birt- ar. Samkvæmt þeim eru íbúar í Þýskalandi nú 79,4 miljónir, þar með ekki talin Danzig, Memel, Bæheimur og Mæri, eða hjeruðin, sem Þjóðverjar lögðu undir sig í Póllandi. Þrjár stærstu borgirnar í Þýskalandi eru: Berlín með 4,3 milj. íbúum, Vínarborg með 1,9 milj. íbúum og Hamborg með 1,7 milj. íbúum. K.R.-ingar fara á skíði í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Farið verður frá K. R.-húsinu. Kuldarnir á Norð urlöndum FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Hið einasta sem hefir gefið mönnum veika von um að ein- hver breyting til bóta kynni að vera í aðsígi, er það, að á Fær- eyjum er í dag suð-vestlægur vind ur í stað þess að undanfgrið hefir verið þar kaldur austlægur vindur. KOL FRÁ FÆREYJUM. Vegna kolaskortsins eru Danir nú farnir að flytja inn kol frá Færeyjuni r „Færeyska kolafjelag- ið“ hefir sent í tilraunaskyni 400 smálestir af færeyskum kolum til Danmerkur. Eru á döfinni nokkrar fyrirætlanir um að auka kolavinsl- una í Færeyjum, með því e. t. v. að útvega amerískar kolavinslu- vjelar. Politiken segir í dag: Með þeim tækjum, sem nú eru fyrir hendi, er hægt að vinna úr námunum á Suderö um 8000 smálestir á ári. Þetta er ekki nóg til þess að full- nægja þörf Færeyinga sjálfra, en er amtmaðurinn hefir nú leyft að flytja iit kol, þá verður að líta á það frá því sjónarmiði, að Fær- eVjár eiga auðveldar (með að flytja inn kol frá Englandi heldur en Danir. í NOREGI OG SVÍÞJÓÐ I Noregi er og víða mikill eldi- viðarskortur. — Kolaskömtunar nefndin norská hefir fengið heim- ild stjórnarvaldanna, til þess að flytja eldiviðárbirgðir úr einum stað í annan og kóma á algerðri skömtun. Mörgum skólum í Oslo er lokað vegna eldiviðarskorts. í LindkÖbing í Svíþjóð er alger eldiviðarskortui’ ög horfir þar til stór vandræða. Hafa bæjarbúar sótt um hjálp annarsstaðar frá. (Skv. einkaskeyti frá frjettaxit- ara vorum í Khöfn. í gær. F.Ú.- fregnum og sendiherrafregn). Fyrír brídge- spílara 17 jelagar i bridgefjelögum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa ákveðið að spila bridge ' mánudagskvöldið 19. febrúar og verja spilagróðanum til hjálpar Finnum. Bridge-spilið er mjög vinsælt og útbreitt í þessum löndum. TYRKIR SEGJA UPP ÞJÓÐYERJUM Á llir þýskir sjerfræðingar, um 100 að tölu, sem vinna í her- gagnaverksmiðjum Tyrklands, og öðrum verksmiðjum, sem starfa í þágu landvarnanna, hafa verið sviftir störfum. Meðal þeirra voru menn, sem unnu að því að koma fyrir vjelum. í tveimur kafbátum, sem ’ smíðaðar voru fyrir tjekk- neska flotann. Trúlofun sína opinberuðu síðast- liðinn laugardag, ungfrú Sigríður Ouðmundsdóttir, Bergþórugötu 29 og Árni Sigurðsson, burstagerðar- maður, Bergi. Thor Thors alþm. ræðir stjórnmálaviðhorfið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Annars væri, enn of snemt að kveða upp úrslitadóm um verk núverandi stjórnar. Hún hefði til þessa verið önnum kafin við ýms vandamál, sem sköpuðust vegna ófriðarins. Þessar annir. hafi m. a. orðið þess valdandi, að enn væru óleyst ýms ágrein- ingsmál flokkanna, en sem yrði að leysa. Aðalágreiningsmál Sjálfstæð- isflokksins við Alþýðuflokkinn væri fyrirkomulag verklýðsfje- laganna. Yið heimtum jafn- rjetti allra verkamanna í fje- lögunum. Þetta er svo augljóst' og sanngjarnt mál, að hver sá flokkur sem streitist á móti, ber dauðann í barmi sjer. Alþingi hefir viðurkent í orði rjettmæti krafna Sjálfstæðisflokksins. Hann bíður nú framkvæmd- anna. Aðalágreiningur Sjálfstæðis- flokksins við Framsóknarflokk- inn væri nú á sviði verslunar- málanna. Við viljum ekki þola það, að verslunarstjettinni, sem unnið hefir það þrekvirki á und- anförnum áratugum, að færa verslunina úr höndum erlendra umboðssala á innlendar hendur, sje skamtað smærra og á annan veg en öðrum aðilum verslun- arinnar. Við viljum ekki þola það, að enn sje stefnt að því, að skerða hlut verslunarstjettar- innar óeðlilega og að nauðsynja lausu. Framsóknarflokknum eða öðrum flokkum til framdráttar. Þetta mál bíður nú bráðrar lnusnar. FLOKKUR ALLRA STJETTA. Þvínæst sagði Thor Thors: Sjálfstæðisflokkurjnn er flokk ur allra stjetta þjóðfjelagsins. Allir hagsmunir þjóðarinnar og einstakra stjetta eiga því þar sín sjónarmið. Sjálfstæðisflokk- urinn verður að finna jafnvægi milli þessara hagsmuna, og hann má engri stjett ívilna á kostnað annarar. Sjálfstæðis- flokkurinn er ennfremur stærsti flokkur þjóðarinnar. Slíkum flokki hlýtur altaf að vera erfitt að halda saman eða að gjöra alla altaf ánægða. Andstæðingar okkar gera sjer stundum vonir um, að geta klofið Sjálfstæðisflokkinn klofið og tvístrað og stjórnað síðan. En þar skjátlast þeim. Slíkan óvinafögnuð mun Sjálf- stæðisflokkurinn aldrei fremja. Samhugur og samheldni mun nú enn sýna sig innan flokksins, til að auka styrk hans og völd í landinu, þjóðinni allri til far- sældar. Að síðustu varpaði Thor fram spurningunni: HVAÐ ER FRAMUNDAN ? Hann minti þá á skyldu allra íslendinga, til þess sameiginlega að verjast áföllum ólgusjóa styrjaldarinnar. Sjálfstæðismenn væru fúsir til slíks samstarfs. Þeim væri og ljóst, að allir yrðu að fórna ein- hverju. Vitað væri og, að þorii lands- manna í öllum flokkum óskað^ þess, að stjórnmálamennirnir leitist sameiginlega við að bjarga þjóðarskútunni fram úr vandanum. Síðan sagði Thor: Þeir, sem engu vilja fórna til að fullnægja þessum þjóðar- vilja, þeir sem vilja halda dauðahaldi í sjerrjettindi og ranglæti á kostnað annara stjetta þjóðfjelagsins — það eru þeir sem svíkja þjóðina á þess- um örlagatímum, ef samstarfinu verður slitið. Þeir og þeir einiir bera ábyrgðiná — þeir, sem meta meir rangfengin forrjett- indi flokka sinna, en þjóðar- hagsmuni — þeir eru svikar- ai. Að síðustu sagði Thor Thors^ að sjer virtist nú um 3 leiðir L stjórnmálunum að ræða: 1. Að samvninan haldist og ríkissjtórnin sitji áfram. Þingið í vetur verði stutt, helst lokið fyrir páska, eða um 20. mars. Fjárlög verði afgreidd að mestt eins og stjórnin gengur frá þeim. Kalla megi saman auka- þing síðar á árinu, ef þörf kref- ur. Að fresta þingi til hausts væri óráð hið mesta. 2. Að ríkisstjórnin sitji ^fram, en nái hún ekki samkomulagi um mikilsverðustu mál, þá verði ágreiningsmálin borin undir þjóðina og stjórnarflokk- arflokkarnir efni til friðsam- legra kosninga, með þann á-f setning, að halda samstarfinu áfram. Fengist þá úr því skorið,. hvaða sjónarmið skuli að mestu ráða í þjóðstjórninni. Slíkar kosningar þyrftu ekki að verða hættulegar velferð þjóðarinn- ar. Loks væri á það að líta, að sjálfstæðismálið biði nú lausn- ar. Það væri eðlilegt að sama Alþingi og ríkisstjórn fari með völd, meðan á ákvörðun og, undirbúningi þessa máls stæði, eða til ársins 1943. 3. Að friðrof verði og fjand- samlegar kosningar næsta sum- ar. Þeir, sem til þess stofna*. verða að hafa ríkar ástæður og taka á sig mikla ábyrgð. Það er þessi leið, sem Tíminn hefir- fyrst minst á. Jeg. veit, sagði Thor að lok- um, að Sjálfstæðisflokkurinn mætir sameiginlega og öflug- lega hverri lausn, sem framund- an kann að vera. Jeg veit það' líka, að þjóðin vill samstarf og þeir, sem því hafa spilt, mundu. fá sinn dóm hjá þjóðinni. Jeg er þess fullviss, að þjóð- in mundi svara friðslitum með» því, að efla til valda hina raun- verulegu samstarfsmenn í þjóð- fjelaginu, Sjálfstæðismennina,, sem vilja tengja stjett me& stjett og skapa samvirkt þjóð- fjelag starfandi frjálsra manna. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Yest- mannaeyjum, af sjera Sigurjóni Árnasyni, ungfrú Guðfinna S. Björnsdóttir (Trjesmíðameistara á Heimagötu 30) og Oddur Sigurðs- son (Oddssonar skipstjóra, Lauga- veg 30). Heimili þeirra er á Hring braut 67.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.