Morgunblaðið - 02.03.1940, Síða 3

Morgunblaðið - 02.03.1940, Síða 3
Laugardagur 2. mars 1940. 3 MORGUNBLAÐIÐ Vjelbáturinn „Krisfján" náði landi i gærmorgun í liöfnuni 12 sólarhringa hrakningar Siglt upp í brimgarðinn \vnlntnnniá Allir menn komust af K I fj, , 1 25 kronur AðdðunarverD hreystiverk VJELBÁTURINN KRISTJÁN, sem talinn hefir verið af, kom fram í gærmorgun suður í Höfnum. Eftir ógurlega hrakninga og sjóvolk tókst hinni frá- bærlega vösku bátshöfn að sigla upp að landinu. En náðu ekki höfn, sigldu bátnum upp í brimgarðinn, stukku út- byrðis með björgunarbeltum, skolaði upp í flæðarmál, en þar var Slysavarnasveit Hafna, náði þeim og bjargaði þeim undan sjávarrótinu. Eftir 12 sólarhringa útivist eru þessir fimm menn nú úr helju heimtir. En bátnum hvolfdi í brimgarðinum og skolaði honum á þurt um fjöru. Æfintýri þeirra fjelaga er eftirminnilegt dæmi um fram- úrskarandi dugnað og táp íslénskra sjómanna. Mennimir eru þéssir: 100 þúsund kr. I' Iþióttasjóð Aukaskatflur á áfengi og flóbak Guðmundur Bæringsson, ,for- maður, fæddur að Kollsvík í Rauðasandshreppi, 25. júní 1905. Búsettur hjer í bænum, Bergstaðastræti 29. Kjartan Guðjónsson, vjela- maður, ættaður frá Hlíð undir Eyjafjöllum, fæddur 1907. Til iheimilis í Ólafsvík. Haraldur Jónsson, fæddur 18. júlí 1907 í Borgarfirði eystra. Búsettur hjer í Reykjavík, Skeggjagötu 14. Sigurður Baldur Guðmunds- son, fæddur 10. september 1919, að Búðum í Staðarsveit. Búsett- ur í Reykjavík, Skólavörðustíg 19. Sigurjón Viktor Finnbogason, fæddur í Hnífsdal í Eyrarhreppi 9. september 1907. Búsettur hjer í bænum, Hverfisgötu 70A. Sjest til Kristjáns. Eins og kunnugt er, var það um síðustu helgi, að hætt var leitinni að vjelbátnum „Kristj- áni", svo margir bátar og skip höfðu tekið þátt í þeirri leit, og svo víða hafði verið farið, að menn trúðu því ekki alment, að báturinn gæti verið ofansjáv- ar. Þó voru það nokkrir, sem ekki höfðu gefið upp alla von. Meðal þeirra var Lúðvíg Guð- mundsson í Sandgerði, er gert hafði bátinn út. Þegar Hafnamenn komu á fætur í gærmorgun, sáu þeir bát undir seglum skamt undan landi. Varð brátt sjeð, að þarna var ekki alt með feldu. Hjer þurfti björgunarráðstafana við. En þó trúðu menn því ekki meir en svo, að þarna væri vjelbát- urinn „Kristján" á ferð. Svo langt var um liðið síðan flestir töldu hann af. Vjelbáturinn stefndi inn í svo nefnda Skiftivík milli Merkiness og Junkaragerðis. Þar var einna árennilegast að taka land þar um slóðir. Hvast var af norð- vestri og haugabrim. En þarna myndi hægt að komast á floti einna næst landi. Vel var siglt, svo vel, að Hafnamenn dáðust að. 60—70 faðma frá landi tók báturinn niðri. Þá voru tvöfaldir brotsjóir fyrir utan bátinn. Bátnum hvolfdi. Nú gerist margt í senn. For- ingi björgunarsveitarinnar, Vil- hjálmur Magnússon, skaut af línubyssu út í bátinn. Línan hitti bátinn. En í sömu svifum hvolfdi honum. Bátverjar höfðu þá allir varpað sjer í sjóinn. — Einn af þeim náði í línuna og komst með henni í land. En hin. um skolaði fljótlega upp að f jöruklettunum. Björgunarliðið skifti sjer út á hina ystu kletta til þess að ná sem fyrst í menn- ina. Það var ekki laust við, að þar væri teflt djarft. Að menn voguðu sjer nokkuð langt út í brimsogið. Enginn bátverja var sjálf- bjarga er hann bar að landi, sem eðlilegt var; því það er stór- merkiliget að þeir skyldu kom- ast lifandi úr briminu. Þeir stungust á endum, hvað eftir annað, eins og korktappar í hinum háu öldum. Og hefðu menn ekki bjargað þeim úr flæð armálinu, þá hefðu þeir slegist í klettana. Einn var kominn miðja vegu milli skips og lands, er útsogið tók hann og hann barst út fyrir skipsflakið, en barst brátt aft- ur að landi. Hann hafði drukkið talsverðan sjó, og var einna das- aðastur er í land kom. Það var Sigurður. E1 ram er komið á Alþingi 1 frumvarp um 1V2% stimp- ilgjald á heildsöluverð alls á- ] ferfgis og tóbaks, sem selt er í landinu. Skal það fje, sem inn | kemur renna í íþróttasjóð og S því varið til íþróttastarfsemi í , landinu. I Flutningsmenn frumvarpsins ] eru þeir Pálmi Hannesson, jBjarni Bjarnason og Pjetur j Ottesen. ! Ennfremur er í frumvarpinu ' stjórninni veitt heimild til að veita íþróttanefnd (sbr. íþrótta- *lögin) leyfi til að reka veðmála- starfsemi'í sámbandi við íþrótta kappleiki til ágóða fyrir íþrótta sjóð. í greinargerð segja flutnings-r menn, að heildsöluverð áfengis og tóbaks nemi árlega um 7 milj. króna, svo að tekjur í- þróttasjóðs af 1%% stimpil- gjaldinu yrði um 100 þúsund krónur árlega. Gjaldið, sem ein- staklingar, er kaupa áfengi og óbak yrði á þenna hátt gert að greiða, nemur um 10—20 aur- um. af hverri flösku áfengis og 3 aurum af hverjum vindlinga- pakka, segja flutningsmenn. Svo sem kunnugt er, voru á síðasta þingi samþykt íþrótta- lög. í þeim er stofnaður íþrótta- sjóður, er svo fyrir mælt um hann, að Alþingi veiti fje til hans í fjárlögum eða sjái hon- um fyrir öruggum tekjustofni. Nefndin, sem undirbjó íþrótta lögin hafði til athugunar ýmsar fjáröflunarleiðir til handa í- þi óttasjóði, en hafði ekki tillög- ur sínar tilbúnar svo snemma, að þær gætu verið lagðar fyrir síðasta þing. Hjelt nefndin á- fram athugunum sínum og varð að lokum ásátt um, að gera þær tillögur, sem í frumvarpinu fel- ast. FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU. Marius Nielsen. 15000 króna gjöf til Slysa- varnafjelagsins Slysavamafjelag íslands hefir , fengið 15 þús. króna gjöf frá þektu dönsku firma, til reksturs „Sæbjargar". Um þessa höfðinglegu gjöf barst Morgunblaðinu í gær svo- hljóðandi tilkynning: - Samkvæmt símskeytum til okk- ar frá Matthíasi Þórðarsyni í gær hefir firmað Marius Nielsen & Sön í Kaupmannahöfn gefið Slysavarnafjelagi íslands 15.000 — fimtán þúsund krónur — til reksturs björgunarskútunnar „Sæ- björg“, er hann frjetti að erfið- lega gekk að halda skipinu úti Þetta firma hefir áður gefið Slysavarnafjelaginu stórgjöf. — Fyrir þessa höfðinglegu gjöf ber að þakka að verðleikum. Reykjavík, 1. mars 1940 Magnús Sigurðsson. Þorsteinn Þorsteinsson. 3. og síðasta kynnikvöld Guð- spekifjelagsins verður annað kvöld og hefst kl. 9 síðd. Þrír ræðumenn tala um Guðspekina frá ýmsum hliðum og leikið verður á hljóðfæri á undan og eftir erind- unum. Uppbót ö slysabætur, i1 ellilaun og ororkubætur Fjárhagsnefnd Nd. flytur f. h. fjelagsmálaráðherra frumvarp um hækkun slysa- bóta og uppbót á ellilaun og örorkubætur. Dagpeningar, örorkubætur og dánarbætur til slysatrygðra manna eða skylduliðs þeirra (skv. alþýðutryggingarlögun- um) skulu á árinu 1940 hækka um sömu hundraðstölu og vísi- tala kauplagsnefndar hækkar. Lífeyrissjóði Islands skal enn- frémur heimilt að greiða sama hundraðshluta í uppbót á elli- laun og örorkubætur, enda greiði hlutaðeigandi sveitar- og bæjarfjelag tilsvarandi uppbót af sínum hluta. h/3LAVERÐIÐ hækkaði í ^ bænum í gær um 33 krón- ur tonnið, úr 92 kr. upp í 125 krónur tonnið. Þessi mikla hækkun kemur hart niður á öllum almenningi. Morgunblaðið sneri sjer til for- manns verðlagsnefndar, Guð- jóns Teitssonar, og fekk hjá honum eftirfarandi skýringu : „Frá því laust eftir að stríðið skall á og þar til í janúar s.l. höfðu orðið litlar breytingar á flutningsgjöldum og innkaups- verði kola á erlendum markaði. Útsöluverðið á þessum tíma myndi hafa þurft að vera ná- lægt 100 krónum á tonn, ef ekki hefði verið til gamlar birgðir, sem gerðu það að verk- um, að verðinu var haldið í 77 kr. frá 9/10—7/12, og í 92 kr. frá 8/12—1/3. Nú hefir það gerst hinar síð- ustu vikur, að flutningsgjöld; hafa hækkað gífurlega, þannig, að feamsvarandi hækkun á út- söluverði kola, sem næst verða flutt til bæjarins, er óhjákvæmi. leg. Þetta mun hafa kvisast mjög í bænum að undanförnu, og með því að birgðir kolaversl- ana voru orðnar mjög litlar, var óttast að þær myndu, að ó- breyttu verði, algerlega seljast áður en nýjar birgðir kæmu. Kolaverslanir fóru því fram á það við verðlagsnefnd að mega nú um mánaðamótin hækka verð birgðanna til þess að sporna við því, að þær þrytu innan fárra daga. Fjelst verð- lagsnefnd á þetta, enda skyldi öll hækkunin ganga til lækk- unar á verði væntanlegra nýrra birgða. Það kann að vera rjett að taka það fram, að nokkur út- gerðarfyrirtæki hafa lagt hjer á land kol, sem ætluð eru til eigin nota, meðal annars á síld- veiðum í sumar og eru kol þessi sumpart geymd hjá kolverslun- um hjer, þó verslanirnar eigi ekki að hafa neinn umráðarjett yfir þeim. Er bent á þetta til þess, að fólk ekki haldi að verslanirnar eigi öll þau kol, sem hjá þeim eru. Út af því, að sumir virðast líta svo á, að verðlagsnefnd eigi að tilkynna fyrirfram, hvenær og hvaða verðbreytingar sjeu væntanlegar, skal það hjermeð, í eitt skifti fyrir öll, skýrt tekið fram, að þetta getur verðlags- nefnd ekki gert, því slíkt myndi geta haft mjög óheppilegar af- leiðingar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.