Morgunblaðið - 02.03.1940, Page 5

Morgunblaðið - 02.03.1940, Page 5
JLangardagur 2. mars 1940. i ~ ' Otgef.: B.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjðrar: Jðn K'jartanaaon, Valtýr StefAnaaon (kbyrkCaraa.). Anglýaingar: Árnl óla. Rltatjörn, auslýaingar o* afarralQala: Austuratraetl 8. — Slaal 1(00. Áakrlftargjalð: kr. t,00 6. mknuSl. ( lausasölu: 16 aura eintaklC, 25 aura »«8 Laabðk. Heimtir úr helju PAU gleðitíðindi bárust hing- að í gærmorgun, að vjel- báturinn „Kristján“ væri kom- ínn fram og að mennirnir, fimm talsins, væru allir komnir í land og furðanlega hressir eftir tólf •daga hrakninga úti á hafi. Það var tilviljun ein, að hrakningasaga bátsverjanna á ,#,Kristjáni“ varð skráð og að tiún þessvegna geymist í ann- álum. Þeir eru margir íslensku fcátarnir, sem hafa lent í svipuð-' '.um hrakningum, en endirinn hef- ir oftast orðið sá, að engin saga hefir verið skráð um afrek sjó- mannanna, sem háðú baráttuna við hin óblíðu náttúruöfl, af J>eirri ástæðu, að enginn varð til að segja söguna. En fyrst svo giftusamlega tókst til í þetta sinn, að þjóðin Hefir heimt úr helju hina fimm eqógarga af „Kristjáni“, og þeirra saga verður þess vegna færð í letur, ætti hún að verða tíl að minna okkur á, hvað enn er ógert til öryggis hinni dug- miklu sjómannastjett. ölíum ber saman um, að eitt besta Öryggistækið í fiskibátana 'öje góð talstöð. Þessar stöðvar eru komnar upp í marga báta, en hinir eru þó fleiri, sem enga talstöð hafa. Og þar sem kostn- aðurinn við að koma upp stöðv- nninn hefir aukist all-verulega, eftir að stríðið braust út, er Hætt við, að dráttur verði á framkvæmdum, nema þá að hið • opinbera hlaupi meira undir bagga en verið hefir. En getur nokkur vafi leikið -á því, að hið opinbera eigi hjer að hlaupa undir bagga? Er það ekki fyrst og fremst í þágu Heildarinnar — þjóðarinnar — • að gert sje alt, sem unt er, til |>ess að tryggja öryggi sjó- mannanna ? Hrakningasaga bátsverjanna •á „Kristjáni“ hrópar á aðgerð- ir og framkvæmdir í þessu máli. Þessi bátur hafði enga tal- stöð. Hann var 12 daga í hrakn- ángum úti á hafi, í stórsjó og iliviðri. Vjelin var biluð. Leitað var bátsins í viku, en árangurs- laust. Svo var leitinni hætt og fullvíst talið, að bátturinn hefði ffarist með allri áhöfn. Allar líkur benda til þess, að ,„Kristján“ hafði ekkiveriðlangt ■ijurtu frá skipunum, sem leituðu hans. Það má því telja nokkurn veginn víst, að ef talstöð hefði verið í bátnum, hefði lítil sem engin leit orðið, því að þá hefðu ibátsmenn getað sagt til sín. Takmarkið er: Allir fiskibát- íar með talstöðvar! Tökum viss- ar stærðir báta árlega og skyld- nm þá til þess að hafa talstöð. Höldum svo þannig áfram, uns takmarkinu er náð og talstöð •er komin í hvern bát. O i Vestur-íslensk höfðingshión Pað þótti að vonum sýna bæði rausn og ræktar- semi, þegar hlójðbært varð á liðnu sumri, að þau Krist- ján Jónsson frá Sveinatungu og Guðrún Davíðsdóttir frá Fornahvammi, er um langt skeið hafa verið búsett í Duluth-borg í Minnesota, hefðu gefið Lestrarf jelagi fyrir Norðurárdalshrepp myndarlegt bókasafn og' ríf- lega fjárupphæð. En okkur, sem þekkjum af eig- in reynd risnu og liöfðingslund þessara sæmdarhjóna, kom þessi gjöf þeirra^ í þágu heimaSveitar- innar alls ekki á óvart. Oestrisni þeirra er víðkunn vestan hafs, og þá eigi síður djíipstæð ást þeirra á íslenskum menningararfi, jafn- hliða ræktinni til lands og þjóðar. Kunna þau hjónin vel að meta það, sem kjarngott er og fagurt í íslenskum bókmentum að fornu °g nýju, og var það því hreint engin tilviljun, að ræktarsemin til átthaganna fann sjer framrás í hugmyndinni um að stofna lestr- arfjelag á þeim slóðum. Það hefir einnig, ef til vill, kynt undir þá hugmynd, að þeim hefir enn verið í fersku minni, hversu þröngt var um bókakost fyrir fróðleiksfúsa unglinga á þeirra æskuárum, og liafa því viljað gera núverandi (og framtíðar) æskulýð heima- bygðarinnar hægara um vik í þeim efnum. ★ í dreifbýli fslendinga vestan hafs, utan bygðartaga þeirra, eru allvíða menn og konur af ætt- stofni vorum, sem sökum atgervis þeirra og mannkomsta gnæfa yfir meðalmenskuna, líkt og fjöll yfir flatneskju, og hafa áunnið sjer að- •dáun og virðingu samferðamann- anna þarlendu. Auka slíkir menn og slíkar konur drjúgum á hróð- ur þjóðar vorrar, eru henni hin langbesta auglýsing út á við. Þeir, sem þekkja til þeirra Kristjáns Jónssonar og Guðrúnar Davíðs- dóttur, munu óhikað skipa þeim: í framannefndan hóp, og ekki á hinn óæðri bekk. Þau eru tvímæla- | laust meðal hinna ágætustu ís- lénskra frumherja í Vesturheimi, enda standa að þeim góða’r ættir og merkar. Síra Pjetur Hjálmsson í Alberta í Kanada, frændi þeirra hjóna og fornvinur, ritaði prýðilega grein um þau í „Almanak Ólafs S. Tliorgeirssonar“ (1924) og segir þann þannig frá ætt þeirra og uppruna: „Kristján er fæddur 14. júlí 1858 í Sveinatungu, Norðurárdal, Mýrasýslu, sonur Jóns Jónssonar, sem lengi bjó í Sveinatungu og Bæ í Bæjarsveit, og konu hans Kristínar Pjetursdóttur frá Norð- tungu. Guðrún kona Kristjáns er fædd 4. nóvember 1857 að Ketilsstöðum í Dalasýslu. Forehlrar hennar voru þau Davíð í Fornahvammi Bjarna- son Daníelssonar frá Þóroddsstöð- um og kona hans, Þórdís Jóns- dóttir frá Hlaðhamri í Stranda- sýslu. Móðir Davíðs, kona Bjarna á Þóroddsstöðum, var Guðbjörg Jónsdóttir, systir Pjeturs í Norð- tungu“. — Fróðir menn rekja síð- Ettir próf. Richard Beck an ætt Pjeturs í Norðtungu í karl- J Jegg til Ólafs hvíta og Unnar djúpúðgu. Af fjórum börnum þeirra Kristj- áns og Guðrúnar er aðeins eitt á lífi, Svafa, hin mesta myndarkona, gift Garl Hansen, vel metnum manni og vönduðum, af norskum ættum, sem lengi hefir verið önn- ur liönd Kristjáns í vandasömu og umsvifamiklu starfi hans og nú er tekinn við aðalumsjón þess. Þau Hansenshjónin eiga eina dótt- ur barna, Betty, hina mestu efnis- stúlku, eins og hún á kyn til. ★ Kristján er maður sjálfmentað- ur, enda stóðu íslesnkum alþýðu- son'um fáar leiðir opnar til skóla- göngu á uppvaxtarárum hans. En hann hefir numið þeim mun meira af lífimr sjálfu og beitt skarpri eftirtekt sinni og góðri greind á bin margþættu viðfangsefni, sem orðið hefir hlutskifti hans að leysa úr á langri æfileið. Snemma þótti hann einiiig hið besta mannsefni að' líkamsátgervi og farast síra Pjetri orð uin það á þessa leið: „Um tvítugt þótti Kristján skara fram úr jafnöldruni að harðfengi ög snarræði. Naut bg tækifæranna þar í Sveinatungu, sem sjálfkjör- inn ferðamaður yfir hina illviðra- sömu Holtavörðuheiði. Það var og eitt sinn, í Þorralokin, á leið til sjávar — í ver — að ha'nn óð Hvítá í Borgarfirði, fyrir þá sök að hún þótti óreið og óferjandi af kraparuðningi og roki. Ekkert fjell honum ver á þeim árum en bið og kyrð“. — Hefir athafna1 2 semin orðið honum dygg fylgja alt fram á elliárin, og kann hann énn illa kyrsetunni. En það er til marks um táp þeirra hjónanna, að þau ferðuðust til íslands Alþingishátíðarárið, þó komin væru þá bæði yfir sjötugt; fóru þau upp í átthagana í Borg- arfirði og ferðuðust allvíða um á Suðurlandi. Varð þeim ferðalagið hið ánægjulegasta og ' eftirminni- legasta, og þá eigi síður þeim dóttur þeirra og dóttur-dóttur, er voru með í förinni og litu þá ætt- landið augum fyrsta sinni. ★ En þegar heimför þessi var far- in, höfð uþau Kristján og Guðrún verið nærfelt 45 ár vestán hafs, því að þau fluttust til Vestur- heims 188©; giftust þau í Winni- peg og áttu heima þar og í Norð- ur-Dakota fyrstu tvö árih vestra, en fluttu alfarin til ’Duluth vorið 1888 og hafa verið búsétt þar síðan. Ilefir Kristján alt frá þeirri tíð verið grafreitsvörður „Forest Hill“-grafreitsins, sem landfrægur er orðinn fyrir fegurð sína, svo að ríkisfólk og stórmenni víðsveg- ar um land velja þar hinn hinsta hvílustað ástvinum sínum. En það ér afrek Kristjáns, að hann hefir breytt óræktarlandi hins upþruna- lega umrverfis í þennan sannkall- aða skrúðgarð, sem prýddur er blómum hvarvetna, „innan fagur- limaðra trjáganga“. Hefir hann með þeim hætti reist sjer hinn varanlegasta óg glæsilegasta minn- isvarða, svo að margur myndi sjer slíkan ltjósa að dagslokum. Jafnframt skal þess getið, að Guð- rún kona Kristjáns hefir verið honunl hin samhentasta í öllu starfi hans, og lagt sinn mikla skerf til sameiginlegrar hagsældar þeirra og sigurvinninga, eins og góð eiginkona gerir altaf, þó að stundum gleymist að færa það til bókar. Eru ný húsaleigulög í vændum? Allsherjamefnd efri deildar flytur f. h. fjelagsmálaráðherra frumvarp um húsaleigu. Þar sem mál þetta snertir mjög- allan almenning í þessum bæ, telur Morgunblaðið rjett að birta frumvarpið í heilu lagi. Það er svohljóðandi: 1. gr. Óheimilt er að hækka leigu eftir liúsnæði, hverskonar sein er, frá því, sem goldið og umsamið var, þegar lög þessi öðl- ast gildi. Þó er heimilt að hækka, eftir mati, leigu eftir húsnæði, sem af sjerstökum ástæðum hefir verið leigt lægra en sambærilegt húsnæði á þeim stað (kaupstað, kauptúni eða sveit). Verði hækkun metin á leigu, kemur hún til fram- kvæmda, er leigjendaskifti verða, | eða frá þeim tíma er húsnæðið gat orðið laust fyrir uppsögn, hefði uppsögn verið heimil. 2. gr. Leigusala er óheimilt að segja upp leigusamningum um húsnæði, nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína. Þó heldur leigu- sali óskertum rjetti sínu'm til þess að slíta leigumála vegna vanskila á húsaleigu eða annara samnings- rofa af hálfu leigutaka. 3. gr. Nefnd sú, sem skipuð hef- ir verið í Reykjavílt samkvæmt lögum um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi, gegnir störfum framvegis og nefnist. húsa- leigunefnd. Eiga sæti í henni þrír menn, einn tilnefndur af Hæsta- rjétti, og er hann formaður, og tveir tilnefndir af ríkisstjórninni. Láti einhver nefndarmanna af FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Leit er á gestrisnara heimili en þeirra hjóna, enda ber margan þar að garði. Þar var einnig á fyrri árum (um og eftir síðustu alda- ,mót), meðan allmargt var íslend- inga í Duluth, miðstöð íslensks fjelagslífs þar í borg, og andrúms- loftið bæði hressilegt og háíslenskt. Nú er mjög fátt Islendinga þar; en úr íslensku nýlendunni, sem eitt sinn stóð með blóma í Duluth, hafa komið menn og konur, sem borið hafa merki íslensks mann- dóms fram til sigurs vestan hafs. Skulu hjer tveir menn nefndir úr þeim flokki,. þar Sturla Einarsson (bróðursonur Indriða Einarsson- ar), prófessor í stjörnufræði við ríkisháskólann í Californíu, og Leifur Magnússon, hagfræðingur, í Washington, D. C., sem veriS hefir árum saman starfsmaður 4 alþjóðskrifstofu verkamanna. -— Kunnugt er mjer um, að Kristján studdi að minsta kosti annan þes»- ara manna til náms, þó hinn ald- urhnigni Borgfirðingur hafi eigi hátt um það, fremur en önnnr nytjastörf sín. ★ Yinsældir þeirra Kristjáns og Guðrúnar komu fagurlega í ljós á gullbrúðkaupsafmæli þeirra fyr- ir tveim árum síðan. Hlóðust I* að þeim virðulegar gjafir og vin- arkveðjur bæði frá fslendingum og •annara þjóða fólki; sást þá ljós- lega hversu mikil ítök þau eiga í hugum samferðamannanna víðs- vegar um Vesturheim. En á þelm tímamótum í æfi þeirra hjónanna urðu vinum þeirra ekki fremst og helst minnisstæð athafnasemi þeirra, heldur manndómslund þeirra, vinfesta og fágæt rausn. Þykir þeim, sem þetta ritar, fara vel á því, að ljúka grein þessari með kvæði því, er hann orti til þeirra hjóna á gullbrúðkaupsaf- mælinu: Gestkvæmt er á garði ykkar gæfubjartan heiðursdag; liugir vina hvaðanæfa hefja þar inn sama brag; htisráðenda heillaminni hljómar skært við íslenskt Iag. íslenskt lag — því hjarta ’ og hugor heimalands, á garði þeim, áttu skjól um aldarhelming, aldrei sönnum týndu hreim; hjer, sem ávalt, ættargullið arðdrjúgt varð í nýjum heim. Hetjulund og höfðingsskapur hafa setið þennan stað; blómaskraut og bjarkaprýði — brotin urðin — sanna það Vit og orka vel hjer unnu, vitnin: — rós og skógarblað. Brattasæknum brautryðjendum bjart er jafnan æfikveld; öðrum hafa veginn varðað, vígðan geymt í sálu eld. Aldrei verða að öllu og fullu æðstu verkin gleymsku seld. Vinir því úr öllum áttum, ykkur hylla þennan dag, góðu hjón, sem göfga eldinn geymdu’ í hjarta — „íslands lag“. Heillaminni húsráðenda hljómar djúpt — með fossins brag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.