Morgunblaðið - 02.03.1940, Side 6

Morgunblaðið - 02.03.1940, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. mars 1940. TTjftf FRAMH. AF FJÓRÐU Sfi)U — Maður verður svo undarleg- ur í höfðinu af því að stingast <svona á endum í öldurótinu, seg- ir Guðmundur, og svo gutlast sjór *ofan í mann. Við hefðum ekki getað gengið hjálparlaust hjerna heim. — En þegar þeir voru húnir að fá eitt glas af heitri mjólk, sagði einn heimilismanna mjer, þá háðu þeir um í nefið. Mestar bjargir bannaðar. — Og hvernig var svo daglega lífið í hrakningum ykkar? — Matarforðinn var búinn eft- Ör einn sólarhring, vatnið eftir 3 sólarhringa, kol sömuleiðis, raf- magnsljósin eftir 2 sólarhringa, eldspýtur eftir 4 sólarhringa. Eft- ir það urðum við altaf að halda eldinum við í ofninum í lúgarn- um og brenna ýmsu innan úr skip inu með nlíu. Af henni höfðum við nóg. Við brendum stömpum, lóðabelgjum, kojum, kössum og ýmsu. Altaf þurfti að halda eld- inum við. En það er ekki von að forðinn endist lengi, þegar aðeins er ætl- ast til að maður sje einn dag á sjónum. Við höfðum fiskinn til matar, átum lifur fyrsta daginn, hrogn í 3—4 daga, en fiskurinn var orð- inn slæmur þegar íitivistin fór að lengjast. Tókum þetta munn- bita í einu. Til þess að fá uppbót á fiskinn reyndum við að veiða fugla með því að beita fyrir þá á öngla og draga færi á eftir skipinu. En það mistókst alveg. Þeir höfðu sýnilega svo mikið æti, að þeir snertu ekki við beitu okkar. Vatnsbruggið. Vestur var þorstinn. Hann ætl- aði að gera okkur vitlausa. Við stóðum með opinn muxminn á móti regni. Átum snjó. En hann var altaf seltublandinn. Skoluðum munninn með sjó, til þess að tung an. límdist ekki í munninum. ‘Stundum klifruðum við upp í möstur og sleiktum þau. Það var voðaleg æfi. Guðmundur bergir á vatni, sem hann hefir í lítilli könnu við rúm- stokkinn, og segir um leið við fje- laga sína: — Heyrðu. Heldurðu að við hefðum ekki einhverntíma verið til með að gefa 100 kall fyrir þessa, fulla af vatni? Það er svona. Maður lærir að meta ýmsa hluti í svona ferðalagi. Hrakningasagan 'eiga við vatnsbruggið í myrkrinu í ruggandi bátnum. Erfið æfi. 'Altaf var nóg að starfa. Við höfðum 5 klst. vaktir. En um svefn var ekki að ræða í venju- iegurn skilningi. í lúgarnum var mjög ilt að vera. Altaf fult af reykjarsvælu frá því sem við brendum, einkum af olíunni, og kuldinn afskaplegur. Við fórum aldrei úr fötum, hentum okkur niður rennblautir og skulfum. Að- eins blunduðum augnablik í einu. En það var mikil mildi að eng- inn okkar veiktist af þeirri vos- búð. Viðgerð mishepnast. Tvisvar tókum við sundur vjel- ina til þess að reyna að koma henni í lag. Það var mikið erfiði, ,er kom að 'engu gagni. Við ristum strigapoka í lengjur og settum lengjurnar innan í leg- urnar með miklu af grænolíu og smurningsolíu, og hjeldum að við gætum með því fengið vjelina í gang. En af því að ekkert loft var í loftgeiminum, þurfti að setja vjelina í gang með hand- afli með kaðli. En þá vorum við orðnir svo kraftalausir, að það gát um við ekki. Það sem reyndi einna mest á kraftana og þreytti okkur mest var austurinn. Talsverður leki var kominn að bátnum, og engar dæl- ur í gangi, því vjelin gekk ekki og urðum við að ausa í fötum úr vjelarrúminu uþP í gegnúm stýr- ishúsið. Við vorum orðnir svo þreyttir síðasta sólarhringinn við austur- inn, að sjórinn var þá í mjóalegg í lúgarnum. En það verðum við að taka fram, að báturinn fór vel í sjó og fjekk ekkert áfall allan tím- ann En hann var vitanlega ekki góðnr undir seglum, seglin Ktil, og svo tefur skrúfan mikið fyrir þegar siglt er. Þetta áttum viö eftir. Þegar hjer var komið frásögn- inni, kom húsfreyja inn til okkar og sagði, að nú vildi hún gefa þeim mat þann, er læknirinn hefði heimilað þeim að borða þann daginn. Kom hún síðan að vörmu spori með tvo diska af mjólkurgraut. Þegar Kjartan reis upp og byrjaði að borða, varð honum að orði: -r- Hugsaðu þjer, Guðmundur. Þetta áttum við eftir, að jeta graut eftir hálfan mánuð. Þeir voru fljótir með tvo diska hver, og töluðu um að nú væri gott að fá kaffi á eftir, en neit- uðu sjer um það samkvæmt lækn- isráði. Þeir hafa orðið að neita Leitin að »Kristjáni« sjer um það, sem meira er und- anfarna daga. Yið öllu búnir. -— Voruð þið aldrei smeikir um að þið ættuð ekki afturkvæmt til lands ? — Nei, segir Guðmundur. Mjer fanst altaf að eitthvað hlyti að boma fyrir, sem yrði okkur til bjargar. Á mánudaginn, sem við lögðum frá landi, sáum við tvö bresk herskip. Jeg hjelt að við smyndum hitta einhver slík skip í hafi. Ellegar eitthvað annað happ bjargaði okkur. En við vorum við öllu búnir. Við töluðum um það. Og rólegir hefðum við farið, ef til þess hefði bomið. Við vorum búnir að biðja íyrir okkur. — Hjelduð þið ekki, að ykkar síðasta væri komið í brimgarðin- um í morgun? — Nei. Það datt okkur ekki í hug. Við vorum eitthvað svo dofn- ir fyrir hættunni. Maður þarf að 'vera kaldur á sjónum — og þó varkár. Láta það fylgjast að. Annars er úti um mann. í morgun hugsuðum við ekki um annað en að komast í land. Að kasti sjer út í brimið fanst okkur ekkert mikið þá, þó það liti bannske öðruvísi út fyrir okk ur núna. — Ekki hefði þetta komið fyr- ir ykkur, ef þið hefðum haft tal- stöð? — Nei. Og hugsaðu þjer, segir skipstjóri. Tækin í bátinn eru inni í Reykjavík. Jeg hefði getað feng ið þau, og ætlaði að fá þau til að hafa þau seinnihluta vertíð- arinnar til að fá með þeim afla- frjettir. Nú veit jeg betur en áð- ur hvað þau hafa að þýða. Mað- ur lærir sitthvað þegar svona kem- nr fyrir mann. Áður en jeg fór frá Merbjanesi liitti jeg hina þrjá skipbrotsmenn ina að máli. Allir voru þeir hress- ir bæði líkamlega og andlega og hinir skrafhreifnustu. Allir höfðu þeir haft örugga von um björg- un. Það sem amaði helst að þeim í gær var að þeir áttu erfitt með að sofa, var yfir þeim ókyrð, að því er þeir sjálfir sögðu, en hvorki var það á þeim að sjá eða heyra. Þeir gistu allir í Merkjanesi í nótt. Þar er þríbýli. Hásetarnir þrír voru til húsa hjá Jóni Björg- vin Sigurðssyni og Jóni Jónssyni. Við gengum suður í Skiftivík sunnan við Merkjanestúnið. Þar var vjelbáturinn Kristján á þuru landi um fjöruna, lá á hvolfi á klettunum og brotin göt á síðurn- 3. kynnikvöld I Guðspekifjelagsins X Næstkomandi sunnudag, S. | «♦ # A Ý þ. m., flytja þessir menm •£ V ♦> V erindi: y y y Steinunn Bjartmarsdóttir | um „æðri heima“, X ^Kristján Sig. Kristjánsson| •*• um „guðspekina og ástand X V V X heimsins í dag‘ ‘, og ❖ I Gretar Fells X X flytur stutt erindi, er hann :| | nefnir; „Misskilningur leið- X ♦!• rjettur“. X y •!♦ ♦,♦ Kristinn Ingvarsson leikur á f ;•; hljóðfæri. Samkoman hefst :| kl. 9, en aðgöngumiðar á 1 | :*: kr. fást við innganginn frá & X klukkan 8. X y y iiiiuiiiitiiiimiiiHiiiimuiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiinum Nautakjðt | HANGIKJÖT SALTKJÖT. Kjöt & Físfeur| | Símar 3828 bg 4764. 1 iiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiiiiiiMitiiiiiiitiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMBjl I Ý Wienersnítzel | Saltkjöt Hangikjðt Bjúgu. Uppdrátturinn sýnir svæðið, sem leitað var á, eftir vjelbátn- En svo tókum við það ráð að ; um „Kristjáni“. Samfpstu línurnar, sem merktar eru 1, 2, 3, 4jar. Þar var nú þetta fley komið. eima sjó. Við gerðum okkur svip- J sýna ferðir Sæbjargar og Óðins. Þeir lögðu af stað á miðviku-1 sem fjelagarnir 5 höfðu hrakist á uð áhöld og menn nota við landa-1 dagsmorgun, 21. f. m., sigldu samsíðis út (stefna 1 og 2) og til í 12 sólarhringa, en almenningur brugg. Það var Kjartan, sem út- j baka (3 og 4). Þeir komust ca. 75 sjómílur út. Dimt var í vejpri hjelt að væri löngu komið á hafs- bjó það. Við fengum 3—4 flösk- j allan tímann, bylur og stórsjór, svo að þeir sáu ekki til hvors ann- ! botn. V. St. ur á sólarhring með því að halda! ars, enda þótt ekki væri nema 7—8 mílur á milli bátanna. —j altaf áfram. Það voru altaf tveir Púnktalínan B sýnir ferð Ægis (áætlað). Hann lagði af stað K að er nú talið líklegt, að mennviðþað. Fyrstu áhöldin, sem fimtudaginn 22. f. m.; sigldi út í björtu veðri, ca. 95 sjómílur. * leynileg hollensk útvarps- við bjuggum til, sprungu með síðan hjelt hann norður, alla leið móts við Snæfellsnes; var ca. stöð hafi sent Þjóðverjum veð- heljar hávaða. En. við byrjuðum strax aftur. 25 mílur undan Nesinu, og leitaði á svæðinu, sem merkt err B. — urfregnir, til þess að þeir vissi Þríhyrningslínurnar (5. og 6.) sýna ferðir Sæbjargar föstudag-. hvíýiær hentast værí að gera á- Vatninu skiftum við altaf alveg 1 inn 23.f.m. Loks sýna línurnar (a) svæðið, sem Sandgerðisbátarn- rásir á bresk skip. jafnt milli okkar. Það var aldrei ir leituðu á; þeir voru 20, sem þátt tóku í leitinni. — Ekki er enn Hollenska stjórnin ljet rann- neinn ágreiningur um það, frekar en annað. fyllilega upplýst hvar ,,Kristján“ hafi verið þá dagana, sem lejit- saka málið, og fanst stöðin að var. En hann getur vel hafa verið innan leitarsvæðisins, því skamt frá Rotterdam. — Tveir Ljós var ekkert í lúgarnum með ! að svartabylur var lengst af, meðan leitað var og ekki viðlit að menn hafa verið handteknir. — an dimt var af nótt, ne.ma af eld *sjá skip, nema rekist væri á það. Þetta upplýsist alt betur, þegar Verða þeir dæmdir í lokuðum innm í ofninum. Var erfitt að mörkuð hefir verið út á kortið dríft bátsins. rjetti á mánudaginn. y y t y I I 1 f j y I t y | y y y t t X . . *♦ ♦% ♦*♦ ♦*♦♦*♦ ♦*♦ ♦*♦%♦ ****** *•* *** *** *♦* ****** *♦* *** *♦* %**♦**♦* *>*>*♦* Sími 1506. oooooooooooooooooc k Vantar 1 herbergi og eldhús, með öllum þægindum, í Austurbænum, 1. eða 14. maí. Tvent í heimáli. Skilvís greiðsla. Upplýsingar í síma 2287 frá kl. 1 til 6 daglega. CK>0<><><><><><><><><><><><><><>0 JZt.J*_ Sítrónur i . vijin Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2. oooooooooooooooooo

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.