Morgunblaðið - 04.05.1940, Síða 2

Morgunblaðið - 04.05.1940, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. maí 1940. Herlið Bandamanna hverf- ur úr Noregi - nema Narvik Ákvörðunin um undanhald var tekin fyrir viku síðan Þ}éðverjar „ fagna sigffi }A KVÖRÐUN, sem tekin var á fundi yfirráðs Bandamanna síðastliðinn laugardag, um að láta herlið Breta, Frakka, Pólverja og Tjekka hörfa burtu úr Noregi, bæði af vígstöðvunum fyr- ir sunnan Þrándheim og norður hjá Namsos, var fram- kvæmd síðastl. miðvikudag og fimtudag. Alt herlið Bandamanna fyrir sunnan Þrándheim var fiutt frá Ándalsnesi á miðvikudag og herliðið hjá Namsos var flutt burtu í fyrrakvöld. , Herliðið í Namsos hafði verið þar frá því 14. apríl. eða í 17 daga, en herliðið í Ándalsnes frá því 17. apríl, eða í hálfan mánuð. Bandamenn hafa nú ekkert herlið í Noregi nema hjá Narvik. í gær frjettist frá vígstöðvunum hjá Narvik, samkvæmt tilkynningu bresku herstjórnarinnar, að Þjóðverjar hefðu gert þar gagnárás bæði á miðvikudag og fimtudag, en að báðum árásunum hefði verið hrundið og að Þjóðverjar hefðu skilið eftir marga fallna fyrir framan varnarlínu Bandamanna.. Ei>nfrem- ur voru nokkrir fangar teknir. Orustur þessar virðast hafa verið háðar hjá Elvergárds- moen, skamt fyrir norðan Þrándheim. Fregnin um að Bandamenn hefðu ákveðið að hætta við að reyna að taka Þrándheim sunnan frá og að herlið þeirra þar hefði verið flutt burtu með skipum frá Andalsnesi, var gerð kunn í ræðu, sem Mr. Chamberlain flutti í breska þinginu á upp- stigrtingardag (sjá bls. 3). Fregnin kom algerlega á óvart í Lon- don og um allan heim. í gærkveldi var síðan skýrt frá því í tilkynningu frá bresku Vopna- hlje? „Hætta á terðum66 segir forsætis- ráðherra Egyptalands Eftir að herlið Bandamanna er farið úr Noregi, virðist lítil von til að Norðmenn geti haldið uppi vörnum gegn innrás Þjóðverja lengur. Þegar á fimtu daginn gátu Þjóðve.rjar tilkynt að þýski fáninn blakti við hún á Andalsnesi og snemma ígær til kyntu þeir, að hersveitir þeirra á Bergensbrautinni hefðu náð saman og að þessi mikilvæga braut væri nú á valdi þeirra — Og loks í gærkveldi bárust fregn ir um að þeir hefðu náð Stören og að Guðbrandsdalsjárnbraut- in frá Oslo til Þrándheims væri nú öll á þeirra valdi. Aðeins frá Austurdalnum bár ust fregnir um að Norðmenn hjeldu uppi vörnum. Vörðust þeir þar til í gærmorgun í Os, skamt fyrri sunnan Röros en þeir höfðu ekki nema rifla og nokkrar vjelbyssur að vopni og urða að hörfa undan þegar Þjóð verjar hófu skothríð á þá úr fall byssum. S En að frátöldum þessum litla herstjórninni, að herliðið hjá Namsos hefði verið flutt burtu á hóp hugdjarfra manna og e. t. fimtudagskvöld, og að það hefði verið gert samkv. almennri áætl v. nokkru herliði á austustu víg un, sem gerð hefði verið, um að flytja burtu alt herlið Banda- manna af vígstöðvunum hjá Þrándheimi. Herliðið var flutt burtu án þess að nokkurt manntjón yrði. Það varð kunnugt í London í gær, að yfirhershöfðinginn í liði Bandamanna fyrir sunnan Þrándheim hefði áður en hann fór frá Andalsnesi, gert norsku stjórninni tilboð um að flytja með sjer það af herliði Norðmanna, sem herstjórnin teldi heppi- legt, til að taka þátt í bardögum á öðrum vígstöðvum. Norska stjórnin gerði síðan ráðstafanir í samræmi við þetta tilboð, að því er 'Segir í skeyti frá London, en það er ekki kunnugt, hve margir norskir hermenn stigu á skipsfjöl með hersveitum Banda irtanna. í Englandi hafa tíðindin um brottflutning herliðsins fallið mönnum all-þunglega, en samkomulag virðist um, að ekki sje hægt að kveða upp dóm um ákvörðun herstjórnar Bandamanna, fyr ört Mr. Chamberlain og Mr. Churchill hafi gefist kostur á að gera frekari grein fyrir öllum aðstæðum, í breska þinginu. En það ætla þeir að gera n. k. þriðjudag. Fulltrúar stjórnarandstæðinga í þinginu hafa lýst yfir því, að þeir munu krefjast nákvæmrar skýrslu af stjórninni. En hvort atburðirnir í Noregi muni hafa í för með sjer Stjórnarvandræði i Englandi, eða einhverjar breytingar á bresku stjórninni, er engu hægt að spá um, fyr en sjeð verður, hvernig fer í þinginu. Sir John Simon flutti ræðu í London í gær, og sagði að á milli bráðabirgðaskýrslunnar, sem Mr. Chamberlain gaf í fyrradag og heíl'darskýrslunnar sem gefin yrði á þriðjudaginn, vildi hann að- eins taka tvent fram, 1) að hann, sem meðlimur striðsráuneyt- isins gæti sagt, að þegar gögnin yrðu lögð á borðið þá myndu menn sannfærast um að aðgerðir stjórnarinnar voru rj.ettar, bygðar á ráðum bestu manna og 2) að ef einhverjir ætluðu að saka ein- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. stöðvunum nálægt sænsku landa mærunum (en fregnir af þessu herliði hafa ekki borist síðustu i vikuna) virðist vörn Norðmanna fyrir sunnan Þrándheim þrotin. Fregnir frá Svíþjóð í gær- kveldi hermdu, að Getz, of- ursti, yfirmaður norska herliðs- ins í Þrændalögum (hjá Nams- os) hefði gefið út dagsskipun til hermanna sinna, þar sem segir að eftir að herlið Bandamanna hafi verið flutt burtu, sje að- staða þeirra orðin vonlaus. Víg- stöðvarnar, sem hersveitir Bandamanna hefðu átt að verja, standi nú opnar, og að þýski herinn sje um það bíl að króa norska herliðið inni. Getz ofursti segist þessvegna hafa gert boð þýska yfirhers- höfðingjanum, þar sem hann leggur til að vopnahlje verði gert á meðan samið er um upp- gjöf norska herliðsins á sama grundvelli og herinn í Suður- Noregi gerði. í Berlín var því þó mótmælt í gærkveldi, að nokkrir samning. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Sigurfrjeftirnar hverfa af forsiðum þýsku blaðanna TÖÐUGT eru gerðar ráðstafanir sem benda til þess, að styrjöld sje yfirvofandi við Miðjarð- arhafið. Bresk flotadeild kom til Alexandríu í gær, og eru í henni m. a. nokkur orustuskip. Önnur ílotadeild er væntanleg þangað innan skamms. Aðrar ráðstafánir, sem Bretar hafa gert, eru: Myrkvun var fyrirskipuð á eynni Malta og í Gíbraltar frá og með deginum í gær, þar til öðruvísi verður ákveðið. Öll leyfi egypskra hermanna hafa verið afnumin fyrst um sinn. Herstjórn Bretlands og Egyptalands komu saman á fund í gær. Forsætisráðherra Egyptalands ljet svo um mælt í fyrradag, að hætta væri á ferðum, en sagði þó, að menn þyrftu ekkert að óttast strax. Ilættan, sem vofir yfir Egyþtalandi, er auðvitað sú, • að ítalir reyni að brjótast yfir landið frá Libyu, til þess aðjkomast að Suez- skurðinum. Lítið frjettist um undirbúning af hálfu ítal^. 1 fregn frá Aþenuborg í gær segir þó, að ítalir safni miklu liði á Dodekanes-eyjum eða Tólfeyjum í Miðjarðarhafi. Sagt er, að Italir hafi sett þarna á land 50.000 manna her og hafi þeír þar mörg herskip, m. a. 15 kafbáta. Það vekur nokkra athygli að sigurfregnirnar frá Noregi hurfu skyndilega af forsíðum þýsku blaðanna í gærkveldi. I stað inn voru birtar greinar undir stórum fyrirsögnum eins og t. d. (í Volkischer Beobachter) „Hverjum færa Bretar óheill næst?“ eða ; (í Deutsche Allgemene Zeitung) „Hverja ráðast Bretar á næst?“ Blöðin nefna sem möguleika Balkanríkin, en tala líka undir rós um önnur ríki í Vestur-Evrópu, og ,er talið að átt sje við Holland eða Belgíu. - flugvjelarnar tiafa yfirburði yfir fierskip- in um stundarsakir Roosevelt gerði að umtalsefni, á fundi sínum með blaða- mönnum í gær, hvað læra mætti af atburðunum sem gerst hefðu undanfarið í Noregi, um gildi árás- arvopna og varnartækja. Hann sagði, að þótt stórar sprengjuflug- vjelar hefðu um stundarsakir e. t. v. reynst hafa yfirburði yfir her- skip, þá myndu Bandaríkin þó halda áfrarn með herskipasmíðar sínar, samkvæmt áætlun. Því að það mun sýna sig, sagði Roosevelt, eins og það hefir gert frá örófi alda, að þróun varnar- tækjanna mun verða sij, að hún mun eyða yfirburðunum sem árás- artækin, í þessu tilfelli flugvjel- ^arnar, kunna að hafa um stund- arsakir. Síðustu dagana hafa verið að berast fregnir um að Roosevelt væri að reyna að hafa áhrif í þá átt að hindra að ítalir gerðust þátttakend- ur í stríðinu. Á fimtudaginn ræddi Roosevelt við s'endiherra Ttala í Washington. Sendiherra Baiidaríkjanna í Rómaborg, Philips, lagði í gær af stað til Florenz til að hitta þar Mr. Taylor, sem er persónulegur erindreki Roosevelts í páfaríkinii. Ókyrðin út af Miðjarðarhafs- málunum liefir eins og- vænta mátti haft mikil áhrif á ríkin í Suður-Evrópu. Meðal annars gera Svisslending- |ar öflugar varáðarráðstafanir (en ef ítalir ráðast gegn Frökkum er talið að þeir reyni að brjótast ,vfir Sviss). í Stokkhólmi hefir verið liand- tekinn breskur maður, og ritari hans, og eru þau sökuð um skemd- arstarf. Hefir fundist í fórum þeirra mikið af sprengiefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.