Morgunblaðið - 04.05.1940, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.05.1940, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. maí 1940L Kennaraná skeið. í samráði við fræðslumálastjómina efnir Handíðaskólinn til drátt- listarnámskeiðs fyrir barnakennara. Námskeiðið hefst-21. maí og lýk- or 10. júní n.k. Kent verður daglega kl. 1—7 e. h. Kenslan er ókeypis. Mtttaka tilkynnist undisrituðum hið fyrsta og eigi síðar en 12. maí n.k. Greiðsla efnis, kr. 6.50, fari fram við innritun. Handíðaskólinn í Reykjavík, 28. apríl 1940. Lúðvíg Guðmundsson. Tilkyoning. Jeg undirritaður tilkynni hjer með, að jeg hefi selt brauð- og kökugerð mína herra bakarameistara Ingolf Petersen, frá 1. maí 1940. Jeg þakka heiðruðum viðskiftavinum, mínum traust og viðskifti und- anfarin ár, og vona að hinn nýi eigandi fái að njóta viðskifta yðar áfram. Virðiíigarfylst. Franz Hákansson. Samkvæmt ofanrituðu hefi jeg keypt brauð- og kökugerð herra hakarameistara Pr. Hákansson, frá 1. maí 1940. Jeg mun kappkosta að hafa ávalt fyrsta flokks vörur, samfara lipurri afgreiðslu, og leyfi rnjer því að vonast eftir áframhaldandi viðskiftum fyrirrennara míns. Virðingarfylst. Ingolf Petersen. Tilkynning. Kaupmenn — Kaupffelög — Yið leyfum okkur hjer með að tilkynna að við höfum í gær opnað skrifstofu og vörugeymslu í Hafnarstræti 23, sem framvegis mun sjá um heild- sölu á framleiðsluvörum garðyrkjumanna, svo sem tomötum, öðrum ávöxtum og allskonar grænmeti. Söltifjeíag garðyrkjtimanna, Símar: 5836 og 5837. BEST AÐ AUGLYSA t MORGUNBLAÐINU. REFUR KINDUM SLÆM OLÍA STELUR BENSÍNI og gerir bílakstur dýrari. Veedol dregur úr bensín- eyðslu með því að gera stimpla og ventla þjetta og liðuga, og útiloka óþarfa mótstöðu. Þúsundir manna um allan heim nota þessa ágætu olíu til þess að fá meira upp úr bílnum. KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN EDOL MOTOR OIL THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL... DREGUR ÚR BENSÍNEYÐSLU Þjóð ve |a hafa mist þriðja hlutan ai riota sínum Chamberiain FRAMH. AF ÞRIÐJTJ gfiOU. þjóð hefði fyrst skert hlutleysi Norðmanna. En eftir að stjórnir Norðmanna og Svía neituðu Bandamönnum um leyfi til að flytja herlið til Finnlands yfir lönd þeirra, var nokkur hluti af liði því, sem viðbúið var í hafn- arborgum í Englandi og Frakk- landi, leyst upp og sent þangað, sem þess var mest þörf. En nokkur hluti af liðinu var hafður til taks, til þess að vera við öllu búinn ef ofbeidi yrði beitt gagnvart hlutleysi Norð- manna. SVIKIN INNANFRÁ En Þjóðverjar komu í veg fyr ir, sagði Mr. Chamberlain, að Norðmönnum bærist nægileg hjálp nógu snemma, með hinum snöggu aðgerðum sínum, sem lengi höfðu verið undirbúnar, og með svikum innanfrá í lönd- unum sjálfum, sem á var ráðist. Þjóðirnar, sem hjer um ræð- ir, hefðu líka torveldað sjálfar, að Bandamenn gætu veitt þeim öfluga hjálp, vegna þess hve; þrálátlega þær hefðu treyst því, að þeir gætu best varið^ sjálfstæði sitt og fullveldi, með| því að halda.sjer við strangar hlutleysisreglur. Mr. Chamberlain helt síðan áfram: Bandamenn höfðu fengið vit- neskju um það alllöngu áður, að Þjóðverjar höfðu dregið að sjer lið í ýmsum hafnarborgum við Eystrasalt og að lið þetta var æft við að stíga á skipsfjöl og fara í land. En það var ó- gerlegt að sjá fyrir, hvar Þjóð- verjar myndi reiða tii höggs. Jafnve] þótt Bandamenn hefði vitað, að jnnrás stæði fyrir dyrum í Danmörku og Noreg, hefði Bandam'enn ekki getað hjálpað, nema Danir og Norð- menn hefði beðið þá um aðstoð. En þær gátu ekki beðið um hjálp, einmitt vegna þess, að inn rásin kom alveg á óvænt og af sömu orsökum voru þær því ó- viðbúnar. Mr. Chamberlain vjek nú að ákvörðun Breta, að jstöðva ólög legar siglingar Þjóðverja um norska landhelgi, með því að leggja tunduflum. Chamberlain kvað það ein- kennilega tilviljun, að borið hefði upp á sama dag, að Bandamenn lögðu tundurdufl- um við Noreg (8. apríl) og inn- rásarfyrirætlun Þjóðverja í Nor- eg skyldi framkvæmd. Undir eins og það hefði veriS kunnugt 7. apríl, að mikilí þýskur floti, herskip og her- flutningaskip væri á leið til Nor egs, hefði aðalflotinn lagt úr höfn í Scapa Flow og önnur tundurspillaflotadeildin, í von um að geta lagt til atlögu við óvinaflotann, og einnig var ákveðið að styðja Noreg í vörn- inni til að vernda konung lands ins og ríkisstjórnina. Þessu markmiði hefði best verið náð með því, að taka Nið- arós. Hefði lið verið sett á land á tveimur stöðum, fyrir sunnan og norðan Niðarós og fóru herflutningarnir fram með eins mikilli leynd og unt var. Þ. 14. apríl voru sjóliðar settir á land í Namsos og nokkrum dögum síðar reyndir og vaskir franskir Alpahermenn. Þá hefði lið verið sett á land á Án- dalsnesi 17. apríl og tvo næstu daga. Chamberlain fór ekki út í það að lýsa bardögunum 'á landi ítarlega en kvað lið Banda manna hafa barist af miklum vaskleika og valdið miklu tjóni meðal Þjóðverja. ERFIÐLEIKAR BRETA Chamberlain ræddi því næst erfiðleika þá, sem Bandamenn hefðu átt við að stríða í Noregi, er stöfuðu af því, að Þjóðverjar hefði búist þar fyrir til varnar á undan, á hinum mikilvægustu stöðum, og einkanlega ræddi hann hversu mikla erfiðleika það skapaði Bandamönnum, að hafa ekki flugvelli og hefði þeir því til þessa vart getað komið við árásarflugvjelum í baráttunni við Þjóðverja. Þá væri það miklum erfiðleikum bundið, að koma skjótlega nægi lega miklu af fallbyssum og öðrum nútímahergögnum á land, þar sem þeim væri kunnugt, að herliði og hergögnum væri skip að á land. Vegna þessa aðstöðumunar hefði í síðustu viku verið tekin ákvörðun um, að hætta við að gera tilraun til þess að sækja að Niðarósi að sunnanverðu, og það mætti þakka flotanum, að tekist hefði að flytja lið Banda manna frá Andalsnesi fyrir augunum á Þjóðverjum, að því er Chamberlain kvaðst best vita, án þess nokkur hermaður biði bana, og hefði það verið flutt á aðrar stöðvar. TJÓNIÐ Manntjón Bandamanna kvað Chamberlain ekki mikið miðað við hernaðaraðgerðir þeirra. Eftir þriggja" vikna viðureignir taldi Chamberlain betur horfa fyrir Bandamönnum. Þjóðverj- ar hefðu búist við að geta vaðið yfir landið fyrirhafnarlítið eins og í Danmörku, en með vask- Iegri vörn sinni hefði Norðmenn með aðstoð Bandamanna komið í veg fyrir að þetta tækist. Þjóðverjar hafi beðið mik- ið manntjón á landi og sjó og þeir hefði nú ekki aðstöðu til þess að fá neitt málmgrjót frá Svíþjóð yfir Noreg, sem hefði verið þeim mjög mikilvægt. Um tjón Þjóðverja á sjó, sagði Chamberlain, að 2 orustu skip þeirra hefðu laskast (talin vera Scharnhorst og Admíral Scheer. Samkvæmt því telur breska stjórnin ekki að Gneis- enau hafi verið sökt). Þrem beitiskipum þeirra hefði verið sökt (Bliicher, Karlsruhe og Köln), og auk þess líklegt að því fjórða hefði verið sökt (Emden) 11 tundurspillum var sökt 5 kafbátum og 30 flutninga ' skipum og að auki hefði 10 jflutningaskip þeirra orðið fyrir tundurskeytum og hefði Þjóð-r verjar þannig mist um 60 skip vegna innrásarinnar í Noreg. Um skipatjón: Breta, sagði Chamberlain, að þeir hefði mist 4 tundurspilla, 3 kafbáta, 1 fylgdarskip (Britten), 5 togara og eitt birgðaskip, sem var sökt í loftárás, en 5 herskip hefðu laskast í loftárásum. Þýski flotinn, sagði Chamber lain, hefir lamast svo stór- lega eftir innrásina í Noreg, að hagkvæmari dreifing flota Bandamanna hefði reynst ger- leg, og væri bresk-franskur or- ustufloti nú á Austur-Miðjarð- arhafi, og taki hann sjer bæki- stöð í Alexandria. Chamberlain varaði menn við að vera of fljóta á sjer, að draga ályktanir að því, sem gerst hefði í Noregi. Baráttan kynni að verða löng og hörð, og ef Bandamenn hefði ekki enn náð marki sínu þar, hefðí Þjóðverjar heldur ekki náð sínu marki. Auk þess væri tjón Þjóð verja margfalt meira. VIÐHORF OG AÐSTAÐA Loks ræddi Chamberlain horf ur og aðstöðu í stríðinu yfir- leitt. Bandamenn yrði að vera viðbúnir hvarvetna. Þjóðverjar væri hernaðarlega sterkir fyrir, og það yrði að gera ráð fyrir, að þeir kynni að gera tilraun til þess að hefja hrað-sókn ein- hversstaðar annarsstaðar, ef til vill á Holland og Belgíu, ef til vill á bæði löndin í einu og um leið hafið sókn á vestur-vígstöðv unum, eða eitthvert landið í suð austurhluta álfunnar, eða gert árás á Bretland. Það væri heimskulegt að hafa þetta ekki í huga. Það hefði verið hættulsgt ef við hefðum raðað niður liði okkar þannig, að mið-vígstöðv- arnar hefðu orðið veikari. En það er hinsvegar rangt að ætla, að við munum Hta á vígstöðv- arnar í Noregi sem aðeins auka atriði. Við verðum að nota hvert tækifæri, sagði Mr. Cham berlain, til að vinna óvinunum tjón, eins og í Noregi. Hernaðaraðgerðirnar yrði ' einnig er miðað við það, að það gæti tekið langan tíma að vinna fullnaðarsigur. Chamberlain bað, að lokum, þingmenn að bera ekki fram fyr irspurnir að svo stöddu, heldur bíða þar til í næstu viku, er umræður að sjálfsögðu færi fram. Fjellust leiðtogar allra flokka á það. Chamberlain var hyltur, að lokum, af öllum þingheimi. A U G A Ð hvílist með gleraugum frá THIELE KOI ASALAN S.f. Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.