Morgunblaðið - 04.05.1940, Page 5

Morgunblaðið - 04.05.1940, Page 5
Xaugardagur 4. maí 1940. IJHorfliitiMaJtó Útfeeí.: H.f. Árvakur, Rey* Javlk. Rltstjörar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgtelBsla: Austurstrœtl 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 8,50 A mánuOI innaniands, kr. 4,00 utanlands. 1 lausasölu: 20 aura eintaklB, 25 aura mett Lesbók. V Þegar þýski innrásarherinn tók bresku sendisveitina höndum NORuGUR Hertöku Danmerkur er lýst í ýmsum erlendum blöðum, sem nú hafa borist hingað. ítarlegasta lýsingin, sem Morgunblaðið hefir fengið, er í „The Times“ frá 22. apríl. Er sú frásögn frá frjettaritara blaðsins í Höfn. Sumt af Því, sem þar er sagt, kom fram í grein „Le Temps“, sem birtist hjer í síðasta blaði. En enska greinin lýsir hertöku Hafnar nákvæmar, en hinn franski blaðamaður gerði. f upphaf greinarinnar í Times er sagt frá því sama og í hinni greininni, að Danir hefðu ekki búist við innrás í land sitt, þó Bretar hefðu sett tundurduflin :i norsku landhelgina. Því, ekki vegna þess, segir í greininni, að Danir hefðu gert friðarsáttmála við Þjóðverja fyrir skömmu, held- ur vegna þess, að menn litu svo á, að hertaka sú myndi ekki borga sig fyrir þá. Ef Danmörk yrði tekin ein fyrir sig, þá myndi það vera skoðað sem örþrifaráð til mataröflunar, ellegar að Þjóð- verjar þyrftu á ódýrum sigri að halda. Það var líka talinn hugs- stöðvum, er hann hafði haft,] anlegur möguleild, að Danmörk var viðnám Norðmanna einnaVSi tekin fyrir vinstri framsókn- ' arvöll í almennri árás á Norður- lönd, sem einkum beindist að Sví- þjóð og námunum þar, ellegar hægri framsókn í fífldjarfri árás á Holland og Belgíu. En hvernig Nánari fregnir frá 9. apríl i Höfn Ekki er hægt að kveða upp dóm um brottflutning bresku hersveitanna frá Noregi, fyrri en öll gögn eru komin í Jþví máli- Á þessa leið komst fjármála ráðherra Breta að orði í gær í ræðu er hann flutti um styrj- ■ öldina. En á meðan þessi gögn, sem liinn breski ráðherra talar um, eða hinar duldu ástæður, eru •ekki kunnar, þá er hin skyndi- lega brottför Bandamannahers- íns frá Suður-Noregi, frá Áan- dlalsnesi og Namsos, öllum al- menningi hvarvetna um lönd, óskiljanleg, svo ekki sje dýpra i árinni tekið. 1 gær frjettist enn af við- námi norskra hersveita. Senni- lega verður það ekki langvinnt úr þessu. Foringi norska hers- ins í Þrændalögum bað um vopnahlje í gær. Eftir að Banda mannaherinn fór frá þeim víg- . einskisnýtt að hans dómi. Af ræðu Chamberlains, for- sætisráðherra Breta, sem hann hjelt í fyrradag í parlament- inu, og skýrt er frá á öðrum : stað hjer í blaðinu, verður það|Sem á þetta var litið, virtist það helst skilið, að breska herstjórn myndi verða Þjóðverjum hag- hafi komist að þeirri niður-J kvæmast, að Danmörk fengi að m stöðu — og eftir hernaðartil- kynningum frá Noregi að dæma alt fram til þess dags, hafi sú niðurstaða fengist nokkuð skyndilega, að Bandamenn hefðu öðrum meiriháttar verk- efnum að sinna nú, en því, að verja Noreg eða hefta hernám tÞjóðverja þar. Vafalaust líður ekki á löngu, fyrri en það kemur í ljós, skýr- ar en nú er, við hvað forsætis- ráðherrann hefir þá átt. En af loforðum Bandamanna að dæma er þeir hafa gefið Norðmönn. um undanfarnar vikur, hljóta þau að vera mikilsvarðandi fyr- ir sameiginlega velferð þeirra og Norðmanna, úr því brottför hersins var ráðin sem hin besta leið til sigurs í hinni miklu styrjöld. Sænsk blöð voru æf í gær í garð Breta, út af því að þeir skyldu' hverfa skyndilega úr hildarleiknum í Noregi. Frá Bretlandi barst síðan það svar, að gamalt máltæki segði, að eigi væri þeim holt að henda grjóti, er sjálfir væru í gler- húsi. En hvernig sem á alt þetta er litið, þá er eitt víst, að óhamingja Norðmanna og hörmungar þeirra eru svo mikl- ar, að enginn getur til þeirra hugsað, án þess að finna til sár- ustu hrygðar og kvíða. Það er engu líkara en óham- halda hlutleysi sínu. Vaknaði við vondan draum. Síðan segir blaðamaðurinn frá því, hvað fyrir hann bar að morgni þess 9. apríl í Höfn: Kl. 6 að morgni vaknaði jeg í rúmi mínu við það, að jeg heyrði hverjar sprengjudrunurnar af öðrum. Fyrst datt mjer í hug, að verið væri að eyðileggja tundur- dufl, sein hefðu verið föst í ísn- uni í sundunum og nú rekið á land. En síðar flaug mjer í hug, að hjer væri um að ræða sjóor- ustu í nánd við borgina. En er jeg leit út um gluggann, sá jeg livers kyns var. Því þá sá jeg ótal flugvjelar svífa yfir, lágt lofti, og voru þær í hópum 3 eða 9 saman. Datt mjer í hug að hjer væru Þjóðverjar að fylgja eftir kröfum er þeir bæru fram á hendur Dönum, eins og gert var við Estlendinga í haust. Er jeg' kom, út á götuna mætti jeg verkamönnum, sem þrömmuðu áfram til vinnu sinnar, og skildu ekki hvað um var að vera. En um strætin flugu grænir flugmiðar úr flúgvjelunum og það sem á þeim varð lesið á ljelegri norsku, sýndi ljóslega hvað var á seiði. Þar var frá því sagt, að Þjóðverjar hefðu tekið að sjer að vernda Danmörku og Noreg frá árás Englendinga á þessi lönd, sem staðið hefði fyrir dyrum. Ætli. þeir að hindra að ingju þeirra verði alt að vopni.1 þessar þjóðir blönduðust í ófrið- inn. Hlutleysi Danmerkur yrði verndað meðan á stríðinu stendur. Þess vegna hefðu Þjóðverjar þá um morguninn tekið á sitt vald hernaðarlega mikilsverða staði í báðum þessum löndum. Samningar stæðu yfir, milli Þjóðverja og dönsku stjónarinnar, er miðuðu að því að varðveita konungdæmi Danmerkur, her þjóðarinnar og flota, frelsi hennar og sjálfstæði í framtíðinni. Jeg þurfti ekki að ganga lengi uns jeg sá hvernig ástatt var i borginni. Fyrir framan járnbraut- arstöðina við Austurbrú var her- mannavörður yfir þvera götuna, og öftruðu hermennirnir öllum vegfarendum að komast þá leið inn í miðbæinn. Verkamönnum var sagt að hverfa heim til sín, og eiga frí til morguns. Á horninu á Grönningen og Toldbodgade var vjelbyssa sett í skotstöðu, og skamt þar frá sá jeg hvar einn af starfsmönnum bresku sendisveitar- innar var stöðvaður, þar sem hann ók í bíl sínum, leitað á honum hvort hann hefði á sjer vopn, og jSÍðan leyft að halda áfram til sendisveitarinnar .... Smátt og smátt fjekk götuum- ferðin sama svip og vant var. Hjólreiðamenn sáúst á ferð, og Strætisvagnar á sínum slóðum. Ein og ein vjelbyssa var á vegamót- um fjölförnustu gatnanna, her- vörður umhverfis aðalstöð þýska hersins, Hotel Phönix í Breið- götu, hermannabílar á sveimi bentu til þess að borg Absalons ,væri í hershöndum. Rás viðburðanna. Það var ekki fyrri en seinna, að þægt var að gera sjer grein fyrir, og þó ekki nema að nokkru leyti, í hvaða röð viðburðirnir gerðust þenna morgun. Svo virðist sem herliðið, er tók Danmörku, hafi verið fremur fáment, því treyst, að það -kæmi svo óvænt að um enga alvarlega mótspyrnu yrði að ræða. Frá miðnætti og fram til kl. 5 um morguninn fóru þýskar her- sveitir yfir landamærin í SuSur- Jótlandi og- hjeldu norður eftir. Þeim var veitt lítilsliáttar mót- staða hjer og þar. Samtímis var ,lið sett á land í Middelfart, Ný- borg, Korsör, Gedser. Þrjú þýsk herflutningaskip sigldu inn til Kaupmannahafnar og um leið flugu fyrstu flugvjelarnar inn yfir borgina. Skotið var aðvörunarskotum frá gtrandvirkjum nálægt borginni að flugvjelunum. En síðan lieyrðust þaðan engin skot, og engin mót- staða var gerð gegn herflutninga- skipunum, þegar þau rendu upp að Löngulínu og hermenn stigu þar á land. 800 þessara hermanna fóru til „Kastalans", sprengdu hlið hans með dýnamiti, um- kringdu setuliðið þar, sem, enga mótspyrnu sýndi, því komið var að því algerlega óvörum .... Þýsku hermennirnij* virtust vera í mikill geðshræringu, og skutu tilgang&lausum skotum. Kona ein yarð fyrir handsprengju og tættist sundur annar fótleggur hennar. Rjett áður en þessir atburðir gerðust gekk þýski sendiherrann á fund utanríkismálaráðherrans, og skýrði honum frá fyrirætlun- um Þjóðverja. Það drógst nokkuð að ná símasambandi við forsætis- í'áðherrann, því hann var utan við borgina. Fyrirskipanir voru nú gefnar til hersins um áð leggja niður vopn. Samningarnir hjeldu áfram fram eftir morgninum og tók Kristján konungur þátt í þeim, en þeim lauk með því, að Danir beygðu sig með mótmælum undir skilmála þá sem þeim voru með valdi settir. Síðar um daginn komu svo upp götuauglýsingar með yfirlýsingum Þjóðverja Og ávarpi konungs til þjóðarinnar, er lauk með þessum orðum: „Guð varðveiti Dan- mörku“. Handtaka bresku sendisveitarinnar. IJm handtöku bresku sendisveit- arinnar segir m. a. í greininni í „The Times“ : Þegar starfsmenn bresku sendi- sveitarinnar urðu þess áskynja, hvað um var að vera í borginni, yeyndu þeir allir að komast sem fvrst til sendiherrabústaðarins. Allir komust þeir leiðar sinnar, nema þeir-sem hermannavörðurinn stöðvaði við „Austurportsbriína". Hver og einn fjekk sitt hlutverk að vinna samstundis, því nú þurfti mörgiT að sinna samtímis. Erfitt var að ná talsímasambandi, en boðum varð komið til sendiherra Bandaríkjanna, Mr. Ray Ather- ton, og' hann beðinn að taka að sjer varðveislu breskra þegna og eigna í borginni, þar með sendi- herrabústað Breta. Skömmu síðar komu þýskir herverðir til sendi- herrabústaðarins og tóku sjer stöðu við innganginn. Engum var leyft að fara þar út eða, inn. — Fáum mínútum síðar var reynt að komast inn til sendiherrans „til eftirlits“, og kom ungur sendi- sveitarritari til móts við fyrirliða „eftirlitsmannanna“.. Ilann skýrði Þjóðverjunum frá, að sendiherra- bústaðurinn væri undir vernd sendiherra Bandaríkjanna í borg- inni, og hefðu hinir þýsku her- menn engan rjett til þess að fara þar inn. Við það urðu Þjóðverj- arnir reiðir og höfðu hótanir í jlrammi. Settu þeir handjárn á hinn breska sendisveitarritara og tóku hann höndum. Sögðu þeir síðar að hann hefði komið ókurt- ^eislega fram við þá. En alt þetta varð þó til þess að hann tafði fyrir þýsku hermönnunum, í for- ,dyri liússins um alt að því eina klukkustund, meðan beðið var eft- ir liðsauka. Það var ekki fyrri eu kl. riimlega 9 að brotist var inn í sendisveitarbústaðinn og allir sem þar voru, karlar, konur og börn, voru reknir inn í dagstofu sendiherrans, teknir til fanga og leitað á þeim hvort nokkur hefði á sjer vopn. Allir Bretarnir, sem þarna voru, voru á einu máli um það, að þýsku hermennirnir hefðu virst búast við mótstöðu þarna. Þeír tóku yfirráðin í húsinu eftir þeim reglum sem fylgt er, þegar um er að ræða að barist sje milli húsa. Nú var öllum hópnum, ásamt sendiherranum og frú hans, skip- að að fara niður stigann og til útidyra. Við innganginn voru þeir meðlimir sendisveitarinnar, sem ekki höfðu fengið leyfi til að fara inn, teknir með, og öllum skipað upp í tvo opna flutningabíla sem Tuborg ölgerðin átti, og þeim. ek- ið undir hervörslu til „Kastalans". Sendiherrahjónin voru flutt í sjer- stökum, bíl. Þar var öllu þessu fólki skipað í röð, öll skjöl þess tekin og þar var þetta fólk í haldi í 3—8 klukkustundir, en þá var því slept og beðist afsökunar 4 .meðferðinni. Á meðan sendisveitin var þarna fór fram húsrannsókn á skrifstofunum, sem engan ár- angur bar. Afstaða almennings. Síðan talar greinarhöfundur um það, að Danir hafi margir búist við því, að Damniirk myndi ekkt komast hjá því að blandast í styrj- öldina. En menn hafi greint á um það, hve miklu af landinu Þjóð- verjar myndu taka yfirráðin yfir. Sumir hjeldu, að þeir myndu láta sjer nægja Jótland eitt. Þá kemst hann að orði á þessa leið: Þenna örlagaríka þriðjudag var einkennilegt um að lítast í Höfn. Veður var skínandi gott. Hóparn- ir af hjólreiðamönnum og gang- andi fólki á götunum hafa aldrei verið meiri. Fólk þyrptist um vjel- byssuverðina, og spjallaði forvitn- islega við þá, en hermennirnir, það verður að segja þeim, til hróss, komu liæversklega f>'am við fólk- ið. En rangt væri að skoða þetta jafnaðargeð fólksins sem merki um pkeytingarleysi gagnvart sjálf- istæði þjóðarinnar. Hafnarbúar eru að eðlisfari ljettlyndir menn, sem láta ekki nema í ýtrustu neyð aftra sjer frá því að fara út á götuna ef þar er eitthvað nýtt að sjá. Það mun þenna dag hafa verið efst í huga margra, að í sjálfu sjer væri það gott að þessi dagur, sem menn lengi hefðu óttast, væri kominn án þess að nokkurt veru- legt manntjón hefði orðið. En auk þess er það eðli Dana að eiga erfitt með að átta sig skyndilega til fulls á breyttu viðhorfi, og breyta framkomu sinni eftir því, En næsta dag var annar svipur á almenningi. Og svipurinn hjelfc áfram að breytast alla vikuna. FRAKH. Á SJÖTTU Sfi)U.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.