Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1940, Blaðsíða 3
/' Miðvikudagur 8. maí 1940. MORGUNBLAÐIÐ Fyrsti ríkisráðsfundur ráðuneytisins í gær 0 A fyrsta ríkisráðs- fundiiium Úrskurður um með- ferð konungsvalds FYRSTI RÍKISRÁÐSFUNDUR ráðuneytis ís- lands, sem handhafi konungsvalds, var hald- inn í Stjórnarráðinu í gær. Fundurinn var haldinn í fundarsal forsætisráðherra. Hann hófst kl. 11 árd. og stóð til hádegis. Ríkisráðsfundinn sátu allir ráðherrarnir og auk þeirra Vigfús Einarsson skrifstofustjóri, sem er ritari ríkisráðs. Hið fyrsta, sem gerðist á þessum fundi ríkisráðs var það, að staðfestur var úrskurður um meðferð konungsvalds. Þvínæst voru sitaðfest 28 lög frá síðasta Alþingi. Úrskurður ráðuneytisns um meðferð konungsvalds er svo- hljóðandi: Ráðuneyti íslands, handhafi konungsvalds, Gjörir kunnugt; Samkvæmt 14. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. Alþingisályktun 10. apríl 1940, fer fáðuneyti íslands með konungsvald á samkomu ráð- herra, er heitir ríkisráð, og stýrir forsætisráðherra samkomunni. Þar skal bera upp lög og aðrar mikilvæ'gar stjórnarráðstafanir. I ríkisráði skal ráðherra sá, er stöðu sinni samkvæmt, fer með mál, bera það upp til úrskurðar. Ráðherrar allir, er svo eru heilir, að til þess sjeu færir, og sje unt að ná til þeirra, rita nöfn sín undir ályktun sem handhafar konungsvalds, enda bera þeir enga ábyrgð á ályktún vegna undirskriftar sinnar. Löganæt er ályktun þó, meiri- hluti ráðherra undirritar hana. Greina skal í gerðabók rikisráðs, bversvegna ráðherra hafi eigi undirritað ályktun. Ráðherra sá, er með málið fer, ritar síðan nafn sitt undir ályktun og ber ábyrgð á henni lögum samkvæmt. Gjört í Reykjavík, 7. maí 1940. Hermann Jónasson. Eysteinn Jónsson. Jakob Möller. Ólafur Thors, Stefán Jóh. Stefánsson. Hermann Jónasson. Undirskrift ráðuneytisins undir ein lögin (íþróttalögin), sem und- irrituð voru á ríkisráðsfundinum í gær. Utigangar Aþriðjudag síðastann í vetri fundust tvær kindur á af- rjetti er Þorvaldsdalur heitir norðvestan Hörgárdals í Eyja- firði. Var það ær og dilkur og höfðu aldrei komið til bygða í vetur. Er það fágætt í hjerað- inu, að sauðfje, er ekki heimtist á haustnóttum gangi sjálfala vetrarlangt. Eigandi kindanna, Jón M. Jónsson í Litla-Dumb- haga, segir að þær hafi verið mjög sæmilega útlítandi, komin á þær hornahlaup og ull farin að losna frá hálsi. Ærin vóg 48 kg. en dilkurinn 37 kg. (FÚ). Tvö ný sundmet Tvö ný sundmet voru sett í Sundhöllinni í gær. Annað metið setti Logi Einars- json iir Ægi, í 50 m. bringusundi. Hann synti vegalengdina á 34.5 sek.; synti „butterfly-stíl“ alla leiðina. Metið var áður 34.9 sek. og átti það Sigurður Jónsson úr K. R. Hitt metið setti Þorbjörg Guð- jónsdóttir (Æ), einnig í 50 m. bringusundi, kvenna. Synti hún vegalengdina á 44.8 sek. Gamla metið var 45.1 sek. og átti það Steinunn Jóhannesdóttir úr Þór, Akureyri. FRÁ ríkisráðsfundinum í fundarsal forsætisráðherra. Ráðherramir sitja í kringum fundarborð á þessum fyrsta ríkisráðsfundi, sem þar hefir verið haldinn; talið frá vinstri Eysteinn Jónsson, viðskiftamálaráðherra. Jak- ob MöIIer, fjárnSálaráðherva, Hermann Jónasson, forsæt- isráðherra, fyrir borðsendanum, Stefán Jóh. Stefánsson, fjelagsmálaráðherra og Ólafur Thors, atvinnumálaráð- herra. Vigfús Einarsson, skrifstofustjóri, stendur á milli Jakobs Möllers og Hermanns Jónassonar. Hann var rit- ari fundarins. Deilan á kaup- skipafloðan- iim leyst Kjörin svipuð og voru EFTIR að hafa setið við samningaborðið alla fyrrinótt, tókst ioks á fimta tímanum í gær- morgun að ná samkomulagi í deilu sjómanna á kaupskipaflotanum og útgerðarfjelaganna. Breytingamar á gildandi samningi urðu mjög litlar. Var gerður svofeldur viðauki við fyrri samning: Eimskip býður þremur Vestur-íslendingum til íslanús AT ýkomjn vestanblöð skýra frá ^ því, að Eimskipafjelag fs- lands hafi boðið þremur nafn- kunnum Vestui'-íslerdingum til íslands nú í suirar með skipum fjelagsins, og ætlar fjelagið að kosta ávöl þeirra hjer á landi, á- samt ferðir milli Winnipeg og Ne'vv York. Vestur-íslendingarnir, sem hoðh ir eru ásamt frúm, eru: Ásmund- ur P. Jóhannsson, Árni Eggerts- son og Jón J. Bíldfell. Tveir þeir fyrnefndu munu taka boðinu, en Jón J. Bíldfell mun ekki geta komið því við á þessu ári að taka heimboðinu, þar sem hann dvelur nú á Baffins- landi. Skemtifðr á Snæfeils- i!88 um Hvítasuonu tperðafjelag íslands efnir til ■*- skemtifarar á Snæfellsnes núna um Hvítasunnuna. Verður lagt á stað hjeðan kl. 5 á laug- ardagskvöld með Laxfossi og farið til Stapa. En þaðan verður farið aftur að kvöldi annars dags Hvítasunnu. Hjer er því upp á tvo daga að hlaupa að skoða sig um á vestanverðu Snæfellsnesi. Og þar er margt skemtilegt og fróðlegt að sjá, fyrir þá, sem ekki hafa komið þar áður. Það eru nú t. d. kletta- FRAMH. Á SJÖTTU Sfi)U. „Við samning frá 7. október 1939 milli Sjómajinafjelags Reykjavíkur,, Vjelstjórafjelags íslands, Stýrimanna- fjelags íslands, Fjelags ísl. loftskeyta- manna og Matsveina- og veitingaþjóna- fjelags Islands annarsvegar og Eim- skipafjelags íslands h.f., Skipaútgerðar Ríkisins, Eimskipafjelags Reykjavíkur ih.f., Útgerðarfjelags K.E.A. h.f„ Eim- skipafjelagsjns ísafold h.f. og Kveld- úlfs h.f. hinsvegar. 1. gr. FjHr siglingar á svæðinu milli 63° og 45° N.br. og austan 20° V.l. greiðist viðbótaráhættuþóknun kr. 4.00 pr. sólarhring hverjum skipverja, sem samningur þessi nær til. Þessi auka- þókmin greiðist frá byrjun þess dmgurs, er skipið kemur inn á áhættusvæðið og', til loka þess dægurs er skipið kemur til hafnar (miðað við kl. 12 eða 24). Á sama hátt reiknast aukaáhættuþókn- un þessi frá byrjun þess dægurs er skip fer úr hofn á þessu áhættusvæði og til I loka þess dægurs er það fer út af því. Eyrir þann tírna sem skip liggur í úöfn grriðist ofanrituð auknaþóknun eliki. , 2. gr. Á svæðinu milli 8° og 30° A.l. og milli 65° og 72° N.br. greiðist sama áhættuþóknun og í Ameríkuferðum. Ef skip liggur í norskri höfn greiðist þó sama áhættuþóknun og í öðrum hófnum ófriðaraðila. 3. gr. Samningurinn gildir til næstu áramóta þó þannig, aS ef veruleg breyt- ing miðað við undanfama mánuði verður á áhættunni, aS áliti nefndar, sem aðilar koma sjer saman um þá hefir hvor aðili fyrir sig rjett til þess að krefjást endurskoðunar á samningn- 'um og náist ekki samkomulag innan 14 FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.