Morgunblaðið - 02.08.1940, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 2. ágúst 1940.
Frakkland, síðustu dag-
ana fyrir uppgjöfina
(Irtftiuliald af 3. síðu)
rjeðust inn í Danmörkn og Noreg.
Var mjög rík samxið nieð Norð-
mönnum.En það var ekki laust við
að það hefði nokkur áhrif á það,
þegar Bandam.urðu að hörfa burtu
úr Narvik, en þegar það gerðist,
höfðu þeir. fengið önnur mál, sem
stóðu þeim nær, að hugsa um.
Frönsk blöð skýrðu að sjálf-
sögðu frá hernámi íslands, og upp
frá því var oft minst á Island í
frjettúm frönsku blaðanna. Það
,var auðheyrt að almenningur leit
svo á, að Bretar hefðu aðeins
orðið fyrri til, því að annars
myndu Þjóðverjar hafa komið
hingað.
STBÍÐIÐ KEMUR
TIL TOURS
í sama mund sem Þjóðverjar
hófu innrás sína í Holland og
Belgíu kom stríðið til okkar í
Tours. Frd þeim degi leið varla
nokkur sá dagur að sprengjuflug-
vjelar kæmu ekki yfir borgina, og
legðu „egg“ sín. Við urðum einnig
vör við stríðið á annan hátt. —
Þjóðbrautin frá Norður-Frakk-
landi til Suður-Frakklands ligg-
ur um Tours, og frá fyrsta degi
innrásarinnar í Belgíu stóð óslit-
jnn flóttamannastraumur um borg
ina. í fyrstu komu aðeins bifreið-
ar ,en síðar bættust í strauminn
allar tegundir farartækja, og
gangandi fólk, aðallega konur með
Tbörn sín.
Frá 10. 'Jiiaí til 19. júní md
heita að stöðugur loftvarnasónn
hafi hljómað í borginni. Loft-
varnaskýlin voru flest í miðri
borginni, en þar sem við bjuggum
urðum við að láta okkur nægja
að fara niður í líjallara.
Nótt eftir nótt vorum við rifin
upp, en til þess að komast niður
í kjallarann urðum við að fara
nokkurn kafla eftir stiga, sem var
utan á húsinu. IJrðum við þá að
hafa hraðann á, því að skotunum
úr loftvarnabyssunum rigndi nið-
ur á allar hliðar. Lá við að tnaður
fengi ofbirtu í augun af að horfa
í glampann frá skotunum. Stund-
um heyrðum við hús hrynja í ná-
grenninu.
Flugvöllurinn var skamt fná þar
sem við bjuggum. En járnbraut-
arstöðin var í miðri borginni og
fór því ekki hjá því að húsin þar
S grend yrðu fvrir sprengjum.
En fólkið var rólegt. Það las
fregnirnar um sókn Þ.jóðverja í
Norður-Frakklandi, og- var altaf
að búast við, að nú færi gagn-
f-úkn Frakka að byrja. En þótt
Þjóðverjar færðust stöðugt nær
datt engum í hug að flýja. Það
Fann að vera að París falli, sögðu
menn, en þá verða Þjóðverjar
stöðvaðir hjer við Tours.
Búðir voru opnar, alveg þar til
síðustu tvo dagana áður en við
íórum.
DRENGLUND
En svo fóru hermentiirnir að
Foma, frönsk fallbyssuhersyeit, og
fóru að búa unr sig fyrir utan
borgina. Það voru þreyttir her-
menn, dauðþreyttir og blóði at-
uðir, en bardagahugurinn var þó
■ekki dauður. Þegar hjer var kom-
ið, ákvað jeg að flytja mig og
fjölskyldu mína suður á bóginn.
En áður en jeg fór varð jeg að
fara og sækja peninga hjá franska
ræðismanninum í borginni. Það
Tar 12 km. leið og jeg gat engan
bíj fengið, nema að jeg útvegaði
sjálfur bensín. Kunningjafólk
mitt átti bíl og lítinn slatta af ben
síni, sem það ætlaði að nota, ei
það neyddist til að flýja. En það
er til cmarks urn hjálpsemi Frakka,
þegar á reynir, að ekki var um
annað að tala, en að jeg fengi
þetta bensín.
Jeg vil nefna annað dæmi um
drenglyndi Frakka. Þegar við
vorum að leggja af stað, var óslit-
inn straumur franskra hermanna
á leið yfir Leirubrúna í Tours.
Engum óbreyttum borgurum var
leyfð umferð um- brúna. En þeg-
ar við komum, og hermennirnir
sáu að við vorum með barnavagn,
var hermannaumferðin strax
stöðvuð og leiðin opnuð fyrir
okkur.
TIL BORDEAUX
Yið fórum nú á járnbrautar-
stöðina í Tours því að við vissum
að lest átti að fara um kvöldið
til Bordeaux. En á járnbrautar-
stöðinni var þröngin svo mikil að
ekki varð þvérfótað. Enginn vissi
hvenær Bordeaux-lestin myndi
fara.
Við biðum þarna í þrönginni í
7 klst. Á þessum sjö klst. voru
gerðar 2 loftárásir í grend við
stöðina og við heyrðúm húsin
hrynj.a. Jeg var nú orðinn von-
laus um að komast nokkurntíma
burtu, og við ætluðum að snúa við.
En þá var engin leið að komast
í burtu vegna þrengsla.
Einhvernveginn atvikaðist það,
að við hröktumst í þrengslunum
upp að járnbi'autarlest og upp í
þessa lest fórum' við. Nokkru síð-
ar lagði lestin af stað — til
Bordeaux.
Ferðin til Bordeaux tekur venju
lega 4^2 klst.. En við vorum 4
daga á leiðinni. Þessa 4 daga
brögðuðum við hvorki vott nje
þurt — nei, það er ekki rjett, við
fengum einu sinni eina vatns-
flösku. En við höfðum búið okk-
ur að heiman með mat handa
hvítvoðungnum.
Þjer spýrjið af hverju við vor-
um fjóra daga á leiðinni. Við
ferðuðumst aðeins á nóttunni, og
urðum þá að fara hægt. Á dagiivu
hjeldum við kyrru fyrir, á slóð-
urn, þar sem franskt loftvarnalið
var til varnar. Þýsku flugvjelarn-
ar voru alstaðar. Sæju þær okkur,
þá sleptu þær okkur eklri úr aug-
sýn fyr en myrkrið huldi okkur.
FLÓTTAMENN
Á leiðinni sáum við hörmungar
stríðsins í hinni ægilegustu mynd,
— eins og það þyrmir yfir hina
.óbreyttu borgara, konur og börn.
Dauðuppgefnar konur, sem röltu
áfram og liðu svo e. t. *v. niður á
veginum á næsta augnabliki. —
Mæður með börn sín, oft limlest.
•Það var algengt að mæður flyttu
með sjer börn sín, sem höfðu orð-
ið einhverju sprengjubrotinu að
bráð. En þessu verður ekki með
orðum lýst.
Þarna ægði hverju innan um
annað, bifreiðum, hestvögnum,
hjólum, skriðrekum, hermönnum,
giimlum mönnum, börnum, kon-
um og körlum. Svo kom kannske
flugvjel og steypti sjer yfir fólk
og og allir urðu*að hlaupa og
leita sjer hælis.
ív þökum bifreiðanna voru
venjulegast tvær eða þrjár rúm-
dýnur, til varnar gegn vjelbyssu-
kúlum. Sumir fluttu með sjer
vagnhlöss af húsmunum sínum,
en aðrir sluppu kannske slippir
og snauðir að heiman.
í Bol'deux voru 600 þús. flótta-
menn. En íbúar borgarinnar eru
ekki nema 300 þiis. Hvar sem- aug-
um var litið mátti sjiá þreytta
flóttamenn, sitjandi á gangstjett-
um, í skemtigörðum borgarinnar,
á húsatröppum, á götum úti, í
skipum1 við höfnina — í stuttu
máli alstaðar. Og fólk þetta varð
,að mestu leyti að sjá fyrir sjer
sjálft, því enginn tím-i hafði verið
til að skipuleggja jafú víðtæka
hjálparstarfsemi og hjer hefði
þurft.
Við komum í hús til kunúingja
okkar. En strax þegar við komum
• til borgarinnar, fórum við í bresku
ræðismannsskrifstofuna, og þar
var okkur tekið með afburða vin-
semd.
Ekki vissum við hvað biði okk-
ar næst, við vildum komast til
Englands, en okkur var sagt að
allir Englendingar væru farnir.
Ekki gátum við farið lengra suð-
ur á bóginn, því að nú var búið
að loka leiðinni þangað, því var
ekki annað að gera en bíða, bíða
etfir því, að Þjóðverjar kæmu til
Bordeaux, eða því sem gerðist
næst.
Á meðan við biðúm í Bordeaux
var gerð ægileg loftárás á borg-
ina. Við heyrðum hús hrynja alt
umhverfis okkur. Okkur fanst eins
og næsta sprengja hlyti að bera
okkar utanáskrift. Ekki veit jeg
hve margir fórust, því að engar
áreiðanlegar tölur voru gefnar
upp. En Ijótt var það að sjá, þeg-
ar verið var að grafa upp rúst-
irnar.
/■
Franska stjórnin hafði aðsetur
í Bodreau. En daginn áður en
jeg fór þaðan, tilkynti hún, að
hún myndi flytja aðsetur sitt og
lýsa borgina „opna borg“, svo að
loftárásiirnar hættu. En það varð
þó aldrei úr að stjórnin færi.
TIL ENGLANDS
Svo kom tilkynning frá breska
ræðismanninum, um að við gætum
komist í skip til Englands. Ræð-
ismaðurinn sendi bíl eftir okkur,
og síðan’var ekið m-eð okkur til
St. Jean de Louis, skamt fyrir
sunnan Bordeaux, og þar stigum
við á skipsfjöl. Skipið var stórt,
enda voru farþegar 5—6 þúsundir.
Við vorum 5 daga á leiðinni til
Englands. Við fengum þokur og
dimmviðri — guði sje lof — því
að þá þurftum við ekki að óttast
flugvjelarnar. Skipið sigldi stöð-
ugar krókaleiðir og okkur var
sagt, að sjest hefði til margra kaf-
báta í grend við okkur. Skipin
voru þrjú, sem hjeldu samflot, og
með okkur var öflug herskipa-
fylgd. En eitt skipið var þó skot-
ið í kaf, og þar munu hafa far-
ist tugir, hundruð eða e. t. v. þús-
undir flóttamana.
Þegar við koiiium til Englands
vorum við í 4 daga í flóttamanna-
herbúðum. En öll aðbúð var þar
hin besta.
Vil jeg sjerstaklega undirstrika
hvað Bretum fórst afburða vel við
okkur, sem og við aðra flótta-
menn.
Síðan fórum við til London —
og þaðan heim.
V OPNAHLJEÐ
Þorvaldur fór frá Bordeaux
sama daginn og vopnahljeð var
samið. Hann kveðst því ekkert
geta sagt um hvernig því hafi
verið tekið meðal almennings í
Frakklandi. En hann segir, að
fram á þann dag hafi allur þorri
þeirra manna, se-m hann átti tal
við, litið svo á, að ekki kæmi tíl
mála að semja frið við Þjóðverja.
Fólkið hafði talað um, að franska
þjóðin ætti að verjast áfram frá
nýlendunum, eins og Reynaud
hafði boðað, ef svo bæri undir.
Þorvaldur telur það undravert,
hve almenningur hafi borið vel
þjáningar sínar. Það hafi verið
eins og kjörorð þeirra hefði ver-
ið, helduri að deyja heldur en að
gefast upp.
Þorvaldur kveðst hafa átt tal
við fjölda flóttamanna í Borde-
aux. Þetta voru menn, sem komn-
ir voru alla leið norðan frá Belg-
íu og sem lýstu stríðinu þannig,
að það væri ekki stríð heldur
morð. Menn sem sögðust hafa
sjeð himininn svartan af flug-
vjelum, se'm bókstafí'ega ^nsu
niður sprengjunum. En þessir
menn sögðu að þeir vildu heldur
svelt-a heldur en að semja frið.
TRÚIN Á WEYGAND
En eins og gengur og gerist
hefði fólk rætt sín á milli hver
væri orsök ófaranna. Flestir á-
sökuðu herforingjaráðið og þá
sjerstaklega Gamelin. Þegar Wey-
gand kom, hefði vaknað ný
von í brjóstum manna, vegna
þess hve óskoraðs trausts hann
naut, frá því í heimsstyrjöldinni.
Fólk slepti fljótt trúnni á Ma-
ginotlínuna, eftir að Þjóðverjar
voru komnir inn í Norður-Frakk-
land. Nú var það Weygand, sem
átti að bjarga og fólkið trúði því
í lengstu lög, að skriðan myndi
verða stöðvuð.
Reynaud naut líka mikils
trausts. Erlendis hefir verið mik-
ið gert úr vinsældum Daladiers,
en þótt það væri viðurkent, að
hann hefði skapað frið í innan-
landsmiálum Frakka, þá álitu
menn að nýr úiaður myndi taka
við, til þess að vinna stríðið. Og
þegar Reynaud kom, trúði fólkið
því, að hann væri maðurinn.
Þegar Reynaud kallaði Petain,
84 ára öldunginn frá Madrid, þí
gerði fólk sjer strax grein fyrir,
í hvaða tilgangi það var gert
.og vissi þá, að horfurnar voru
slæmar.
Einn var sá maður, sem mikið
bar á góma í Frakklandi, áður en
hann var¥S nafnkuúnur lanars-
staðar í heiminum. Það var de
Gaulle. Þorvaldur segir, að al-
menningur hafi vitað, að hann
hefði fyrir mörgum árum skrifað
bók, þar sem hann gerði grein
fyrir hvernig næsta styrjöld yrði
háð, nákvæmlega á þann h4tt,
sem núy hefir komið á daginn. En
Gamelin skelti skolleyrunum við
þessu, og de Gaulle fekk ekkert á-
byj'gðar.stai'f, jfyr en Reynaud
gerði hann að aðstoðarmanni sín-
um. En löngu áður hafði fólkið
hafið raus't sína, og heiimtað
að þekking hans, og starfskraftar
yrðu notaðir.
AFSTAÐAN TIL BRETA
Ekki varð Þorvaldur var við
neina andúð í garð Breta. Marg-
ir voru gramir Bretum fyrir að
hafa ekki hjálpað Fökkum til að
hindra að Þjóðverjar færu með
her inn í Rínarhjeruðin, hjer á
árunum, og aðrir fyrir að hafa
eklti tekið þátt í stríði í fyrra,
þegar Tjekkóslóvakíudeilan var
á döfinni. — Sárafáir ljetu þá
skoðun í ljós, að Bretar gerðu
ekki nóg í stríðinu, en þá voru
aðrir, sem svöruðu, að þeir gerðu
eins mikið og til væri hægt að
ætlast af þeinr, í loftinu og á
sjónum. Frakkar dáðu mjög, hve
vel hefði tekist til um brottflutn-
inginn frá Flandern. En ef talið
barst að Leopold Belgíukonungi,
þá fanst enginn sem lagði orð
í belg fyrir hann. Framkoma
hans var einróma fordæmd, og
það með ófögrum orðum.
Síðan kom stríðsyfirlýsing
ítala. Frakkar hafa aldrei gert
sjer stórar hugmyndir um her
Itala, svo að þeir töluðu fátt um
hann; það var heldur talað um
þýska herinn. Það kom ekki á
óvart, að ítalir fóru í stríðið með
Þjóðverjum, en alt fyrir það mátti
ekki í milli sjá, hvorn þeir for-
dæmdu meir, Hitler eða Mussolini.
Hinir nýju menn í Frakklandi?
Flestir þeirra eru menn, sem
lítið hefir borið á í opinberu
lífi þjóðarinnar síðastliðinn
ár. Laval hefír verið grafinn upp
úr djúpi gleymskunnar — hann
hefir ekki komið við sögu síðan.
1936, nema hvað vitað var að
hann var einu sinni sendur til
Ítalíu, til að reyna að semja við
ítali. Hvert þessi stjórn leiðir
Frakkland, eða hve lengi hún
fær að hafa forustuna, kvaðst Þor-
valdur eigi geta spáð um. En eitt
væri víst, að saga Frakklands
væri ekki öll, og að Frakkar ættu
eftir að rísa að nýju sem frjáls
þjóð.
Þorvaldur skýrði mjer að lokum
frá víðbrigðunum að koma hing-
að, heim í kyrðina, úr styrjaldar-
æðinu, sprengjuregnínu, loffc-
varnabyssuskothríðinni, frá síren-
unum og öllum þjáningunum' í
Frakklandi. Það er ekki að furða
þótt slíkt taki á taugarnar.
Þorvaldur er síðasti íslending-
urinn, sem fór frá Frakklandi,
að því er vitað er.
Kona hans er dönsk.
Framköllnn
/ Kopiering
Stækkun
Fljótt og vel af hendi leyst.
TBIBIE B.F.
Austurstræti 20.