Morgunblaðið - 15.09.1940, Side 5
'Sunnudagur 15. sept. 1940.
JplorjgtmBlafctd
Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjórar:
J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsiugar og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuSi
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
f lausasölu: 20 aura eintaklS,
25 aura meS Lesbók.
Reykjauíkurbrjef
!5
Uppeldið
Skólastjórar halda hér fund
næstu daga til þess að
ræða ýms hin nýju viðfangs-
■ efni, sem nú blasa við. Þau gete
orðið nokkuð mörg. Síðan hjer
urðu tvær þjóðir í landinu, þarf
margs að gæta í uppeldis- og
skólamálum, sem lítt reyndi á
áður.
Það vandamálið sem næst
blasir við augum Reykvíkinga
þessa daga, og kemur skólum
og uppeldi við, er framferði
unglingstelpnanna hjer í 'bæ og
. hættur þær, sem á vegi þeirra
-eru. Lögreglan hefir skýrt op-
inberlega frá fáeinum dæmum
til viðvörunar. Hve mörg þau
eru orðin veit enginn.
En eitt er víst og sýnilegt,
að þatí eru kornungu stúlkurn-
ar, um fermingu, sem síst hafa
þolað breytingu þá, sem hjer
hefir orðið á bæjarlífinu.
Þeir, sem hafa átt leið um
götur Reykjavíkur á síðkvöld-
um í sumar og haust, hafa ekki
. getað komist hjá því, að veita
því eftirtekt, að þegar kvenfólk
sjest á ferð með útlendingum,
þá eru það yfirleitt kornungar
stúlkur, sem síst allra vita fót-
um sínum forráð.
Af þessu verður það fyrst og
fremst ráðið, að nokkur hluti
hinna upprenndandi kvenna
höfuðstaðarins hafa ekki hlotið
það uppeldi, ekki fengið þá
handleiðslu og leiðbeiningu,
sem bráðnauðsynleg er, eins og
nú er umhorfs.
Það er hið fyrsta, að fá úr
því skorið hve yfirgripsmikil
sú þjóðfjelagsmeinsemd er, sem
hjer gerir vart við sig.
Eftir því sem ráðið verður
af skýrslum og frásögnum lög-
reglunnar, er hjer ekki um
stóran hóp ungra kvenna að
ræða. En svo fjölmennur er
hann, að málið má ekki vera
látið afskiftalaus^. Heimilin
verða að fá nauðsynlegar að-
varanir og leiðbeiningar. En
þær telpur, sem hafa komist út
á glapstigu, verða að komast
undir vernd og heimilisaga það
strangan að þeim dugi, svo
framtíð þeirra verði borgið.
Það getur orðið erfitt að taka
rjett og örugglega á þessum
málum.
Taláð hefir verið um ,að fá
nokkrum konum lögreglustörf
og láta þessi mál að einhverju
Jeyti í þeirra hendur. Ötular og
áhugasamar konur gætu vafa-
laust unnið mjóg mikið gagn,
bæði til leiðbeininga fyrir heim-
ilin og eftirliti með þeim sem
mestrar umsjár þurfa með.
Sennilega þyrfti að koma upp
hæli fyrir þessar afvegaleiddu
stúlkur, þar sem þær fengju
holla vist og tækifæri til að
“átta sig.
Árásin á England.
\miðvikudaginn var flutti
Winston Churcliill forsæt-
isráðherra stutta útvarpsræðu, þar
sem hann m. a. skýrði frá því, að
hann hefði fulla. vitneskju um, að
Þjóðverjar væru að undirbúa að
senda herlið yfir til Englands. í
höfnunum sunnan við Ermarsund
og áfram norður eftir um Belgíu,
Holland til Þýskalandshafna, sagði
hann vera mikið samsafn her-
flutningaskipa, sem þýska her-
stjórnin hefði smátt og smátt ver-
ið að láta mjakast meðfram
ströndinni og dreifa þeim hverju
á sinn stað, þar sem þeim væri
ætlað að leggja úr höfn er lagt
yrði til höfuðorustu gegn Bretum.
Sú aðferð Þjóðverja, að gera
skyndiáhlaup, og koma að mönn-
um óviðbúnum, að því leyti, verð-
ur ekki viðhöfð í þetta sinn. Bret-
ar vita nú, hvað þeir eiga yfir
höfði sjer. Áður en forsætisráð-
herra þeirra hjelt þessa ræðu, á
miðvikudaginn var, voru ýmsir
menn hjer í efa um, að þýski
herinn myndi á þessu hausti leggja
út í það, að reyna innrás í Eng-
land. Af tóni þeim, sem hefir ver
ið í frjettasendingum breska út-
varpsins síðustu daga, hafa menn
helst getað ráðið að Bretar byggj-
ust við innrásartilraun á hvaða
stund sem væri. Enda sagði
Churcliill það hiklaust í ræðu
sinni, að næsta vikan frá ræðu-
degi hans myndi verða örlagarík
í sögu bresku þjóðarinnar.
Loftárásirnar.
jóðverjar liafa lialdið uppi
•*- stöðugum loftárásum á Lond-
on í viku, nótt og dag, með litln
millibili. Hve mikið tjónið hefir
orðið ,verður ekki ráðið af út-
varpsfregnunum. En búast má við
að það sje æði tilfinnanlegt, þeg-
ar t. .d. markað er af þeirri lýs-
ingu, sem breska útvarpið gaf einn
daginn, að ein sprengja, sem kom
niður á gatnamótum, gjöreyddí
fimm stórhýsum.
Á föstudag voru gerðar tvær
árásir sjerstaklega á konungshöli-
ina, en konungshjónin sakaði ekki.
Eldsprengjur hittu bústað forsæt-
isráðherrans þann sama dag. Árás-
in á konungshöllina var sýnilega
g'erð af ráðnum hug og er talið,
að hún hafi verið gerð í þeim til-
gangi að reyna að flæma konungs
hjónin frá London.
En þó Bretar hafi orðið fyrir
miklum loftárásum og mjög þurft
á flugvarnarliði að halda heima
fyrir, þá hafa þeir gert loftárásir
á meginlandið. Þeir hafa ekki gert
flugárásir á Berlín að heitið geti.
fvrri en nú, að Þjóðverjar fóru
að leggja mikla áherslu á að
þreyta Lundúnabúa með stöðug-
um árásum. En samhliða árásun-
um á Berlín hafa þeir ráðist. á
hafnarborgirnar á norðurströnd
Frakklands, í Belgíu, Hollandi og
alt til Hamborgar, á vopnaverk-
smiðjur í Ruhr, olíustciðvar o. fl.
En ekki er nokkur leið að íjtt.a
sig á því, hve miklu tjóni Þjóð-
verjar hafa orðið fyrir í útvarps-
fregnum þeirra eiyaltaf gert mjög
1 ítið úr því. En fregnir þýska út-
varpsins eru að miklu leyti samd-
ar á þann undarlega luitt, sem
kunnugt er, að frá því er slcýrt.
hv'að hinir og þessir útlendingar
eða erlend blöð segi um innlenda
þýska viðburði. Rjett eins og
stjórn frjettaflutningsins sje ekki
hugleikið að birta innlendar fregn-
ir eftir sem nákvæmustum inn-
lendum heimildum, ellegar þannig
er litið á, að sjeu heimildirnar
innlendar þá sje ekki fult mark
tekið á frjettunum.
Hvert er stefnt?
Churchill ráðherra gat þess í
ræðu sinni, að engu yrði um
það spáð hvort þýski herinn hugði
á innrás í England eitt, ellegar að
samtímis yrði revnt að komast á
land í írlandi óg Skotlandi.
En það er talið alveg víst, að
fvrst og fremst verði gerð tilrauu
til mikilla herflutninga yfir Erm-
arsunú og þá fyrst og fremst til
innrásar í suðaustur England. Þar
hafa Þjóðverjar gert miklar loft-
árásir og sýnilega lagt áherslu á
að flæma breska flugiiðið frá bæki
stöðvum sínum þar um slóðir, svo
viðnám flughersins gegn innrás
verði þar veikara fyrir.
I breskum útvarpsfregnum- er
það sjerstaklega tekið fram, að
þetta hafi þýska flughernum ekki
tekist. En Þjóðverjar segja aftur
á móti í sínu útvarpi, að loft,-
varnir Breta á suðaustur hjeruð-
um Englands sjeu bilaðar, og
verður hver að trúa því sem hanu
telur líklegra. En af árásum
breska flughersins á meginlandinu
undanfarna daga, verður ekki
sjeð, að um neina bilun eða flug-
vjelaskort sje að ræða. Þvert á
móti. Síðasta sólarhringinn hefir
breski flugherinn gert magnaðar
árásir á Ermarsundshafnirnar
Frakklandsmegin og með því á-
reiðanlega torveldað undirbúning
Þjóðverja til herflutninga yfir
sundið.
Bandaríkin.
Iilorsetakosningarnar í Banda-
ríkjunum í nóvember næst-
komandi eru sá viðburður sem alt
snýst um þar. Um beina þátttöku
eða herstuðning við Breta er ekki
að ræða þar — að svo stoddu.
Háfi einhver verið í vafa um það,
þá hvarf sá vafi nú nýverið er
Roosevelt forseti hjelt ræðu og
fullvissaði þjóðina um, að aldrei
yrði sendur her út úr landinu,
nema á Bandaríkin yrði ráðist.
Það er kosninga-stefnuskráin, sem
ekki verður kvikað frá, hvað sem
síðar kann að verða.
Tíðarfarið.
Tj*rá því um mánaðamót síðustu
liefir tíðarfarið um land alt
verið hið versta, kulctar og úr-
komur um land alt. Hefir ekki
önnur eins veðrátta verið hjer á
landi um þetta leyti árs um langt
árabil. Það er ekki svo gott, að
bjartviðri hafi getað verið „öðrum
megin“ á landinu, eins og t. d.
þegar norðan kuldar eru, að þá
er hægt að búást við þurkflæsum
hjer syðra. Hafátt. með úrfellum
hefir altaf verið hjer annað kastið,
en úrkomur að vísu stöðugri
nyrðra. Þar hefir ótíðin verið
svo 'mikil, að fólk hefir, í sumum
sveitum, dag eftir dag lítilli sem
engri útivinnu getað sint.
TTppskera garðávaxta verður
frámunalega rýr, og þarf vafa-
laust að gera gangskör að því sem
fvrst hvernig á að vitvega til lands
ins ]>að sem þarf á árinu næsta
af kartöflum. Því búast má við
að örar gangi á uppskeruna að
þessu sinni, þar eð fólkinu hefir
fjölgað í landinu, þó aðkomumenn
flytji að mestu leyti sjálfir inn
matvæli sín.
Heyverkunin.
Það væri fróðlegt að sjá og
gera sjer grein fyrir því hve
margir bændúr hafa notað sjer
votheysgerð á þessu rigninga-
sumri. Kominn er tími til þess, að
frá því máli verði gengið til fulls.
I 30—40 ár hafa menn verið ör.f-
aðir til votheysgerðar, og sýnt og
sannað, að sú heyverkunaraðferð
er örugg, handhæg, ódýr. En samt
er það fjöldi bænda sem enn
hugsar sjer að komast hjá þess-
ari heyverkun, ef tíðin leyfir.
Þegar á bjátar með heyþurk, er
farið að liugsa til að setja í vot-
hey. En þá eru heyin oi'ðin hralc-
in og lítt hæf til þess.
Votheysgerðin dugar sem, sje
illa sem neyðarráðstöfun. Hún á
að vera fastur þáttur í lieyöflun-
inni. Hver bóndi geri ráð fyrir
að setja það mikið af heyfengn-
um í vothey, sem dugar best hans
búskap og gjafalagi. Svo er hægt
að grípa til þessarar heyverkunar
á þeim tíma heyskaparins sem
þurkaútlit er verst. f flestum til-
fellum lendir uppsláttartaðan t. d.
í þeini verkunarflokki.
Ákveðin tök.
#"%að sýnist harla lítil ástæða
r* til þess að híða eftir því,
að koma þessari heyverkun á um
land alt, svo hver einasti bóndi
hafi af henni ])á trygging við
heyöflunina sem efni standa til.
Jeg fæ ekki sjeð annað en að
hvert hreppabúnaðarfjelag geti
tekið þetta mál að sjer; að sjá
um, að gengið sje í það, að koma
upp votheysgeymslum alstaðar
þar sem þær enn eru ógerðar.
Leiðbeiningar handa mönnum
geta verið ágætar og sjálfsagðar.
En það ættu að vera sett tak-
mörk fyrir því hve lengi á að
bíða eftir því áð bændur fari eftir
þeim einföldustu og sjálfsögðustu
leiðbeiningum. Þeir, sem innan til-
tekins tíma hefðu ekki komið hin-
um sjálfsögðustu umbótum í. verk,
yrðu að verða af þeirri viður-
kenning sem felst í úthlutuu
venjulegra umbótastyrkja á öðr-
um sviðum. Yrði þetta heyverk-
unarmál tekið þannig með fullri
alvöru kæmist það í lag á skömm-
um tíma og þá hægt að einbeina
hug og hönd að öðrum nauðsyn-
legum umbótum.
Þannig vrði hvert umbótamálið
af öðru afgreitt í sveitum lands-
ins. —
Fóðurbætir.
Mjög kemur sjer vel eftir ó-
þurkasumarið, að niikið
síldarmjöl er til í landinu og að
af því fá bændur til fóðurbætis
fvrir hagkvæmt verð.
Fyrir mjólkurpening er síldar-
mjölið að vísu ekki sem hentug-
ast út af fyrir sig. En við það
verður að sitja, þó kýr verði ekki
dropsælar eftir sumarið og hröktu
heyin. Bændur geta þó a. m. k.
haldið bústofni sínum með síldar-
fóðurbætinum.
Síldin liefir yfirleitt orðið mik-
ill „fóðurbætir“ fyrir þjóðarbúið á
þessu ári. Það munaði litlu, að
14. sept.
JllimillllllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiniHlliin
bræðslusíldaraflinn yrði í ár eins
mikill og hann varð bæði árin
samanlagt 1938 og 1939. Um síð-
ustu helgi var bræðslusíldarafl-
inn orðinn 2.470.984 hektðlítrar,
en var samtals tvö undanfarin ár
2.678.000 hetkólítrar.
Varasjóðir.
TI ið óvenjulega ástand“, eins
w * og það oft er kallað, hefir
sett ýmsar hugrenningar og bolla-
leggingar á stað um þjpðfjolags-
mál vor. Hagnaður útgerðarinnar
hefir t. d. sett ímyndunarafí
ýmsra manna á óvenjulega hreyf-
ingu. Hafa sum dagblöðin talað
um það sem hálfgerðan þjóðar-
voða, ef útergðarfjelögin kynnu á
þessu ári að geta losað sig að
verulegu leyti undan skuldaþunga
taprekstraráranna. Jafnvel blað
forsætisráðherrans hefir lagt það
til, að skattaívilnanir útgerðarinn-
ar yrðu afnumdar með bráða-
birgðalögum, svo allur hagnaður
útgerðarinnar, sem heitið getur,
hverfi í ríkis- og bæjarsjóði, en
útgerðin sæti eftir með skuldirnar
og hin gömlu skip.
Við nánari atliugun munu þeir
Framsóknarmenn þó hafa komist
að raun um, að þeir hafi hjer tek-
ið nokkuð djúp í árinni. Því síð-
an birtu þeir langlokugrein um
vandamál Reykjavíkur, þar sem
dregnar voru í eina heild margar
þær meinlokur og fjarstæður sem
Framsókn hefir haldið fram um
málefni þessa bæjar á undanförn-
um árum. Ái niðurstaðan af því
langa máli varð í aðalatriðum sú,
að taka þyrfti drjúgan skatt af
útgerðinni og leggja í varasjóð
til þess að kaupa fyrir það f je ný
skip að styrjöldinni lokinni. Þú
áttaði greinarhöfundur sig ekki á
því, að skattaundanþága útgerð-
arinnar er einmitt miðuð við þessa
stefnu. Það er tilskilið að ágóði,
sem útgerðin kann að fá, renni í
varasjóð, því sje ágóðinn ekki
settur þangað, þá vrerður hann
ekki skattfrjáls. En það eru vara-
sjóðir sem útgerðina hefir vantað
til að geta endurnýjað skipin.
Umbótatillaga Tímans er þá
orðin sú, að það sjeu ekki ein-
stöku menn eða fjelög, heldur
ríki og bær, sem eignast hin nýju
skip. Sjálfstæðismönnum verður
aldrei lagt það til lasts, þó þeir
kjósi fremur einstaklingsrekstur í
útgerð en ríkisútgerð og alt sem
lienni fylgir.
Tvennskonar aðferðir.
Dað er hægt að ræða landsmál
með tvennu ólíku móti. Onn-
ur aðferðin er sú, að grípa hverja
átyllu til ósamkomulags, benda á
hvern meiningamun, og gera úr
honum rifrildisefni. .Sá hefir verið
liáttur okkar löngum, í hinu op-
inbera lífi.
Ilin aðferðin er, að koma sjer
saman nm hvert sje liið raunveru-
lega takmark, og sameina síðan
kraftana til þess að ná því tak-
marki. Manxii sýnist að flestir
hljóti að gera sjer grein fyrir
því, að vegna „hins óvenjnlega
ástands“ ætti sú leiðin að ver-t
hvað auðrötuðust nú. Og það er
alveg víst, hvað sem skrifað kann
að verða í blöð, að tilhneiging til
þeirrar málameðferðar er til með-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.