Morgunblaðið - 03.10.1940, Page 4

Morgunblaðið - 03.10.1940, Page 4
4 MQRGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 3- október 1940. KVEMDJÓÐIM OG HEIMILIM Geymsla sláfurafurða góðan mat skemm ast í höndum yðar íiyiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiniiiiiimiiiim I Til tilbreytingar frá hinu I I venjulega baði 1 Látið ekki Svið og sviðasulta. auðsynlegt er að verka svið*- in og sjóða þau eins fljótt og hægt er, því betri eru þau svið, sem ekki eru geymd og meira verður úr þeim, sjeu þau ó- skemd. Um leið og tekið er móti slátr- anu er salti stráð í sárið á haus- aniini, ullin er klipt af þeim og J)eir sviðnir í smiðju eða yfir prímus; einnig má svíða yfir gasi. Sviðin skal svíða vel og skafa. Svíða skal með vel heitum jám- teini hjá nösum og eyrum, því «kki má nokkur loðna vera eftir 4 hausunum. Fæturnir eru sviðnir á járn- teini; klaufirnar teknar af og «viðnar vandlega með heitu járni. Hausana skal kljúfa, heilinn er síðan tekinn úr þeim og þeir lagð- ir í volgt vatn í nokkrar klukku- stundir með örlitlu af sóda í. Vatn inu síðan helt af og öðru vel volgu helt yfir sviðin; síðan ern J>au skafin vel, bæði hausar og fætur, þar til þau eru vel hrein; því næst þvegin úr mörgum vötn- nm og burstuð með grófum bursta, einkum sárið á hausunum og und- 3r tungunni. Hausarnir eru settir ofan í heitt vatn með salti og soðnir þar til heinin nást tæplega úr. Eigi að borða þau ný eða súrsa með bein- unum, en eigi að búa til sultu úr haustjnmn, eru þeir soðnir leng- ur, eða þangað til beinin nást auð- veldlega úr; þá eru þeir færðir upp, beinin tékin úr kjömmunutn og þeir lagðir tveir og tveir sam- an í byttu, sem línklútur, er áð- ur hefir verið undinn upp úr heitu vatni, er lagður í. Ljétt farg er sett ofan á sviðin til næsta dags. Nauðsynlegt er að kjammarnir sjeu vel heitir þegar þeir eru lagðir saman í sultuna, því ann- a.rs verður sultan ekki samföst. Setja má ofurlítið sviðasoð yfir kjammana . og verður þá heldur meira úr sultunni. Fæturnir eru soðnir í saltvatni og er tæplega látið fljóta yfir þá, þar til beinin eru laus í þeim. Flotið veitt vandlega ofan af Fæturíiir teknir upp og soðið lát- 5ð malla um stund. Öll bein eru tekin úr fótunum, og er soðið er orðið frekar lítið, er-< svo kjötið af þeim sett útí, látið gegnhitna og sett í föt, eða byttur. Geymt til næsta dags og er það þá hlaupið saman og vel stint, sje «kki svo, verður að sjóða það-’ aftur. Lundabaggar. ú á seinni árum mun víða hafa lagst niður sá ' gamli siður að búa til lundabagga úr Tistlinum; í þess stað hefir ristlin- iim verið fleygt. Nú er óheyrileg dýrtíð að verða á. öllum mat og ]>að því skylda hverrar húsmóður að hagnýta alt matarkyns sem best má verða. Læt jeg hjer með fylgja leiðbein- ingar um tilbúning lundabagga, handa yngri konum, sem ekki eru vanar að notfæra sjer ristilinn. Best er að rekja ristilinn með- an hann er volgur og láta tolla við hann það sem vill af garn- mörnum. Ristillinn er ristur með litlum, oddmjóum, beittum hníf; rist er aðeins 30—40 cm. í einu, það skaf ið svo vel sem unt er, þar til alt slím og óhreinindi hafa náðst úr honum. Gæta verður þess vandlega, að engin óhreinindi fari utan á rist- ilinn. Vissast er að þvo ristilinn úr köldu vatni. Innan í ristilinn eru notaðar lundirnar eða hjartað; sjeu hjört- un notuð, eru þau skorin í 4 parta, sem þó hanga saman, þveg- in vel úr köldu vatni og þerruð. f stað hjartans má notast við lundírnar og eru þær þá þvegnar og skafnar mjög vandlega. Best er að þindin sje sem stærst, hún er þvegin og gatið saumað saman; feitari endann á ristlinum skal leggja saman nokkr um sinnum og hafa lengdina eins og lundabagginn á að vera, og fer það eftir því hvað þinöin er stór; þá er hjartað lagt ofan á og stráð yfir 1 teskeið af salti. Ristillinn aftur lagður ofan á nokkrum sinnum, síðan er því sem eftir verður af ristlinum vafið þjett utan um og seinast. þindin saumuð þjett utan um baggann. Sje hjartað stórt, er nægilegt að Lafa það hálft í hvern iujjfla- bagga. Lundabaggarnir eru soðnir strax í saltvatni í 1—2 klukku- stundir; fer það eftir af hve gömln slátrið er (mega ekki springa). Síðan kældir á trje- bretti og loks geymdir í súr með sviðunum. Lundabagga má geyma hráa í saltpækli og sjóða þá þeg- ar á að nota þá. Einnig má reykja þá. Lundabaggar eru borðaðir sem álegg með brauði. Að súrsa blóðmör og lifrar- pylsu. síðasta blaði skrifaði jeg um tilbúning á blóðmör og lifr- arpylsu, en ekki geymslu þess. Hjer eru nokkrar leiðbeiningar því viðvíkjandi. Þegar slátrið (Hfrarpylsan og blóðmörinn) er orðið vel kalt, er því raðað ofan í vatnshelt ílát, vel hreint. Svo er helt á sýru og vatni. Jeg tel mun betra að hafa töluvert af sýru saman við vatn- ið, það verður þá betri súrinn í slátrinu (en komast má áf með vatn eingöngu). Fljóta verður vel yfir slátrið og eftir nokkra daga verður venjulega að bæta á það, því slátrið drekkur mikið í sig. Sje um mörg ílát að ræða, er rjett að bræða yfir það ílát, sem á að geymast lengst. Einu sinni í viku verður að þvo barma ílátsins og sje nokkur skán á efsta laginu, verður að taka hana í burtu. Geyma verður sláturílát á köld- um stað, en þó ekki þar sem frýs. Að súrsa svið. Sviða- og fótasultunni er raðað ofan í ílát, sem er vel hreint' og vatnsþjett; á það er sett eintóm sýra, svo vel fljóti yfir. Lundabaggi og lunga er geymt i sama íláti og svið. Helga Sigurðardóttir. Gulrófur í skyri Eftirfarandi er tekið sam- kvæmt nýútkominni bók Helgu Sigurðardóttur, Græn- meti og ber alt árið. Gulrófur. Næringargildi í 100 gr.; 41 hitastig, 80 mg. kalk, 30 mg. fosfór, 3 mg. járn. Töluvert af A- og B-vitaminum, en þó langmest af C-vitamini. Gulrófurnar eru þroskaðar í júlí—sept. og það má geyma þær eins og kartöflur alt árið, í góðri geymslu. Góð gulrófa er meðal- stór, sljett og hörð. Gulrófur í skyri. Skyr er gómsætara, sje sykur í því, en þar eð sykur er mjög dýr og auk þess takmaxkaður á yfir- standandi st.yrjaldartímum, verð- ur að láta sjer nægja eitthvað í hans stað. Mikið sætubragð er af nýjum og góðum rófum, og eru þær því mikill bragðbætir í ósætu skyri. Þar að auki gera gulróf- urnar skyrið auðmeltanlegra. Rófurnar eru hreinsaðar og flysjaðar, rifnar á grænmetis- járni, rjett áður en borðað er, og látnar í skál. Skyrið er hrært, betra er að hafa það frekar þunt, látið í aðra skál, og best er að bera þáð þannig fram. Getur þá hver sett rófu eftir sínum smekk Rjómi eða mjólk er borið með. Gulrdíuskyr er mjög holt að neyta í fyrstu máltíð dagsins. I staðinn fyrir gulrófur má borða með skyri spínat, grænkál, salat, njóla, hundasúru eða fíflablöð, en er sjerstaklega holt og gott með skarf akálsbl öðum. Húsráð - - - • Svitabönd á karlmannshöttum eru endurnýjuð með því að sauma samskonar band úr flóneli. Hatt- arnir fjúka þá síður af. ★ Slysarifur á áberandi stöðum er hægt að gera við með hári og verður þá viðgerðin nærri ósýni- leg. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIr ð baða sig hefir altaf verið stór þáttur í lífi manna, löngu áður en gömlu Rómverjarn- ir ljetu sjer svo ant um það. En þá voru hafðar margskonar að- ferðir, jafnvel að fremja sjálfs- morð í baðkeri, með því að láta sjer blæða út. En það kemur nú ekki þessu máli við. Nú á dögum eru böðin að verða útbreiddari og flóknari en áður var, vegna þess að nú er meiri vissa fyrir, hvað holt er fyrir húðina. Baðkör í heimahúsum eru orð- in þó nokkuð algeng og þar með er fengið tækifæri til að gera til- breytingu á hinum venjulega sápu þvotti. ★ Það er alþekt, að það er hollara og meira hressandi að baða sig úr sjó en venjulegu lindarvatni. Til þess að ekki þurfi að hlaupa suð- ur í sjó á hverjum degi til þess að veita sjer þessa hressingu, má kaupa s^er mjög gróft salt og setja í baðið. Það er ekki tekið neitt fram um, hvað saltskamtur- inn eigi að vera stór, það fer alt eftir smeklc einstaklingsins. ★ Englendingar mæla með sinn- epsbaði gegn kvefi. En það er ekki til gagns og frekar til skaða ef ekki er farið á höfuðið í rúm- ið strax á eftir. Vatnið á að vera eins heitt og frekast er hægt að þola við í því og ein lítil dós af sinnepsdufti er sett út í. í baðinu er legið í 10 mínútur. Um leið og farið er upp úr, á að vefja sig inn í ullarteppi og fara undir sængina. Ef alt gengur að óskum, á kvefið að vera horfið næsta morgun. Eucalyptusbað á að hafa samskonar áhrif. Lítið glas af eu- calyptusolíu á að nægja í tvö böð. Eftir að hafa verið nokkrar mín- útur í baðinu, er eins og húðin sje stungin með títuprjónum og þegar niður í rúmið er komið, perlar svitinn af manni í stríðum straumum og tekur kvefið með sjer. Heitt kjötseyði á eftir er ekki til þess að draga úr árangr- inum, heldur þvert á móti. ★ Froðubað er það sem maður segir hreinasti lúxus, en eykur vellíðan. Heill pakki af sápuspón- um er settur í vatnið og vatnið svo þeytt. Þegar vatnið er orðið að einn froðuhafi, fer maður of- an í og nýtur mjúkleikans í nokkrar mínútur og lætur sig dreyma um englavængi og gullin ský. Svona bað hreinsar vel og nauðsynlegt er að fá sjer kalda steypu á eftir og þurka sjer vel á eftir með grófu handklæði. 4r Frakkar nota stundum bað með alkoholi, en það er nú ekki tíma- bært að minnast á það og ekki heldur svo ýkja ódýrt. í stað þess má nota Eau de Cologne, eti llllllimilllllllllllllllllllllltlllllllllllllllll ekki er það ódýrara, enda eru þessi orð aðeins til að minna á, að bað þetta sje notað. ★ Síðasta tegund af baði, sem jeg vil minnast á, er kamillute-bað. Það bað hefir eiginlega það hlut- verk að róa æstar taugar og jafn- vel hafa svæfandi áhrif fyrir þá, sem þjást af svefnleysi. 200 gr. af kamillute er látið í poka, saum aðan úr gazbindi og lagt í bað- kerið meðan vatnið rennur í það. I baðinu nuddar maður húðina með þessiim poka. Ef alt á að vera samkvæmt fyrirsögninni, eigið þjer þegar upp úr þessu baði kemur, að vera alveg yndis- lcga syfjuð. ★ Nú er spurningin: Hvaða bað á jeg að velja mjer? Ef þjer eruð í vandræðum, skuluð þjer reyna þau öll og dæma svo um á eftir, hvað best er. Húsráð .... Það er hægt að hreinsa fílt- liatta með því að blanda salmiak- spíritus til' helminga með volgu vatni, væta ljereftstusku upp úr blöndunni og strjúka hattinn með henni. Hatturinn er altaf strokinn í sömu átt. ★ Blúndur eru stroknar með því að leggja silkipappír ofan á. ★ Pique-efni er strokið á röng- unni. JlllllllllllllllllllllllllllllliinillllllliUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIM- I HaustklæðnaðuriRR I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.