Morgunblaðið - 03.10.1940, Side 5

Morgunblaðið - 03.10.1940, Side 5
T'imtudagur 3. október 1940. CO' Útgöf.: H.f. Arvakur, Beykjaylk. Rltatjðrar: Jðn KJartanaeon, Valtýr Stefánason (ábyrgOarm.). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltatjðrn, auglýaingar og afgrelOala: Austurstrœtl 8. — Sfrnl 1#€0. Áakriftargjald: kr. 8,50 á mánuBl innanlands, kr. 1,00 utanlanda. 1 ktusasölu: 20 aura eintakið, 25 aura metj Leabðk. Hvað ætla þeir? HVAÐ ætla valdhafarnir að gera í skattamálunum ? Enn TÍkir sama aðgerðarleysið. Ekkert bólar á því, að endurskoðuti skattalöggjafarinnar standi fyrir •dyrum. Þetta mál horfir nú þannig við: Ef ríkisstjórnin leggur ekki fyrir cnæsta þíng frumvarp um rjettláta skatta- og útsvarslöggjöf og trygg 3r því framgang á þinginu, hlýt- )ur krafan að verða sú, að allar vmdanþágur og ívilnanir í skatt- og útsvarsgreiðslu, sem nú gilda, verði burtu feldar og að- allir jþegnar þjóðfjelagsins lúti sömu ;ákvæða og reglna á þessu sviði, hversu vitlaus sem þau ákvæði • eða reglur eru. Það er ekki hægt til lengdar •að búa við þann órjett, sem nú .ríkir. Fjölmennar stjettir njóta skatt- og útsvarsfrelsis að meira Æ0a minna leyti og einmitt þær •stjeltirnar, sem besta hafa haft afkomuna, síðan stríðið braust út. Aðrar stjettir þjóðfjelagsins, sem -engan stríðsgróða hafa haft, en rfengið á sínar herðar alla erfið- leika, sem stríðinu eru samfara, verða að sætta sig við að bera byrðarnar, sem hin rangláta ■skatta- og útsvarslöggjöf leggur jþeim á herðar. Svona getur þetta ekki gengið. Ef valdhafarnir fást ekki til að •endurskoða skatta- og útsvarslög- gjöfina og sníða af henni stærstu gallana, þá verður ekki unt að standa gegn þeirri kröfu, sem þegar er orðin hávær, að hurtu verði feldar allar þær undanþág- ur og ívilnanir, sem nú gilda. En þetta gæti vitanlega haft alvar- legar afleiðingar fyrir togaraút- gerðina og því væri hin leiðin vit- urlegri, að fá strax rjettláta lög • gjöf, sem nái til allra þegna lands- íns. Til þess að menn sjái hvernig skattalöggjöfin er nú í fr.am- kvæmdinni, skal hjer nefnt dæmi. Fyrirtæki eitt hjer í bænum hafði árið 1939 nettotekjuafgang kr. 76.667.49, sem gefinn var upp til skatts. Fyrirtækinu var á þessu ári gert að greiða í skatt og út- svar kr. 96.042.64, eða kr. 19.375.15 meira en allar nettotekjurnar. Slík skattalög er dauðadómur á alt framtak í landinu. Eftir langt og mikið stimabrak tókst fyrii^ tækinu að bjarga tilveru sinni með því að leggja 75 þús. af tekjuafganginum í varasjóð og gat þá sloppið við að greiða rúm- ar 20 þús. ltr. í skatt og útsvar. En þetta dæmi sýnir hvernig færi fyrir togarafjelögunum, ef ívilnun þeirra yrði burtu feld, án þess að neitt kæmi í staðinn. Þess vegna verða valdhafarnir nú þegar að endurskoða skatta- og útsvarslögin og gera þau þannig úr garði, að skattabyrðin sje mönnum viðráðanleg. X Hvað kennir reynslan - hvers krefst framtíðin? f nnan skams eru liðin 22 ár síðan þjóðin heimti aftur sjálfsforræði sitt. Hún hafði, eftir að hin pólitíska endurreisnarbarátta hófst, kept ;að >hví marki með þrautseigju um nærfelt ald- ar skeið. Þegar þjóðin hjelt 20 ára full- veldisafmæli sitt gat engan órað fyrir því, að |>eir atburðir, sem síðan hafa gerst, ættu eftir að gerast, hvað þá heldur að þeirra væri svo skamt að bíða. TJndanfarin 10 ár hefir verið mjög ótrygt um að litast í heim- inum, bæði á vetvangi heims- stjórnmálanna og heimsviðskift- anna. Heimskreppa viðskiftalífsins helt velli alt þetta tímabil, þótt allar þjóðir hefðu sagt henni stríð á hendur og berðust gegn henni hver í sínu föðurlandi með öllum þeim meðulum, sem tækni og vís- indi hins nýja tíma hafa yfir að ráða. Svo braust styrjöld milli stórvelda Evrópu, út fyrir ári síð- an. Ríki sem voru í tölu stór- velda hafa gjörsanrlega verið þurkuð út, fjöldi annara ríkja hafa verið hernumin af styrjaldar- aðilunum og önnur ríki álfunnar eru að meira eða rninna leyti flækt inn í þennan hildarleik, án þess þau fái rönd við reist eða sjeu frjáls og; sjálfráð gjörða sinna. Framtíðin er óráðin gáta. Óvissan, sem ríkir nú, er meiri eu nokkru sinni fyr. ★ Um leið og þjóðin sótti fram á frelsisbraut sinni kepti hún að endurreisn atvinnulífsins, sem ver- ið hafði í hinni#dýpstu niðurlæg- ingu, og varð mikið ágengt. Eftir að takmarkinu var náð, og full- veldið endurheimt, var þeirri við- leitni haldið áfram, Afleiðingar heimsstyrjaldarinnar og áföll síð- ustu 10 ára höfðu þó lagt atvinnu- lífinu stærri hindranir í götu en svo, að um yrði þokað, með þeim aðferðum, er beitt hefir verið. Hagur þess fór þverrandi. Þing og ríkisstjórn reyndist ekki þeim vanda vaxin að leiða þjóðina út úr ógöngunum, Landbúnaðurinn og bátaútvegurinn var tekinn til gkuldaskila. Sömuleiðis fjölmörg sveitarf jelög og flest bæjarfjelög á landinu nema Reykjavík. Mikiil hluti stórútgerðarinnar var kom- in að algjörðu gjaldþroti. Sveit- irnar lieldu áfram að eyðast og atvinnuleysi og örbirgð svarf að fjölda manna í bæjunum. Fram- færslubyrðin jókst hröðum skrei- um og álögurnar til opinberra þarfa að sama skapi. Ríkisstjórn- in fekk að síðústu við ekkert ráð- ið og varð að leita til andstöðu- flokks síns, sem^mjög lítil áhrif hafði haft á stjórnarstefnuna um meir en tíu ára skeið, um myndun þjóðstjórnar, ef takast mætti að forða þjóðinni frá fjárhagslegri glötun og ríkinu frá algjörðu hruni. Þetta var hin dapurlega mynd þjóðarhagsins þegar fyrsta aldar- fimtungsskeiðið eftir endurheimtu fullveldisins var runnið á endu. Eftir dr. Björn Björnsson Hinar björtu vonir um giftu og glæstan þjóðarhag, sem fylgja myndi í fótspor fullveldisins, höfðu á sorglegan hátt brugðisf. Þótt þjóðin hafi orðið fyrir miklum utanaðkomandi áföllum og óviðráðanlegum skakkaföllutn á undanförnum árum, eru þau þó smámunir hjá þeim ógnum af því tagi og öðru verra, sem oft hafa dunið yfir landslýðinn áður. Bor- ið saman við allar þær hörmung- ar má segja að þjóðin hafi baðað í rósum. Fáir eða engir hafa liðið neyð, sem nokkuð er á borð við þær þrengingar, sem áður hafa þekst, og fjölmargir hafa lifað við betri kjör og meiri lífsþæg- indi en fyrrum voru dæmi til 'á þessu landi. Þó var efnahagsaf- komu þjóðarinnar og fjárhag rík- isins teflt svo á tæpustu nöf, að'ar gerðir manna að meira ekkert blasti við nema hyldýpi eyðileggingarinnar. Hið dýra frelsi þjóðarinnar og sjálfstæði landsins var í augljósum, yfirvoí- andi voða. ★ Mun sú kynslóð, sem þannig hefir ávaxtað arfinn, frelsið, geta rjettlætt sig frammi fyrir dóm- stóli sögunnarf Getur hún með fullum rjetti staðhæftj að hún hafi í engu brugðist skyldu sinni gagnvart föðurlandinu og framtíð 'þjóðarinnar, og hún eigi enga sök á því að þannig hafi farið ? Or- sakirnar sjeu óviðráðanleg, utan- aðkomandi öfl. En er sú þjóð ekki dæmd til glötunar, sem ber fyrir sig slík rök. Er nokkurt það afl til, sem bugað getur hinn sterk- asta vilja, sameinaðan vilja hei\I- ar þjóðar? Dýrmætasta eign hverrar þjóð- ar er frelsið. Sú þjóð, sem fyrir handvömm hefir glatað sjálfstæði sínu, og um margar aldir hefir orðið að búa við hina dýpstu nið- urlægingu erlendrar ánauðar, er loks var hrundið eftir langa og harða baráttu, ætti að kunna að meta frelsið, og stofna því ekki aftur í voða með skammsýni, ljett- úð og hóglífi. Eftir að íslenska þjóðin hafði búið við fult sjálfsforræði í tvo áratugi, var hún aftur komin að því að glata fjárhagslegu sjálf- stæði sínu og frelsi. Hún flaut sofandi að feigðarósi, og átti sjer engrar bjargar von, nema tekist hefði að breyta algerlega um Stefnu frá því, sem horft hafði undanfarin ár. Þjóðin þurfti að taka á sig þungar byrðar sjálfs- afneitunar og fórna. Þótt breytt hafi verið til um æðstu stjórn landsins hefir eng- in slík stefnubreyting orðið, en hún er það eina sem virkilega getur bjargað þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem bún hefir ratað í. Ilin hatrama flokka-, stjetta- og einstaklingshyggja, sem ráðið hef- ir lögum og lofum á þessu landi að undanförnu, blómgast áfram við betri lífsskilyrði en jafnvel nokkru sinni fyr. ^tjettirnar reyna hver út af fyrir sig eftir fremsta megni að skara eld að sinni köku, og með, allskonar ráð- stöfunum að tryggja sína sjer- hagsmuni. Hver stjett kapplðostar að bæta sín eigin kjör, þótt það sje vísvitandi gert á kostnað ann- ara stjetta og á kostnað heildar- innar. Ilið eðlilega jafnvægi rask ast. Hin þrotlausa hagsmunatog- streita hefnir sín hinsvegar fyr eða síðar. Hún leiðir til ófarnaðar fyrir heildina. Ilagsmunir stjett- anna eru algerlega gagnkvæmir. ★ Sterkasta driffjöðrin í öllum mannlegum athöfnum er eigin- girnin. Hún er samgróin eðli mannsins og fylgir honum frá vöggu til grafar. Hún mótar all- eða minna leyti, beint eða óbeint. Al- ment er eigingirnin skoðuð sem löstur. En hún er það í raun og veru ekki fremur en lífsþráin sjálf, þrá mannsins til að lifa. Þessi hneigð mannsins er og ekki frekar tilviljun en tilvera ’hans, og það er hún fremur en ef til vill nokkuð annað, sem fleytt hef- ir mannkyninu fram á sigurbraut, þess. En í mannheimum er skarnt öfganna á milli. Hinn stærsti sig- ur getur snögglega breyst í ósigur. í raun og sannleika er enginn hlutur í eðli sínu skaðlegur eða gagnlegur, heldur verða þeir það eftir því, hvernig með þá er farið. Eggjárnið í sínum mörgu mynd- um er eitthvert þarfasta tæki mannsins, en getur jafnframt ver- ið mannskætt vopn, sje því þannig beitt. Banvænt eitur má hinsveg- ar nota sem undursamlegt læknis- lyf. Þannig er því og varið með eigingirnina. Hún getur verið og er hættuleg og skaðleg, beinist hún inn á rangar brautir. Á sama. hátt getur hún orðið nytsamuc aflvaki og lyftistöng til hverskon- ar framfara og hagsældar, sje henni stefnt að rjettu marki. Hin smámunalega eiginhags- munahneigð þarf að breytast í stórlátan, óeigingjarnan þjóðar- metnað. Einstaklingarnir, stjett- irnar og hverskonar sjerhagsmuna eindir þurfa, af fúsum vilja og með glöðu geði, að láta hagsmuni heildarinnar sitja í fyrirrúmi fyr- ir sjerhagsmunum sínum. Líf ein- staklingsins er skamt, en þjóðar- innar langt. Þjóðin verður að, lifa og frelsi fósturjarðartnnar að_ við- halda hvað sem það kostar. Líf og líðan einstaklingsins er í því sambandi aukaatriði. Hvers virði væri lífið oss íslendingum, ef vjer glötuðum frelsi voru, eða þjóð- erni vort og tunga liði undir lok? Á öllum öldum hefir það þótt sjálfsögð borgaraleg skylda, að þeir, sem færir eru um að verja fósturjörðina með vopni í hönd, fórnuðu lífi sínu fyrir þ'jóðina á hættustund, ef nauðsyn krefði. ís- lenska þjóðin hefir aldrei þurft á þann hátt að fórna blóði sona sinna. Eigi að síður myndi hörm- ungar þær, er dunið hafa yfir landið fyr á öldum, hafa riðið þjóðinni að fullu ef alþýða manna hefði ekki sýnt óendanlega mikla sjálfsafneitun og fórnarlund í bar- áttu sinni við hin óblíðu örlög. Sú saga er skráð feiknstöfum þjáninga og hörmunga þjóðar, sem varð að heyja þrotlausa baráttu við erlend kúgunaröfl í eigin föð- urlandi, kúgunaröfl, sem skamm- sýnir forystumenn hennar höfðu leitt inn í landið, forystumenn, sem sáu ekki út yfir hið þrönga svið eiginhagsmuna og fánýtra valdadrauma. Frelsi landsins var fórnað á altari hinnar auðvirði- legu eiginhagsmunahneigðar. Það er sagt að sagan endurtaki sig, og reynslan virðist enn stað- festa þá staðhæfingu. Mennirnir eru ófullkomnir. Þeim gengur erf- iðlega að læra af reynslunni. Þótt vítin ættu að vera næg viðvörtm, hættir mönnum til að skella skolla- eyrunum við hinni aðvarandi rödd sögunnar og falla í sömu villuna og fyrirrennararnir, þegar þeim hefir orðið tilfinnanlegast fóta- skortur. — Hjer er ekki tilætlun- in að telja upp allar þær yfir- sjónir, sem sú kynslóð, er farið hefir með völdin í landinu og mestu ráðið um stefnu þjóðarinn- ar á undanförnum árum, hefir gert sig seka um. — Sagan mun kveða upp sinn dóm. — Það er engin ástæða til að ætla, að hún bæti ráð sitt. Æskan verður því að taka höndum saman og afstýra hættunni sem framundan er, ef hún á að verða umflúin. Hinir óvæntu atburðir, sem nú hafa gerst, ættu að vera henni ný hvöt til að vera vel á verði. Hún þarf að herða hug sinn, vit og vilja í glóð fórnareldsins, klæðast brynju sjálfsafneitunar, hþfsemi og skyldurækni, taka sjer í hönd sverð sannleikans, drengskaparins og hins óbilandi kjarks, sem ekk- ert hræðist. Þá er framtíð lands- ins og frelsi þjóðarinnar borgið. Hljóðfæraleikarar legoia niður vinnu á Hótel Islanú Undanfarið hafa farið fram samningsumleitanir milli Fjelags ísl. hljóðfæraleikara og hótelanna í bænum um kaup og kjör hljóðfæraleikara. Krefjast hljóðfæraleikararnir dýrtíðar- uppbótar á laun sín frá 1. júní s. I.. Samningar voru undirritað- ir *milli F.Í.H. annarsvegar og Hótel Börgar og Oddfellow- hússins hinsvegar og gengu þau að kröfunum, en ^Jótel Island hefir ekki gengið að þeim enn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.