Morgunblaðið - 10.10.1940, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 10. okt. 1940.
h - ‘ --- ,
f fregn frá London í nótt
var skýrt frá því, að þar
væri heiðskír himinn og glaða
tunglskin, og að þýsku flug-
vjelarnar hefðu komið þangað
í gærkvöldi fyr en þær hafa
gert nokkru sinni áður. Flug-
vjelarnar komu í smáhópum
og fóru í mikilli hæð og vörp
uðu þegar í stað út svifljós-
um.
Loftvarnabyssurnar hófu
þegar skothríð og mynduðu
vegg umhverfis borgina, en
sumar skutu á svifblysin.
í fregninni segir að 9 svif-
ljós af 11 hafi verið eyðilögð
á skömmum tíma.
Sprengjum hafði verið varp
að á mið-borgina, m. a. á
fræga götu í borginni.
Allmargir eldar höfðu kom-
ið upp, en slökkviliðið var
sagt hafa náð valdi á þeim.
Hefnd Þjóð-
verja 360:10
Deutsches Nachrichtenbúro
skýrði frá því í gær, að
þýskar flugvjelar hefðu síðustu
24 klst. varpað niður 360 smálest-
um af sprengjum yfir England í
hefndarskyni fyrir 10 smá-
lestimar, sem Bretar vörpuðu yf-
ir Berlín á mánudagskvöld.
í Reutersfregn er skýrt frá því,
að þýsku flugvjelarnar hafi í
fyrradag og fyrrinótt varpað
sprengjum á um 100 staði í Eng-
landi. Helmingurinn af þessum
stöðum er sagður hafa verið í ná-
grenni Lundúna.
í fregnum frá Þýskalandi er
vitnað í blöð hlutlausra þjóða,
i sem herma að loftárásirnar á Lon-
don síðasta sólarhringinn hafi
verið hinar mestu frá því að stríð-
- ið hófst. Þjóðverjar segjast háfa
hæft orkuver í borginni og eina
af aðal-járnbrautarstöðvunum þar.
Loftvarnamerkið í London í
v fynrinótt stóð í 11 y2 kist.
f tilkynningu breska flugmála-
ráðuneytisins segir/að þýski flug-
herinn hafi gert 6 atrennur á Eng-
land í gær, en aðeins fáum flug-
vjelum hafi tekist að komast til
London.
Fjórar þýskar flugvjelar voru
skotnar niður í gær og 1 bresk,
að því er breska flugmálaráðu-
neytið tilkjmnir.
Bretar gerðu í fyrrinótt árás
á Bremen, Wilhelmshafen (þar
sem varpað var niður 15 smál.
af sprengjum), Essen, Hanau,
Fokker-verksmiðjurnar í Amster-
• dam og innrásarborgirnar við
Ermarsund.
Bretar kyrsetja
tvo Norðmenn
T7 ulltrúar tveggja stórra
*- norskra skipafjelaga voru
kyrsettir af Bretum í Bermuda-
eyjum, er þeir voru á leiðinni
vestur um haf með amersíkum
flugbát í gær.
Yfirvöldin á Bermudaeyjum
sögðu að nærveru Norðmann-
anna væri þörf.
Bandaríkftn í sftríÖft ftnnan liálls mánaðar? „Neft, engftnn getur
wfttað um það með wissuw, segir flolamálarátðlierraun
Japanar gera engar bein-
ar gagnráðstafanir
Michael, hinn ungi konungur
Rúmena og Helena móðir hans.
Stjðrnmálasambandi
Breta 09 Riímena
slitið „þð og þegar“
TFv að er nú talið víst að 3tjóm
* málasambandi verði slitið
milli Breta og Rúmena þá og
þegar.
Sendiherra Breta í Bukarest
átti í gær tal við Antonescu,
forsætisráðherra Rúmena og
krafðist upplýsinga um það,
hvort það væri rjett, að þýskt
herlið væri í Rúmeníu. En við-
ræðufundur þessi er sagður
hafa orðið algerlega neikvæð-
ur.
Litlar fregnir hefir verið
hægt að fá frá bresku stjórn-
inni urn hið raunverulega á-
stand í Rúmeníu og er sú skýr-
ing gefin á því, að skýrslur, sem
breski sendiherrann í Búkarest
hefir sent tif stjórnarinnar hafa
aldrei kotnið fram.
í Reutersfregn segir, að 12
skeyti, sem sendiherrann hefir
sent, sum þeirra á dulmáli, hafi
aldrei komið til London.
En enginn vafi er hinsvegar
talinn á því, að þýskt herlið
sje komið til Rúmeníu, þótt
fregnirnar um það kunni að
hafa verið eitthvað orðum
auknar. Því er þó haldið fram
af hálfu þess opinbera í Buda-
pest, að ekkert þýskt herlið
hafi farið yfir Ungverjaland til
Rúmeníu.
. I tyrkneskum blöðum er ekki
talinn nokkur vafi á því, að
markmiðið með því, að senda
herlið til Rúmeníu sje að færa
út áhrif öxulríkjanna suð-austur
á bóginn í Evrópu og Litlu-
Asíu.
Blaðið „Ulys“ segir, að ofan
á hin viðskiftalegu ítök Þjóð-
verja í Rúmeníu komi nú hern-
aðarítök.
í fregn frá Kairo er það haft
eftir áreiðanlegum heimildum
að eitt höfuðumræðuefni Hitl-
ers og Mussölinis á Brenner-
skarðsfundinum, hafi verið suð-
austur-Evrópa og Litla Asía.
Molotoii' situr veislu
lijá japanska sendi-
herranum
FULLTRÚI utanríkismálaráðuneytisins í Japan
skýrði frá því í gær, að Japanar hefðu ekki
í hyggju að gera neinar beinar gagnráðstafan-
ir vegnn þeirrar ákvörðunar Breta að opna Burmaveginn.
Þvert ofan í fyrri skrif sín, halda japönsk blöð því
fram nú, að opnun vegarins hafi enga stórfelda þýðingu,
þar sem ekki geti nema lítið farið af hergögnum um veg-
inn, og auk þess hafi Japanar í hendi sjer að eyðileggja
hann með flugvjelasprengjum.
Blöðin segja að það sje ekki nauðsynlegt að eyðileggja
veginn í Burma, heldur sje hægt að gera það innan kínversku
landamæranna.
Ástæðan til þess að Japanar hafa sótt það svó fast undan-
farið að ná Indo-Kína á sitt vald, er nú sögð vera sú, að þeir
hafi viljað fá þar flugvelli til þess að gera þaðan árás á Burma-
brautina. 1 Berlín er á það bent, að Japanar hafi gert sjer Ijóst
þegar þeir undirskrifuðu þríveldasáttmálann, að af því kynni
að leiða að Burmabrautin yrði opnuð.
EINANGRUN JAPANA.
Japönsk blöð telja síðustu atburðina hafa leitt það
í ljós, að Bretar og Bandaríkjamenn sjeu að reyna að
einangra Japan á sama hátt og Bretar og Frakkar
reyndu að einangra Þjóðverja í fyrra. Þau rœða líka
um að sterkur áróður sje rekinn í Bandaríkjunum fyrir
þvi, að setja útflutöingsbann á öll hráefni til Japan.
En blöðin halda því fram, að nú eftir að Japan hefir fengið
j nýtt stjómarfar, sje slíkt útflutningsbann þýðingarlaust. Með
itilliti til einangrunarinnar er á það bent, að það sje e. t. v. tím-
anna tákn, að Molotoff, forsætisráðherra Rússa sat í fyrradag
veislu hjá Togo, sendiherra Japana í Moskva, sem nú er á förum
; þaðan, en þetta er í fyrsta skifti sem Molotoff þiggur heimboð
hjá japanska sendiherranum í Moskva.
Hreyfing
á ftalska hernum
I Egyptalandi
Hreyfingar varð vart á ít-
alska hernum í Egyftalandi
fyrir austan Sidi Barani í fyrra-
dag, í fyrsta skiftið frá því a'ð
ítalir stöðvuðu sókn sína á þess-
um slóðum í síðastliðnum mánuði,
segir í fregn frá Kairo.
ftölsk vjelahersveit, sem hefir
bækistöð um 70 km. fyrir Súnnan
Sidi Barani, sótti fram nokkurn
spöl, en sneri aftur til bækistöðv-
ar sinnar um kvöldið.
í fregn frá Kairo segir, að ítál-
ir haldi áfram að búa um sig hjá
Sidi Barani og að ítalskir verk-
fræðingar sjeu önnum kafnir við
að gera sæmilegan veg þangað
frá landamærum Libyu.
Churchill kosinn
formaður íhalds-
flokksins
Mr. Churchill var í gær á
fundi breska íhaldsflokks-
ins kosinn formaður flokksins í
einu hljóði.
Forseti fundarins var Halifax
lávarður og mintist hann bæði
Mr. Chamberlains, fráfarandi for-
manns flokksins og Mr. Churchills.
Hann gat nm friðarstarf Mr.
Chamberlains og sagði að sagn-
fræðingar síðari tíma myndu að
líkindum leggja greinahetri dóm
á þetta starf, heldur en stundum
hefði orðið vart af hálfu samtíð-
armannanna.
Um Churchill sagði Halifax lá-
varður, að hann æfcti í ríkara
mæli þá „eiginleika höfuðs og
hjartá“, sem mestu ráða um að
skapa sannan foringja.
í ræðu, sem Mr. Churchill
flutti, sagði hann, að bresku þjóð-
inni hefði einni allra þjóða tek-
ist að samræma heimsveldi og
frelsi, lýðræði og erfðávenjur.
Bretar hefðu sýnt lífsmátt fram-
sækins lýðræðisríkis.
Hann sagði, að Bretar hefðu
sýnt, hve ósigranlegt hugarþrek
sameinaðrar þjóðar mætti sín
mikils.
Hið „nýja skipulag"
Evrópu
Ricardi, verslunarmálaráðh.
Itala er nú staddur í Ber-
lín og hefir átt viðræður við
Funk, verslunarmálaráðherra
Þjóðverja um hið „nýja skipu-
lag“ í Evrópu.
Flugvjetatjón
ÞjóQverja
Breska flugmálaráðuneytið hef-
ir brugðið út af venju sinni
(segir í fregn frá London) og
mótmælt staðhæfingu þýsku her-
stjórnarinnar um flugvjelatjón
Þjóðverja.
Herstjórnin tilkynti í gær, að
3 þýskar flugvjelar hefðu verið
skotnar niður í fyrradag,
en breska flugmálaráðuneytið
k
heldur því fram, að 8 hafi verið
skotnar niður, og birtir nákvæma
frásögn um hvernig 6 þeirra voru
eyðilagðar. Tvær voru skotnar
niður yfir sjó.
En um sex flugvjelarnar skýrir
flugmálaráðumeytið frá, hvar þær
voru skótnar niður, hvaða ein-
kennismerki voru á þeim, og
nöfn áhafnarinnar á þeim.
Flugmálaráðuneytið segir, að
upplýsingar eins og þessar geti
hjálpað þýsku herstjórninni, og
þessvegna sjeu þær venjulega
ekki birtar, þótt brngðið hafi ver-
ið út af venju að þessu sinni.
Bandaríkjablöðin halda á-
fram að telja horfurnar ófrið-
legar. „New York Times“ sagði
í gær, að afleiðingin af opnun
Burmabrautarinnar gæti orðið,
sú að Evrópustyrjöldin' og Asíu-
styrjöldin bræddust saman. —
Blaðið telur opnun Burmabraut-
arinnar sögulegan átburð og
segir, að Bandaríkin eigi ef til
vill einnig eftir að taka sögu-
lega ákvörðun innan skams.
„ENGINN VEIT
MEÐ VISSSU“
Knox, flotamálaráðh. Banda-
ríkjanna, var spurður að því í
gær, hvort hann væri á sömu
skoðun og eitt af Ameríkublöð-
unum, sem látið hefir svo um
mælt, að Bandaríkin muni
vera komin í styrjöld innan
hálfs mánaðar. „Nei“, svaraði
Knox, „enginn getur vitað neitt
um það með vissu“.
Knox tilkynti, að 4200 sjó-
liðar úr varaliðinu væru nú í
Kalif-orníu, en þaðan yrðu þeir
fluttir til bækistöðva ameríska
flotans á Kyrrahafi, og þegar
liðsauki þessi væri kominn
þangað, væri flotinn fullbúinn,
eins og á styrjaldartímum
Amerísk hlöð eru yfirleitt sam-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.