Morgunblaðið - 10.10.1940, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 10.10.1940, Qupperneq 5
Fhntudagur 10. okt. 1940, i JfftorgtmWaWfc Útget.: H.f. Árv&kur, Reykjulk, Rltatjðrar: J6n Kjartamaon, Valtýr Stefámaon (ltiyrKtJarm.>. Aiglfalngvr: Árai öla. Rltatjðrn, anglýalngar oc af*r«10»l»: Austurstræti 8. — SlMl 1(88. ÁskrifUrgjnU: kr. 8,60 A ssAaukl innanlands, kr. 4,00 utanlands. f lauaasðlu: 20 aura etntakK, 26 aura meO LekMk. Hvers vegna stynur Alþýðu- flokkurinn? Kjötverðið Formaður verðlagsnefndanna, er ákveða verðlag á kjöti, mjólk og mjólkurafnrðum, hefir i hjer í blaðinu gert grein fyrir því • sjónarmiði, sem meirihluti nefnda |)essara hefir bygt ákvarðanir sín- -ar á. Frá sjónarmiði bæjarmanna, sneytendanna, er hjer að ýmsu fleyti um ólík mál að jræða. Því 'þó útsöluverð mjólkur hafi hækk- að hjer frá því í fyrra um nál. 50%, þá er það vitað mál, að svo mikið af því verði kemst ekki leið sína til framleiðenda, að margir þeirra eiga mjög erfitt uppdrátt- rt með þá útborgun sem þeir fá. Um kjötverðið er það að segja, að þar mun öllum aðilum, sem í öðrum viðskiftum, reynast meðal- hófið best. Til grundvallar fyrir rökstuðningi sínum um hina miklu verðhækkun, 60—70%, frá verðinu ::í fyrra, hefir formaður Kjötverð- Jagsnefndarinnar lagt mjög víð- tækan tölusamanburð á kaupmætti ■ tímakaupsins alt frá árinu 1914 og ifram á þenna dag. Að lítt athuguðu máli lítur tölu- samanburður þessi þannig út, að Kjötverðlagsnefnd hafi síst farið Mengra í hækkun verðsins, en kaup- hækkun verkamanna síðustu ára- ‘tugi gefur tilefni til. En því fer mjög fjarri, að mál- ið sje svona einfalt. I fyrsta lagi er það augljóst mál, að ef fraifl,- leiðendur, í þessu tilfelli bændur, ætla að láta afurðaverðið fylgja atil hins ítrasta eða fara fram \ir hækkun kaupgjalds í landinu, þá er mjög hætt við, að bændur sitji aldrei lengi að þeim stundarvinn- ing. Því kaupgjald og annað fylgi þá fast í kjölfarið. Frá sjónarmiði verkamannsins iítnr málið þannig út, að hann hefir ekki annað en kaup sitt til ■ að greiða með allar sínar þarfir. Þegar dýrtíð hækkar og verðlag, þá hækkar alt sem hann þarf að greiða með sínu mælda kaupi. En því verður ekki neitað, að sumir útgjaldaliðir bóndans standa ó- haggaðir, svo sem vextir, afborg- • anir o. fl. En ef einskorða á verðlag af- urðanna við það, hve mikið verka- menn gátu keypt af þeim fyrir 'klukkustundar kaup sitt fyrir 10, i20 eða 25 árum síðan, þá væri það sama sem að halda því fram að framleiðendur ættu einir að njóta góðs af verklegum framförum í landinu. Eins og hver bóndi fram- 'leiðir nú meira með minni vinnu «n áður var, eins á hver verka- snaður að geta fengið meira af lífsnauðsynjum, en áður fyrir viímutíma sinn. Þetta eru þær framfarir sem -•að er kept, þar sem hver þjóðf je lagsstjett styður aðra í viðleitn- 'inní fH betri lífsafkoimi. |Kað eru rúm tuttugu ár síðan að nokkrir hug- stórir og vígreifir alþýðu- mentamenn mvnduðu Al- þýðusamband íslands og Al- þýðuflokkinn. Þessir menn voru verkalýðssinnar, en ekki aðeins það, þeir voru einnig sósíalistar. Þeir settu takmarkið hátt. Al- þýðan átti að ná völdum á íslandi; alþýðan skyldi fá góða og batn- andi tíma. Fyrstu árin var flokkurinn lítill, hafði enga tiltrú sem verkalýðs- flokkur og var fyrirlitinn sem sósí- alistaflokkur. . Flokkurinn hafði ekki minstu áfarif á skipan mála ríkis og bæja, því urðu menn ekki í framkvæmd- um varir við hið sósíalistiska öfug- streymi sem nú hefir komið fram vegna afskifta flokksins af opin- berum málum. Það var ekki eins auðvelt fyrir alþýðumenn að fylgj- ast með því sem gerðist og kynna sjer stefnur eins og nú er. Því gat flokkuriun gegn um verka- lýðsbaráttu Alþýðusambandsins náð til sín fleiri og fleiri verka- mönnum, sem vildu leggja sitt til verkalýðsbaráttunnar, þessir verka menn voru sjálfboðaliðar í bar- áttu verkamanna fyrir bættri lífs- afkomu. Þessir verkamenn voru ekki að „státa“ af neinni sósíal- istiskri hugsjón, þeir höfðu engan áhuga fyrir ríkiseinokun á at- vinnulífi og verslun, þeir óskuðu ekki eftir að ríkið ætti allar jarð- eignir á landinu, íbúðarhús, skip eða verksmiðjur eða annað sem til- heyrir einstaklingsframtaki. Þeir óskuðu ekki eftir að einstaklings- frelsið yrði afnumið. Nei, þeir vildu alt annað. — Þeir vildu vinna fyrir sanngjarna þóknun. Þeir vildu aukinn kaupmátt þeirra peninga sem þeir unnu sjer inn, svo þeir gætu keypt nauðsynlegt fæði og klæði fyrir sig og sína. Þeir vildu fá að búa í heilnæm- um og góðum íbúðum. En höfðu síður en svo á móti því, að eiga þær sjálfir. Þeir voru á móti hverskonar spillingu bæði ein- staklinga og þess opinbera, þeir vildu rjettláta skatt- og tolla- löggjöf, þeir vildu afnám bitlinga og sjerrjettinda, þeir vildu rjett- læti, vildu láta eitt yfir alla ganga. En þessir verkamenn, þessir sjálf- boðaliðar í dægurbaráttu verka- lýðsstjettarinnar höfðu engin á- lirif á skipan Alþýðuflokksins. Þar voru það hinir sósíalistisku mentamenn sem höfðu töglin og hagldirnar, sem voru forystumenn. En þessum forystumönnum var fyllilega ljóst hvernig verkamenn- irnir hugsuðu og sögðu því þá: ★ Sjáið þið, góðir verkamenn! Alþýðuflokkurinn hugsar ekki til að framkvæma neinn sósíalisma, þó hann fái ítök í stjórn landsins. Og það gæti jafnvel farið svo þó Alþýðuflokkurinn næði meirihluta við kosningar að hann byrjaði alls ekki á að framkvæma sína sósíal- istisku stefnu. Við erum nefni- lega sósíaldemokratar og viljum koma meginþorra þjóðarinnar í skilning um ágæti okkar stefnu, áður en við framkvæmum hana! En það er annað sem við ætlum að gera fyrir ykkur. Við ætlum að hækka kaupið ykkar, yið ætl- um að auka atvinnuna, við ætlum að minka dýrtíðina, við ætlum að afnema tolla á nauðsynjavörum, við ætlum að sjá um að þið fáið góðar íbúðir, yið ætlum að mynda stóra sjóði og hjálpa ykkur til að eignast jarðir, skip og vprksmiðj- ur, við ætlum að lofa ykkur öll- um að læra það sem þið viljið, við ætlum að fá hverjum einum stöðu og embætti við hans hæfi, við ætlum að útrýma allri fátækt og við ætlum að útrýma öllum veikindum. — Jæja, verkamenn, hvað segið þið við þessu. Er nokkur sem mót- mælir svona stefnuskrá? Nei. Og svo bregður fyrir gleiðgosalegu glotti á ásjónu hinna sósíalistiskn mentamanna. Þeir snúa sjer að „íhaldinu“ og segja hróðugir: Við skulum bara sjá hvernig fer um næstu kosningar. — Og foringjar Alþýðuflokksins skipa merkisbera víðsvegar um landið. Flokkurinn sem hreinn verkalýðsflokkur (til að byrja með) á að ganga undir 1. bekkjar próf alþýðunnar. Það kemur í ljós að mjög fáir hafa trúað hinum fögru loforðum flokksins. Flokkurinn fjell við engan orðstír. Árin líða og flokk- urinn heldur áfram að framleiða fögur loforð. Með nokkurra ára millibili gerir flokkurinn tilrann til að ná 1. bekkjar prófi sem verkalýðsflokkur, en fellur ætíð. Foringjarnir lesa og stúdiera, hugsa og álykta, skamma athafna- menn og brigsla verkamönnum um þroskaleysi, en alt verður ár- angurslaust; flokkurinn nær ekki 1. bekkjar prófi. Þegar flokkurinn hafði á annan áratug gert hverja tilraunina af annari til að ná prófi, án þess að það tækist, skilur mikill hluti með- limanna við hann. Þeir mynda Kommúnistaflokk íslands. Þeir segjast ekki geta beðið eftir því að fólkið skilji stefnuna og tjá sig reiðubúna til að taka völdin með ofbeldi ef einhverjir vilji veita þeim liðsinni. ★ Það eru þrengingar og hrynd- ingar á heimili liinna sósíalistisku foringja alþýðunnar. — Þeir eiga erfitt með að átta sig á því sem er að gerast og því seinheppnir á úrlausnir. — Þeim varð ekki að- eins á að kljúfa „verklýðsflokk- inn“, heldur einnig fagsamtök verkamanna, bæði einstök fjelög og samband þeirra, Alþýðusam- bandið. Kommarnir mynda Verkalýðs- samband Norðurlands, en kratara- ir halda leifum Alþýðusambands- ins. Skapa þar einræði Alþýðu- flokksins, með því að neita með- limum annara flokka um fulltrúa- rjettindi á Alþýðusambandsþing og afskifti af Alþýðusambandinu. Ilvorugur flokksparturinn á nokkru gengi að fagna, hvorki verkamanna nje annara. Dægur- barátta verkamannanna gleymist, vegna togstreitu partanna um hið sósíalistiska hugsjónabrjálæði og kennisetningar dáinna manna. En er líður að kosningum 1934 ranka leifar Alþýðuflokksins dá- lítið við sjer. Þeir komast að því, að gömlu loforðin um paradísina, sem höfðu verið gefin við hátíðleg tækifæri, undan prófgöngu flokks- ins, myndu að miklu leyti vera gleymd. Af fyrri reynslu finst þeim ekki ráðlegt að láta þessi paradísarloforð fara frá sjer í sama formi og áður. Þeir leggja því saman ráð sín og finna úr- lausn: Fjögurra ára áætlun Al- þýðuflokksins. — Ósköp litla bók, sem hafði inni að halda öll þau bestu loforð sem foringjarnir gátu látið sjer detta í hug. Bókinni var útbýtt meðal alþýðumanna. Það var nefnilega svo undur þægi- legt að geta haft hana í vasanum og líta í hana, til að sjá nú hvað Alþýðuflokkurinn vildi gera. Og það var svo sem ekki mikil hætta á því að Alþýðuflokkurinn myndi ekki standa við loforð, sem hann var búinn að gefa út á prenti. Þessi fjögurra ára áætlun hafði nokkur áhrif. Flokkurinn jók at- kvæðamagn sitt og þingmanna- tölu. Reyndar ekki það mikið að hann næði 1. bekkjar prófi al- þýðunnar, en nóg til þess að kom- ast í valdaaðstöðu með hæfnivott- orði frá Framsóknarflokknum. ★ — Stjórn hinna vinnandi stjetta var mynduð og verkamenn biðu vongóðir eftir efndum loforðanna. Og hverjar voru svo efndirnar? Vinna handa öllum, sem vildu vinna. Nei. Afnám eða lækkun tolla á nauð- sýnjavöru. Nei. Rjettlát skattalöggjöf. Nei. Minkun dýrtíðarinnar. Nei. Allir fengu að læra það sem þeir vildu. Nei. Hver fjekk stöðu og embætti eftir því sem hann var best til fallinn.Nei. Mönhum hjálpað til að eignast skip, jarðir eða verksmiðjur. Nei. Fátæktin minkuð eða afnumin. Nei. Hvað er nú þetta? Getur þetta átt sjer stað? Já. Til mikilla vonbrigða fyrir verkamenn fór_ alt á annan veg en loforð stóðu til. Það var hert á á skatta- og tollalöggjöfinni. At- vinnulífið drógst saman og at- vinnuleysið óx. Fátækt og bjargar- skortur seildist lengra og lengra inn á heimili verkamannanna. — Dýrtíðin fór dagvaxandi. Menn voru ofsóttir við nám og störf. Það var gengið fram hjá hæfileik- um manna við stöðu- og embætta- veitingar. Menn urðu að afhenda eignir sínar til að standa skil á sköttum og skyldum þess opin- bera. Siðferðisþróttur þjóðarinnar fór minkandi og spillingin óx í opinberu lífi. Nefndir og aftur nefndir voru sett.ar á stofn til að sósialisera verslun og framleiðslu. Andstaða fólbsins við stjórnina fór sívaxandi. Og að þrem árum liðn- um gafst stjórnin upp. Hæfni vottorðið sem Framsókn hafði ljeð Alþýðuflokknum var afturkallað. Enn einu sinni verður Alþýðu- flokkurinn að búa sig undir for- ystu Iljeðins Valdimarssonar. Sama sagan endurtekur sig eg 1930. Klofningurinn verður ekbi a8- eins í Alþýðuflokknum, heldur einnig innan fagsamtakanna. Endurtekning á þessari brjál- æðiskendu sundrung innan verka- lýðssamtakanna var meir en nóg til að sannfæra verkamenn um, að brýna nauðsyn bæri til, að frá- skilja verkalýðssamtöbin, a8 öllu leyti, frá hinum pólitísku samtök- um. ★ Kommúnistarnir reyndu að taka upp forystu fyrir óháðu fagsam- bandi, en það kom strax í ljós, að þeir voru of bundnir hagsmun- um síns flokks til að geta komið heiðarlega fram í verkalýðsmál- um. Það kemur sem sagt í ljós, að báðir þeir flokkar, sem hæst höfðu galað um að þeir væru verkalýðsflokkar, voru að öllu leyti ófærir, vegna flokkshags- muoanna, að byggja upp heil- brigða verkalýðshreyfingu. Það eru því sjálfstæðisverka- menn með stuðningi Sjálfstæðis- flokksins, sem tóku upp foryst una og lögðu grundvöll að ný- sbipun verkalýðssamtakanna. — Verkamenn aðhyllast meir og meir stefnu Sjálfstæðismanna í verba- lýðsmálunum. Þeir hurfu í hðpum frá Alþýðuflokknum, en hann gerði sjer þá lítið fyrir og leitaði á náðir erlendra manna með fjár- hagslega hjálp til að geta haldið sundrunginni áfram í verkalýSs- samtökunum og til að breiða yfir sinn hrörnandi líkama. Síðan hefir Alþýðuflokkurinn svifið um, hjer á landi, í aum- ingjalegu ástandi, með feigðar- 6vip í hverju spori, leit- andi eftir hálmstrái til að halda sjer í. Það er víst öllum kunnugt, hversu mörg hann hefir fundiS, en hitt vita allir, að hvert ein- asta þeirra hefir slitnað, því flokb urinn svífur í lausu lofti enn þann dag í dag. Eitt af seinustu hálmstráum flokksins var það, að meðlimir Hlífar í Hafnarfirði ljetu í Ijós óánægju sína yfir því að reyk- vískir verkamenn voru við vinnu í Hafnarfirði. Alþýðublaðið skrif- ar grein um þetta 27, f. m. og vill halda því fram ,að slíkt hefði ekki komið til, ef bæði fjelögin, Dagsbrún og Hlíf, hefðu verið innan Alþýðusambandsins, og seg- ir orðrjett í þvx sambandi: „En sundrangin hefir deyft stjettarvitundina og samábyrgðar- tilfinninguna og afleiðingin er inn- byrðis stríð milli verkalýðsfjelag- anna í stað sameiginlegrar bar- áttu“. Svo mörg eru þau orð. Þetta gefur ástæðu til að minna Alþýðublaðið á, að það er Alþýðu- flokkurinn, sem, fyrst og fremst, ber ábyrgð & sundrunginni í verka. ▼HRAMH. A SJÖTTTJ 8ÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.