Morgunblaðið - 10.10.1940, Side 6

Morgunblaðið - 10.10.1940, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 10. okt. 1940* Fyrirlestrar um uppeldisfræði Símon Jóh. Ágústsson, dr. phil., heldur uppi fræðslu f Háskólanum í vetur í uppeld- ísfræði og barnaskólafræði. Kensla þessi er einkum ætluð starf- «ndi kennurum í Reykjavík og nágrenni og öðrum mönnum með kennaraprófi, sem vilja afla sjer framhaldsmentunar. _ Kenslan hefst þriðjudaginn 22. okt. Kenslustundir verða fjórar á viku. — Kent verður á þriðjudögum og fimtu- dögum kl. 5—7 e. h. Kenslan er ókeypis og verður henni háttað í aðalatriðum éem hjer greinir: Á þriðjudögum kl. 5. Farið yfir nokk- ur rit með kennurum í uppeldisfræði Og barnasál arfræði. Á fimtudögum kl. 5—7: X. Hæfileika- próf og rannsókn á sálarlífi bama. II. Fyrirlestrar og æfingar. : Á þriðjudögum kl. 6. Fyrirlestrar um hagnýta sálarfræði. Fjalla þessir fyrir- lestrar um helstu viðfangsefni hagnýtr- ar sálarfræði, svo sem stöðuval, aug- lýsingar og útbreiðslustarfsemi (pro- paganda), stjórn á tilfinningum og vilja, sefjun, sálgrenslun (Freud), mannþekk- ingu o. fl. Ollum er heimill aðgnngur að þessum fyrvrlestrum. Þeir kennarar, sem hafa í hyggju að taka þátt £ þessu námi, gefi sig fram við Símon Jóh. Ágústsson kl. 4—5 í sín?a 5063, kl. 8—10 á kvöldin á Víði- mel 31, sími 4330 fyrir 22. októher. Hæstarjettardómur FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. mannaeyjum, falin heimta áður- nefndrar skuldar. Sótti hann mál ti) heimtu hennar til laga og fjekk dóm þann um hana, sem áður getur. Tjáir Óskar þessi sig hafa heimt kr. 1500.00 af skuld- inni og hefir samkvæmt yfirlýs- ingu, sem hann hefir skráð á eft- irrit dómsins 18. okt. 1934, veitt stefnda fullnaðarkvittun um greiðslu allrar skuldarinnar. jStefndi mátti telja Óskari heim- ilt að taka við greiðslu, og verð- nr stefndi því ekki krafinn nú um ^essar kr. 1500.00. Hins vegar mátti stefndi ekki gera ráð fyrir því, að Óskar hefði heimild til þess að veita eftirgjöf á skuld- inni af hluta, og hefir stefndi ekki sannað, að Óskar hafi slíka heimild fengið. Skuld þessi var viðurkend með dómi, sem áður segir, og verður því ekki heldur talið, að áfrýjandi hafi firt sig rjetti til heimtu eftirstöðva skuld- arinnar sakir dráttar þess, sem orðið hefir á aðgerðum af hans hálfu í því efni. Samkvæmt þessu verður að taka varakröfu áfrýj- anda til greina. Eftir atvikum þykir rjett að dæma stefnda til þess að greiða áfrýjanda 400 krónur í málskostn- að fyrir hæstarjetti. Fyrir fó- getarjetti var málskostnaðar ekki krafist, og verður því að láta hann falla niður“. Eggert Claessen hrm. flutti sitt mál sjálfur, en Garðar Þorsteins- son hrm. flutti málið fyrir Ást- þór. Förumenn 133. Þriðja hefti Förumanna eftir Elinborgu Lár- usdóttur kemur út í dag. Nefnist þetta bindi Sólon Sókrates. t Sundmeistara- mótið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Davíðsson (Á) á 1:35.1; annar Jóhann Qíslason (KR), 1:38.2 og þriðji Gunnar Ingvarsson (KR), 1:42.1. 3x100 metra boðsund (þrísund). Þetta ér ný meistarasundsgrein og var beðið eftir því með eftir- væntingu. Var jafnvel búist við meti, en ekki tókst þó að setja met. Meistaranafnbótina hlaut sveit Ægis á 3 mín. 50.8 sek. Þessi sveit á met í þessari sund- grein á 3:40.2 sek. og í sveitinni eru: Jón D. Jónsson (baksund), Ingi Sveinsson (bringusund) og Jónas Halldórsson (skriðsund). Næst varð A-sveit KR og þriðja A-sveit Ármanns. Sundmeistaramóti íslands er þar með lokið að þessu sinni. Horfurnar í Austur-Asíu FRA3VTH. AF ANNARI SÍÐU. mála um að strangar aðgerðir þurfi gegn því, sem þau kalla yfirgang Japana í Austur-Asíu. Ein undantekning er þó, en það er blaðakóngurinn William Ran- dolph Hearst, en hann sakar ame- rísku stjórnina um, að hún sje að blanda sjer í annara manna málefni og lætur í ljós samúð með fyrirætlunum Japana í Austur- Asúi. Ráðstafanir er nú verið að gera til að amerísk skip, sem stödd eru í Austur-Asíu, flytji eingöngu ameríska þegna austur um haf. Er talið að skipakostur sje fyrir hendi til að flytja 3000 af 11 þús. amerískum þegnum, sem talið er að flytja vilji heim til Bandaríkj- anna. Breska stjórnin ráðgerir einnig að ráðleggja breskum þegnum í Austur-Asíu, sem ekki hafa mik- ilvægum störfum að gegna þar, að flytja heim. í Tschung-King, höfuðborg Chiang Kai Sheks, hefir ‘ákvörð- uninni um að opna Búrmaveginn verið tekið með óblandinni á- nægju. Þar er á það bent, aö' Burmavegurinn hafi verið gerður af ófaglærðum Kínverjum, kon- um jafnt sem körlum, svo að jap- anskar flugvjelar geti ekkert tjón unnið, sem Kínverjar geti ekki fljótlega lagfært. Kjót- os mjólkurverðið FRAMH. AF FJÓRÐU SÉÐU. hver sá auður er, að gera sem minst af ágiskunum. Þegar svo á að byggja dóm á þeim ágiskunum um það hvort kjöt og mjólkurverð sje of hátt eða ekki, þá er varla von að niðurstaðan geti orðið rjett. Jeg vildi mega vænta þess, að Morgunblaðið birti þessa grein. Hún á fyrst og fremst erindi til mannanna í Reykjavík, sem verið er að reyna að telja trú um að innlendu vörurnar sjeu svo dýrar að þær sjeu ókaupandi. Gæti hún látið þá sjá hið rjetta, og birgja sig eftir venju til vetrarins, þá er tilgangi hennar náð. Þjóðverjar tilkynna árás á 20 jiús. smál. herllutningaskip T herstjómartilkjmningu ÞjóS- * verja i gær er skýrt frá því, að þýskt aðstoðarbeitiskip hafi sent skýrslu um að það hafi á ferðum sínum um út- höfin sökt kaupskipum óvin- anna, sem vom samtals 52 þús. smálestir. Vogaður þýskur flugmaður (segir enn fremur í tilkynning- unni) steypti sjer í flugvjel sinni yfir 20 þúsund smálesta herflutningaskipi, sem var í fylgd með fimm öðrum her- flutningaskipum 200 mílur norð vestur af írlandi, og hæfði það með sprengjum. Skipið hafði stöðvast, þegar flugmaðurinn hjelt burtu. Loks er þess getið, að árás hafi verið gerð á olíuflutninga- skip úti fyrir austurströnd Eng- lands og var skipið að sökkva, þegar flugvjelarnar hjeldu burtu. Hvers vepna stynur Alþýðu- flokkurinn? FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU lýðsfjelögtmum, með því að hann hefir gert Alþýðusambandið að einkafyrirtæki sínu. En fyrst Alþýðuflokknum er jafn ljóst, og að ofangreindu, hver áhrif sundrungin hefir, þá ætti hann þegar að gera þær breytingar á Alþýðusambandinu, sem nauðsynlegar eru, svo verka- menn geti vel við unað, eða að öðrum kosti að leggja niður öli afskifti af verkalýðsmálum. ★ Annars sje jeg ekki annað, en þessi grein, sem Alþýðublaðið skrifar um Dagsbrún og Hlíf, sem og greinin í blaðinu í gær, sem þeir kalla „Fyrsta bekkjar- próf íhaldsins", sjeu seinustu and- vörp deyjandi flokks. Það er alt svo ömurlega þróttlítið, að það er óhugsandi að Alþýðuflokkurinn hafi mikla baráttukrafta eftir. Enda er það skiljanlegt, að flokk- ur, sem hefir glímt við það % úr öld að ná 1. bekkjarprófi hjá verkamönnum, eigi aðeins seinni barndóm sinn ófarinn að dánar- beðinum. Eða ef svo er ekki, hví stjmur þá Alþýðublaðið. Skyldu þeir hafa svo slappan hugsana- gang, að þeir haldi sig ná aukn- um baráttuþrótti, með því að gefa í skyn að gamlir samherjar hefðu haft kynni af fleiri flokkum en Alþýðuflokknum og því sje það ekki Alþýðuflokkurinn einn sem hafi mist fylgi og sje í andar- slitrunum. Ef svo er þá mætti þeim mín vegna verða að trú sinni, en það er hugsanlegt að slík recept kæmi því aðeins að notum að alt væri satt sem sagc væri í slíku sambandi. 1. október 1940. Ólafur J. Ólafsson. Kanpl og §eí allskonai verðbrjel og lasfeignic. Til viðtals kl. 10—12 alla vírka daga og endranær eftir samkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON. Góður trjesmiður getur fengið fasta atvinnu í vetur. A. v. á. Reykjavík — Þingvellir Ferðir til Þingvalla í þessum mánuði alla miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga. Frá Reykjavík kl. 10y2 árd. Frá Þingvöllum kl. 6 síðd. Athugið breytinguna á burt- farartímanum. — Valhöll er opin. Sfeindór simiisso. Til Hreðavafns og Borgarness um Hvalfjörð, Dragháls og Skorradal alla fimtudaga, laugardag og mánudaga. Frá Borgarnesi: Alla f östudaga, sunnudaga og þriðjudaga. BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR. — Sími 1633, 1216, Símar 1540, þrjár línur. Góðir bílar. Fljót afgreiðsla. B. S. í. Akranes-Svignaskarð-Borgarnes Bílferðir 2 daga vikunnar frá Akranesi eftir komu skip- anna að morgni: miðvikudaga og föstudaga. Ódýrast, best og fljótlegast að ferðast um Akranes í Borgarf jörð. MAGNÚS GUNNLAUGSSON, Akranesi. A UG AÐ hvílist með gleraugiim frá THIELE ENOL TOILET SOAP J í X MÁLAFLIITNINGSSKRIFSTOFA Pjetur Magnússon. Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Símar 3602, 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.