Morgunblaðið - 30.10.1940, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. okt. 1940.
Okutæki í Danmörku
í Danmörku er erfitt og næstum ómögulegt að fá bensín á bíla.
Hefir því verið tekið hið gamla og góða ráð, að láta hesta ganga fyrir
ökutækjum. í bænum Vejle var fvrsti almenningsvagninn, sem hest-
ar gengu fyrir, tekinn í notkun eftir að stríðið braust út. Myndin er
af almenningsvagnínum í Vejle.
Hússfjórnar-
kenslan
AAlþingi 1937 voru sam-
þykt lög um það að
reisa ætti hússtjórnarskóla
á Laugarvatni og í Reyk-
holti. Á þessu sama Alhingi
báru bingmenn Reykjavíkur
(Pjetur Halldórsson, Jakob
Möller og Sigurður Krist-
jánsson), eftir beiðni og ósk
frá Kvenfjelagasambandi ís-
lands, fram frumvarp um
ttð reistur yrði hússtjórnar-
og' kenslukvennaskóli í
Reykjavík.
Málið var sett í nefnd og síðati
vísað til stjórnarinnar, sem átti
að koma með nýtt frumvarp fvr-
ii Alþingi 1938, en það frumvarp
liefir ekki komið enn.
Það hafa engar framkvæmdir
frá því opinbera orðið í þessum
málum, og eru þessi skólamál hin
nauðsynlegustu fyrir þjóðina.
Heimilisvinnan er starf, sem þarf
að lærast og lærast vel. Ileimilis-
vinnan er starf, sem þarf að virða
og viðurkenna.
Danir segja, að hjá sjer vinni
71% af konum á aldrinum 15—
70 ára að heimilisstörfum — 56%
•eru húsmæður og 15% ráðskonur
<>g hjálparstúlkur. Af tekjum
'dönsku þjóðarinnar fer 40—50%
gegnum hendur húsmæðranna. Jeg
•get trúað, að þessi lilutföll sjeu
svipuð hjá okkur. Það hefir ver-
ið áætlað, að 35—40 miljónir kr.
fænt gegnuni hendur íslensku hús-
ínæðranna árlega. Þessu trúir nú
•ekki hver og ein fátæk húsmóðir,
•sem sjaldan sijer pening og lítið
hefir milli handa. En það er fleira
■verðmaíti en peningar.
í Reykjavík einni búa nú yfir
Í16.000 manns, eða kringum þriðji
hver maður af öllum landsmönn-
vim. — Þar er enginn hvisstjórnar-
skóli. 1 Gúllbringn- og Kjósar-
sýslu með Ilafnarfirði er enginn
hússt.jómarskóJi. í Mýra- ©g
llovgarfjarðarsýslu er enginn hús-
•stjórnaiskóli. — f Arnessyslu er
engiun, í Raugárvallasýslu eng- 1
llltllllllillliua
Eftir
.iiiiiiiinimmi
frú Ragnheiði
Pjetursdótturý
inn, í Skaftafellssýslunum enginn.
Jeg hefi talið upp þessar sýsl-
ur til að minna á, að þó að lög
sjeu samin um, að skóla eigi að
stofna, þá getur dregist að þeir
komi. Það hefir að vísu verið hald
in allskonar námskeið — í mat-
reiðslu, saumaskap, prjóni og
hjúkrur, — og er það gott, það
sem ]vað nær. Betri árangur
myndu þessi stuttu námskeið
samt liafa, ef þau gætu komist
reglubuudin út til fólksins og ef
grundvöllur undir þau yrði lagð-
ur í barnaskólunum. En til þess
vantar okkur kenslukonur.
Það sem við þurfum:
Við þurfum nú þegar að koma
á stofn hússtjórnarskóla í Reykja-
vík og í sambandi við hann, en
])ó sjálfstæð stofnun, kennaraskóla
í húsmæðrafræðslu. Slíkum skóla
er holt að hafa sæti sem næst
rannsóknar- og vísindastofnunum
ríkisins. Aðeins í sambandi við
þær er hægt að hagnýta það besta
sem völ er á hjer á landi að því
er varðar kenslukrafta, kenslu-
áhöld og hráefni. Slíkur skóli
verður að byggja kenslu sína á
vísindalegri þekkingu á íslenskum
fæðutegundum.
En hvað getum við konur gert
til þess að flýta fyrir þessum mál-
um?
Við getnm tekið höndum sarnau
og staðið að þessum málum, ekki
bara með því að heimta þau leyst
af bæ og ríkí, heldur með því að
safna fje til að koma á móti því
opinbera og á þann hátt sýna í
verki vilja okkar til að hrinda i
framkvæind þessu mikla menning-
armáli heimilanna.
Ragnhildur Pjetursdóttir.
Síðari g'rein:
Á fundi hjá Láru og
f ör hennar tiJ London
Samtal við Sigurð Magnússon
lögæslumann
Hjer birtist seinni grein-
in um svikastarfsemi Láru
og byggist greinin á við-
tali, sem Morgunblaðið hef-
ir haft um þessi mál við
Sigurð Magnússon löggæslu-
mann, sem kom svikunum
upp.
skýrslu Sigurðar Magnús-
sonar er ítarleg 'lýsin.g
á bví, hvernig fundir Láru
fóru fram.
Fundarmenn urðu að sitja í á-
kveðnum sætum. Menn voru mis-
jafnlega „góðir“ fundarmenn eft-
ir því hvort þeir trúðu skilyrðis-
laust eða ljetu í ljósi efasemdir.
Fundir hófust ávalt með söng.
Fyrst voru sungin veraldleg lög,
eins og t. d. ,,Þú komst í hlaðið
á hvítum hesti“.
Eftir að íundarmenn höfðu tek-
; ið sjer sæti að mestu eftir ákvörð-
un miðilsins, hófst fundurinn með
því að öll ljós voru slökt í fund-
arherbergimi, nema lítil rauð
glæta, sem hjekk' fyrir framan
stól miðilsins, þannig að Lára sat
í algerðu myrkri. Ljósi þessu var
þannig fyrir komið, að þeim meg-
in, sem að miðlinum vissi, var
sítt hengi á lampanum. Krossmark
var á henginu eins og víða um
herbergið, myndir af frelsaranum
og fleiri myndir trfiarlegs eðlis.
Á fundi.
Eftir að fundarmenn fóru að
venjast rökkrinu gátu þeir, sem
sátu andspænis hver öðrum, greint
andlit og hendur hvers annars, en
ógreinilega þó. *
Fundir hófust með söng ver-
aldlegra Ijóða, t. d. „Nú blika við
sólarlag“ og „Þú sæla heimsins
svala lind“. Miðillinn er forsöngv-
ari. Alt í einu byrjar hún og
söfnuðurinn að syngja sálmalög.
Rödd miðilsins deyr svo smátt og
smátt út. Lára er fallin í dá
(„tranee"). Fundarmenn halda á-
fram að syngja þar til annarleg
rödd heyrigt frá miðlinum, venju-
lega barnsrödd. Síðan koma fleiri
og fleiri persónur fram og tala í
gegnum miðilinn. Oftast eru þetta
sömu persónurnar. Það er „systir
Clemenzía“ og „Mínerva". Þær
bjóða gott kvöld, skipa mönnum
að taka saman höndum og ræða
svo um alla heima og geima.
Systir Clemenzía og Mínerva
segja fundarmönnum frjettir af
framliðnum ættingjum og lýsa
æskustöðvum viðkomandi og ætt-
ingjum. Einkalíf miðilsins ber oft
á góma og þá eru óvinir miðilsins
óvinir Mínervu og systur Clem-
enzíu, enda fá þeir oft óþvegið
orð í evra. Þegar Mínerva hefir
rabbað við fundarmeim nm stund,
segist hún þurfa að fara, því að
nú eigi að koma „sálargerving-
ur“, þ. e. líkamningur. Og uú er
jaftur sungið samkvæmt ósk syst-
. ur Clemenzíu. Hún ákveður hvað
sungið er og hve mörg vers af
•liverju ljóði. Kannske hiður húu
um að sungið sje „Inn milli fjall-
anna“ eða „Nú blika við sólar-
lag“ tvisvar. Miðillinn tekur und-
ir og syngur með.
Þegar söngurinn hættir byrja
„reimleikarnir“ fyrir alvöru. And-
lit og heilir líliamningar koma
fram hjá rauða lampanum.
Fundarmenn sitja höggdofa og
flestir þekkja sína ástvini. Konur
hágráta eða snökta. En ekki eru
það ávalt látnir íslendingar, sem
líkamnast, heldur og t. d. Abyss-
iníumaður einn mikill, zígauna-
stúlka o. fl.
Loks eru afholdgunarfyrirbrigð
in og að þeim loknum kemur Mín-
erva fram á ný, eða rjettara sagt
rödd hennar og segir að „kraft-
urinn“ sje að verða búinn.
Fundi er síðan slitið með söng
og er nú t. d. sungið „Þú komst
í hlaðið á hvítum hesti“ og „Vor-
ið er komið“. Þegar búið er að
syngja nokkrar vísur, vaknar
miðillinn.
Fundarnir voru venjulega 2%-
3y2 klukkutíma. •
Álit Sigurðar
Magnússonar.
Morgunblaðið hefir átt tal við
Sigurð Magnússon og spurt hana
eftirfarandi spurninga:
— Teljið þjer að Lára sje mið-
ill?
— Þeirri spurningu get jeg í
raun og verif alls ekki svarað.
Eina manneskjan, sem e. t. v.
hefði skilyrði til að svara þeirri
spurningu, svo að ekki yrði um
deilt, er Lára sjálf. En livort hún
kærir sig um að svara henni í ein-
lægni, veit jeg ekki. Jeg tel fyrir
mitt leyti mjög hæpið, að hún sje
tranee- eða líkamningamiðill. Jeg
tel mig geta fært gild rök og
miklar líkur fyrir þeirri skoðun,
en jeg get auðvitað alls ekki
sannað hana.
Það sem sannast hefir og játað
er af Láru er að þau „líkamninga-
fyrirbrigði“, sem ljósmyndnð
hafa verið fyr og síðar hjá henni,
eru svik og blekkingar. Hún hefir
játað að hafa oft notað svikatæki
til blekkinga á „fúndum“, þar
sem hún hefir ekki verið í
„trance“ og hún hefir játað að
hafa haft svik af þessu tagi í
frammi í fjölda mörg ár hjerlend-
is og erlendis með vitund og að-
stoð nokkurra manna. — Annað
og meira er ekki sannað — og
verður sennilega aldrei sannað. —
Hvort Lára hefir enga miðils-
hæfileika eða lítið brot af þeim
hæfileikum, sem hún þóttist vera
gædd og aðdáendur hennar töldu
að hún hefði, er enn 5 dag við-
fangsefni fyrir þá, sem hafa gam-
an af krossgátum. — Hún hefir
sannanlega beitt trúgjarnt fólk
óheyrilegum og ógeðslegum blekk-
ingum og leikið falskt lag á við-
kvæma strengi. Þess konar skolla-
leikur er engum til góðs, hvorki
efnishyggjumönnum, gamalguð-
fræ|Singum, andahyggjumönnum
nje henni sjálfri, og þessvegna
best að „líkamningarnir“ hennar
fái að sjá ljós dagsins — og það
er einmitt það, sem við höfura
gert. — Hvort þeir líkamningar,
sem enn eru huldir myrkrinu, eru
andlegri en þeir, sem við höfum
kynst, veit jeg ekki, en jeg er
satt, að segja ekki heittrúaður *
að svo sje — enda þótt jeg geti
að sjálfsögðu ekkert fullyrt í því
efni, þar sem mig brestur þekk-
ingu á því. —
Lára í London.
— Simmiðust svik á Láru, með-
an hún var í London?
— Jeg veit varla, hvað jeg k
um það að segja, og jeg held næst
um að jeg verði að svara þeirri
spurningu neitandi.
Mjer skilst, að Lundúnaförm
hafi að öllu samanlögðu ekki ver-
ið „sjerfræðingum” í London til
meiri sóma en Láru. —- Eitt sterk
asta sönnunargagnið fyrir þeirri
nauðsyn, að rannsaka hana í Lon-
don, virðist þeir hafa talið Ijós-
myndirnar frægu af dóttur henn-
ar, sem þóttu, til að byrja með
spiritistiskt meistaraverk og „stór
sönnun“. Þeir lof.uðu að á öðrum
hvorum fundi skyldi hún vera
rannsökuð. Það var svikið og
eiginleg „rannsókn“ lítnr ekki út
fyrir að hafi farið fram fyr en
á síðasta fundinum — sjötta fundi.
Oddviti þeirra Englendinganna í
alþjóðastofnun þessari fyrir sál-
arrannsóknir — Nandor Fodor —
hefir sagt, að á fyrsta fundinum
hafi þeir talið sig liafa ástæðu til
að fullyrða að hún væri svikamið-
ill. Samt flökraði þeim ekki við
að selja á 1 sterlingspund hvert
sæti að fimm fundum eftir það
og er það kaupmenska, sem verð-
lagsnefndin hjer í Reykjavík
myndi að öllum líkindum fetta
fingur út í. — Þegar úr því átti
að skera, hvort Lára væri svika-
miðill eða eklti, neitaði ritstjóri
eins merkasta spiritistatímaritsins
í Englandi að birta yfirlýsingu
Fodors og fjelaga lians um að svo
væri, enda höfðu þeir ekkert upp
á að bjóða nema fullyrðingar ein-
ar um að Lára væri svikamiðill.
Það er því fyrst núna í lög-
regluranusókninni, að sannanir
hafa fengist fyrir svikum hennar
í London.
— Voru blekkingarnar vel gerð-
ar?
— Fljótt á litið — þegar grím-'
urnar, stóllinn og þessi skítuga
slæða er athugnð, þá sýnist þetta
FRAMH. A SJÖUNDU SÍDU.