Morgunblaðið - 14.11.1940, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 14. nóv. 1940.
Skipatjóu Itaia
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
gær full af frásögnum um sig-
ur Breta í Toranto. Meira að
segja heimsókn Molotoffs, sem
hefir hlotið besta rúm blað-
anna þ'essa daga varð að
hverfa fyrir frásögnum af loft-
árásinni á Toranto.
Það var Mr. Churchill, sem
fyrstur skýrði frá eyðileggingu
ítölsku herskipanna í Bret-
landi. Hann kvaddi sjer hljóðs
á þingfundi í gærmorgun. Hann
var í ljómandi skapi er hann
stóð upp til að halda ræðu sína
og hóf mál sitt á þessa leið:
,,Jeg hefi góðar frjettir að
færa ykkur“.
Síðan rakti Churchill atburð-
ina er loftárásin var gerð á
Toranto og sneri síðan máli
sínu að sjóorustunni á Norður-
Atlantshafi, er þýska herskip-
ið rjeðist á skipalestina og Jár-
vis Bay hóf orustu við ofureflið.
Fór Churchill mörgum viður-
kenningarorðum um ' hreysti
hinna bresku sjómanna.
BRETAR STERKASTIR Á
MIÐJARÐARHAFI.
Flotamálaráðherrann breski,
Mr. Alexander, flutti útvarps-
ræðu í gærkveldi og gerði að
umræðuefni tjónið á ítalska flot
anum og sjóorustuna í Atlants-
hafi.
Mr. Alexander sagði, að
fræðilega sjeð hefðu ítalir haft
sterkari flotaaðstöðu á Miðjarð-
arhafi en Bretar, þó aldrei
hefðu þeir látið freistast til að
leggja til atlögu við breska
flotann, heldur kosið að láta
flota sinn liggja í höfn. En nú,
eftir tjón það, sem ítalski flot-
inn hefði orðið fyrir í Toranto
hefðu Bretar fleiri herskip á
Miðjarðarhafi en Italir. Þetta
tjón þeirra gæti því haft hinar
alvarlegustu afleiðingar fyrir
ftali.
Flotamálaráðherrann þakk-
aði flotaforingja Miðjarðarhafs
flotans fyrir stjórnsemi og hern-
aðarhyggindi og einnig skipherr
anum á flugvjelamóðurskipinu
„Eagle“. Þá hrósaði ráðherrann
flugmönnum flotans hreysti sem
þeir hefðu sýnt í stríðinu við Nor
egsstrendur, þar sem þeir hefðu
skotið niður 57 óvinaflugvjelar
og í Ermarsundi. Einnig þakk-
aði flotamálaráðherrann flug-
mönnum flughersins (R.A.F.)
fyrir góða samvinnu við flotann.
Þeir hefðu framkvæmt ómetan-
leg rannsóknaflug, sem hefðu
gert mögulegt að valda óvin-
ununí því gífurlega tjóni, sem
þeir hefðu nú beðið.
Mr. Alexander vottaði einnig
sjómönnunum á Járvis Bay virð
ingu sína og aðdáun fyrir afreki
þeirra.
LOFTÁRÁSIR.
Allvíðtækar loftárásir voru
gerðar á England í gær. Segj-
ast Bretar hafa skotið niður
fjórar þýskar sprengjuflugvjel-
ar. Ekki varð vart ítalskra flug-
vjela meðal þeirra óvinaflug-
vjela er rjeðust á Bretland í
gær.
Breski flugherinn helt uppi
árásum á iðnaðarborgir í Þýska-
landi í gær og á „innrásarhafn-
irnar“ við Ermarsund.
Frásögn norska sendiherrans
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
— Það er útilokað með öllu.
Jeg þori að fullyrða, að fylgis-
menn hans, er fylgja honum af
alhug og sannfæringu, eru ekki
fleiri en 200 í öllu landinu. Og
þeim fer fækkandi. *
— Manni kom á óvart, er Knut
Hamsun lýsti því yfir, að hann
fylgdi Quisling að málum. Hvern-
ig var á það litið í Noregi?
— Sem elliglöp og ekki annað.
Það hafði engin áhrif. Hann er
orðinn fjörgamall maður. Þetta
kom mönnum ekki einkennilega
fyrir sjónir í Noregi, því hann
hefir við og við undanfarin ár
gefið út tilkynningar í blöðum,
sem bentu í þá átt, að hann væri
með þessháttar hugarfari.
— Er það álit manna, að í Nor-
egi verði nægilíg matvæli í vetur ?
— Mikill forði var í landinu er
innrásin var gerð. En hve langt
hann hrekkur, er ómögulegt að
segja. Menn vita ekki hve mikið
af matvælum Þjóðverjar kunna að
hafa flutt þaðan heim til Þýska-
lands. Og alt setuiiðið verða Norð-
menn að fæða. Talið er, að það sje
300—400.000 manns.
Mesta hættan liðin hjá.
— Hvað telja menn að vaki fyr-
ir Þjóðverjum með hinum mikla
liðsafla í Norður-Noregi ?
— Meni\gera ráð fyrir, að þeir
hafi ætlað að ráðast á England
úr öllum áttum.
—- Og þá með viðkomu hjer á
Islandi, að því er snertir herlið-
ið í Norður-Noregi ?
— Jeg hefi ekki trú á því, a. m.
k. ekki úr því sem komið er. Hvað
þeir' hafa ætlað sjer, er annað
mál. Og það er jeg fyrir mitt leyti
persónulegá alveg sannfærður um,
að ísland hafi á vissu tímabili
verið í hættu. En eftir því sem
lengra líður verður aðstaða Þjóð-
verja erfiðari í viðureign þeirra
við Breta. Úr því þeir eru ekki
enn komnir yfir Ermarsund, verða
líkurnar fyrir innrás í England
minni og minni. Sennilegt er, að
hún verði ekki reynd hjer á eftir.
Að Þjóðverjar telji að húh verði
þeim of áhættusöm, kosti þá of
mikið. En jeg get ekki ímyndað
mjer, að Þjóðverjar hugsi sjer
að koma hingað fyrri en þeir þá
hefðu lagt undir sig England.
Loftárásir Breta.
— Ilvað er yðar skoðun á loft-
árásum Breta á meginlandinu ?
Bera þær tilætlaðan árangur?
— Já. Á því leikur enginn vafi.
Áðiir en jeg fór frá Svíþjóð
snemma í september, átti jeg tal
við norskan skipstjóra, er riýkom
inn var frá Hamborg. Ilann sagði
mjer, að þá væri enginn vöru-
,,krani“ óskemdur í allri Ham-
borgarhöfn. Öll útskipun yrði að
fara fram með handafli. En vita-
skuld endurbæta Þjoðverjar tjón-
ið eftir fremsta megni jafnóðum.
Og þeir eru fljótir og duglegir
við það. En það, sem breskir flug-
menn hafa hitt einu sinni með
sprengjum sínum, það geta þeir
hitt aftur.
Hafnarmannvirkin í Narvik eru
t. d. fyrir alllöngu komin í lag,
eftir alia eýðilegginguna í vor.
— Er líklegt að járngrýtisflutn •
ingar þaðan geti svo byrjað í vet-
ur, er Eystrasaltsleiðin lokast?
— Það veltur vitanlega á því,
hve duglegir bresku kafbátarnir
verða. Áður sigldu þýsku skipin
sem kunnugt er innan norskrav
landhelgi og voru vernduð af
landhelginni. Nú er því ekki leng-
ur til að dreifa.
í Rússlandi.
— Hvaða hugmyndir fenguð
þjer um Rússland og framtíð þess
af eigin sjón?
— Á því leikur enginn efi, að
í Rússlandi er markvist unnið að
ýmsum umbótum. Annað mál er
það, hve langan tíma það tekur,
að þær umbætur beri tilætlaðan
árangur.
Þegar maður fer með Síberíu-
brautinni austur úr leynir það
sjer ekki, að ákaflega mikið er t.
d. þar af ónotuðum möguleikum.
Svo Riissar þurfa ekki að seilast
út fyrir landamæri sín. Þeir hafa
nóg heima fyrir. Yonandi að þeir
velji þann kostinn.
Alþýða manna í Rússlándi er
sem kunnugt er vingjarnlegt og
hæglátt fólk. En í öllum fjelags-
málum og stjórnarfari verða Rúss-
ar aldrei annað en Asíumenn.
Hugmyndir þeirra um mannlíf og
mannrjettindi verða altaf aðrar
en þær, sem við Evrópumenn get-
um felt okkur við.
Japanar eiga erfitt.
— Hvernig var umhorfs í Jap-
an, er þangað kom?
•— Það leyndi s.jer eklti, að Jap-
anir eiga við mikla erfiðleika að
stríða. Þar eru mjög strangar
hömlur á öllum viðskiftum, og
nauðsyn.jar meira og minna skamt-
aðar. Til þess að stemma stigu
fyrir öllu óhófi í mat og drykk
var blátt bann við því, að mið-
degisverður væri keyptur á gisti-
húsum fyrir hærra verð en sem
svaraði 4 krónum og morgun-
verður mátti ekki kosta meira en
sem svaraði 2% krónu.
Bandaríkjamenn
eindregnari en áður.
— Hvernig virtist yður afstaða
Bandaríkjamanna vera til Evrópu-
styrjaldarinnar ?
— Dagana, sem við vorum í
Bandaríkjunum, stóð kosningá-
undirbúningurinn sem hæst. Hvar-
vetna kom það greinilega í ljós,
að flokkana greindi ekki á um
utanríkismálin. Það var um inn-
anlandsmál, sem deilt var. ITt á
við stendur þ.jóðin sameinuð. Af-
staða Bandarík.jamanna, alls al-
mennings í landinu gagnvart Ev-
rópustyrjöldinni er tvímælalaust
mikið ákveðnari en hún var í
fyrri heimsstyrjöld. Bandarík.ja-
menn eru andvígir ófrelsi og
þvingun. Einræðisstefnan er þeim
andstæð. Það gildir einu af hvaða
i þjóðflokki Bandaríkjamaðurinn
| er, hann er á móti núverandi
' st.jórnendum Þýskalands.
j Einmitt vegna þess, að styr.jöld-
; in, sem nú er háð, er ekki viður-
, eign milli þjóða, heldur milli and-
j stæðra stefna, ^ þá er afstaða
Bandaríkjaþjóðarinnar ákveðnari
nú en þá, stuðningur við Breta
j eindregnari en nokkru sinni áður.
1 Annað mál er það, að Bandaríkja-
menn senda ekki her á vígstöðvar
Evrópu fyr en í fulla hnefana.
Með Dettifossi.
Að síðustu mintist sendiherrann
á ferð sína hingað með Dettifossi.
— Yið ætlp.ðum hjónin að fara
frá New York til London. En þeg-
ar við frjettum, að skip færi beint
hingað, vildum við það heldur. Við
fórum með 18.000 tonna skipi frá
Tokio til San Francisco. Svo því
verður ekki neitað, að okkur fanst
viðbrigðin mikil og Dettifoss nokk
uð lítill, er við sáum hann fyrst,.
En skipið reyndist okkur vel. Um-
gengni er þar prýðileg og viðmót
skipshafnar hin ágætasta.
Síðan mintist sendiherrann á
það, hve vel þeim hjónum hefir
verið tekið bjer. En þau vanti
íbúð. Því þó norska stjórnin eigi
hjer lóð undir sendiherrabústað,
þá sje ekki hægt að byggja þar
fyrst um sinn. íslensku ætlar
i
sendiherrann að læra svo fljótt
sem hann fær tíma til, því án þess
að læra málið kynnist maður ekki
þjóðinni, sagði hann.
— Jeg sje ekki betur en ykkur
líði ágætlega hjer á íslandi, seg-
ir hann að endingu, samanborið
við það, hvernig líðan manna er
yfirleitt um þessar mundir. Hjer
virðist vera nóg af öllu. Jeg
hlakka til að geta fengið að lifa
hjer í kjrrð og friði.
— Yið vonumst eftir að sú ósk
yðar megi rætast.
Sendiherrann brosir og segir
síðan:
— Það er mín skoðun, að mesta
hættan fyrir ykkur sje liðin hjá.
Páll Halldórsson
FRAMH. AF. FIMTU tÖXU.
skóli landsins sjálfstæð stofnun,
sem af eigin efnum gæti kent
og mannað þá stjett þjóðfje-
lagsins, sem stórvirkust er og
fengsælust við alla aðdrætti í
hið íslenska þjóðarbú.
Áður en jeg fór, varð mjer
litið á mynd upp á veggnum
aufetan frá Þingvallavatni.
— Þetta er sumarbústaðurinn
minn, sagði Páll. Þarna er jeg
eins lengi á sumri hverju eins
og jeg get. Mjer þykir svo gam-
an að því, eftir að jeg fór að
eldast, að rækta jörðina. Þá
löngun fjekk jeg er jeg dvaldi
á Bogö og sá gömlu skipstjór-
ana, er hættir voru siglingum,
fást við garðyrkju o. fl. rækt-
unarstörf við hús sín og höfðu
hina mestu ánægju af því starfi.
Menn þurfa að velja sjer stör’f
við sitt hæfi, þegar á daginn
líður og kvölda tekur, sagði
hann.
En þó hárin sjeu hvít og
heyrnin farin að bila, er ekki
að sjá að neitt sje farið að
kvölda í sál þessa sjötuga heið-
ursmanns. V, St.
Aðalfundur var haldinn í Knatt
spyrnufjelaginu Fram síðastliðinn
fimtudag. I stjórn voru kosnir:
Ragnar Lárusson form. og vara-
form. Þráinn Sigurðsson. Með-
stjórnendur Gunnar Nielsen, Sæ-
mundur Gíslason og Jón Þórðar-
son. Allir kosnir með samhljóða
atkvæðum.
Stórskemdír
á olíusvæðinu
i Rúmeníu
Frjettaritari breska útvarpsins,
í Tyrklandi símaði í gær til
London, að skemdirnar af völdum
jarðskjálftanna í Rúmeníu hefðu
ekki hvað síst komið niður á olíu-
lindasvæðinu.
Frjettaritarinn segir, að þó ekki
háfi orðið tjón á sjálfum olíu-
lindununt hafi olíuleiðslur og olíu-
turnar orðið fyrir svo miklunt
skemdum, að það muni taka lang-
an tínta að gera við skentdirnar,
þannig, að olíufrantleiðslan komist
aftur í eðlilegt ltorf.
Þessi sami frjettariari segir, að
vinningur Þjóðverja, tdð að taka
Rúmeníu, hafi að engu orðið vegna
tjónsins, þar sem fyrirsjáanlegt
sje, að olíuframleiðslan, sem þeir
sóttust .eftir, verði sáralítil í ná,~;
inni framtíð.
yiiuiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiimmiiii
I Ný bók |
amuilllliiiiiiiiilliliiuiuililiuiliuilllliii
Sumar ii fjöllum
Hjörtur Björnsson frá
Skálabrekku: Sumar á
f jöllum. ísafoldarprent-
smiðja h.f. 1940.
HÖFUNDURINN, Hjörtur
Björnsson myndskeri, er
Reykvíkingum vel kunnur. Um
langt skeið hefir hann átt við
megna vanheilsu að búa, og
dvalið m. a. all-lengi á Hress-
ingarhælinu í Kópavogi. Á
meðan hann var heill heilsu,
var hann fjallgöngugarpur mik-
ill. Hann er einn þeirra, sem
hin máttuga dýrð öræfanna hef-
ir heillað á unga aldri, og síðan
aldrei slept tökum á. Hefir
hann upp á síðkastið haft það
sjer til dægradvalar, áð rifja
upp og festa á pappírinn ýmsar
endurminningar frá ferðum sín-
um í óbygðum landsins.
Og Hjörtur hefir ekki aðeins
notið sjálfur fegurðar f jallanna,
heldur er og frásögn hans svo
lifandi og skemtileg, að lesand-
inn verður þegar eftir fyrstu
blaðsíðurnar ferðafjelagi hans.
Hann nýtur þeirra þæginda,
eins og í vísunni stendur, ,,að
sitja kyrr í sama stað — og
samt að vera að ferðast“. Þess-
ar ferðaminningar eru langt
frá því að vera tröllaýkjur.
þurr upptalning ómerkilegra at-
vika eða frumstæð og sálarlaus
hreyfigleði ,,sportidiótsins“:
Hjer rennir glöggur maður og
fjölfróður athugandi augum
yfir landið. Hann vefur saman
í heild fegurð hinna ónumdu
eyðifláka og þá sögu, sem við
þá er tengd. Hefir höfundur á-
gæt tök á því að rifja munn-
mæli og sögulegar endurminn-
ingar upp fyrir lesandanum.
Bókin er bæði skemtileg og
fróðleg og ber því ljóslega
vitni, að höfundur er ekki ein-
ungis listamaður, þegar hann
dregur upp myndir með penn-
anum, heldur og þegar hann
beitir honum til ritstarfa.
Símon Jóh. Ágústsson.