Morgunblaðið - 24.12.1940, Side 4

Morgunblaðið - 24.12.1940, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1940. OQ HEIMILIM JÓLIN eru hátíð barnanna fyrst og fremst, enda fara I>au snemma að hlakka til jól- anna. Fyrir þeim eru jólin til- breyting frá hinu daglega. Börn in vita, að þá fá þau góðan mat að borða og þá fá þau og marg- ar skemtilegar jólagjafir. -Þau bykjast líka altaf viss um, að «kki muni þau vera látin fara í jólaköttinn. En hvað vita börnin meira um jólin? Hvað vita þau um sjálfa hátíðina og þann, sem hún er helguð? Það væri rangt að halda því fram, að börnin vissu ekkert um litla jólabarnið. En hitt er víst, a,ð minna er gert af því nú en áður, að glæða trúarkend hjá börnum, til dæmis í barna- skólunum. En slík breyting er ekki holl, hvorki börnunum sjálfum nje þjófjelaginu í heild. Það er þess vegna gleðiefni, að ýmsir af fremstu leiðtogum barnaskóla vorra hafa vakið máls á því, að nauðsynlegt sje að leggja meiri rækt við þessa hlið uppeldismálanna. En ef allir eru samhentir í því að gera hjer breytingu til batn- aðar, má vænta góðs árangurs. En þarna eiga ekki aðeins hlut að máli kennarar skólanna og forráðamenn, heldur og heimil- in, en þar er fyrsti hornsteinn- ínn lagður að uppeldi barnsins. Er þar enn eitt þýðingarmikið starf í hinu umfangsmikla hlut- verki hinnar íslensku móður og húsmóður. MUNIÐ — — — — að vitaminin haldast best í alskonar káli við suðu, ef dálítið edik og salt er sett í það. -------að það er gott ráð við Liksta að draga andann djúpt og balda andanum niðri í sjer augna- blik, nokkur sinnum til skiftis. Einnig á að vera gott að renna fljótt niður 1 teskeið af strásykri eða sætu ediki. — — — að hafa handklæði á botninum í balanum, þegar ung- barnið er baðað. Ef svo óheppilega vill til, að skórnir eru of litlir, er gott að setja ,,hæla“, úr gúmmí eða leðri inn í hælinn á þeim. Þá hækkar fóturinn og j minna fer fyrir honum. jiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiilllliiiiiimiiiiiiiiliiillliiiiliiiiiiiiiiiMilMiiiiiiiiilliliiliiliiiliililiiiliiiiliiiilllliliililiiilliiiiiiiliililliiiliiiiniiiiiir I samkvæmum Margir af nýjustu samkvæmiskjólunum eru í mótsetningu við efnismiklu stílkjólana, þröngir alla leið niður að hnjám, en það- an falla þá pilsin í ríkum fellingum. Eins eru líka margir kjólar með svona hjartalaga hálsmáli,eins og sjest á myndinni. Sam- kvæmistöskurnar eru mjög skrautlegar, úr silki, perlum og glit- doppum. Jólin fyrir Fyrrum voru húsmæðurnar ekki í vandræðum með hvað skamta skyldi um jólin, þar sem sæmileg efni voru og því nægar matarbirgðir. Þá voru ekki fram- bornir í jólamatinn allskonar heit- ir rjettir. Þá var heldur enginn metnaður milli húsmæðra um, að hafa það sem best, fjölbreyttast og full- komnast, sem fram var borið, þvi engum gat komið til hugar að breyta frá hinni aldagömtu venju með jólamatinn. Svona var það alt fram að aldamótunum síðustu. Sagt hefir mjer eldri kona, frá efna- og myndarheimili á Norður- landi, hvernig skamtað var á henn- ar heimili um jólin, fyrir aldamót. Á jólanóttina fjekk hver sinn ákveðna skamt. Tek jeg hjer sem dæmi hvað karlmönnum heimilis- ins var skamtað; kvenfólkið f jekk aðeins minni skamt. ★ Staflað var á stóran disk öllum þeim mat, sem hjer er upptalinn, og f jekk hver maður slíkan skamt: 5 laufabrauðskökur. 1 þykka og stóra flatköku úr rúgmjöli, sem bökuð var á glóð. Sauðar hangikjötslæri, tæplega hálft. Sauðarmagál, hálfan. 2 sauðar-hryggjarliði, reykta. Sauðarsíðu, reykta, 3 rifbein. Lundabagga, súran, stóra sneið. Lundabagga, reyktan, stóra sneið. Hangiflot. Stóra smjörsneið. Ofan á þennan matarstafla var lagt stórt tólgarkerti. Af þessum skamti borðaði hver eftir lyst og getu á jólanóttina. En afganginn átti hver einstak- lingur, og geymdi hann vandlega frammi í skemmu. Gat hver og einn svo borðað af honum eftir vild. Margir áttu jólaskamtinn fram á þorra. Þar að auki var öllum gefið súkkulaði á jólanóttina og kaffi og vín með, þeim sem vildu. Brauðið var: Kleinur, pönnukökur, vöffl- 50 árum ur, lummur, kúlur, jólabrauð og ein tegund af hörðum smákökum. Bæði jólakakan og smákökurnar voru bakaðar í rúgbrauðspottinum á hlóðum, og gekk það ágætlega. ★ Jóladagsmorguninn var aftur gefið súkkulað og kaffi með sams- konar brauði eins og kvöldið áður. Kaffið drukku í rúminu þeir er vildu. Á eftir var lesinn húslestur. I morgunmatinn ^ar skamtað skyr og rjómi. í miðdegismatinn þykkur hrísgrjónagrautur með rúsínum; með honum var borið smjör og rjómi. Til kvöldverðar var skyrhræringur. ★ Á annan jóladag varu borðaðar baunir og kjöt. Öll kvöld fram á þrettánda dag jóla var gefið kaffi með þeim brauðtegundum, er taldar voru upp að framan. Var svo mikið bakað af þeim að entist öll jólin. ★ Þessi gamli íslenski jólamatur er kraftmikill og íburðarmikill, en alls ekki f jölbreyttur. T. d. er mjög mikið af fleiri tegundum hangikjöts ætlað hverjum, en eng- ar kartöflur. Það er enginn vafi á því, að hollara er og ljúffeng- ara að borða kartöflur með, en minna af kjötina, eins og við ger- um nú. Þá er það athyglisvert, að rjómi er liafður tit á allan spóna- mat. Húsmóðirin hefir viljað gefa fólki sínu alt það besta, sem til var á heimilinu. Um aldamótin komu upp nýir siðir og venjur á öllum sviðnm hjer á landi, og um leið breyttust matarvenjurnar. ★ Nú eru þeir tímar, að lífsnauð- syn er að íslenskir siðir falli ekki í gleymskunnar dá. Ættu því allar sannar íslenskar húsmæður að hafa það hugfast, að halda sem íslenskust jól. Þá mun unga fólkið og börnn, hin komandi kynslóð, vera móttækilegust fyrir alt gott og fallegt og alt sem íslenskt er. Helga Sigurðardóttir. Hvað gerið þjer í frístundum yðar? að eru margar manneskjur, sem aldrei virðast hafa tíma til neins, þær virðast altaf vera önnum kafnar, en koma þó aldrei neinu í verk. Þessar manneskj ur myndu gara mikið góðverk, bæði á sjálf um sér og öðrum, ef þær tækju sig til í frístundum sínum, sem þær, ef vel er að gáð, hafa í raun og veru fleiri en flestir aðrir, og kæmu í framkvæmd einhverju af því, sem þeim finst þær sí og æ þurfi að gera og hvílir á þeim eins og mara. Þessar manneskj- ur eru nefnilega oftast nær tauga veiklaðar, og oft af ímynduðum áhyggjum. En þær ættu að sjá, hve þeim yrði hughægra ef þær kæmu af sér þeim skyldum, sem þeim finst á þeim hvíla, smátt og smátt, einu eða fleirum skylduverkum á dag, uns öllum væri lokið. Þá fyrst væri tími til reglulegra frístunda! ★ En hvað eiga svo þær mann- eskjur að gera, sem ávalt eru í vandræðum með sjálfar sig í frí- stundum sínum? Hjer eru nokkrar tillögur: Lesa góða bók. Fá sjer skemtilega handavinnu og sauma eitthvað, til þess að gefa öðrum eða dubba með heim ilið. Læra að búa til leðurmuni; það er skemtileg vinna og gagn- leg. Tefla skák. Það geta konur lært jafnt og karlar. Það æfir hugann og yfir taflinu hverfa allar áhyggjur. Grúska í ættartölum. Það er gaman að vita eitthvað um sína eigin ætt. Skrifa æfisögu sína. Það er skemtilegt að rifja þannig upp gamlar endurminningar, og tím- inn líður fljótt við þá skemtun. Safna frímerkjum. Það getur líka verið fræðandi, hvað snertir landafræði og veraldarsögu. Gera góðverk, að minnsta kosti eitt á dag. Fara í gönguferðir. Lesa bækur á erlendu tungu- máli, fletta upp óþektum orð- um og skrifa „glósur“ yfir þau. Skrifa brjef til ættingja og vina, sem setið hafa á hakan- um. Svona leit íslenski búningur- inn út um miðja 19. öld. Það er sjerstaklega húfan, sem virðist frábrugðin því, sem nú er, og svo greiðslan. Hárið er fljettað í margar smáfljettur í hnakkan- um. Loks eru íslenskir skinnskór — með ristarbandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.