Morgunblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. apríl 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
7
^tiiiiuuiHiiiinmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiira
| Handklæði, (
E Ljereft, Tvistar, Gardínutau, |§
§ Sirs, Smellur, Krókapör, Ör- §
1 yggisnálar, Kaffipokar, Hring-1
s ar, Hermannahattar, Flibba- j|
s hnappar, Milliverk og blúndur. s
Sundmút í Sundhöll-
inni annað kvSld
Skrautsýningar,
dýfingar, sundkepni
Andrjes Pálsson
Framnesveg 2.
luiimHiiiiiilllliilllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliuiiiiiiiillliiiliiiiiinm
A PQAÐ hvflist
gloraugum frá
THIELE
Kerrupokar
4 gerðir
fyrirliggjandi.
MAGNI H.F.
Sími 1707, 2 línur.
Bollapðrákr.1.10
ÍVatnsglös á kr. 0.55
Bolíastell 6 m. á — 25.00
Tekatlar á — 2.90
.Matardiskar dj. og
gr. á — 1.50
Desertdiskar á — 1.00
Vaskaföt á — 2.35
Náttpottar á — 3.15
Hræriföt á — 3.00
(Jppþvottabalar á — 6.25
Handsápa á — 0.50
K. Einarsson k Björnsson
Bankastræti 11.
KAUPI OG SEL
allskonar
Verðbrjef og
fasteignir.
Símar 4400 og 3442.
Garðar Þorsteinssou.
Kaupum
Selskinn og Kanínuskinn
hæsta verði.
MAGNI,
Þingholtsstræti 23.
Sími 1707 (2 línur).
Til hreingerninga:
Quillajabörkur
Radion — Flik-Flak
Sólskinssápa
Húsgagnaáburður
Fægilögur
VÍ5IH
Laugavog 1, rjölnisveg
AUGLÝSING er gulls ígildi,
sje hún á rjettum stað.
Sundmót verður haldið í
Sundhöllinni annað kvöld,
sem vafalaust verður vel sótt
vegna þess hve það verður f jöl-
breytt. K.R. stendur fyrir þessu
móti, en keppendur verða frá
Ármanni, Ægi og K.R.
Hinn áhugasami sundkennari
K.R., Jón Guðmundsson, hefir
undirbúið mótið og verður mjög
til þess vandað. Kept verður í 8
sundgreinum og mun einkum
vekja athygli kepni í 100 metra
bringusundi. Keppa þar Sigurð-
ur Jónsson (K.R.), Ingi Sveins-
son (Æ.) og Magnús Kristjáns-
son (Á.), og verður ekkert hægt
að segja um úrslitin, því allir
eru þeir mjög jafnir og hafa ver-
ið sigurvegarar til skiftis á þess-
ari vegalengd undanfarið.
Þá mun margur hafa gaman
að sjá skrautsundsýningarnar,
sem 10 stúlkur úr K.R. sýna und
ir stjórn Jóns Inga. Við þessar
skrautsýningar verða notaðir
ljóskastarar, allavega lit skraut-
ljós. I fyrra sýndu K.R.-stúlkur
í Sundhöllinni og vakti sýning
þeirra almenna hrifningu áhorf-
enda. Hefir nú verið enn meira
vandað til þessarar sýningar.
Að lokum má geta um dýfing-
arnar, sem sýndar verða á sund-
mótinu. Koma fram margir
efnilegir listamenn í þeirri í-
þróttagrein.
Sjóorustan
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
Talið er að þarna hafi farist 3
þús. ítalskir liðsforingjar og sjó-
liðar. Þúsund mönnum var bjarg-
að, en Bretar segja að þeir hafi
orðið að hætta við björgunarstarf-
ið, vegna þess að þýskar sprengju-
flugvjelar komu á vettvang.
Tundurspillarnir, sem sökt var,
voru „Giuberti" og „Alfieri". En
auk þess er talið að þriðja tund-
urspillinum hafi verið sökt, og 5
þús. smál. beitiskipinu „Giovanni
della Bandieri".
En auk þess telja frjetta-
stofufregnir að 35 þús. smá-
lesta beitiskipinu „Vittorio
Veneto“ hafi annað hvort ver-
ið sökt, eða að það hafi lask-
ast svo alvarlega, að það taki
a. m. k. 3 mánuði að gera
við það.
Cunningham aðmíráll hefir ekki
haldið því fram að skipinu hafi
verið sökt, en liann segir að það
hafi laskast mjög alvarlega.
Frjettastofufregnirnar, sem halda
því fram, að skipið hafi sokkið;
skýra frá því að sjest hafi úr
flugvjelum til skipbrotsmanna á
þeim stað, þar sem síðast Itafði
sjest til orustuskipsins, en engar
fregnir höfðu borist af öðrum
skipum á þessum slóðum.
Foringinn á ítalska skipinu
„Pola“ hefir skýrt frá því, að
ítalski flotinn hafi látið úr höfn
til þess að ráðast á breskan skipa-
flota (convoy).
Skiðamótið
i Bláfjöllum
Skíðamótið í Bálfjöllum á
sunnudaginn var gekk ágæt-
lega. Veður var hið ákjósanleg-
asta. Alls voru um 200 manns í
Bláfjöllum á skíðum og sem á-
horfendur að kepninni.
Kept var eingöngu í svigi. í A-
og B-flokki voru keppendur aðeins
þrír frá tveimur fjelögum, í. R.
og K. R. Fyrstur var Einar Eyfells
(í. R.) á 1 mín. 1 sek., annar
Haukur Hvannberg (K. R.) á
1:3,4 og þriðji Bolli Gunnarsson
(í. R.) á 2:7,6.
í C-flokki varð fyrstur Georg
Lúðvíksson (K. á 1 mín. 36.0
sek., annar Jóhann Eyfells (f. R.)
á 1:39 og þriðji Eyjólfur Einars-
son (Á.) á 1:41,6.
Svigbrautin var allerfið, eink-
um fyrri hlutinn. Hún var 350—
400 metra löng.
Dagbók
oooo»oð«o«M oooooooooooo
ixl Helgafell 5941417-VI.-2.
Næturlæknir er í nótt Bjarni
Jónsson, Skeggjagötu 5. Sími 2472.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Ferðafjelag íslands fór í göngu-
för á Hengil s.l. sunnudag. Farið
var í tveimur stórum Steindórs-
bílum að Kolviðarhóli og gengið
Sleggjubeinsskarð, Instadal og upp
með hvernum á há Hengilinn. Veð-
ur var hið ákjósanlegasta. Nokkrir
þátttakendur í förinni höfðn með
sjer skíði og vár skíðafæri með
afbrigðum gott á há Henglinum
og einnig voru ágætar brekknr í
Instadal. Hægt var að renna sjer
á skíðum frá vörðunni og niður
á brún og einnig mátti þræða svo
snjó í Instadal, að hægt var að
ganga dalinn þveran og endilang-
an á skíðum.
Knattspyrnudómarafjelagið
gengst í ár fyrir dómaranámskeiði
eins og í fyrra og mun námskeið-
ið að þessu sinni hefjast í miðj-
um apríl. Ollum mönnum, sem eru
í fjelögum innan í. S. í„ er heimil
ókeypis þátttaka í námskeiðinu og
ber að snúa sjer til formanns dóm-
arafjelagsins, Gunnar Akselson,
fvrir 8. apríl og tilkynna honum
þátttöku, skriflega eða munnlega.
Utanáskrift hans er P. O. Box 822,
og er hann einnig til viðtals í síma
5968 kl. 6—7 e. h. Dómaranám-
skeiðin í fyrra gáfust mjög vel.
Enski sendikennarinn við Há-
skólann, Mr. Cyril Jackson, flyt-
ur í kvöld klukkan 8.15 stundvís-
lega fyrirlestur um enska ment-
un (English Education). Er þetta
framhald af fyrirlestri, sem hann
flutti s.l. þriðjudag.
Sænski sendikennarinn, phil.
mag. Anna Ostermann, flytur fyr-
irlestur í I. kenslustofu Háskól-
ans miðvikudaginn 2. apríl kl. 8.15.
Efni: Esaias Tegnér og hin nor-
ræna endurreisn. Friðþjófssaga.
Útvarpið í dag:
20.30 Erindi: Þegar Nýja ísland
var sjálfstætt ríki (síra Jakob
Jónsson).
20.55 Tónleikar Tónlistarskólans:
a) Sónata fyrir viola da gamba
og píanó eftir Bach. b) Tríó-
sónata úr „Tónafórninni", Bach-
Casella.
2. vjelstjóra og
2 góða kyndara
vantar á línuskip, sem annast flutninga miili hafna innan
lands. Nánari upplýsingar í síma 1744.
ERLINGUR ÞORKELSSON.
Fasteignir til sölu.
HÚS.
3 ný hús við Vífilsgötu. —
Vandað íbúðarhús við Leifs-
götu. — Gott steinhús við
Klapparstíg. — y2 steinhús
við Spítalastíg. — Ennfrem-
ur nokkur stærri og minni
hús í bænum og nágrenni
hans, þar á meðal 4 hús við
Laugaveg, lítil hús við Sker ja-
fjörð, Háteigsveg og á Sel-
tjamarnesi.
2 hús í Hafnarfirði.
í. húsunum geta íbúðir verið
lausar 14. maí.
GUNNAR
SUMARBÚ ST AÐIR.
2 í Digraneslandi. — 2 við
Elliðaár. — 1 við Þingvalla-
vatn. — 1 í Ölfusi.
LÓÐIR.
Höfum nokkrar lóðir til sölu
í Reykjavík og við Selfoss.
JARÐIR.
Nokkur stórbýli í grend yið
Reykjavflf.
& GEIR,
lögfræði- og fasteignaskrifstofa,
Hafnarstræti 4. (Gengið inn frá Veltusundi). Sími 4306.
Jarðarför
frú GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR,
prófastsekkju frá Flatey, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík miðvikudaginn 2. apríl og hefst með húskveðju á heimili
dóttur hennar, Garðastræti 33, kl. 13.30.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Böm og tengdaböm.
Lík
KRISTÍNAR PJETURSDÓTTUR,
frá Patreksfirði, verður flutt vestur með mótorskipinu Gunn-
vöru í kvöld.
Kveðjuathöfn fer fram í dag frá Landakotsspítala kl. 6 e. h.
Vandamenn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför
ÞÓRDÍSAR BJARNÞÓRSDÓTTUR,
frá Borgaraesi.
Aðstandendur.
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu okkur samúð við and-
lát og jarðarför litlá drengsins okkar,
JÓNS BJÖRNÆS.
Hulda Björnæs. Davíð Jónsson.
Hjartans þakkir fyrir hluttekningu við andlát og jarðar-
för drengsins okkar,
JÓNS.