Morgunblaðið - 24.08.1941, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1941, Blaðsíða 5
Snnnudagur 24. ágúst 1941, m JARÐHITASVÆÐI ÞINGEYJARSÝSLU Eftir Ragnar Asgeirsson Útget.: H.f. Árvakur, Kaykj&vfk. Ritstjðrar: Jön Kjartan»»on, Valtýr Stefán»»on (AbyrrB&rm.). Auglýslngar: Árni 6la. Ritstjðrn, auglýstngar og afgreiOala: Austurstræti 8. — SlKl 1600. ! Áekrif targjald: kr. 4,00 á mánuöi innanlands, kr. 4,50 utanlands. I 1 lausasölu: 25 aura elntakiB, 30 aura meB Lesbðk. i __________________________ Borgararnir og setuliðið Ríkisstjórnin hefir að sögn skipað þriggja manna nefnd til þess að reyna að bæta „ástand- iS“. Fylgir það sögunni, að ríkis- stjórnin hafi > höndum skýrslu frá lögreglunni í Reykjavík er sýni, að um 500 kvenmenn hafi „of náin“ samskifti við hið erlenda setulið, sem hjer dvelur. Mun lög- xeglan telja, að allstór hópur þess- ara kvenna, eða 150, sjeu svo djúpt fallnar, að þær verði að teljast vændiskonur. Það er eftirtektarvert, að þessi skýrsla og þetta álit skuli koma frá lögreglunni' í Reykjavík. Sömu lögreglunni, sem keppist við að lýsa yfir því, að hún sje ánægð með það ástand, sem hjer ríkir I áfengismálunum. Skvldi lögregl- anni aldrei hafa hugkvæmst, að einmitt núverandi ástand í áfeng- ismálunum á sinn drjúga þátt í Mnurn „of nánu“ samskiftum kvenna og setuliðsmanna I ★ Ýmsar ráðstafanir íslenskra stjórnarvalda hafa beinlínis stuðl- að að þessu. Það átti aldrei að ske, að hjer væri farið að bimgga sterkt öl, án þess að íslenskir borg- arar nytu sama rjettar og erlendu hermennirnir. Allir vita hver hefir orðið afleiðing sjerrjettindanna, sem Hótel Borg hefir í áfengis- málunum. Ef lögreglan vildi líta eina kvöldstund inn á Hótel Borg myndi hún sjá hvar kvenfólkið heldur sig. Ef íslensk stjórnarvöld vilja hakla borgurunum frá setuliðinu, verða þau fyrst og fremst að gæta þess, að veita ekki hinum -erlendu hermönnum nein rjettindi umfram landsins eigin borgara. Slíkt er vottur vanmáttar og van- þroska. ★ Það verður erfitt verk að bæta „ástandið“ eins og nú er komið og verður vafalaust aldrei bætt "til fulls. íslendingar hafa í mörgu sýnt það, að þeir voru ekki menn til þess að umgangast fjölment erlent setulið. Að vísu er það mik- 311 jnínnihluti þjóðarinnar, sem ekki hefir staðist þessa prófraun. En sá minnihluti er þó alt of stór. Það er gott eitt um það að segja, að ríkisstjórnin taki þessi mál til nýrrar athugunar og reyni að finna einhver úrræði til úr- bóta. En hjer, sem víða annars- -staðar, hvílir fyrsta skvldan á borgurunum sjálfum. Ef að þeir gleyma því, að þeir eru íslending- ar og glata sínum þjóðarmetnaði. -dúga ékki néinar opiiiberár fyrir- skipanir. Þessir menn eru.þá glat- aðir þjóð sinni — 'þéir eru ekki lensur íslendingar. Ragrtar Ásgeirsson ráðu- nautur er nýlega kom- inn úr langri ferð um Norð- ur- og Austurland. Morgun- blaðið hfir spurt hann tíð- inda úr förinni oe svarar hann því á bessa leið: — Jeg var beðinn að fara norð- ur í Þingeyjarsýslur til að athuga jarðhitasvæði þar, sem notuð eru til garðyrkju, einkum kartöflu ræktar. Einnig átti jeg erindi aust ur á Hjerað, að Eiðum og Hall- ormsstað. Á Eiðum vann jeg að því að gera tillögur um skipulag skrúðgarðs fyrir framan skólabygg inguna þar. Skólastjórinn þar, Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófs- stað er mikill áhugamaður um skógrækt og þarna má, eins og allir, sem sjeð hafa íslensku lands- lagskvikmyndirnar vita, sjá afar merkilegt dæmi um, hver áhrif friðun hefir á land, sem hefir ver- ið vaxið skógi áður. Á svæði, sem nú hefir verið friðað í 14 ár, má nú finna 3 metra háar beinvaxn- ar bjarkir vaxa upp- úr gömlu skóglendi. sem var nagað niður að rót. Hallormsstaðaskógur er yndis- legur og víðáttumikill t og hefir aukist og margfaldast við f jörutíu ára friðun og umhyggju, en að vissu leyti er ennþá æfintýralegra að koma að Eiðum og sjá nýjan skóg vera að þjóta upp úr landi, sem var skóglaust áður. Og allur annar gróður eykst á hinu friðaða landi — og fuglalíf að sama skapi. Þá er það og eftirtektarvert, að austur á. Iljeraði þykir skrúðgarð- ur heima við bæ alveg sjálfsagð- ur hlutur, víða má þar sjá garða með svo þróttmiklum trjám, að í öðrum landshlutum myndu eig- endur þeirra verða frægir fyrir þá. — Spretta í matjurtagörðum var þarna alstaðar góð, sumstaðar í besta lagi. Merkilefft jarðhitasvæSi. Aðalerindi mitt í Norður-Þing- eyjarsýslu var að skoða jarðhita- svæði í miðjum firðinum við hið svonefnda- Bankahlaup. Það hefir verið lítt kuni jgt hingað til ut sý.-ilunnar. Sje grafið þar niður, verðr.r fljót'. fyrir 55° heitt vatn, sem yljar jorðina á stóru svæði, svo að þar er mildur og þægilegur í jörð. Enginn mun vita enn, hve stórt það er. Sumir, sem þarna eru kunn ugir, álitu stærð heita landsins um 50 liektara — en aðrir alt að 100! Jarðvegur er þar myndaður af framburði Jökulsár og er afar sendinn. Að vísu sýnist efsta lag- ið vera móldarkent, en eftir 2—3 ára ræktun er eins og moldin hverfi og sandurinn sje hreinn eftir. Frá hitasvæðinu eru um 4 km, að næsta bæ, Bakka, og sund- vötn liggja að því báðum megin. Einnig er þar skjóllaust með öllu, svo að aðstaða er þarna erfið til ræktunar. Skömmu eftir aldamótin kom Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri ’ ‘ þangað og hvátti menn til að hefjast þar handa um ræktun kartaflna þar, en úr því mun þó ekki hafa orðið þá. Löngu síðar veittu menn því eftirtekt, að kartöflugras varðist þar lengur gegn frosti en annarsstaðar og þá fóru menn að veita því athygli, hverja þýðingu þetta heita land gæti haft fyrir bygðina. Nú eru þar 3—4 dagsláttur í rækt, og er jeg var þarna, 19. júlí, var kart- öfluvöxtur orðinn það mikill, að sumstaðar mátti fara að taka upp eftir fáa daga. Kaupfjelag Norður Þingeyinga hefir trygt sjer land- rjettindi þarna og átti þar all- stóran kartöfluakur. En aðal hvatamanninn að notkun jarðhit- ans við Bakkahlaup hygg jeg vera Benédikt bónda Kristjánsson á Þverá í Axarfirði. Hann hefir mikinn áhuga á allri ræktun, þó hann sje komjnn fast að sjötugu. Hann er bróðir Jónasar læknis .Kristjánssonar og var einu sinni skólastjóri við búnaðarskólann á Eiðum. Vafalaust verður jarðhitasvæðið við Bakkahlaup þýðingarmikið fyrir Axarf jörðinn. í framtíðinni, þó það hafi sína ókosti. Kartöflur þrífast þar vel, það hefir sýnt sig, en sandurinn fýkur þegar hvast er og smærri fræ fjúka. Bóndinn á Bakka sáði t. d. gulrófum í beð. Þar s-tóðu aðeins tvær plönt- ur — hitt alt fokið. í Reykjahverfi. í Suður-Þingeyjarsýslu fór jeg fyrst upp að Reykjahverfi, en þar er um gríðarmikinn jarðhita að ræða, 'eins og flestum mun kunn ugt. Þar _eru 3 feiknamiklir hverir- í fögru dalverpi og er Uxahver vafalaust frægastur þeirra, þó nú sje hann hættur að gjósa. Nú ber þar langmest á Ystahver — einn- ig nefndur Baðstofuhver — sem fæst til að skvetta 10—20 metra fyrir ein 10 kg. af.sápu. Ilann er 100° heitur og rennur mikið vatn frá honum. Þriðji hverinn er nefnd ur Sýðstihver. Við þessa hveri hefir verið all- mikil garðrækt í meir en 30 ár. Var fyrir löiigu síðan stofnað þar hlutafjelag til að reka garðyrkju og hefir Baldvin Friðlaugsson á Hveravöllum verið framkvæmda- stjóri þess frá byrjun, þar til Atli sonur hans tók við fyrir fá- um árum. Nú eru þar tvö ný og stór gróðurhús í ágætri rækt, með tómotum í, fyrir utan elsta hús- ið, sém bygt var fyrir nokkrum árum og er mun minna. En á ber- svæði er allmikil kartöflurækt og nokkuð af öðrum matjurtum, en heitir lækir eru leiddir á milli teig anna. Við íbúðarhúsið hefir Bald- vin bóndi komið upp dálitlum 1 trjálundi, sem er nú til mikillar prýði, en átti lengi erfitt upp- dráttar, því þarna mun all snjó- þungt og nokkuð veðrasamt. Sú uppástunga hefir komið fram, að nota heita vatnið á Hvera völlum til að upphita Húsavíkur- kaupstað með því, og Pálmi Ein- arsson jarðræktarráðunautur held ur því fram, að landrými sje nóg undir 40 nýbýli meðfram hita leiðslunni, og vatnsmagn nægilegt til að hita þau líka. Vafalaust verður sá framtíðardraumur að veruleika síðar. I Bjarnarflagi. Jeg var í Mývatnssveit frá 5. .—7. ágúst og atliugaði þar Bjarn- arflag á Námaskarði. Mývatns- sveit er þúsund fet yfir sjó og því er þar frosthættara en í lág- sveitum. Var aftaf talið erfitt að rækta þar kartöflur í bygðinni. En svo datt úrræðasömum mönnum í hug að reyna að rækta kartöflur í jarðhitasvæði fyrir ofan bygð- ina, hinu svonefnda Bjarnarflagi. Þar er víðáttumikill jarðhiti og jarðvegur víða ákjsóanlegur fyr- ir kartöflur, sandur með hæfilega miklum leir. 1938 mun fyrsta kart- öfluuppskeran hafa fengist þar. Var það Jóhannes Sigfinnsson frá Grhnsstöðum við Mývatn, sem var þar að verki. Síðan fóru fleiri að setja þar niður og nú munu flest- ir bæir í sveitinni eiga þar bletti með kartöflum. í fyrrahaust feng- ust þar á þriðja hundrað tunnur af kartöflum og munu flestir skilja, hverja þýðingu það hefir fjmir sveit, sem hafði aðeins ör- lítið af þeirri vöru áður. Nú leist mjer að vera myndu kartöflur í um 6 dagsláttum í Bjarnarflagi. Hitasvæðið virðist mjög víðáttu- mikið, svo að ekki lítur út fyrir að Mývetninga þrjóti heitt vatn í framtíðinni. Kartöflurnar verjast þarna frosti furðanlega, vor og haust, en þar sem sandurinn er hrein- astur er hætt við skrælnun, ef ofþurkar ganga lengi, og hvergi er þá hægt að ná til vatns. Mý- vetningum er það vel ljóst, hve mikils virði hið heita land er þeim og munu hafa fullan hug á að hagnýta sjer það og hirða um það svo vel sje. En sameiginleg- an eftirlitsmann álít jeg að þeir verði að hafa meÓ görðunum til að hindra, að illgresi spilli garð- löndunum. Jeg og fvlgdarmenn mínir fundum þar nokkrar arfa- plöntur, sem voru með ógrynni fræja, en komum nógu snemma til að ná þeim og henda þeim í sjóð- andi gufupytti, með öllu saman. Garðlönd, sem eru svona langt frá bygðum, þurfa ríkulegt eftir- lit og heit lönd eru mun arfa- sæknari' en köld og þarf því enn meir að þeim að gæta. Afar einkennilegt er að koma í Bjarnárflag og sjá hina skrúð- grænu kartöflugarða innan um rjúkandi brennisteinshveri. Við gufuopin þjettist og sest brenni- steinninn í stórar hrúgur, gular innan, svartar utan, og’ er hættu- legt að koma nálægt þerim. Brenni steinssandurinn eða duftið við op- in er banvænt eitur fyrir plönt- urnar. Bóndi einn flutti poka af brennisteinsdufti heim á bæ og þar sem hann lá nokkurn tíma, hefir ekki sprottið grænt stráð síð- an — þó liðin sje'u nokkur ár. — Máske er þarna í brennisteinshaug unum hentugt efni til að eyði- leggja illgresi á götum eða svæð- um, sem á að lialda hreinum og enginn gróður má vaxa á. Góðir garðyrkjumenn. Þá'fór jeg einnig um Reykja- dalinn og þar vætla víða laugar úr hlíðum. Eru þar alhniklir garð- ar, t. d. við Laugaskóla og Lauga- ból. Þar er jarðvegur einhver hinn frjósamasti, sem jeg hefi' sjeð, grasið legst í legur og hlíðarnar blána af umfeðmingi. Svo þurka- samt hafði verið, að dálítið bar á skrælnun í bröttum görðum. Jeg var í Reykjadalnum 4. og 5. ágúst og um það bil kom fyrsta nætur- frostið á sumrinu. Ekki urðu þó skemdir þar, en þetta frost gerði þó skaða á öðrum slóðum norðan- lands. En yfirleitt mun vera besta útlit með uppskeru norðanlands. Á Laugabóli í Reykjadal býr einn snotrasti garðyrkjumaður á norðurslóðum, Tryggvi Svein- björnsson Hann framfleytir þar stórri fjölskyldu á litlu landi, enda hirðir hann um garða sína svo af ber. Það er altaf gaman að koma á staði, þar sem ræktun er stunduð með alúð og nákvæmni. Hjá Tryggva á Laugabóli er not- að mikið grænmeti til heimilisins og þegar jeg kom þar, var hann að taka upp kartöflur til að senda á Akureyrarmarkað, og það gerðu raunar fleiri en hann þar í daln- um. Við Stóru Tjarnir í Ljósavatns- skarði er laug, um 55° heit. Hún hefir ekki lítið vatnsrensli og S kringum hana eru blautar mýrar, en í þeim eru víða volgrur, um 30° heitar. Við laugina er lítill kartöflugarður. Væri landið í kringum laug þessa ræst fram, þá yrði það vafalaust mjög verð- mætt til garðyrkju. í Fnjóskadal er um jarðhita að ræða á tveim stöðum, einna fremst og yst í dalnum. Ytri laugin er hin alkunna Draflastaðalaug, 55" heit, en heldur vatnslítil. Hún er í mýri og það var þessi laug, sem Sigurður bóndi á Draflastöðum Ijet ræsa fram um 1880 með að- stoð síns unga sonar, Sigurðar, er síðar varð einn mesti ræktunar- frömuður og búnaðarmálastjóri. Svo vel var verkið unnið, að fram- ræsla þessi hefir staðið óhreyfð fram á þennan dag. En nú er hún, að vonum, mjög úr sjer geng in og ræsin þarna þurfa nú gagn- gerðrar viðgerðar, ef garðlandið á að komast í gott horf. Kartöflu- garður er nú í kringum laugina og Karl bóndi, bróðir Sigurðar, var farinn að „gá undir“, eins og það er nefnt, með góðum árangri. Fremsti bærinn í Fnjóskadal, sem nú er í bygð, er Sörlastaðir. Dalurinn skiftist í 3 dali og voru áður 27 bæir bygðir fvrir framan Sörlastaði, að sögn Ólafs bónda þar. Næsti bær utan við Sörla- staði er Reykir, og er þar jarð- hiti', eins og nafnið bendir til. Á Reykjum býr nú Gunnar Jónat- ansson og kona hans Þóra Gnð- FRAMH. A SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.